Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Side 4
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Landakirkja Fimmtudagur 13. apríl. - Skírdagur: Kl. 20.00. Kvöldmessa. Sóknar- nefndin aðstoðar við afskrýðingu altaris í lok messu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Föstudagur 14. apríl. - Föstudagurinn langi: Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Fólk úr söfnuðinum les píslarsöguna í stað hefðbundinnar prédikunar. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari. Sunnudagur 16. apríl. - Páskadagur: Kl. 08.00. Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni er morgunverður í Safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar. Kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Viðara Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Þriðjudagur 18. apríl: Kl. 17.00. Æfing og mátun fyrir fermingarbörn sem fermd verða laugardaginn 22. apríl. Kl. 18.00. Æfing og mátun fyrir fermingarbörn sem fermd verða sunnudaginn 23. apríl. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K- húsinu. Miðvikudagur 19. apríl. - Síðasti vetrardagur: Kl. 17.30. Alzheimer samvera. Fimmtudagur 20. apríl. - Sumardagurinn fyrsti: Kl. 20.00. Æfing hjá kór Landa- kirkju. Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11.00 og 12.00 í Safnaðarheimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Skírdagur kl. 20:00 Brauðsbrotning. Föstudagurinn langi kl. 14:00 Bænastund. Páskadagur kl. 14:00 Samkoma, ræðumaður Guðni Hjálmarsson. Kaffi og spjall eftir á. Kirkjur bæjarins: Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl. 12:00 Samvera. Eyjamaður vikunnar Væri gaman að drekka te með þeim Jesú Kristi, Búdda og Múhameð Bjarni Sighvatsson, verkefnisstjóri Flugvallastoðþjónustu Isavia, stjórnaði vel heppnaðri flugslysaæf- ingu á Vestmannaeyjaflugvelli um síðustu helgi þar sem æfð voru viðbrögð við ímynduðu flugslysi flugvélar með 24 manns innan- borðs. Slíkar æfingar eru reglulega haldnar á öllum áætlunarflugvöllum landsins en sjálfur hefur Bjarni tekið þátt í um 40 æfingum á sínum ferli. Bjarni Sighvatsson er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Bjarni Sighvatsson. Fæðingardagur: 19. júlí 1949. Fæðingarstaður: Aðalból í Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Konan mín heitir Auróra Guðrún Friðriksdóttir og sonur Sighvatur Bjarnason. Draumabíllinn: Karlmenn eru lauslátir þegar kemur að bílum og falla léttilega fyrir hvaða fallegum bíl sem er. Ætli ég myndi ekki enda með G-class jeppann frá Mercedes- Bens. Hann er klassískur og hefur verið að fullkomnast í 40 ár. Uppáhaldsmatur: Erfitt að velja enda borðað margt dásamlega gott um ævina. En til að enda einhvers- staðar þá er best að nefna vel grillaðan humar fljótandi í smjöri og hvítlauk og af landdýrum er líklega lambahryggur nærri toppnum. Versti matur: Ég borða allt þótt misgott sé. Viðurkenni að ég lenti í basli með að innbyrða nokkurs- konar Þorramat þegar fjölskyldan var á Grænlandi fyrir nokkrum árum. Þar var allmargt sem þurfti átak til að koma niður. Uppáhalds vefsíða: Held ekki trúnað við neina síðu enda óskap- lega margar góðar. Fer þó oftast inn á mbl.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Sigurrós, sekkjapípuleikur, karlakórar, 68‘ grúppurnar og margt annað sem gleður eyru hverju sinni. Aðaláhugamál: Mannlíf, saga, jarðfræði, trúarbrögð, tækni en langmest að ferðast um heiminn. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Hefði gaman að fá að sitja eins og eina eftirmiðdagsstund við tedrykkju með þeim Jesú Kristi, Búdda og Múhameð spámanni. (Vildi kannski fá að spyrja þá: Hey, hvað er eiginlega í gangi hjá ykkar mönnum, væri ekki rétt að hafa einhverja stjórn á þeim?). Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Sá staður sem gerir mig orðfáan hverju sinni. Þeir eru of margir til að mismuna þeim. Nú seinast Ankor Wat við sólarupp- komu. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég dáist að öllum þeim sem leggja á sig að verða betri í íþróttum þar með öllu þessu flottu vestmannaeyíska og íslenska íþróttafólki sem er að gera það gott heima og heiman og eru stolt okkar. Ertu hjátrúarfull/ur: Alls ekki. En ég trúi því að það sé ekki allt sem sýnist og margt sé okkur hulið. Stundar þú einhverja hreyfingu: Of litla. Hef stundum tekið rispur og farið á fjöll með mínum gömlu skátafélögum sem nú búa uppi á Íslandi. Uppáhaldssjónvarpsefni: Spenna, fróðleikur, saga, stjórnmál. Hvað hefur þú tekið þátt í mörgum flugslysaæfingum: Um fjörutíu. Hvernig fannst þér æfingin hafa gengið: Hún gekk vel sem kom mér ekki á óvart og var „okkar“ fólki til sóma. Var samstarf viðbragðsaðila jafn gott og þú þorðir að vona: Algerlega og það kom mér heldur ekki á óvart. Ég kannast allvel við blómann af þessu fólki og átti von á góðri vinnu. Hafði helst áhyggjur af veðri sem alltaf getur haft neikvæð áhrif á æfingar, en það slapp til. Eitthvað að lokum: Vil kannski fá að nota tækifærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt í æfingunni með kveðju frá okkur í baklandi æfingarinnar. Bjarni Sighvatsson er Eyjamaður vikunnar Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Kæru ættingjar og vinir. Þann 3. apríl síðastliðinn hélt ég upp á minn 95. afmælisdag. Sá dagur var í alla staði yndislegur. Ég hitti mikið af mínum góðu ætt- ingjum og vinum, ekki bara þennan mánudag, heldur einnig helgina á undan, þegar við glöddumst saman á Einsa Kalda. Mig langar að þakka öllum sem heimsóttu mig, sendu mér blóm eða kveðju í tilefni tímamótanna, frá mínum dýpstu hjartans rótum. Að finna svo sterkt fyrir því ríkidæmi sem yndislegir ættingjar og vinir eru, yljar mér enn. Mig langar einnig að þakka starfsfólki Hraun- búða fyrir alla aðstoðina, faðmlögin og hlýjuna. Það er dýrmætt að eiga að jafn gott fólk og við sem búum á Hraunbúðum eigum. Einnig vil ég þakka Einsa Kalda fyrir alla aðstoðina við afmælið mitt. Guð blessi ykkur öll. Kveðja Dóra frá Bólstaðarhlíð. MiKAEL MAgNúSSoN fermdist borgaralega sunnudaginn 2. apríl í Háskólabíó í Reykjavík. Foreldrar hans eru Fjóla Finn- bogadóttir og Magnús Gíslason. Þau búa að Fjólugötu 27. HJartanS þaKKIr FErMIngarBarn Það verður sannkallaður stórdans- leikur í Höllinni í kvöld, miðviku- dagskvöldið 12. apríl, þegar eitt allra vinsælasta ballband landsins mætir í Höllina. Stuðlabandið hefur algjörlega slegið í gegn undanfarin ár. Ekki bara á böllum þeirra í Höllinni, heldur einnig á Þjóðhátíð og á fjölmörgum öðrum skemmt- unum víðs vegar um landið. Bandið er ótrúlega þétt og peyjarnir frá Selfossi og nágrenni eru heldur ekkert að pása sig of mikið, þeir spila og spila og markmiðið alltaf það sama. Að fólk dansi, syngi og skemmti sér með þeim. Ekki láta þetta frábæra band fram hjá þér fara. Komdu í Höllina, sýndu þig og sjáðu aðra. Húsið opnar kl. 23.59 og það er sama lága verðið, 2.500,- kall inn. Góða skemmtun. Fréttatilkynning. Stuðlabandið í Höllinni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.