Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Qupperneq 12
12 - Eyjafréttir Ég vil þakka Jónasi granna fyrir ákoruninna og að leita til mín sem næsta matgæðings. Vil ég hrósa honum fyrir flottar uppskriftir. Á klárlega eftir að prófa þessa fínu rétti sem hann kom með í síðustu viku. Vinnu minnar vegna flakka ég þó nokkuð milli landshluta og ekki gengur að lifa eingöngu á skyndi- bitum og slíku þótt tíminn sé oft naumur. Þannig að redda sér á einföldum fljótlegum réttum hentar afar vel og kemur m.a. kjúklingur- inn sterkur inn hjá mér. Hráefnið er eftirarandi. • 4 Kjúklingabringur • 200gr Philadelphia rjómaostur • 1 krukka af pesto (hvaða pasta sem er, en ég kýs að nota Jamie Oliver‘s Coriander & Cashew Pesto sem fæst í Krónunni) • ½ búnt af ferskri basilíku • Salt & Pipar • Parmaskinka 1. Byrjaðu að hræra saman rjómaostinum, pestóinu og basilíkunni í skál. 2. Skerðu eina rauf langsum á hverja kjúklingabringu og settu fyllinguna þar í. 3. Kryddaðu létt yfir með salt og pipar. 4. Vefðu parmaskinku (ca. 2 sneiðar á bringu) þétt utan um hverja bringu. 5. Þessu skrefi má sleppa. En mér finnst gott að steikja þetta í örlitla stund á pönnu (smá olía og hár hiti) til að fá stökka áferð á skinkuna. 6. Settu þetta í eldfast mót og inn í ofn á 180°C í 40-50 mínútur eða þangað til bringurnar eru fulleldaðar. Sósa: • ½ peli matreiðslurjómi settur í pott. • ½ piparostur settur ofan í og látinn bráðna alveg. • Ef sósan er of þykk þá er bætt við matreiðslurjóma eftir þörfum. Meðlæti: Ég hef alltaf salat með. Tilbúið blandað salat í poka, mér finnst gott að bæta við papriku, gúrku, gulrótum og vínberjum. Ég ætla að gefa boltann úr botlanganum hér á Smáragötunni og gefa hann í austurbæinn og skora á mág minn Kristleif Guð- mundsson sem næsta matgæðing. AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagur: kl.20.30 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.23.30 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Mjög góð stemning í liðinu Um helgina tók Íþróttafélagið Ægir þátt í sveitakeppni í Boccia. Þrátt fyrir að engin af þremur sveitum liðsins komst í úrslit mótsins skemmtu keppendur sér konung- lega eins og þeim er von og vísa. Stefán Róbertsson var á meðal keppenda en hann er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Stefán Róbertsson. Fæðingardagur: 24. júní 1998. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Sóley Ólafsdóttir og Róbert Agnar Guðnason. Uppáhalds vefsíða: Vísir.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Þjóðhátíðarlög. Aðaláhugamál: Handbolti og fótbolti. Uppáhalds app: Facebook. Hvað óttastu: Myrkur. Mottó í lífinu: Ná langt með Ægi. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jósef og Maríu. Hvaða bók lastu síðast: Víti í Vestmannaeyjum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Gylfi Þór Sigurðsson og Ægir. Ertu hjátrúarfullur: Nei. B Ég stunda Boccia og handbolta og fer tvisvar í viku í ræktina. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fótbolti. Verður þú stressaður þegar þú ert að keppa: Já, stundum verð ég stressaður. Fannst þér ganga vel á mótinu: Já, mjög vel. Er góð stemning hjá ykkur í Ægi: Já, mjög góð stemning. Stefán Róbertsson er Eyjamaður vikunnar Bergsteinn Jónasson er matgæðingur vikunnar Fylltar og vafðar kjúklingabringur Eyjamaður vikunnar matgæðingur vikunnar framundan:mEst lEsið á EyjafrEttir.is Félagið fyrir Heimaey hefur verið stofnað Búið að greiða niður 90% af skuldum sveitafélagsins Áskorun á Írisi Ró- bertsdóttur að leiða nýtt framboðsafl Íris vill leiða nýjan framboðslista Eyþór Harðason: Kæru Eyjamenn Ásnes rifið niður í gær Hætti að drekka og fór til Tælands í þriggja vikna æfinga- ferð Nýr aðstoðaskóla- meistari hefur verið ráðinn Hrottalegt nauðgun- armál sent aftur í rannsókn Opnunin gekk vonum framar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Fimmtudagur 19.apríl Sumardagurinn FyrSti ---------------------------------------------------------- 10:00 - Hvítasunnukirkjan Bænaganga frá Stakkó, gengið verður víða um land á sama tíma og göngunni fylgt eftir á Lindinni kristilegu útvarpi. 