Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 6
6 - Eyjafréttir Miðvikudagur 18. apríl 2018 Erla Einarsdóttir ásamt fleiri góðum konum er farin af stað af með verkefni sem allir geta verið þátttakendur í. Erla ætlar að fara í samstarf með matvöruverslunum bæjarins og taka skref í átt að minni plastnotkun. Hún er nú að taka gömul efni sem annars væru á leiðinni í ruslið og sauma úr þeim fjölnota matvörupoka sem fólk getur fengið lánaða í matvöruversl- uninni ef það gleymir sínum heima, því flest eigum við fjölnotapoka og margir gleyma þeim heima. Þegar blaðamaður kíkti við í Líknar húsið í vikunni var Erla ásamt vöskum konum á fullu að búa til poka. „Markmiðið er að margt smátt geri eitt stór, einhverstaðar verðum við að byrja,“ sagði Erla sem þegar hefur fengið jákvætt svar frá matvöruverslunum bæjarins og mun skila pokunum til þeirra 30. apríl. Erla sem er með aðstöðu í kven- félaghúsinu er núna alla miðviku- daga þar milli fjögur til sex. Hún biðlar til fólks að koma með efni í verkefnið eða hjálpa til, „Hvort sem það eru gamlir dúkar, rúmföt eða gardínur, allt nýtist,“ sagði Erla. Einnig má fólk koma og hjálpa, „hvort sem það er að sauma, sníða eða strauja, ýmislegt sem er hægt að hjálpa við. Einnig er hægt að hafa samband við mig eða Ágústu og við komum og sækjum efnið, ef það hentar betur. Þetta getur verið okkar framtak í átt að minni plastnotkun,“ sagði Erla að lokum. Föstudagskvöldið 4. maí verður grískt þemakvöld í Eldheimum. Hugmyndin kom upp fyrir all mörgum árum hjá Kristínu Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Eldheima, en hún er mikill Grikklands aðdáandi og hefur langað að halda svona „mini“ Grikklandshátíð frá því hún flutti aftur til Eyja fyrir rúmlega 13 árum. Hún og kokkinn Einar Björn Árnason hafa marg rætt þetta og þegar fékkst styrkur uppí að flytja tónlistarmennina til landsins var komið að því að þessi draumur yrði að veruleika. Rotary og Uppbygg- ingarsjóður Suðurlands styrkja viðburðinn. Kári Egilsson píanóleikari mun hefja kvöldið á að leika nokkur lög í byrjum kvölds. Einsi Kaldi ætlar að bjóða uppá grískt og gómsætt grill. Egill Helga- son Grikklands áhugamaður og aðdáandi talar um hina einstöku Grikki og Grikkland. Hápunktur kvöldins verður svo þegar Grísku tónlistarmennirnir Marc Alexey og Damian Staringares flytja ástsæl grísk þjóðlög og dægurlög fyrir gesti. Kristín sagði í samtali við Eyjafréttir að markmiðið væri að bjóða uppá eitthvað aðeins öðruvísi og skemmtilegt. Það er ekki á hverjum degi sem boðið er uppá grískan mat og tónlist. Það er líka mjög skemmtilegt að fá þá feðga Egil Helgason og Kára Egilsson til að vera með. Egill er manna fróðastur um Grikkland og Kári er einn af okkar efnilegustu ungu píanóleikurum. Ég hvet Grikklands áhugafólk og aðra áhugamenn um góðar skemmtanir til að mæta, lofa frábæru kvöldi og hlakka mikið til.”sagði Kristín að endingu. Fyrsta skrefið í átt að minni plastnotkun í Eyjum :: Verkefnið fer vel af stað Sara Sjöfn GrettiSdóttir sarasjofn@eyjafrett ir. is Sara Sjöfn GrettiSdóttir sarasjofn@eyjafrett ir. is Erla við saumaskapinn. Vaskar konur við saumavélarnar. Menningarheimar mætast: Grískt kvöld í Eldheimum :: Tónlist, matur, fróðleikur V Ástkær móðir okkar og tengdamóðir Sigurlaug Vilmundardóttir Sólhlíð 19 Verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 21. april kl. 14. Marta Bergþórsdóttir, Ásgeir Sverrisson, Böðvar V. Bergþórsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Ólafía Bergþórsdóttir, Vildís Bergþórsdóttir, Birgir Tómas Arnar. Minningarkort kvenfélagsins líknar Stefanía Ástvaldsdóttir Hrauntúni 34 / s. 481-2155 Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2 / s. 481-1828 Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Brimhólabr. 28 / s. 481-3314 Kristín Gunnarsdóttir s. 481-2183 / 861-1483 Rn.0582-4-250355 / Kt. 430269-2919 Allur ágóði rennur í sjúkrahússjóð félagsins Minningarkort sigurðar i. Magnússonar Björgunarfélags vestMannaeyja Emma Sigurgeirsdóttir s. 481-2078 Þóra Egilsdóttir s. 481-2261 Sigríður Magnúsdóttir s. 481-1794 Minningarkort kvenfélags landakirkju Svandís Sigurðardóttir Strembugötu 25 / 481-1215 Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 481-2192 /661-9825 Minningarkort slysavarna- deildarinnar eykyndils Kristín Elfa Elíasdóttir Áshamri 17 / s. 481-2146 Bára J. Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 80 / s. 481-1860 Rn.0582-4-250442 / Kt. 470383-0389 Minningarkort kraBBavarnar vestMannaeyja Hólmfríður Ólafsdóttir Túngötu 21 / sími 481-1647 Ester Ólafsdóttir Áshamri 12 / sími 481-2573 Karólína Jósepsdóttir Foldahraun 39e s. 534 9219 Minningasjóður ingiBjargar Marinósdóttur - Þroskahjálp í vestMannaeyjuM- Ólöf Margrét Magnúsdóttir s. 861-3245 Unnur Baldursdóttir s. 481-2081/897-2081 Fyrir Heimaey Félagsfundur bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey verður haldinn sunnudaginn 22. apríl kl. 17:00 í Akóges. Dagskrá: 1. Tillaga að framboðslista félagsins til sveitarstjórna kosninga sem fram fara laugardaginn 26. maí 2018. 2. Málefnastarf félagsins. 3. Önnur mál. Nýir félagsmenn velkomnir Stjórn bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey Húsmæðraorlof 2018

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.