Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.1998, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 17.04.1998, Blaðsíða 7
SSESSUHQER FOSTUDAGUR 17. APRÍL 1998 95 milljóna hagreeðing af úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga AÐALFUNDUR Mjólkurbús Borg- arfirðinga var haldinn þann 31. mars s.l. á Hvanneyri en það er félag kúa- bænda á því svæði sem Mjólkursam- lag Borgfirðinga þjónaði áður. A fundinum kom m.a. fram að Mjólkursamsalan greiðir út arð af rekstrarhagnaði ársins 1997 að heild- arupphæð um 75 milljónir króna. Arðurinn er greiddur sem álag á greiðslur fyrir afurðir; 3,69% af inn- lagðri mjólk eða sem nemur 1,08 krónum ofan á hvern innveginn mjólkurlíter. Að auki er lagt í sér- eignasjóð Samsölunnar 30 aurar pr. líter. Að sögn Guðmundar Þorsteins- sonar á Skálpastöðum formanns Mjólkurbús Borgfirðinga var ákvæði í úreldingarsamningi Mjólkursam- lagsins í Borgamesi um að það yrði metið árin 1996 - 1998 hverju úreld- ingin skilaði í hagræðingu og bættri afkomu framleiðenda á svæðinu. Ut frá því mati yrði síðan lokagreiðsla til KB vegna úreldingarinnar ákveð- in. „Það var hinsvegar ákveðið til að spara kostnaðarsama úttekt í þrjú ár að miða við niðurstöðumar fyrir árið 1996 og ákvarða lokagreiðslu út frá því. Það var niðurstaðan úr vandaðri úttekt sem gerð var að hagræðingin af úreldingu Samlagsins næmi um 95 milljónum króna á ári. Þessi hagræð- Gu&mundur Þorsteinsson formab- ur Mjólkurbús Borgarfjar&ar ing skapar gmndvöllinn fyrir þær arðgreiðslur sem nú em greiddar út“, sagði Guðmundur. Þá taldi Guðmundur að ef ekki hefði orðið af úreldingu Samlagsins í Borgamesi hefði varla náðst sá friður um mjólkuriðnaðinn sem þó náðist í sambandi við síðasta búvömsamn- ing. „Þetta var það eina sem vemlega munaði um til hagræðingar í mjólk- urvinnslunni", sagði Guðmundur. Á fundinum á Hvanneyri kom fram að eftir að Hvalfjarðargöngin verða opnuð verður hætt að vigta inn mjólkina frá framleiðendum í Borg- amesi eins og verið hefur en henni þess í stað ekið beint til Reykjavíkur. Þá er þessa dagana verið að endur- skoða samninga um mjólkurflutning- ana en Guðmundur taldi líkur á að samningurinn við Bifreiðastöð KB yrði endumýjaður með einhveijum hætti. Stjóm félagsins var endurkjörin á aðalfundinum en hana skipa auk Guðmundar, Jón Gíslason Lundi, Pétur Diðriksson Helgavatni, Jón Svavar Þórðarson Ölkeldu og Þórólf- ur Sveinsson á Ferjubakka. Guðmundur fullyrti að um langt skeið hefði ekki verið jafn bjart framundan í mjólkurframleiðslu eins og nú. „Það liggur fyrir búvömsamn- ingur til 7 ára með föstu stuðnings- hlutfalli og allt bendir til að afkoma MS batni enn frekar, en eftir þetta ár er greiðslum vegna Mjólkursamlags- ins í Borgamesi lokið. Þá fara vextir lækkandi og útlána- reglur Lánasjóðs landbúnaðarins hafa verið rýmkaðar og MS hefur lækkað vexti á lánum til kvótakaupa. Fyrir þá sem á annað borð ætla sér að vera í mjólkurframleiðslu til fram- búðar er þetta því rétti tíminn til að huga að fjárfestingum", sagði Guð- mundur að lokum. Sparisjóður- inn teygir úrsér NÚ STANDA YFIR miklar fram- kvæmdir í húsnæði Sparisjóðs Ólafsvíkur. Húsnæði Sparisjóðs- ins að Ólafsbraut 19 hefur verið stækkað en sjóðurinn hefur fvrir nokkru