Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Side 14
14 - Eyjafréttir Miðvikudagur 13. september 2018
Fimm félagar í Eyjaskokki tóku þátt
í hálfmaraþoni í Berlín 8. apríl sl.,
Þröstur Jóhannsson, Guðmunda
Bjarnadóttir, Katrín Laufey
Rúnarsdóttir, Adda Jóhanna
Sigurðardóttir og Magnús Braga-
son. Þátttakendur í hlaupinu voru í
kringum 35.000 manns en það er
eins og tvöfaldur fjöldi þeirra sem
eru í brekkunni á Þjóðhátíð.
Hlaupið er um miðborgina og
framhjá sögufrægum stöðum.
Rásmarkið er á Alexanderplatz sem
tilheyrði austurhlutanum og er
byrjað að hlaupa framhjá sjónvarps-
turninum. Síðan að Berlínar Dome,
í gegnum Brandenburgarhliðið, að
Sigursúlunni, Charlottenburghöll-
inni og fleiri merkilegum mann-
virkjum. Sérstakt þótti föruneytinu
frá Eyjum að fara framhjá
Checkpoint Charlie en þar var
hliðið milli austurs og vesturs á
tíma Berlínarmúrsins.
„Katrín Laufey kom með þessa
hugmynd og við slógum til og
sjáum svo sannarlega ekki eftir því.
Þetta var mjög skemmtilegt og
andrúmsloftið engu líkt,“ sagði
Magnús Bragason, einn Eyjamann-
anna sem hljóp hálfmaraþonið, í
samtali við Eyjafréttir á dögunum.
Veðrið gat vart verið betra sólskin,
logn og 22 °c hiti. Á leiðinni voru
einnig trommusveitir sem gerðu
stemmninguna enn þá magnaðri.
Árangur Eyjaskokkara var góður en
þær Guðmunda og Adda voru t.a.m.
framarlega í sínum aldursflokki.
„En það er ekki aðalatriðið, því að
vera þátttakandi í svona viðburði er
nóg til að næra sálina. Við vorum
bara að njóta í botn. Stemningin var
frábær og örugglega yfir 200
þúsund manns á svæðinu. Klikkað
gaman,“ sagði Katrín Laufey.
The Puffin Run er nýtt utan-
vegahlaup í Eyjum
Síðustu misseri hafa Eyjaskokkarar
verið að undirbúa nýtt utanvega-
hlaup þar sem hlaupið er útjaðar
Heimaeyjar án þess að fara á fjöllin.
Markmiðið er að höfða til erlendra
hlaupara og hefur því verið ákveðið
að hlaupið heiti The Puffin Run og
mun það fara fram 28. apríl nk. kl.
11:30 . Tengingin við lundann
verður mikil. Vestmannaeyjar eru
stærsta lundabyggð í heimi og er
tímasetning hlaupsins í ár miðuð
við að lundinn sé sestur upp í
björgin en hluti leiðarinnar er
meðfram lundabyggð. Þetta fyrsta
hlaup verður þó meira til reynslu.
Það er því von þeirra sem standa að
hlaupinu að sem flestir heimamenn
taki þátt en hlaupið er í heildina 20
km. Boðið verður upp á einstak-
lings, tvímennings og fjögurra
manna boðhlaup þannig að
hlauparar geta valið um að hlaupa
20, 10 eða 5 km.
Hlaupið er frá Skansinum til
vesturs. Framhjá FES og út
Ægisgötu og Tangagötu. Inn á
Skipasand og þaðan inn á Strand-
veg. Vestur Strandveg, til norðurs á
milli Ísfélags og Vinnslustöðvar og
niður á bryggju. Hringurinn í Botni,
upp að Skiphellum, framhjá
Spröngunni, til austurs Hlíðar-
brekku og inn á Hlíðarveg. Farið
inn í Herjólfsdal og hlaupið
hringinn í kringum Tjörnina. Þaðan
er hlaupið framhjá Kaplagjótu,
Mormónapolli og til suðurs með
Hamrinum. Upp á Breiðabakka þar
sem hlaupið er niður í Klauf.
Hlaupið er úr Klaufinni upp á
veginn til Stórhöfða og beygt til
vesturs göngustíginn að Lundaskoð-
unarhúsinu.
Hlaupið meðfram og í lunda-
byggðinni vestur og suður Stór-
höfðann. Frá Kaplapitti er hlaupið
upp að húsinu og inn á veginn.
