Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Page 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. apríl 2017
ÍBV og Valur mættust í átta liða
úrslitum íslandsmótsins á
sunnudaginn þar sem heimamenn
í ÍBV fóru með sigur af hólmi,
29:21. úrslitin segja ekki alla
söguna því mikil spenna ríkti
bróðurpart leiks.
Mikill hiti var í mönnum líkt og í
viðureign liðanna í lokaumferð
Olís-deildarinnar þar sem allavega
lituð spjöld litu dagsins ljós og orð
látin falla í samræmi við það.
Lengst af nokkuð jafnræði með
liðunum en ÍBV þó alltaf skrefinu á
undan. Munurinn í hálfleik var
fjögur mörk og var það ekki síst
Stephen Nielsen að þakka í
markinu. Í upphafi síðari hálfleiks
náðu Valsmenn að minnka muninn í
tvö mörk en nær komust þeir ekki.
Eyjamenn sýndu þá hversu
megnugir þeir eru og juku forystuna
hægt og sígandi og áður en langt
var um liðið var munurinn kominn
hátt í tíu mörk. Á lokamínútunum
gafst því tækifæri til að hvíla
lykilmenn fyrir komandi átök en
það kom ekki að sök og öryggið
uppmálað hjá ÍBV.
Theodór Sigurbjörnsson var
markahæstur með sex mörk og
varði Stephen Nielsen 17 skot í
markinu. Liðin mætast aftur í kvöld
kl. 20:30 en þá verður leikið í
Valshöllinni. Einungis þarf að sigra
tvo leiki í viðureignum í átta liða
úrslitanna þannig með sigri í kvöld
tryggja Eyjamenn sér farseðilinn í
undanúrslit þar sem þeir mæta
annað hvort Fram eða Haukum.
Eyjafréttir höfðu samband við
Magnús Stefánsson, fyrirliða ÍBV, í
gær og ræddu við hann um komandi
verkefni.
Virkilega góður sigur gegn Val á
sunnudaginn, þú hlýtur að vera
nokkuð ánægður með spilamennsku
liðsins? „Já, mjög svo, það er ekki
hægt að segja annað. Það var flottur
karakter í mönnum og allir að róa í
sömu átt,“ segir Magnús sem þurfti
á aðhlynningu að halda í síðasta
leik eftir að hafa orðið fyrir hnjaski.
Hvernig er heilsan hjá þér í dag?
„Ég er bara þokkalegur, þetta er
bara hluti af þessu þó maður reikni
svo sem aldrei með því að lenda í
skakkaföllum. Það eru svo bara
þjálfararnir sem taka ákvörðun með
framhaldið en ég er klár ef þeir vilja
nota mig en ég skil það vel ef þeir
vilja spara mig,“ segir fyrirliðinn.
Það hefur verið mikill hiti í
mönnum í síðustu tveimur leikjum,
fylgir það bara þegar komið er á
þetta stig tímabilsins eða er
eitthvað annað undirliggjandi? Nei,
þetta fylgir þessu bara. Fyrri
leikurinn var síðasti leikur fyrir
úrslitakeppni og öll lið að komast í
gírinn og það fylgir því oft smá
hamagangur. Í svona keppni er hver
leikur tekinn eins og úrslitaleikur.“
Hvernig sérðu fyrir þér að leikurinn
á morgun eigi eftir að spilast? „Ég
á von á alveg hörkuleik og
sennilega ekki ósvipuðum þeim
síðasta, mikill hraði, góðar varnir
og hart tekist á. Það fer líka eftir
dagsforminu og hvernig hver og
einn nálgast leikinn persónulega og
þar hef ég ekki stórar áhyggjur af
mínum mönnum. Ég veit svo sem
ekki hvernig Valsmenn koma til
með að leggja upp þennan leik en
ég býst við mun sterkara Valsliði en
síðast,“ segir Magnús.
Ef svo fer að þið vinnið Val annað
kvöld, er eitthvert lið óska mótherj-
inn í undanúrslitum? „Nei, í sjálfu
sér ekki, Haukar eru frábærir og
hafa sýnt það en það er hið sama
hægt að segja um Fram. Þeir eru
með mjög frambærilegt lið og geta
tekið hvaða lið sem er, þeir hafa
bæði góða einstaklinga og góðan
þjálfara. Við verðum bara að vera
tilbúnir að taka við hverju sem er,“
segir Magnús.
Stuðningsmennirnir voru alveg
ótrúlegir í leiknum gegn Val og eru
það alla jafna. Þetta hlýtur að
skipta ykkur gríðarlega miklu máli?
„Það er ekkert hægt að horfa fram
hjá því hvað þeir gera fyrir okkur í
úrslitakeppninni og eru mikilvægur
hlekkur og þeir virka oft eins og
auka maður inni á vellinum,
sérstaklega í vörninni. Maður hefur
heyrt önnur lið tala um hversu
öfundsverðir stuðningsmenn okkar
eru sem og öll umgjörðin í kringum
liðið. Svo ef það á að fara að sekta
lið útaf einhverjum látum í
unglingum í stúkunni þá verða
menn að spyrja sig hvort þeir vilja
yfir höfuð hafa stemningu á leikjum
eða hafa þetta eins og í bænum þar
sem 30 til 40 manns mæta á leiki
og enginn segir neitt,“ segir
Magnús að lokum.
