Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Qupperneq 4
4 - Eyjafréttir sjávarútvegurinn Miðvikudagur 18. apríl 2018 Nýjasta útgerð Vestmannaeyja leit dagsins ljós á dögunum en eigendur hennar eru þeir Ágúst Halldórsson, Daði Ólafsson og Ragnar Þór Jóhannsson en allir hafa þeir áralanga reynslu af sjómennsku. Alla tíð hefur blundað í þeim félögum að eignast sinn eigin bát og vera sínir eigin herrar en segja má að sá draumur hafi ræst með tilkomu Júlíu VE-163. Blaða- maður ræddi við útgerðar- manninn Ágúst Halldórsson og fékk að vita meira um þetta spennandi verkefni og hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér. Eyjapeyjadraumur að eignast trillu Hvenær fenguð þið hugmyndina að því að kaupa bátinn og ráðast í þetta verkefni? „Það hefur alltaf verið smá eyjapeyjadraumur í okkur öllum, mér, Daða og Ragga að eiga trillu. Ég man eftir bjórspjalli við Ragga um þetta fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en ég og Daði fórum í kaupstaðarferð frá Þórshöfn á Langanesi á Akureyri síðasta haust sem við endum á einhverjum nytjamarkaði þar sem ég og Daði komumst í bókagull því mikið var af Eyjabókum þar. Ein af bókunum sem ég keypti var bókin „For- mannsævi í Eyjum“ eftir skipstjór- ann Þorstein í Laufási. Næsta túr á eftir las ég hana og uppveðraðist allur yfir þessum snilldar skrifum hjá honum og leyfði síðan Daða að lesa hana og þá byrjaði boltinn að rúlla. Við gátum bara ekki áttað okkur á því að við værum eyjapeyj- ar og hafa aldrei átt okkar eigin bát. Síðan heyrðum við í Ragga og auðvitað vildi hann vera með,“ segir Ágúst. Innblásinn af ævisögu Einars í Betel Allir eiga þeir jafnan hlut í útgerðinni og munu þeir róa þannig að útgerðin tekur alltaf helming af aflaverðmæti og sá eða þeir sem verða með bátinn skipta hinum helmingum á milli sín. „Ég keypti líka ævisögu Einars í Betel í frægu Akureyrarferðinni og las hana seinna og þar fengum við hug- myndina að því að allir fengu jafnan hlut á móti útgerðinni alveg eins og Einar í Betel og Óskar bróðir hans gerðu með sína áhöfn. Við þekkjum allir hvorn annan og vitum hversu öflugur við erum. Hérna er enginn út á einhverja frændhygli eins og stundum gengur og gerist hjá stóru útgerðunum þar sem sjómenn eru ráðnir af skrif- stofufólki en ekki skipstjóranum sem þarf að vinna með mönnunum sem stundum eru gjörsamlega van- og ónothæfir. Fyrir mína parta þá væru Raggi og Daði peyjar sem ég hefði viljað vera í veiðihóp með fyrir tíu þúsund árum, grjótharðir og klárir úteyjapeyjar.“ Nafn sem hefur mikla þýðingu Samkvæmt Ágústi kom aldrei neitt annað til greina en að skíra bátinn Júlíu, í höfuðið á móður Ragnars sem lést fyrir aldur fram. „Við rétt pældum í þessu í smá tíma en það kom ekkert upp. Síðan var ég eitthvað að hugsa um okkur peyjana og velta fyrir nafni. Þá kom Júlíu nafnið. Eins og flestir vita þá hét móðir hans Ragga einmitt Júlía sem lést langt fyrir aldur fram. Ég man bara sjálfur eftir því sem unglingur hvað hún var alltaf góð og þolin- mæð kona og leyfði okkur fullt af krökkum að hanga hjá sér á Illugagötunni þar sem ég einmitt kynntist Ragga í fyrsta skiptið. Lítill, skjólgóður, með sítt hár og reykti vindla. Ég man bara eftir því hversu fyndið mér fannst að horfa á einhvern fjórtan, fimmtán ára peyja reykja vindla. En til að gera langa sögu stutta þá hringdi ég í peyjana og allir voru sáttir með nafnið enda allir mömmustrákar og var Raggi þá sérstaklega ánægður með nafngiftina. VE-163 var síðan ákveðið því móðir hans var fædd 1963. Síðan kom smá bónus í þetta fyrir mig þegar ég var að leita af tengingu við Júlíu nafnið á heimsaslóð.is. Þá komst ég að því að langamma mín Þórunn Sveins- dóttir hét í raun og veru Þórunn Júlía Sveinsdóttir. Mér þótti það alveg magnað og hafði ekki hugmynd um það.