fest kaup á 100 fermetra plássi við hlið núverandi hús- næðis. „Þetta er ein allsheijar andlits- Iyfting", sagði Kristjáns Hreins- sonar sparisjóðsstjóra. „Við erum að breyta og bæta en það var orð- ið löngu tímabært að fara út í uppstokkun á húsnæði Spari- sjóðsins. Það er langt síðan hér var orðið allt of þröngt og inn- réttingar eru orðnar gamlar. Því var ákveðið að fara út í allsherjar endurbætur og við vonumst til að þeim ljúki í maí. I haust verð- ur síðan skipt um tölvukost og tekið í notkun nýtt tölvukerfi en Kristján Hreinsson sparissjó&stjóri á skrifstofu sinni en hinu megin vi& þiliö var unni& hör&um höndum við að innrétta vi&bótarhúsnæði Sparisjó&s Ólafsvíkur. það sem við notum nú er orðið um 15 ára gamalt". Trésmiðja Þráins E.Gíslasonar Erum að hefja bygg- ingu og sölu á raðhús- um við Leynisbraut, Akranesi. Stærð íbúaðr 88,8 fm og bílsk. 31,2 fm verð frá 9.900.000 kr,- full- búið án gólfefna. Nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni Há- koti í S:431 1944 og hjá Þráni E. Gíslasyni S:893 6975 Munið fermingarskeyti K.F.U.M. og K. Afgreiðsla að Garðabraut 1 laugard. 18. apríl kl. 14-17 og sunnudaginn 19. apríl kl 10-18 (einnig í bílum á sunnudag) Með þakklæti. KFUM og K Akranesi. Akraneskaupstaður - Æskulýðs og félagsmálaráð Sumarstörf 1998 Laus eru til umsóknar eftirtalin sumarstörf hjá Akranes- kaupstað. Störf 15 flokkstjóra við Vinnuskóla Akraness. Starf traktorsmanns við Vinnskóla Akraness. Starf umsjónarmanns Skólagarða Akraness. 3 Störf leiðbeinenda við leikjanámskeið Arnardals. Störf við höfnina og hjá Garðyrkjudeild fyrir 17-20 ára. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni, Stillholti 16- 18, og í Arnardal. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna og í Arnardal í síðasta lagi 24. apríl 1998. Allar nánari upplýsingar veittar í Arnardal, Kirkjubraut 48, sími 431 2785. RAUÐI KR0SS ÍSLANDS - AKRANESDEILD - Barnfóstrunámskeið Akranesdeild Rauða kross íslands gengst fyrir barnfóstru- námskeiði í húsnæði deildarinnar að Þjóðbraut 11. Nám- skeiðið verður haldið dagana 4., 5., 7. og 8. maí. Dagskrá námskeiðsins verður eftirfarandi: Þroski barna, leikir, leikfangaval, matur, mataræði, að- hlynning ungbarna, veik börn, slys á börnum og skyndi- hjálp. Námskeiðið er 16 kennslustundir. Kennarar verða Guðrún M. Halldórsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Katrín Barðadóttir leikskólakennari. Námskeiðsgjald með gögnum verður kr: 3.000.- Skráning fyrir 27. apríl frá klukkan 8:00 - 12:00 í síma 431-2270 Sumarvinna Óskum eftir að ráða starfsfólk í almenn Hótelstörf. Opnum 10 júní. Umsóknir sendist fyrir 1. maí Sigurði Einarssyni,Hótel- stjóra Kleifarseli 14 109 Reykjavík. Skagfirska söngsveitin f Reykjavík Laugardaginn 18.04.98. n.k. heldur Skagfirska söngsveitin tónleika í Reykholtskirkju og hefjast þeir kl. 14:00. Á efnisskrá er fjölbreytt lagaval eftir marga kunna höfunda m.a. stjórnanda kórs- ins Björgvin Valdimarsson. Undirleikari verður Ingunn Hildur Hauksdóttir. Einsöngvarar verða Guðmundur Sigurðsson og Kristín Sigurðardóttir. Skagfirska söngsveitin er blandaður kór sem starfað hefur í Reykjavík frá árinu 1970. Félagar eru 75 talsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.