Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.1998, Qupperneq 6

Skessuhorn - 17.04.1998, Qupperneq 6
6 FOSTUDAGUR 17. APRIL 1998 Nýr Rekstrarabili á Búbarkletti í Borgamesi UM SÍÐUSTU mánaðarmót tók nýr aðili við rekstri veitingahúss- ins Búðarkletts í Borgarnesi. Hann heitir Oskar Arsælsson og hefur starfað við veisluþjónustu og framreiðslustörf undanfarin 23 ár, þar af 3 ár í Danmörk. Búðarklettur á eins árs afmæli um þessar mundir og af því til- efni og til að kynna sig fyrir heimamönnum bauð Óskar aðil- um í ferðaþjónustu á svæðinu til veislu eitt fimmtudagskvöldið fyrir skömmu. Þar kom m.a. fram að Búðarklettur mun verða opinn á virkum dögum, frá kl 18:00. Þar verður hægt að sjá alla helstu íþróttaviðburði á breiðtjaldi. Virka daga verður tekið á móti hópum í mat. Um helgar verður opið frá kl. 12:00 og sérstakur helgar- og hópmatseðill verður í boði. Um helgar er fyrirhugað að leika lifandi tónlist frá ld. 23:00 Óskar Ársælsson nýr vert á Bú&arkletti ásamt Sigurgeir Erlendssyni og Bjarna Steinarssyni tveimur af eigendum Búbarkletts. Söngfréttir DAGANA 27.-29. mars var mikið ann- ríki hjá Kirkjukór Ingjaldshólskirkju. Ingveldur Hjaltested dvaldi með kórfé- lögum og fór með þeim yfir undir- stöðuatriði söngs. Var mikil ánægja meðal kórfélaga með komu Ingveldar. Sunnudaginn 29. mars var kóræfing í nýja safnaðarheimilinu sem var opin öllum. Meðal efnis á dagskránni var frumflutt lag með texta eftir Finnboga Lárasson. Vora honum færð blóm að loknum flutningi. Að lokinni æfingu var gestum boðið í kaffi og kökur. Við þetta tækifæri var tekið við frjálsum framlögum sem rannu í orgelsjóð kirkjunnar. Kristján Fredriksen í setustofu Gistiheimilisins ab Varmalandi. Gistiheimilib aí> Varmalandi í Grunnskólanum á Varma- landi í Borgarfirði er rekið gistiheimili yfir sumarið og um helgar yfir veturinn í heima- vist skólans. Að sögn Kristjáns Fredriksen sem annast rekstur gistiheimilisins fyrir skólann hefur staðurinn notið mikilla vinsælda fyrir ættarmót á sumrin. „Fólk hefur aðgang að sundlaug, tjaldstæðum og íþróttavellinum þannig að þessi aðstaða laðar fólk að. Þá getum við tekið á móti yfir 300 manns í mat og fólk getur val- ið um fjölbreytta gistimögu- leika, allt frá tjaldstæðum upp í þokkalega búin hótelher- bergi“, sagði Kristján. Gistiheimilið á Varmalandi getur tekið við allt að 90 manns í gistingu í 2.-4. manna herbergjum. Að sögn Kristjáns er gott útlit fyrir aðsókn næsta sumar. Auk fjölda ættarmóta er von á hópum frá erlendum ferðaskrifstofum, íþróttafélög- um o.fl. aaJSSaoHÖEÍl Fjölskyldan á æfingu í Borgarneskirkju fyrir skömmu. Ewa Tosik-Warszawiak mcö ffölutónleika ÞESSA DAGANA eru hjónin Ewa og Jacek Tosik-Warszawiak að reka smiðshöggið á verkefnaskrá tónleika sem þau halda í Borgameskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, sumardaginn fyrsta klukkan 21. Á efnisskránni verða verk eftir J. S. Bach, F. Chopin, J. Brahms og Atla Heimi Sveinsson. Sonur þeirra, Michal, sem er í 10. bekk og stundar auk þess nám í fiðluleik hjá Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara, leikur með foreldrum sínum konsert Bachs fyrir tvær fiðlur. Ewa sagði frá því í stuttu spjalli að við sumarlok síðasta sumars hefði hún hafið undirbúninginn og æft sig í vetur eins og kostur hefði verið með kennslunni, kórstjóm og húsmóður- störfum. Ewa er fædd í Kielce í Pól- landi, lauk prófi í fiðluleik frá Tón- listarakademíunni í Kraków og starf- aði þar með útvarps- og sjónvarps- hljómsveit borgarinnar auk ópera- hljómsveitar. Hún var einnig félagi r Fílharmónínuhljómsveit Kraków- borgar en flutti ásamt manni srnum Jacek og syni Michal til Islands árið 1992 er þau hófu störf við Tónlistar- skóla Borgarfjarðar þar sem þau hafa starfað síðan. Alls munu nemendur í strengjaleik hjá Ewu vera um 20, þar af flestir í byrjendahópnum (3ja-4ra ára) þar sem Ewa hefur tileinkað sér kennsluaðferðir Zuzuki-skólans. Hún hefur einnig stjómað Kveldúlf- skómum frá 1994, en hann hyggur á ferð til Póllands sumarið 1999. Jacek Tosik-Warszawiak fæddist í Kraków og lauk prófr í píanóleik frá Tónlistarakademíu Krakówborgar 1977. Hann starfaði við tónlistaraka- demíuna í Kraków, var meðlimur í Berlínartríóinu og hefur unnið til verðlauna og hlotið styrki fyrir pí- anóleik sinn. Hann hefur farið í margar tón- leikaferðir í Póllandi og utan og komið oftsinnis fram í útvarpi og sjónvarpi. f sumar mun hann leika inn á geisladisk, sem unninn verður í Póllandi. Jacek stjómar karlakór hér- aðsins; Söngbræðrum. Óhætt er að segja að hjónin frá Póllandi hafi auðgað tónlistarlíf Borgarfjarðarhéraðs bæði með kennslu sinni og stjóm en auk þess hafa þau bæði komið fram á tónleik- um í héraðinu og við hin margvísleg- ustu tækifæri. Tónvesl á Hellissandi ÁRLEGA eru tónleikar Tónlist- arskólanna á Vesturlandi haldnir og voru þeir að þessu sinni á Hellissandi, þann 25. mars s.l. Rúmlega 150 nemendur og kennarar komu frá Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Stykkis- hólmi, Grundarfirði og Snæfells- bæ og tóku þátt í tónleikunum. Nemendur á blásturshljóðfæri léku saman þrjú Iög undir stjórn Daða Þórs Einarssonar. I upp- hafi lék Léttsveit úr Lúðrasveit- inni Snæ. Að Ioknum tónleikum bauð Tónlistarfélag Neshrepps til veitinga. Mókollur bregbur undir sig betri fætinum MÓKOLLUR lukkuálfur brá sér á Akranes fyrir skömmu og heimsótti leikskólabörn á staðn- um. Hann færði þeim m.a. blöðrur og spil að gjöf frá Lands- bankanum á Akranesi. Börnin tóku þessu að sjálfsögðu fagn- andi og sungu, trölluðu og skemmtu sér með honum fram eftir degi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.