20:00 - Hvítasunnukirkjan Bænastund. 20.00 - KFUM&K Opið hús í KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut. laugardagur 21.apríl: ---------------------------------------------------------- 14.00 - Landakirkja Útför Sigurlaugar Vilmundardóttur. 15.00 - Áskorendakeppni Evrópu ÍBV fá Potaissa Turda frá Rúmeníu í heimsókn í undanúrslitum. 20:00 - Háaloftið Síðan skein sól órafmagnaðir. 23:00 - Háaloftið Síðan skein sól órafmagnaðir. Sunnudagur 22. apríl ---------------------------------------------------------- 11.00 - Landakirkja Fjölskylduguðsþjónusta með sunnudagaskólaívafi. 13:00 - Hvítasunnukirkjan Samkoma, gestir verða frá Englandi sem vitna og prédika. Kaffi og spjall eftir á. 15.30 - Landakirkja Guðsþjónusta á Hraunbúðum. 20.00 - Landakirkja Fundur hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju. mánudagur 23. apríl ---------------------------------------------------------- 17.00 - Landakirkja Kirkjustarf fatlaðra – Lokafundur með veisluhöldum. 18.30 - Landakirkja Byrjendahópur Vina í bata. 20.00 - Landakirkja Framhaldshópur Vina í bata. Þriðjudagur 24. apríl ---------------------------------------------------------- 10.00-15.00 - Þekkingasetur Starfakynning í Eyjum 18:30 - Olís deild karla / úrslitak. ÍBV - Haukar 20.00 - Landakirkja Samvera kvenfélags Landakirkju. miðvikudagur 25.apríl ---------------------------------------------------------- 10.00 - Landakirkja Bænahópurinn með samveru í fundarherberginu í safnaðarheim- ilinu. 11.00 - Landakirkja Helgistund á Hraunbúðum. 14.10 - Landakirkja ETT (kirkjustarf 11-12 ára). 15.00 - Landakirkja NTT (kirkjustarf 9-10 ára). 16.15 - Landakirkja STÁ (kirkjustarf 6-8 ára). 17.00 - Landakirkja Alzheimer samvera. Miðvikudagur 18. apríl 2018 Hljómsveitin SSSól mun spila á tvennum órafmögnuðum tónleikum nk. laugardag í Höllinni. Í samtali við Eyjafrétt- ir sagði Helgi Björnsson hljómsveitarmeðlimi spennta fyrir kvöldinu enda langt síðan sveitin hefur komið fram í Eyjum. Hvert er tilefni tónleikanna? „Við höfum öðru hvoru gert þetta, svona kassatúr eins og við köllum það. Fyrst gerðum við þetta árið1989 en það var fyrir allt þetta MTV unplugged dæmi. Með því að gera þetta svona verður meiri nánd og mýkri stemning og gerir okkur kleift að spila öðruvísi efni, lög sem verða oft útundan. Þetta er alltaf mjög skemmtileg, menn verða aðeins naktari og það reynir sömuleiðis meira á hljóðfæraleikar- ana. Fólk kann vel að meta þetta.“ Eru þið spenntir að koma til Eyja? „Algjörlega, það er langt síðan við höfum verið þar og kominn tími til, sérstaklega á þessum nótum en yfirleitt spilum við fyrir danski. En já, það er mikil tilhlökkun.“ Við hverju má fólk búast? „Við munum t.d. að taka lög eins og Leyndarmál og Bannað og lög sem eru ekki tekin í dans stemningu, t.d. Kartöflur og Úlfurinn. Svo munum við taka niður nokkur rokklög og gera þau mýkri, þá finnur maður meira kjarnanum,“ sagði Helgi að lokum. Mikil eftirvænting í liðsmönnum SSSól einar KriStinn HeLGaSon einarkrist inn@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.