Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Side 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017
Það var skemmtlegt að kíkja á
Vörumessu Ungra frumkvöðla
sem fram fór í Smáralind
laugardaginn fyrsta apríl. Fjöldi
fólks lagði þangað leið sína og
skoðaði vörur og þjónustu sem
framhaldsskólanemar hafa
unnið að en 63 örfyrirtæki um
300 framhaldsskólanema tóku
þátt í vörumessunni.
Framhaldsskólinn í Vestmanna-
eyjum átti sína fulltrúa þar sem
mættir voru fimm hópar til að
kynna framleiðslu sína sem unnin
er frá grunni. Frá hugmynd til
vöruþróunar og markaðssetningar,
hönnun umbúða og sölu.
Það var gaman að sjá hversu
mikla vinnu krakkarnir höfðu lagt í
þetta og voru ófeimin að koma sér á
framfæri á sýningunni og bjóða
vörur sínar til sölu.
Alls fóru fimm hópar ungra
frumkvöðla frá FÍV í Smáralind til
að kynna og selja vörur sínar. Fjórir
hópar fengu viðurkenningu
sýningardaginn en 15 fyrirtæki
ungra frumkvöðla komast í
úrslitakeppni sem fer fram 25. apríl
og mun sigurvegarinn í þeim
úrslitum verða fulltrúi Íslands í
Evrópukeppni Ungra frumkvöðla.
Fyrirtækin sem fóru frá FÍV má
sjá hér á myndunum.
Vel sótt Vörumessa ungra frumkvöðla í Smáralind :: Framhaldsskólinn sendi fimm hópa:
Borðspil, hollusta, súkkulaði,
snagar og hundagott
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
< Kjarninn, Brynjar
ingi Óðinsson,
guðmundur Kári
guðmundsson, Víðir
gunnarsson og Bjarki
Svavarsson. Kjarni
hannaði og framleiddi
borðspil. Á myndina
vantar Bjarka.
Enjoy, Dagbjört Lena Sigurðardóttir,
Elísa Sjöfn Sveinsdóttir, Elsa Rún
Ólafsdóttir og Eva Lind ingadóttir. Enjoy
framleiddi þrjár gerðir af hollu, fljótlegu
og góðu sætindum. Það er með kókos-
kúlur, hafragott og hrökkkex sem er
tilbúið í dollu nema í hrökkbrauðið en í
það þarf að bæta vatni og olíu og baka.
Allar vörurnar eru sykurlausar og vegan.
Hér kynna stúlkurnar vöruna fyrir Þór
Sigfússyni, einum úr dómnefndinni.
Molaire, gíslný Birta Bjarkadóttir, inga Birna Sigursteinsdóttir og
Maríanna Ósk Jóhannsdóttir. Molaire selur heimagert súkkulaði og er
hægt að velja um þrjár grunnbragðtegundir. Hvítt súkkulaði, dökkt
súkkulaði eða rjómasúkkulaði sem er með skemmtilegri bragðblöndun.
Allt sem tengist vörunni er heimagert, súkkulaðið sjálft og umbúðirnar.
Á myndina vantar Maríönnu Ósk.
Eyjasteinn, Daníel ingi Sigur-
jónsson og Ágúst Marel gunnars-
son. Fyrirtækið Eyjasteinn
hannaði og framleiddi náttúru-
lega snaga úr fjörum Vestmanna-
eyja sem nefnast Fjörusteinn.
Hægt er að fá snagana í ýmsum
útfærslum. Á myndinni má sjá
Daníel inga við snagana góðu. >
Hundagott, Agnes Stefánsdóttir, Margrét Björk grétarsdóttir, Sirrý
Rúnarsdóttir og Unnur Ástrós Magnúsdóttir. Hundagott framleiðir
þurrkað hágæða fiskroð úr ferskum fiski. Roðið er ætlað sem heilsu-
samlegt nammi fyrir hunda. Á myndina vantar Sirrý.
Í síðasta blaði varpaði Oddur
Júlíusson fram góðum spurningum
varðandi félagslega húsnæðiskerfið.
Ég ætla eftir bestu getu að svara
þessum góðu spurningum.
1. Hvað eru margir skjólstæð-
ingar félagsþjónustunnar í
húsnæði á vegum Vestmannaeyja-
bæjar? 21 einstaklingur er í
húsnæði á vegum Vestmannaeyja-
bæjar. Með íbúðum fyrir aldraða
eru þetta hins vegar 57 íbúðir.
