Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Síða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017 Eftir að raki kom upp í Ráðhúsinu fluttu bæjarskrifstofurnar á aðra hæðina í húsi Landsbankans við Bárustíg. Miklar og dýrar aðgerðir þarf til að gera Ráðhúsið, sem upphaflega var byggt sem sjúkrahús nothæft á ný. Nokkuð ljóst er að bæjarskrifstofurnar munu ekki flytja þangað aftur og þá er að finna því hlutverk. Nú er uppi hugmynd um að þar verði viðhafnarsalur bæjarins og fágætissafn sem m.a hýsi ómetanlegt safn bóka sem Ágúst Einarsson gaf Bókasafninu fyrr á þessu ári. Á síðasta fundi bæjarráðs lá fyrir erindi frá Arnari Sigurmundssyni, Kára Bjarnasyni og Helga Bernó- dussyni varðandi hugmyndir og tillögur um Menningarsafn og hátíðarsal í Ráðhúsi Vestmannaeyja. Ráðið vísar í eigin samþykkt frá 16. febrúar sl. og síðar erindi Elliða Vignissonar bæjarstjóra til Kára, Helga og Arnars sem var falið að koma með hugmyndir eða tillögur í framhaldi af bókagjöf Ágústar Einarssonar til Vestmannaeyjabæjar og Bókasafns Vestmannaeyja, sem tilkynnt var um við hátíðlega athöfn í Einarsstofu 11. febrúar 2017. Þeir þremenningar hafi ekki setið með hendur í skauti og segja í erindi sínu að nú liggi fyrir að bæjaryfirvöld séu að skoða í fyllstu alvöru þann möguleika að öll starfsemi, sem verið hefur í Ráðhúsi Vestmannaeyja, flytjist í heppilegra húsnæði þar sem starfsemin geti verið á einni hæð í stað þriggja. „Þeirri spurningu var varpað til okkar hvort við teljum að núverandi Ráðhús, við hlið Safnahússins, geti verið heppilegt húsnæði undir fágætissafn og sérstök söfn sem nú búa við talsverð þrengsli í Safna- húsinu,“ segja þeir í erindinu og eru jákvæðir fyrir hugmyndinni þó fara þurfi í talsverðar viðgerðir á húsnæðinu, en sumt af þeim framkvæmdum, t.d. í kjallara, geta fallið á lengri tíma. Þeir sjá fyrir sér að þar gætu verið hluti af fágætissafni Ágústar Einars- sonar, valin listaverk í eigu Vestmannaeyjabæjar, m.a. eitt stærsta safna Kjarvalsmálverka á landinu, teikningar Sigmund, ljósmyndasafn Sigurgeirs Jónas- sonar og Ljósmyndasafn Vest- mannaeyja. Þeir þremenningar sjá enn fremur fyrir sér að í Ráðhúsinu mætti koma fyrir vinnuaðstöðu fyrir fræðimenn, sem þá fengjust við efni sem tengdust atvinnu- og menningar- málum og byggðaþróun í Eyjum, sem dæmi. „Þá leggjum við áherslu á að í húsinu yrði minnst Gísla J. Johnsens sem átti mestan þátt í byggingu hússins og var um tíma ein helsta máttarstoð í atvinnulífi Vestmannaeyja, á miklum upp- gangs- og umbrotatímum. Eitt herbergi mætti helga minningu þeirra Gísla og konu hans, Ásdísar Gísladóttur. Safnahúsinu hafa í seinni tíð áskotnast margir munir úr búi Gísla J. Johnsens. Í þessu sambandi væri einnig áhugavert að segja byggingarsögu hússins og sögu þeirrar starfsemi sem var í húsinu frá 1928, þ.e. Sjúkrahúss Vestmannaeyja og annarrar heilbrigðisþjónustu sem þar var, ásamt upplýsingum um viðbyggingu og útihús sem tengdust starfsemi þess. Við teljum einnig að koma mætti fyrir í Ráðhúsinu virðulegum móttökusal fyrir bæjarstjórn og bæjaryfirvöld í núverandi bæjar- ráðssal fyrir minni