Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Síða 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn Grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar Garðarsson. prentvinna: Landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Krónunni og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Almannavarnanefnd fór á fundi sínum í síðustu viku yfir stöðu jarðskjálftamæla í Vestmanna- eyjum. Fram hefur komið að mæliskekkja er töluverð og nauðsynlegt að bæta við mælum til að fá gleggri mynd af því sem er að gerast. Formaður upplýsti að vísindamenn úr Háskóla Íslands stefna á að koma upp mælum til að fylgjast með mögulegri hreyfingu Norður- klettanna með tilliti til hruns. Vísað var í fund viðbragðsaðila með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands í janúar sl. þar sem kom fram að einn jarðskjálftamælir er á Heimaey en þörf væri á tveimur til viðbótar. Til þess að staðsetja litla jarðskjálfta þarf a.m.k. tvo til þrjá jarðskjálfta- mæla í innan 30 km fjarlægðar frá upptökum. Í dag er einn á Heimaey og með mælum á fastalandinu er staðsetn- ingarnákvæmni ekki næg til að fastsetja hvar virknin er. Ákvarðanir um uppbyggingu jarðskjálftamæla- netsins eru í dag teknar í teymi sérfræðinga á Veðurstofunni. Að mati Almannavarnanefndar Vestmannaeyja er rík þörf á því að komið verði upp tveimur varan- legum mælum til viðbótar í Vestmannaeyjum hið allra fyrsta. Almannavarnanefnd felur formanni nefndarinnar að vinna áfram að lausn þessa máls í samráði við Veðurstofu Íslands og sérfræðinga á hennar vegum. Stefáni Ó. Jónassyni, bæjarfull- trúa E-listans var mikið niðri fyrir í bókun sem hann lagði fram á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Þar óskaði hann eftir upplýsingum um stöðu og framtíð Blátinds VE 21 sem er elsta tréskip Vestmannaeyja og er í eigu bæjarins. „Blátindur VE 21 er senn 70 ára, var smíðaður hér í Eyjum sem hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok og var með stærstu og glæsilegustu fiskiskipum í Vest- mannaeyjum. Síðustu ár hefur báturinn verið í vörslu Vestmannaeyjabæjar, en því miður í algjörri vanhirðu. Öll veður, vatn og vindur eiga greiðan aðgang að bátnum, stýrishús, lestarlúga og lúkarkappi allt opið. Þrátt fyrir fjögurra ára gamalt verkplan og fjármögnun hefur ekkert gerst,“ segir Stefán og spyr: 1. Hafa núverandi bæjarfulltrúar engan áhuga á athafnasögu Eyjanna? 2. Ef áhugi er á málinu, hvað tefur? 3. Er ekki staðsetning/,,lægi“ fyrir bátinn löngu samþykkt? 4. Er ekki 2 milljón króna fjármögnun löngu tryggð eða hefur henni verið varið í annað? 5. Ef bæjarfulltrúar eru ekki stoltir af athafnasögu staðarins vinsamlega gefið þá Blátind VE 21 þangað sem menn kunna að meta verk forvera sinna, má þar til dæmis nefna Síldarminja- safnið á Siglufirði eða Byggða- safn Akraness. Fulltrúar meirihlutans svöruðu með bókun og sögðu að málefni Blátinds hafi margoft komið til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði undanfarin ár og fjármagn tryggt í þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. „Fulltrúa minnihlutans er fullkunnugt um þær umræður og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það hefur ekki staðið á meirihluta framkvæmda- og hafnarráðs að ýta þessu verkefni áfram en tafir vegna annríkis verktaka hafa verið meiri en hægt er að sætta sig við. Fyrir liggur að fjármagn í verkefnið er tryggt og búið er að ákveða staðsetningu á lægi Blátinds. Meirihluti framkvæmda- og hafnarráðs samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ræða við verktakann og ef fyrir liggur að hann nái ekki að klára verkefnið fyrir maílok 2017 þá leiti fram- kvæmdastjóri til annarra verktaka með verkefnið,“ segir í bókuninni sem Sigursveinn Þórðarson, Jarl Sigurgeirsson, Sindri Ólafsson og Sæbjörg Logadóttir skrifa undir. Hafþór Halldórsson kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við útisvæði og húsnæði endur- vinnslustöðvarinnar við Eldfells- veg á síðasta fundi fram- kvæmda- og hafnarráðs. Einnig kynnti hann athuganir á kaupum á hakkara og færiböndum sem miða að því að minnka rúmmál þess sorps sem flutt er frá Vest- mannaeyjum. Hakkari af þeirri gerð sem hentar kostar um 45 milljónir með uppsetningu. Fram kom að fara þarf í hönnun og útboð á klæðningu á húsnæðinu og hönnun útisvæðis. Ráðið samþykkir að festa kaup á hakkara og felur starfsmönnum sviðsins að fara í hönnun og útboð á klæðningu húsnæðis og útisvæði. Fyrir bæjarstjórn í síðustu viku lágu drög að reglum og verk- efnum ungmennaráðs Vest- mannaeyja sem voru samþykkt. Þar með samþykkir bæjarstjórn í samræmi við æskulýðslög frá árinu 2007 að stofna ungmenna- ráð sem er hugsað til að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í Vestmanna- eyjum. Ungmennaráðið verður skipað fimm fulltrúum á aldrinum 14 til 25 ára sem sitja í eitt ár í senn. Bæjarstjórn óskar eftir því að eftirtaldar stofnanir tilnefni árlega einn fulltrúa fyrir 1. september ár hvert. Einn fulltrúi frá Grunnskóla Vestmannaeyja, skipaður af nemendaráði unglingadeildar, einn fulltrúi frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja, skipaður af nemendafélagi skólans og þrír fulltrúar skipaðir af bæjarstjórn. Starfstími ráðsins er frá 15. september og til 15. maí ár hvert og skal bæjarráð annast skipan og sjá til þess að boðað verði til fyrsta fundar. Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Blátindur VE 21 elsta tréskip Eyjanna liggur undir skemmdum :: Nái verktaki ekki að ljúka verkinu fyrir lok næsta mánaðar verður leita annað Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Almannavarnanefnd :: Jarð- skjálftamælar og GPS mælingar á fjöllum: Þörf á fleiri jarskjálfta- mælum á Heimaey :: Koma á upp mælum til að fylgjast með mögulegri hreyfingu Norðurklettanna með tilliti til hruns Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Bæjarstjórn :: Ungmennaráð Vestmannaeyja - bæjarstjórn unga fólksins: Skipað fimm fulltrúum 14 til 25 ára til eins árs Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja :: Framtíðarskipan sorpmála: Samþykkt að kaupa hakkara til að minnka ummál sorps

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.