“ Er báturinn kominn í gagnið? „Hann er bara nýkominn með haffæri en við stálumst aðeins út með Haffa í söluskoðuninni og prufuðum rúllurnar og bátinn. Við veiddum stóran þorsk á Bessanum og slepptum honum. En við bíðum spenntir eftir því að klára kolmunn- ann og fara út á Júlíu með nýja nafnið og nýyfirfarnar rúllurnar eftir slippinn,“ segir Ágúst. Tóku óvart vitlausa kerru Þið tókuð hann í slipp strax eftir að þið keyptuð hann. Hvernig gekk það? „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við fengum inn í gamla Fjölverks- húsið hjá Braga Steingríms og Halla Hannesar. Jói Ragg hjálpaði okkur að taka bátinn upp á fjallajeppanum sínum með kerru sem fattaðist þegar báturinn var kominn inn að var ekki rétt kerra. En við viljum nýta tækifærið og þakka þeim sem átti kerruna fyrir lánið. Við unnum allir eins og við gátum af sólahringnum í bátnum, langt fram á nótt. Ég og Daði vorum báðir að passa krakkana okkar á meðan konurnar voru úti á landi og úti í heimi,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Svo að fólk átti sig á því hversu duglegir við vorum í bátnum þá lágu bara einhverjir þrír bjórar samtals í slippnum. Tveir fóru í Ragga og einn í Magga í Axeló sem hann gæddi sér á þegar hann merkti bátinn upp á nýtt. Einhvern tímann hefðu fleiri farið í okkur peyjana og þá sérstaklega í Ragga en það er heldur betur búið að gengisfella bakkus í lífi Ragga eftir að hann kynntist konu sinni Bjartey Kjartans fyrir um ári síðan. En þær Kjartansdætur eru þekktar fyrir að taka að sér þekkta djammara Vestmannaeyja og þurrka þá upp og gera að góðtemplurum og dug- legum feðrum. Besta dæmið er Eyþór Þórðarson sem hefur aldeilis snúið lífstíl sínum til hins betra. Það sama er að gerast með Ragga, hann er búinn er að barna Bjartey og það sjá það allir hversu góð áhrif góð kona eins og Bjartey hefur á grjótharðan sjómann. Og er ég sannfærður um það að Raggi verði búinn að leggja tóbakið á hilluna áður en klippt verður á naflastreng- inn.“ Trillukarlarnir allir með sína sérstöðu Hvernig eru trillukarlarnir? „Það kom okkur á óvart hversu mikil fjölskylda trillukarlarnir eru. Þetta er sérstakur þjóðflokkur innan Vestmannaeyja og hver með sína sérstöðu. Ótrúlega flottir og vilja allt fyrir hver annan gera. Bara að fá að vera innan um karla eins og Braga Steingríms, Bedda á Glófaxa, Gæskinn, Kjartan, Haffa Halldórs, Hallana báða og Dóra Alfreðs svo einhverjir séu nefndir er bara eitthvað sem hver maður ætti að prufa.,“ segir Ágúst. Skuldsetja allt í topp, kaupa Dominos og Toyota umboðið og verða alvöru greifar Þegar talið barst að framtíðinn var ekki annað að heyra en að útgerðar- mennirnir þrír væru stórhuga. „Draumurinn er auðvitað alltaf að stækka við okkur jafnt og þétt og eignast kvóta, stofna síðan annað fyrirtæki með veði í útgerðinni. Skuldsetja allt í topp, kaupa Dominos og Toyota umboðið og verða alvöru greifar. En fyrst ætlum við að fara fyrsta róðurinn okkar á strandveiðunum og sjá hvort við verðum í fiskistuði eins og Ási í Bæ orðaði það til að láta drauminn rætast. Ef einhver sem les þetta á kvóta og vill hjálpa ungum eyjapeyjum með því að gefa smá, þá erum við alltaf tilbúnir að taka við þeirri hjálp. Þið þekkið þetta, enda allir verið einhvern tímann í okkar sporum,“ segir Ágúst og hlær. „Nei, nei ég segi bara svona. Við erum fyrst og fremst bara að prufa þetta til að láta draum um eigin bát verða að veruleika. Hafa fyrst og fremst gaman að félagsskap hvers annars Nú eruð þið allir í vinnu annars staðar. Hvernig og hvenær munuð þið sinna þessari útgerð? „Það verður vonandi ekkert mál. Strandveiðarnar byrja í maí og eru við allir í landi þá og alveg að makrílnum. Þannig að þetta ætti alveg að ganga upp. Við verðum auðvitað aldrei allir um borð en miðað við hvernig við sjáum þetta fyrir núna þá ætti alltaf einn til tveir að geta róið og gert skemmtilegt sumar. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá höfum við allir fyrst og fremst gaman að því að vera og vinna saman. Okkur finnst frábært að prufa að vera okkar eigin herrar og fá að taka ákvarðanir. Við vonumst til að geta fiskað nokkra þorska, eignast fullt af skemmti- legum sögum og kynnst helling af skemmtilegum trillukörlum,“ segir Ágúst að endingu. Eyjapeyjar láta drauminn rætast og fara af stað í útgerð: Frábært að prufa að vera eigin herra :: segir Ágúst Halldórsson, einn eigenda Júlíu VE-163 :: Trillukarlar sérstakur þjóðflokkur Félagarnir við Júliu. Kaupin undirrituð, Ragnar og Hafþór Halldórsson, fyrrum eigandi trillunnar, skála fyrir kaupunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.