Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.1998, Page 10

Skessuhorn - 17.04.1998, Page 10
10 FÖSTDAGUR 17. APRÍL 1998 SÖGUHORNIÐ Fyrsta bílferb til Akur- eyrar Hinn 3. Júlí 1928 kom Þorkell Teitsson símastjóri í Borgamesi til Akur- eyrar á Ford-bifreið sinni frá Borgamesi. Frá Borgamesi til Blönduóss var Þorkell í 7 tíma. Þaðan var hann 15 tíma til Akureyrar og fékk menn sér til hjálpar uppá Vatnsskarð og Öxna- dalsheiði. (Blaðið Akranes) Herbragb sem dugbi Líklega hefur það verið rétt eftir 1885, sem Geir Zöega flutti fyrstur manna hingað til lands hinar svokölluðu ensku húfur, sem á stundum em kallaðar „six-pensarar.“ Keypti Geir allmikið af þessum húfum í einni ferð sinni til Englands. Gerði hann tilraun til að selja þær, en ekkert gekk. Bjóst Geir við því að þær myndu aldrei seljast. En þá datt honum það snjallræði í hug að gefa stúdent einum og læknaskólanema, Bimi Blöndal, eina húfu gegn því hann notaði hana eitthvað í bænum. Það var auðsótt mál við Bjöm. Þetta herbragð hreif. Nú var þess ekki lengi að bíða að allar húfumar seldust. Það þurfti fljótlega að panta meiri birgðir og fleiri kaupmenn komu á eftir. Það sannaðist hér sem oftar að ekki þarf nema einn gikk- inn í hverri veiðistöð. (Blaðið Akranes) Of mikib kæruleysi Nú fer héðan fjöldi fólks margar ferðir til að horfa á kappleiki í Reykja- vík. Ein slík ferð var farin nýlega með um 70 farþega innanborðs, kon- ur og karla. Frá Reykjavík var lagt af stað um miðnætti í svarta þoku. Hér kemur báturinn ekki að landi fyrr en næsta morguti kl. 9.30, því þok- an var jafnsvört alla nóttina og ekki gjörlegt að taka land. Enginn skips- bátur var með í ferðinni. Fólkið var náttúmlega ekki búið í útilegu og varð því mörgum nógu kalt. Sumt af því var víst líka hrætt og þetta því hin ömurlegasta ferð. Sýnist allt þetta ferðalag benda til of mikil forsjár- leysis og ætti ekki að endurtaka sig á þennan hátt, sem hér var til stofn- að. (Þessiferð varfarinfrá Reykjavík til Akraness eftir kappleik íjúní 1946 með mótorbátnum Haraldi - innsk. Skessuhom - Blaðið Akranes) Lítil hugleibing Allur nirfilsháttur er leiðinlegur „löstur" og ef langt er gengið oft til skammar og skaða. Hinsvegar er það jafn heimskulegt og lastavert að gæta einskis hófs í eyðslu og ofsóun hverskonar verðmæta. Taumlaus eyðsla hefur nú magnast með þjóð vorri í seinni tíð og er þar lítið hugs- að um hóf. Það er næsta einkennilegt að fólk skuli ekki nota sér svo sem verða má réttar og heilbrigðar leiðir til spamaðar. Þetta blað gaf kaup- endum sínum kost á að eignast ágæta bók með 20% afslætti. Það er vit- að að allmargir kaupendur blaðsins hafa keypt bókina, en aðeins örfáir hafa notað sér þann sjálfsagða spamað, sem hér er um að ræða. Fólk á að fara vel með fjármuni án þess að vera aumingjar í hugsun. Það á ekki að spara peninga til að grafa sig í þeim og grotna þar sjálfur, held- ur að auðga göfgi sína og möguleika til að láta gott af sér leiða. (Blaðið Akranes ífebr. 1944) Dagbók vikunnar 17. - 23. apríl Borgarnes: Helgina 17.-19. apríl verður Héraðsmót r frjálsum íþróttum og víða- vangshlaup U.M.S.B. haldið í Borgamesi Skráning er hjá formönnum deilda. Tónleikar í Stykkishólmi og Reykholti Laugardaginn 18. apríl kl. 16:00 halda þau Rúnar H. Vilbergsson fagottleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari tónleika í Stykk- ishóhnskirkju. Sunnudaginn 19. apríl á sama tíma halda þau tónleika í Reykholtskirkju. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt. Þau flytja sónötur eftir barokktónskáldin G. Ph. Teleraann og Ríkharð Öra Pálsson sem samdi sónötuna fyrir þau Rúnar og Guðríði. Þá verður Fantasíustykki eftir Ro- bert Schumann á efnisskránni og nokkur íslensk sönglög. Eftir Jónas Tómasson verður flutt verkið Sumarsólstöður '91, en það er einleiksverk fyrir fagott og samið fyrir Rúnar. Að lokum flytja þau Solo de concert eft- ir franska tónskáldið Gabriel Piemé. PENNINN Opiö bréf til stjórnar Spalar hf. Hugleiöingar um afnota- gjald af Hvalfjarbargöngum Um langan tíma hafa menn velt því fyrir sér hveijar verði afleiðingar þeirrar biltingar þegar Hvalfjarðar- göngin koma í notkun og hve hátt gjald þurfi að greiða fyrir hverja ferð á fólksbfl. Enda mun gjaldið hafa verulega mikil áhrif á þá umferð sem telja má hreina viðbót við það sem verið hefur um Hvalfjörðinn undan- farin ár. Þann hluta sem kalla mætti ónauðsynlega umferð og svo þá um- ferð sem tengist þeim möguleikum að íbúar Akraness og Borgarfjarðar geti nú sótt vinnu á Reykjavíkur- svæðið og öfugt, langt umfram það sem verið hefur, þó svo að umsvifin á Grundartangasvæðinu hefðu ekki komið til. Þær upphæðir sem menn hafa rætt um og talið ásættanlegar í huglægu mati, fyrir afnot af Göngunum fyrir hverja ferð á fólksbfl er 700-800 krónur og svo afsláttur frá því verði fyrir þá sem nota þau mikið. Nú er hinsvegar talað um það af fjölmiðlum að gjaldið verði 1000 krónur. Við það hefur brúnin heldur sigið á þeim hinum sömu og þeir reiknað það út að fyrir 2000 krónur, sem ferðin fram og til baka muni kosta, megi komast í nokkuð langa ferð á bensíninu fyrir þá upphæð. Auk þess sé upphæðin of hár toll- ur af þeim daglaunum em fást með því að stunda vinnu handan fjarðar miðað við búsetu. Þótt mér sé fullvel ljóst að tilgang- urinn með stofnun Spalar hf. var ekki sá einn að auka hagvöxt á Vestur- landi eða annarsstaðar þá er það samt svo að möguleikamir eru mjög mikl- ir á stóraukinni umferð um Akranes, Borgarfjörð og Snæfellsnes með til- komu Ganganna. Sumarhúsaeigend- ur munu oftar dvelja á svæðinu og gestum til þeirra mun fjölga hvort sem þeir kæra sig um þá eða ekki. Heimsóknum almennt og verslunar- ferðum hverskonar á báða vegu mun fjölga. Hvað verður um helgarrúnt- inn af höfuðborgarsvæðinu sem í áratugi hefur legið um Hellisheiðina austur fyrir fjall, er ekki trúlegt að stór hluti af þeirri bflalest fari annað slagið á Vesturlandið að því tilskildu að fólki finnist gjaldið um Göngin ekki vera of hátt? Með öðram orð- um; þá eykur það hagvöxtinn meira að fá 1000 bíla á dag fyrir 700 krón- ur sem skilar Speli 700.000 krónum heldur en 700 bflar á dag fyrir 1000 krónur sem skilar Speli sömu upp- hæð en 300 færri bflar um svæðið. Þannig mun verðlagningin hafa af- gerandi áhrif á svonefnda ónauðsyn- lega urnferð, sem þó er nauðsynlegt að ná tíl. Lægra verð gæti jafnvel skilað Speli meiri tekjum heldur en verð sem almenningi þætti of hátt auk þess ef lagt er upp með lágt verð, eða í þeim kantinum, þá má segja að allt hafi verið í upphafi reynt til að hafa jákvæð áhrif í þá átt að auka umferð og þar með afrakstur hennar. Dugi það hinsvegar ekki, að fengnum reynslutíma, til að standa undir endurgreiðslu framkvæmd- anna, þá er eðlilegasta mál að hækka verðið. Verði farið strax með verð- lagninginguna í hærri kantinn eða ofar miðað við hugmyndir og fjárhag almennings, þá er trúlegt að ónauð- synlegur akstur um Göngin verði í algjöru lágmarki og þar með reyni aldrei á þá biltingu að öllu leyti sem jarðgöngin hafa í för með sér og þá kemur heldur aldrei í ljós hver um- ferðin um þau hefði orðið með lægra verði í upphafi. Eg geri mér fulla grein fyrir því að stjóm Spalar hf. er ekki öfundsverð af þeim heilabrotum sem fylgja því að renna blint í sjóinn með verðlagið, en við förum undir hann og borgum það sem upp verður sett. Að lokum vil ég óska Spalarmönnum og verk- tökum þeirra til hamingju með glæsi- lega framkvæmd. Virðingarfyllst Búðardal, 7. aprfl 1998. Svavar Garðarsson. Sofin eba vakin forusta Framleibnisjóbs Athugasemd í tilefni fréttar af abalfundi Afuröasölunnar í Borgarnesi hf. í 6. tölublaði Skessuhoms er sagt frá aðalfundi Afurðasölunnar í Borgar- nesi hf. og er það sannast mála engin skemmtisaga, raunar sorgarsaga. Vitnað til framsögu framkvæmda- stjóra um ýmsa þætti í rekstri félags- ins og ýmislegt mun hann hafa tínt til um orsakir þeirrar skelfilegu stöðu sem það fyrirtæki sem honum var trúað fyrir er komið í. Ein þeirra er sofandaháttur í sjóðakerfi landbún- aðarins og áhugaleysi