móttökur. Hægt væri að samnýta salinn til að sýna jafnframt ýmsar perlur úr sögu og náttúru Vestmannaeyja, t.d. í sýningarskápum, hillum eða á veggjum. Við leggjum til að sýningarhönn- uður verði ráðinn til að móta heildarmynd þessa glæsilega og virðulega húss þannig að það nýtist við hátíðleg tækifæri og sem viðeigandi umgjörð um margra af fágætustu og verðmætustu munum í eigu bæjarins,“ segja Kári, Helgi og Arnar sem leggja til að umsjón með húsinu verði í höndum forstöðu- manns Safnahússins. Bæjarráð hlynnt erindinu Þeir segja að endurbætur og breytingar muni kosta sitt en með samlegð við Safnahúsið, rekstur þess og starfsmannahald, ætti ekki að verða verulegur varanlegur aukakostnaður við þá starfsemi í Ráðhúsinu sem hér er lögð til. „Æskilegt væri að geta tekið 2. og 3. hæð Ráðhússins í notkun eigi síðar en í febrúar 2019 þegar þess verður minnst að 100 ár eru liðin frá því að bæjarstjórn Vestmanna- eyja tók til starfa,“ segja þeir og eru tilbúnir að vera bæjaryfirvöldum frekar innan handar varðandi útfærslu á hugmyndum þessum verði þess óskað. Í fundargerð segir að bæjarráð sé jákvætt fyrir hugmyndum þeirra og fól bæjarstjóra að skila minnisblaði til ráðsins þar sem hugmyndinni er stillt upp sem verklegri fram- kvæmd. Þá samþykkir ráðið að taka til sérstakrar umfjöllunar framtíðar- staðsetningu bæjarskrifstofa þegar minnisblað bæjarstjóra liggur fyrir. Merkileg saga Fyrir liggur að ráðast þarf í ákveðnar tímafrekar framkvæmdir við viðhald Ráðhúss Vestmanna- eyja. Húsið var byggt sem Sjúkra- hús Vestmannaeyja og tekið í notkun 1928. Húsið var gert að Ráðhúsi Vestmannaeyja um 1977, að loknum umtalsverðum við- gerðum en þá hafði engin starfsemi verið í húsinu frá því um gosnóttina 23. janúar 1973. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Ráðhúsinu á undanförnum árum og er það nú eitt hið glæsi- legasta hús sem finna má í Eyjum og þótt víðar væri leitað. Raki, einkum í kjallara og með gluggum, hefur orðið til þess að starfsemin í húsinu var flutt til bráðabirgða í annað húsnæði haustið 2016. Hugmyndir og tillögur um Menningarsafn og hátíðarsal í Ráðhúsi Vestmannaeyja: Gæti hentað fyrir bókagjöf Ágústar Einarssonar og fleiri söfn í eigu bæjarins :: Sjá fyrir sér virðulegan móttökusal fyrir minni móttökur :: Æskilegt að 2. og 3. hæð verði tilbúnar á 100 ára afmæli bæjarins í febrúar 2019 Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ágúst Einarsson gaf Vestmannaeyjabæ fyrr á þessu ári fágætissafn merkra bóka. gjöfinni fylgdi sú ósk að bækurnar yrðu aðgengilegar almenningi. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Ráðhúsinu á undanförnum árum og er það nú eitt hið glæsilegasta hús sem finna má í Eyjum og þótt víðar væri leitað. Raki, einkum í kjallara og með gluggum, hefur orðið til þess að starfsemin í húsinu var flutt til bráðabirgða í annað húsnæði haustið 2016. Að undanförnu hafa ráðamenn þjóðarinnar verið óþreytandi við að skýra fyrir okkur hversu vel allt gengur hjá okkur hér á landi. Bókstaflega allt sé í blóma. Við þurfum hins vegar ekki að kafa djúpt til þess að sjá hve hæpin og röng sú mynd er sem þeir