Fréttir - Eyjafréttir - 12.04.2017, Síða 16
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
TVÆR FERÐIR Á DAG - ALLA DAGA
Frá Þorlákshöfn 11:45 19:15
Frá Vestmannaeyjum 08:00 15:30
Opið Mán-fös kl. 7.30-21.00 / Lau. kl. 10-21 / Sun kl. 10-21
VöruVal góð
Verslun í
alfaraleið
Ný tilboð vikulega.
Heimsendingarþjónusta.
Opið frá 7:30 - 21:00 virka daga
og 10:00 - 21:00 um helgar.
SuShi frá Osushi
kemur til okkar föstudaga kl. 17.30.
Tökum niður pantanir!
Axel Ingi Viðarsson, eigandi
Selfossbíó, setti stefnuna á að
opna bíó í Vestmannaeyjum
haustið 2016 en hin og þessi
atriði settu strik í reikninginn og
urðu þess valdandi að opnunin
dróst á langinn. Nú er hins vegar
allt til reiðu og fer því óðum að
styttast í að Vestmannaeyingar
geti skellt sér í bíó á nýjan leik en
sýningar gætu jafnvel hafist í
næsta mánuði. Blaðamaður
ræddi nánar við Axel um allt það
helsta tengt bíóinu.
Í samtali við Eyjafréttir í fyrra
reiknaðir þú með að opna síðasta
haust. Nú er að nálgast vor á nýju ári,
hver er staðan í dag? „Tækin eru ekki
komin til landsins en verða það eftir
tvær vikur. Uppsetning og allt tekur
um tvær vikur myndi ég halda þannig
að í byrjun maí verður líklega
opnað,“ segir Axel vongóður. „Það
eru fyrst og fremst bara framkvæmd-
ir á húsinu sem hafa verið að tefja
fyrir, en svo hefur líka reynst erfitt að
fá iðnaðarmenn í verkið þannig að
það er aðallega þetta sem veldur.
Síðan var leikfélagið með sýningu
um jólin og þá var ekkert unnið í
húsinu á meðan,“ segir Axel.
Eins og margir vita var leikritið Sex
í sveit frumsýnt á föstudaginn og
segir Axel að það velti svolítið á
gangi þess hvenær bíóið geti
formlega opnað. „Um leið og
sýningar hætta þá byrjum við að
stilla upp okkar búnaði og eins og ég
segi þá tekur það um tvær vikur. Við
ætlum ekkert að opna í flýti, frekar
að vanda til verka.“
Þú talaðir um að sjö til átta sýningar
á viku væri raunhæft, er það enn þá
planið? „Þetta verða svona 15
sýningar á viku, frá fimmtudegi til
sunnudags og ef eftirspurnin er meiri
þá munum við bara auka við
sýningarnar,“ segir Axel og bætir við
að samningar hafi náðst við Ölgerð-
ina um sölu á Pepsi. „Við verðum
með Pepsi til sölu og svo verður
þetta bara nákvæmlega sama og
annars staðar, popp og nachos og
nammi, bara frábært úrval.“
Verður enginn eftirbátur
Selfossbíó
Á vefsíðu Selfossbíó segir að bíóið
sé eitt það fullkomnasta á landinu,
með nýjan og fullkominn stafrænan
sýningabúnað, Dolby Digital 7.1
hljóðkerfi og „xpand 3D“ þrívíddar-
tækninni. Mun bíóið í Eyjum búa yfir
sambærilegum tækjabúnaði og vera á
pari við Selfossbíó hvað gæði
varðar? „Já, við munum vera með
fullkomnustu sýningarvél sem völ er
á í dag, það munar fjórum árum á
búnaðinum á Selfossi þannig að það
má segja að þessi búnaður verði betri
ef eitthvað er. Varðandi 3D tæknina,
þá munum við ekki vera með hana,
alla vega ekki til að byrja með og er
ástæðan einfaldlega sú að 3D hefur
ekki verið að ná neinum vinsældum.
Við eigum búnaðinn til á Selfossi og
munum flakka með hann eftir
aðstæðum,“ segir Axel.
Þó svo húsið sé ekki byggt sem
kvikmyndahús þá er það samt sem
áður frábært og höfum við gert okkar
besta til að hljóðið muni skila sér
sem best,“ segir Axel aðspurður út í
salinn og hljómburð hans. „Við erum
með JBL hljóðkerfi sem er fremst á
markaðnum í dag þannig það verður
þvílíkt trukk. Þetta er sama stærð og
er á Selfossi og er í raun hannað fyrir
400 manna sali,“ segir Axel og bætir
við að bíóið sé með samninga við
alla dreifingaraðila kvikmynda á
landinu og er gert ráð fyrir að á milli
70 til 80 myndir verði sýndar fram að
áramótum.
Með tilkomu kvikmyndahússins
munu nokkur ný störf skapast, segir
Axel og gerir ráð fyrir að þurfa allt
að sex til átta starfsmenn í hluta-
vinnu. „Við erum m.a. að leita að
rekstrarstjóra og svo bara í þessi
almennu störf en áhugasamir geta
sent póst á netfangið valur@
selfossbio.is.“
Allar líkur á að
bíóið opni í maí
:: Tækjabúnaður eins og best verður á kosið.
:: 70 til 80 kvikmyndir verða sýndar fram að áramótum.
:: 15 sýningar í viku.
Axel ingi Viðarsson, eigandi Selfossbíó.
Konukvöld
Miðvikudaginn 19. apríl
Í veislusal Akóges
Fögnum sumrinu á konukvöldi
miðvikudaginn 19. apríl
(kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta).
Allur ágóði kvöldsins rennur til stelpnanna
okkar í Meistaraflokki kvenna ÍBV í knattspyrnu.
Konur eru konum bestar
Tilboð
á Mánabars Irish
Coffee sem
Jón Óli blandar
á barnum
Miðasala
í Nostru
verð: 7.900
EYÞÓR INGI
HAPPADRÆTTI
OG MARGT FLEIRA
SKEMMTILEG KYNNING Á
LEIKMÖNNUM ÍBV (VIDEO)
Tónlistaratriði og eftirhermur
Glæsilegur matseðill
frá Sigga Gísla á Gott
Húsið opnar kl. 19:00 // Borðhald hefst kl. 20:00
AðAlfundur
EyjASýnAr Ehf.
Aðalfundur Eyjasýnar ehf. , Vestmannaeyjum verður
haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 17.00 í húsnæði
fyrirtækisins að Strandvegi 47, Vestmannaeyjum.
dagskrá
- Venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt samþykktum félagsins.
- Önnur mál.
Stjórnin.