Íþróttir
u m S j Ó n :
Einar KriSTinn HELGaSon
einarkristinn@eyjafrettir.is
ÍBV þurfti að sætta sig við tap,
23:32, þegar liðið mætti gróttu í
Vestmannaeyjum á sunnudaginn.
gestirnir náðu fljótt forystu í
leiknum og var aldrei líklegt að
ÍBV myndi ógna henni að neinu
ráði. Fyrir leikinn var ljóst að
ÍBV átti ekki möguleika á fjórða
sætinu og hafði því ekki að miklu
að keppa.
Eyjakonur litu nokkuð vel út til að
byrja með og skoruðu fyrstu tvö
mörk leiksins. Grótta svaraði hins
vegar með þremur mörkum og
virtist allt stefna í hörku leik. Í
stöðunni 4:4 settu gestirnir í næsta
gír og skoruðu næstu sex mörk í
leiknum án þess að ÍBV kæmi
nokkrum vörnum við. Eftir það
voru liðsmenn ÍBV aldrei líklegir til
afreka og virkuðu kærulausir á
köflum. Í hálfleik var munurinn
orðinn tíu mörk og í raun formsat-
riði fyrir gestina að klára dæmið
sem þeir vissulega gerðu og níu
marka tap ÍBV staðreynd. Sandra
Erlingsdóttir var markahæst í liði
ÍBV en henni tókst að skila
boltanum átta sinnum í net
andstæðinganna.
Svekkt að ná ekki inn í úrslitin
Nú þegar ljóst er að tímabilinu er
lokið hjá kvennaliði ÍBV í hand-
bolta, höfðu Eyjafréttir samband
við Hrafnhildi Skúladóttur, þjálfara
liðsins, og fengu hana til að líta yfir
farinn veg sem og ræða framtíð
hennar hjá félaginu.
„Við endum í 5. sæti þar sem
okkur var spáð en ég er mjög svekkt
að hafa ekki náð inn í úrslitakeppni
og það var alltaf okkar markmið,“
segir Hrafnhildur þegar hún gerir
upp leiktíðina. „Við byrjum
rosalega vel og svo meiðist Karó og
liðið missir trú fyrir Stjörnuleikinn
þar sem við töpum stórt og það tók
bara of langan tíma að fá trúna á
verkefnið til baka. Hausinn á
leikmönnum var okkar langstærsta
vandamál í vetur og það er eitthvað
sem við þurfum að vinna mikið
með. Getan er vissulega til staðar
en á meðan hausinn fylgir ekki með
þá er þetta erfitt.“
Það komu kaflar þar sem liðið
sýndi virkilega góða spilamennsku
og virtist vera til alls líklegt og
sömuleiðis kaflar með hinu
gagnstæða. Gott dæmi er sex marka
sigur á Fram og svo níu marka tap
fyrir Stjörnunni í leiknum á eftir.
Hvað veldur þessu óstöðugleika að
þínu mati? „Hausinn, okkur hefur
alltaf gengið vel á móti Fram og
leikmenn hafa alltaf bullandi trú á
því verkefni. Andlega hliðin hefur
allt að segja í íþróttum og meðan
liðið er ekki sterkara þar þá verður
alltaf þessi óstöðugleiki,“ segir
Hrafnhildur.
Hver er þín framtíð hjá félaginu?
„Okkur fjölskyldunni líður mjög vel
í Vestmannaeyjum og getum vel
hugsað okkur að vera áfram. Nú
þarf bara að sjá hvort að allt gangi
upp húsnæðis- og handboltalega
séð,“ segir Hrafnhildur sem þegar
er farin að huga að næstu leiktíð.
„Við erum búin að hafa samband
við nokkra leikmenn en mikilvæg-
ast af öllu er að sjá hverjum við
höldum af okkar leikmönnum.“
Handbolti | Olís-deild kvenna:
tap gegn Gróttu í lokaumferðinni
Stjarnan 21 17 1 3 582 76 35
Fram 21 17 1 3 522 67 35
Haukar 21 12 0 9 502 16 24
Grótta 21 11 1 9 517 15 23
ÍBV 21 8 1 12 545 -9 17
Valur 21 8 0 13 495 -16 16
Selfoss 21 6 0 15 540 -34 12
Fylkir 21 2 2 17 458 -115 6
Olísdeild kvenna - lokastaða
Handbolti | Olís-deild karla:
ÍBV komið yfir í
einvíginu gegn Val
:: Liðin eigast aftur við í kvöld kl. 20.30 :: Sýndur á rÚV2
Framundan
Miðvikudagur 15. maí
Kl. 20:30 Valur - ÍBV
Laugardagur 15. maí
Kl. 16:00 ÍBV – Valur
Oddaleikur - átta liða úrslit
ef á þarf að halda.
Undanúrslit:
Miðvikudagur 19. apríl kl. 20
Föstudagur 22. apríl kl. 19:30
Laugardagur 22. apríl kl. 16:00
Mánudagur 24. apríl kl. 20:00
Fimmtudagur 27. apríl kl. 20
Laugardagur 29. apríl kl. 16:00
úrslit:
Föstudagur 12. maí kl. 20:00
Mánudagur 15. maí kl. 20:00
Miðvikudagur 17. maí kl. 20
Laugardagur 20. maí kl. 16:00
Mánudagur 22. maí kl. 20:00