Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Page 1
Eyjafréttir
Stimplar
Ýmsar gerðir og litir
Eyjafréttir
Strandvegi 47 | S. 481 1300
Vestmannaeyjum 18. apríl 2018 :: 45. árg. :: 16. tbl. :: Verð kr. 515 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
Haldin verður Starfakynning í
Þekkingarsetri Vestmannaeyja í
næstu viku. Þar munu starfsmenn
fyrirtækja og stofnana kynna sín
störf og þá menntun sem þeir hafa.
Flestir þátttakendur eru frá
Vestmannaeyjum, en einnig munu
nokkrir koma af meginlandi
Suðurlands. Markmiðið með
kynningunni er að auka þekkingu
ungmenna og almennings á
menntuðum störfum í heimabyggð,
ásamt því að efla sambandið milli
skóla og atvinnulífs. Þetta mun
verða í annað skiptið sem kynn-
ingin er haldin og hefur Viska,
fræðslu- og símenntunarmiðstöð
Vestmannaeyja leitt verkefnið frá
upphafi. Í þetta sinn fékk Viska
styrk frá SASS sem eitt af
áhersluverkefnum á Suðurlandi
2018. Ráðin var Sigríður Diljá
Magnúsdóttur sem hefur tekið að
sér verkefnastjórn og skipulagn-
ingu kynningarinnar.
Anna Rós Hallgrímsdóttir deildar-
stjóri eldra stigs GRV og Sólrún
Bergþórsdóttir náms- og starfsráð-
gjafi hjá Visku eiga hugmyndina af
starfakynningunni og hafa unnið
ötullega að henni frá upphafi.
„Ég sá starfakynningu í líkindum
við þetta í Reykjanesbæ fyrir
nokkrum árum og fannst mjög
spennandi. Fór strax að spá í hvort
við gætum ekki gert eitthvað
svipað. Fengið skólana og foreldra-
félögin, sem samstarfsvettvang
okkar í skólastarfinu til að koma að
þessu með okkur,“ sagði Anna
Rós. „Við gerðum þetta í rauninni
af hugsjón, okkur fannst þetta vera
spennandi verkefni og góð
hugmynd,“ sagði Sólrún.
Mörg fjölbreytt menntuð
störf í Eyjum
Fólk sér tækifæri í Starfakynn-
ingunni til að ná til unga fólksins
og fá þau til að skoða þau
fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem
standa til boða í Vestmannaeyjum.
Það verða 65 störf kynnt á níu
starfssviðum. Þær segja að
áherslan sé að kynna störf í Eyjum
sem krefjast menntunar af
einhverju tagi. „Margir sem stefna
á háskólanám hafa ekki gert sér
grein fyrir þeim tækifærum sem er
að finna í Vestmannaeyjum. Með
þessari kynningu afsannast það
orðspor að mikil fábreytni sé í
störfum hér, sagði Sólrún.
Opið fyrir alla
Kynningin er eins og áður segir í
nýju húsnæði Þekkingarseturs
Vestmannaeyja (gömlu Fiskiðj-
unni) og verður húsnæðið undirlagt
í kynningarbásum, tækjum og
tólum sem tengjast því. Níundi og
tíundi bekkur mun fara í skipu-
lagðar ferðir á Starfakynninguna
ásamt framhaldsskólanemum en
svo er þetta opið almenning líka.
„Þetta gerir nemendur jákvæðari
gagnvart atvinnulífinu og við
finnum að það var gagnkvæmt.
Allir koma að þessu með jákvæð-
um huga og starfakynningin gerir
líka meira, hún tengir fyrirtækin og
stofnanirnar saman á nýjan hátt,“
sögðu Sólrún og Anna Rós að
endingu.
65 störf verða kynnt á starfa-
kynningu í Þekkingarsetrinu
Sara Sjöfn GrettiSdóttir
sarasjofn@eyjafrett ir. is
8
4
6
Vinirnir Birgir Reimar
og Guðmundur Ásgeir
:: Það þarf heilt þorp til að ala upp barn segja mæður þeirra
Eyjapeyjar láta
drauminn rætast
Fyrsta skrefið í átt að
minni plastnotkun