um framsækni fyrirtækisins. Einkum og sér í lagi er þar nefnd til sögu forusta Fram- leiðnisjóðs. Greinilega má af því ráða að nokkurs misskilnings gætir um hlutverk sjóðsins hjá fram- kvæmdastjóra Afurðasölunnar. Það er auðvitað slæmt en verra er ef hann hefur rekið fyrirtæki sitt í trausti þess að hann gæti leitað til sjóða landbún- aðarins um það sem ábótavant væri í rekstrinum. En á slíku er bara ekki kostur og því veltur á öllu að stjóm- endur séu hvort tveggja í senn var- kárir og framsæknir en sýni umfram allt árvekni. Ekki skal dregið úr því að Afurðasalan í Borgamesi hf. sé framsækið fyrirtæki og framleiði góðar vörur. I framsæknu fyrirtæki verða framleiðslu- og sölumál að haldast í hendur. Annars er til einskis barizt. Ekki er nóg að framleiðslan seljist vel. Hún verður að verðleggj- ast rétt og umfram allt fást greidd. Það bíða engar bjargvættir á næsta leiti. Hvað varðar samskipti Fram- leiðnisjóðs og Afurðasölunnar í Borgamesi hf. þá hefur aðeins í tví- gang verið leitað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins af hálfu fyrirtækisins og með sama erindið í bæði skiptin. Ekki var hægt að verða við því enda aðeins um að ræða viðhald og endur- bætur á aðstöðu og tækjabúnaði sem hefur verið í rekstri ámm saman. Hér átti í hlut kjötmjölsverksmiðjan, hin þarfasta starfsemi og ábatasöm ef trúa mátti þeim áætlunum sem fyl- gdu. Um fjármögnun framkvæmda eins og hér um ræðir er eðlilegast að leita til lánastofnana að því marki sem framkvæmdaaðilar geta ekki tekið undir á sjálfum sér og væntan- lega munu þessar endurbætur skila góðum arði innan tíðar. Megin hlutverk Framleiðnisjóðs landbúnaðarins á undanfömum ámm hefur verið að styðja við í nýsköpum og þróun í landbúnaði. Eitt mikil- vægasta verkefnið hefur verið að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi til sveita og milda þannig áhrifin af framleiðslusamdrætti í hinum svokölluðu hefðbundnu búgreinum. Annað hefur verið að styrkja ýmis þróunar- og rannsóknarverkefni sem talin hafa verið Ifldeg til að auka framleiðni búgreina. í þriðja lagi markaðsstuðningur en þar hefur sauðfjárræktin notið mest enda hefur hún átt mest í vök að veijast á sam- dráttartímum. Framleiðnisjóður hefur átt þátt í því að snúa vöm í sókn m.a. með því að efla svonefndar útflutningskjöt- vinnslur í nokkmm sláturhúsum og þar eiga allir bændur að geta notið góðs af. Þær aðgerðir vom í upphafi studdar áliti Framleiðsluráðs land- búnaðarins um val á húsum og á síð- asta ári var gengið til samstarfs við Framkvæmdanefnd búvömsamninga og Byggðastofnun um framhald þeir- ra. Þá hefur sjóðurinn stutt við hag- ræðingu á sviði afurðastöðva þar sem unnið hefur verið að endurskipulagn- ingu innan tiltekinna svæða. Endur- skipulagningu innan einstakra af- urðastöðva hefur sjóðurinn ekki treyst sér til að koma að enda mjög vandmeðfarið og enn nú síður að veita fyrirtækjum beina rekstrar- styrki. Það er ekki hlutverk Fram- leiðnisjóðs. Hér er fljótt farið yfir sögu en rétt í lokin má gjaman rifja upp að fyrir hart nær fjömtíu ámm hófu framsýnir fomstumenn Kaupfé- lags Borgfirðinga, sem þá vom á dögum, að vinna að hagræðingu í slátmnarmálum félagsins með það að markmiði að fækka sláturhúsum þess úr fjómm í eitt. I Borgamesi reis nýtt og myndarlegt nýtízku sláturhús þar sem tekið var upp allt það nýjasta og bezta sem þá þekktist um vinnuað- ferðir og tækni og var ekki átakalaust allt saman. Væri full ástæða til að skrá þá sögu. En hvað um það. I Borgamesi stóð sláturhús sem í ára- tugi var í fararbroddi og til fyrir- myndar og hafði m.a. útflutnings- leyfi á Bandaríkjamarkað. Enda þótt lítið færi að jafnaði fyrir útflutningi á þann markað þá var það leyfi mikil- vægt gagnvart útflutningi á aðra markaði. I því fólst viðurkenning sem vitnað var til. Þetta leyfi var endumýjað árlega þar til fyrir örfáum ámm að það tapaðist og merkið féll, því miður. Jón G. Guðbjörnsson, Lindar- hvoli, framkvœmdastjóri Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.