2. Hvað er langur biðlisti eftir
slíkum íbúðum? Biðlistinn er mjög
breytilegur og inntaka af honum fer
eftir aðstæðum og þörfum. Í dag eru
14 á biðlista og allir þeirra í
húsnæði. Biðtími eftir íbúð getur
verið mislangur.
3. Hvert er leiguverð á fermetra á
hinum frjálsa markaði? Ekki
alveg ljóst en upplýsingar sem
sveitarfélagið hefur bendir til að
þetta sé um 1600 – 1700 kr á
fermetra.
4. Hver eru áform Vestmanna-
eyjabæjar vegna byggingu á
leiguhúsnæði? Vestmannaeyjabær
hefur ákveðið að byggja 11 íbúðir
til leigu fyrir fatlað fólk, auk þess
stendur til að byggja fleiri þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða.
5.Vita bæjaryfirvöld til þess að
búið sé í ósamþykktu húsnæði?
Nei, bæjaryfirvöld hafa ekki
vitneskju um slíkt. Það er hlutverk
lögregluyfirvalda að fylgjast með
slíku.
Takk fyrir góðar spurningar, Oddur.
Bestu kveðjur,
Trausti Hjaltason.
Svör vegna
leiguhúsnæðis
trausti hjaltason
formaður fjölskyldu-
og tómstundarráðs.
Það er aldrei of oft sagt hversu
Sunnlendingar eru heppnir með
Fjölbrautarskólann sinn. Sem
hjúkrunarstjórnandi á heilsugæsl-
unni á Selfossi hefur það verið
okkur dýrmætt að boðið sé upp á
sjúkraliðanám á svæðinu. Sjúkra-
liðanám hefur verið kennt til fjölda
ára við FSu og höfum við því verið
svo lánsöm hér á heilsugæslunni á
Selfossi að geta mannað með vel
menntuðum sjúkraliðum í heima-
hjúkrun. Með slíkum mannauði
getum við tryggt gæðaþjónustu til
okkar skjólstæðinga sem þiggja
heimahjúkrun.
Á heilbrigðisstofnunum eru margir
fagaðilar sem koma að þjónustu við
skjólstæðinga sem þangað leita.
Mikilvægt er að keðja þeirra sem að
slíkri þjónustu koma slitni ekki og
eru allir hlekkirnir jafn mikilvægir.
Sjúkraliðar eru sú stétt sem vinnur
náið með hjúkrunarfræðingum og
gætu þessar stéttir illa án hvor
annarrar verið. Því er mikilvægt að
traust, virðing og samvinna sé höfð
að leiðarljósi í þeirra samstarfi.
Við hér á heilsugæslunni höfum
verið lánsöm með okkar fagfólk
sem leitast við að vinna sem ein
heild til að veita íbúum sem besta
þjónustu.
Sjúkraliðanámið er spennandi nám
fyrir þá sem hafa áhuga á mann-
legum samskiptum, heilbrigði,
forvörnum og hjúkrun. Sjúkraliðar í
heimahjúkrun fá að vinna sjálfstætt
en í mikilli samvinnu við hjúkr-
unarfræðinga og lækna. Hjá okkur
sjá sjúkraliðar um ýmsar rann-
sóknir, aðstoða í móttöku hjúkr-
unarfræðinga, sinna heimahjúkrun
og öðru því sem til fellur á stöðinni.
Ef þú ert óákveðinn um hvað þig
langar að gera í framtíðinni viljum
við benda á að sjúkraliðanám er
spennandi kostur sem einnig er
góður grunnur fyrir frekara nám í
heilbrigðisvísindum.
f.h. Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Unnur Þormóðsdóttir og
Agnes Linda Þorgeirsdóttir
Sjúkraliðanám er
spennandi kostur
unnur Þormóðsdóttir
Hjúkrunarstjóri hei lsu-
gæslunnar á Selfossi
agnes linda
Þorgeirsdóttir
Sjúkral iði í heimahjúkrun
á hei lsugæslustöð Selfoss
Sjúkraliðanámið er
spennandi nám fyrir
þá sem hafa áhuga
á mannlegum
samskiptum, heil-
brigði, forvörnum
og hjúkrun.
”