Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Síða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017 Pólska skipasmíðastöðin CRIST S.A., sem samið var við um smíði á nýrri Vestmannaeyja- ferju, er komin á fullt í verk- efninu en þetta kom fram á vef Vegagerðarinnar í síðustu viku. Nýverið birti stöðin teikningar af útliti nýju ferjunnar og er ekki annað að sjá en að hönnunarvinna gangi bara nokkuð vel. Jafnframt segir að skipið fari í líkanaprófanir eftir páska en pöntun á aðalvél- búnaði, skrúfum o.fl. slíku er lokið. Eiginleg smíði ferjunnar mun hefjast í júlí eða ágúst þegar búið verður að leggja kjölinn. Gert er þó ráð fyrir að stálskurður hefjist strax í maí. Stefnt er á að smíðinni ljúki næsta sumar eins og áætlanir gera ráð fyrir en þar er reiknað með því að ný ferja verði komin í gagnið fyrir Þjóðhátíð 2018. Á öllum áætlunarflugvöllum landsins eru reglulega haldnar umfangsmiklar æfingar sem reyna á viðbrögð vegna flugslysa. Isavia hefur yfirumsjón með þessum flugslysaæfingum en auk félagsins kemur að undirbúningi og fram- kvæmd æfinganna fjöldi annarra viðbragðsaðila, t.d. almannavarnar- deild Ríkislögreglustjóra, slökkvi- lið, lögregla, heilbrigðisstofnanir, sjúkraflutningar, björgunarsveitir, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og prestar. Slík æfing fór fram á Vestmanna- eyjaflugvelli sl. laugardag þar sem æfð voru viðbrögð við ímynduðu flugslysi flugvélar með 24 manns innanborðs. Fjöldi ráðgjafa auk heimamanna tóku þátt í æfingunni sem heppnaðist með ágætum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Að æfingu lokinni voru viðbrögð rýnd og að lokum er gerð skýrsla um hvað var vel gert og hvað mætti betur fara. Flugslysaæfingar eru almanna- varnaæfingar og eru jafnan með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru ár hvert og mikilvægar heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um flugslys eða önnur hópslys er að ræða. Isavia heldur utan um skipulag æfinganna en mikill fjöldi annarra viðbragðsaðila kemur að þeim eins og fyrr segir en frá árinu 1996 hefur Isavia haldið yfir 50 flugslysaæfingar. Æfðar eru björgunar- og slökkvi- aðgerðir, greining og aðhlynning slasaðra auk umönnunar óslasaðra og aðstandenda. Auk þess er áhersla lögð á samhæfingu vegna flutnings slasaðra, boðunarkerfi, stjórn, fjarskipti, rannsókn á vettvangi og fleira. Um tvær til fjórar æfingar eru haldnar ár hvert, en stór flug- slysaæfing er haldin á hverjum flugvelli á fjögurra ára fresti. Æfingarnar byggja á flugslysaáætl- un sem gerð hefur verið fyrir hvern flugvöll. Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum: Umfangsmikil og vel heppnuð :: Æfð voru viðbrögð við ímynduðu flugslysi flugvélar með 24 manns innanborðs :: Fjöldi ráðgjafa auk heimamanna tóku þátt Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Útlitsteikningar af nýrri Vestmannaeyjaferju :: Allt samkvæmt áætlun, segir Vegagerðin: Á að vera komin í gagnið fyrir Þjóðhátíð 2018

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.