draga upp fyrir okkur. Dæmin tala: • Heilbrigðisþjónustan er í molum og engar lausnir fram undan. Landspítalinn er yfirhlaðinn og fjárvana og það bitnar auðvitað á sjúklingum, einkum þeim sem minnst mega sín. • Sífellt er þrengt að menntakerfinu og nám gert erfiðara, sérstaklega fyrir venjulegt fólk. • Samgöngukerfi landsmanna er megnasta ólestri og áætlanir um umbætur eru gersamlega úr takti við þá þörf sem blasir við. • Kjör aldraðra og öryrkja eru skammarleg. Fálmkenndar og yfirborðslegar aðgerðir duga engan veginn til að bæta þar úr. • Húsnæðismál ungs fólks eru algerum ólestri. • Raunveruleg fátækt kemur æ oftar til umræðu þegar félagsleg staða landsmanna er skoðuð. Ráðamenn þjóðarinnar annað hvort afneita þessum staðreyndum eða segja okkur að ekki séu til peningar til þess að sinna því sem hér er gert að umræðuefni. Og þar með er málið afgreitt af þeirra hálfu. Það eru reyndar til meira en nóg af peningum í þessu landi. Vandamálið er hins vegar það að núverandi stjórnvöld eru ekki tilbúin undir nokkrum kringumstæðum að sækja þá penings sem nægðu til að koma heilbrigðisþjónustunni í lag, bæta menntakerfið, vinna að nauðsynlegu úrbótum í samgöngumálum, bæta úr húsnæðismálum ungs fólks og útrýma fátækt í landinu. Þessir peningar eru nefnilega í höndum hins auðuga hluta þjóðarinnar, þess hluta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur slegið skjaldborg um. Flokkurinn stundar nefnilega grímulausa hagsmuna- gæslu fyrir hina ríku á kostnað þeirra sem minna og lítið sem ekkert hafa til skiptanna. Meðan þetta ástand varir eykst ójöfnuðinn í landinu og vandamál þeirra sem minnst hafa gera lítið annar en að aukast. Við hér í Eyjum höfum ekki farið varhluta af stöðunni. Og þá komum við að þessu með samhengi hlutanna. Á meðan ríkisstjórnin neitar að nota þá peninga sem til eru í heilbrigðismál er varla von til þess að að byggja upp nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í Eyjum. Það er heldur ekki von til þess að við getum gert okkur raunhæfar vonir um úrbætur í samgöngumálum, hvorki á sjó né landi. Ófullnægjandi framlög og stöðugur niðurskurður ríkisins til flugsamgangna innan- lands mun einungis minnka þjónustu víða um land. Þetta dæmi þekki ég sérstaklega það sem ég hef setið í stjórn Isavia um nokkurt skeið og orðið vitni að því hvernig ríkið svíkur gefin loforð um framlög til flugvalla sem óhjá- kvæmilega, en því miður, kallar á samdrátt í allri flugvallastarfsemi. Árásir á aldraða og öryrkja munu halds áfram hér í Eyjum sem annars staðar og ungu fólki verður gert ókleift að hafa aðgang að húsnæði. Ofan á þetta allt mun síðan fátækt aukast. Það blasir sem sé við að beint samhengi er milli stefnu núverandi ríkisstjórnar undir forystu Sjálf- stæðisflokksins og þess ástands sem lýst hefur verið hér að framan. Svo leyfir ólíklegasta fólk, jafnvel frammámenn hér í Eyjum að bera það á borð fyrir okkur að Sjálf- stæðisflokkurinn gæti hagsmuna almennings á sama tíma og bilið milli þeirra sem mest og minnst hafa eykst sífellt. Það er þetta með samhengið ragnar Óskarsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.