Hlaupið á veginum niður Stórhöfða
yfir eiðið milli Klaufar og Brim-
urðar. Beygt inn Kinn og hlaupið
meðfram Sæfelli. Alveg út veginn
og síðan beygt til austurs og farið
meðfram flugbraut og út fyrir
flugbrautarenda að austan. Þaðan
niður með brúninni og með henni
þar til að komið er inn á Slóða.
Hlaupið á slóðanum að Eldfelli og
farið framhjá Páskahelli. Farið með-
fram Eldfelli að austan nánast að
krossinum inn við Eldfellsgýg.
Síðan er hlaupið á malarveginum á
nýja hrauninu til austurs og síðan
norðurs. Niður að gatnamótum, þá
er beygt til austurs og hlaupið stutta
vegalengd á veginum. Niður á
útsýnispall hjá Viðlagafjöru, þar
sem útsýni er að Bjarnarey, Elliðaey
og Eyjafjallajökli. Frá honum er
farið áfram til norðurs og farið
grýtta leið meðfram Gjábakkafjöru
sem endar upp á útsýnispalli móts
við Klettshelli. Hlaupið er þaðan
niður í Skansfjöru framhjá
Stafkirkjunni og Landlyst þar sem
hringnum er lokað.
Vestmannaeyjahlaupið
á sínum stað
Vestmannaeyjahlaupið verður að
sjálfsögðu á sínum stað þann 1.
september. Það verður í áttunda
skiptið sem það hlaup fer fram.
Vestmannaeyjahlaupið var kosið
Besta götuhlaupið af hlaupurum á
hlaup.is. Þar er boðið upp á 5, 10 og
hálfmaraþon (21,2 km). Hlaupið er
frá Íþróttamiðstöðinni og hefst
kl.11:30.
Skráning í The Puffin Run og
Vestmannaeyjahlaupið er á hlaup.is.
Þeir sem eru tilbúnir að aðstoða í
hlaupunum með brautarvörslu eiga
að hafa samband við Sigmar Þröst í
síma 895 3339.
Sumarafleysingar lögreglumenn
- Vestmannaeyjar
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum auglýsir eftir lögreglumönn-
um til afleysinga í sumar. Stöðurnar veitast frá og með 01.06.2018
til og með 31.08.2018.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl næstkomandi og skal umsóknum
skilað til Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, 2. hæð,
900 Vestmannaeyjum, sími 444-2095 eða á netfangið vestmanna-
eyjar@logreglan.is
Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Lands-
sambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna.
Umsækjendur þurfa að uppfylla almenn skilyrði til að gegna lögreglustarfi skv. 28. gr.
lögreglulaga nr. 90/1996.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins en heimild er þó til að ráða
ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir
einstaklingar. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er kostur. Færni í mannlegum
samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni
til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Æskilegt er að
umsækjendur hafi gott vald á íslensku og góða almenna tölvukunnáttu.
Nánari upplýsingar um stöðurnar gefur Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í síma
444-2093.
Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Lögreglu-
stjórinn í Vestmannaeyjum setur í stöðurnar. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um setningar liggur fyrir.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum.
Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðu-
blöð.
Vestmannaeyjum 4. apríl 2018
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum.
Húsvörður óskast
vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða húsvörð í
100% starf.
Meginviðfangsefni er eftirlit með húseignum,
húsbúnaði og lóð Grunnskóla Vestmannaeyja-
Hamarsskóla og fleiri fasteignum bæjarfélagsins.
(sjá nánar á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar vest-
mannaeyjar.is)
umsóknarfrestur er til 18. maí nk. og þarf
viðkomandi að geta hafið störf 11. júní 2018.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmanna-
félags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda
stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Erlingur
Richardsson skólastjóri í síma 488-2202.
umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í af-
greiðslu bæjarskrifstofa og á vestmannaeyjar.is.
umsóknum ber að skila í afgreiðslu bæjarskrif-
stofa eða á rafrænu formi á netfangið
erlingur@grv.is merkt - Húsvörður Grv.
Eyjamenn fjölmenntu í Berlínarmaraþon
:: Andrúmsloftið engu líkt, segir Magnús Bragason í samtali við Eyjafréttir
:: The Puffin Run er nýtt utanvegarhlaup í Vestmannaeyjum
Þröstur, Guðmunda, Katrín Laufey, Adda og Maggi sátt eftir hlaup.
Adda og Maggi við Checkpint Charlie.
Þröstur við Sigursúluna.
Viðar og Guðmunda skála að
loknu hlaupi.