Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.1998, Page 13

Skessuhorn - 17.04.1998, Page 13
■—KV'IIM... FÖSTUDAGUR 17. APRÍL1998 13 Flotbryggja meb básum FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við öll hafnarmannvirki innan Snæ- fellsbæjar. Annars staðar í blaðinu í dag er greint frá framkvæmdum á Amarstapa og Hellnum en auk þess er verið að ljúka við trébryggju á Rifi og til stendur að endurbyggja og styrkja hluta grjótgarðs við höfnina þar. Þá er fyrirhugað að koma upp flotbryggju í Olafsvíkurhöfn sem verður um 60 metrar á lengd með básum fyrir smábáta. Að sögn Bjöms Amaldssonar hjá Snæfellsbæ munu þær framkvæmdir hefjast um næstu mánaðarmót. A&staba smábátaeigenda í Ólafsvík mun batna til muna vib tilkomu nýju flotbryggjunnar. Breíbfylking í Borgarfirbi NÚ ER UNNIÐ að stofnun fram- boðs í hinu sameinaða sveitarfélagi fjögurra hreppa í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar. Blaðamaður Skessu- homs ræddi við Sveinbjöm Eyjólfs- son á Hvanneyri en hann er formað- ur undirbúningsnefndar hins nýja framboðs sem ekki hefur énn fengið nafn, en þess má geta að það hefur nýja sveitarfélagið ekki heldur feng- ið. „Hér er um að ræða stóran hóp fólks sem sér þann kost vænstan að stuðla að framboði á breiðum grund- velli til að búa til það sveitarfélag sem að var stefnt með sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga“, sagði Sveinbjöm. Hann sagði að þessa dagana væri nefnd skipuð fólki af öllu svæðinu að kanna áhuga fólks og leita eftir ábendingum um nöfn á listann. Næsta sunnudag er stefnt að opnum fundi í Brún í Bæja- sveit þar sem áfram verður unnið að undirbúningnum. „Fundurinn er öll- um opinn sem áhuga hafa á málinu og þar verður m.a. unnið í málefna- hópum. Þar verður m.a. fjallað um atvinnumál, fræðslu- og menningar- mál, skipulags- og byggingamál auk umhverfismála og fjármála. Ætlunin er að tillaga að framboðslista verði fullmótuð í næstu viku og hún verði síðan kynnt á öðmm fundi“, sagði Sveinbjöm. Vígsla og forvamir EINS og kunnugt er stendur nú yfir forvamarátak Borgarbyggðar gegn vímuefnaneyslu. Starfinu verður formlega ýtt úr vör á sumardaginn fyrsta með almennum borgarafundi um vímuvamir. í upphafi fundarins mun bæjarstjóm vígja hin nýreistu og glæsilegu íþróttamannvirki sveit- arfélagsins. Kynnt verður stefnan í vímuvömum, nemendur Gmnnskól- anna flytja ávörp o.fl. Inn í dag- skrána verður fléttað skemmtidag- skrá þar sem m.a. leikdeild Skalla- gríms flytur atriði úr Óvitanum, Skari skrípó sýnir töfrabrögð og kaffiveitingar verða í boði Borgar- byggðar. (fréttatilkynning frá Stýrihópi í átaksverkefni) Áskrift fyrir íbúa utan kjördæmisins. Sími: 437 2262 V_______________y Akraneskaupstaður - íþróttamiðstöðin Tuttuguþúsundasti gestur iþróttamiðstöðvarínnar kom sunnudaginn 5. apríl. Óskum Hrafnhildi Ýr Kristjánsdóttur til hamingju, hún fær matarkörfu að verðmæti 10.000 kr. frá Verslun Einars Ólafssonar. Skelltu þér í sund eða þrek og þú getur átt möguleika á að hljóta vinning sem þrjátíuþúsundasti gesturinn. Akraneskaupstaður - íþróttamiðstöðin Gerðu það reglulega Tuttugu mínútur í senn Ef þú gengur reglulega, skokkar, syndir, hjólar, stundar lík- amsrækt eða hreyfir þig markvisst á annan hátt, t.d. þris- var sinnum í viku minnst 20 mín í senn, þá líður þér ein- faldlega miklu betur. Þú verður jákvæðari, atorkusamari, hamingjusamari og sjálfsvirðing eykst. Gefðu þér tíma - þín vegna Við höfum aðstöðuna íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum Akraneskaupstaður - íþróttamiðstöðin Starfsmannahópar, félagasamtök, áhugafólk um íþróttir eða hreyfingu. Lausir tímar eru í íþróttasölum bæjarins. Upplýsingar gefur íþróttafulltrúi í síma 431-2643. Akraneskaupstaður Starfskraftur óskast í Gámu sorpmóttökustöð Akranes- kaupstaðar. Nánari upplýsingar hjá umsjónarmanni sorpmála í síma 431 5555. Umsóknum skal skilað á Bæjarskrifstofu Akraneskaup- staðarfyrir 1. maí n.k.. XÉÓHÖLLEN Lfna langsokkur Sunnud. KI.16. Y [iss that girl Sunnudag og mánudag kl 21 Til sölu Húseignin að Böðvarsgötu 3 Borgarnesi. Húsið getur selst í einu lagi eða sem tvær íbúðir. Efri hæð ásamt bíl- skúr er 210 fm og 68 fm íbúð á neðri hæð. íbúðin á efri hæð er mikið endurnýjuð. Nánari upplýsingar í síma 437 1177. I URVALS ÚTSÆÐI Fyrirliggjandi gullauga og rauðar afgreiddar í 10, 15 og 25 kg. Pantanir í síma 433 8890 og 896 9990. SIGVALDI Á BAKKA F.E.A.B.A.N. Nú förum við í Heimsókn að Logalandi þann 25. Þ.m. Farið verður frá Olís nesti kl. 12:30. Verð kr: 1,500-(bílf- ar+kaffi) Þátttaka tilkynnist til Jóhönnu s: 431 1625 eða Agnars s: 431 1677. Fjölmennum og skemmtum okkur með Borgfirðingum. Ferða og skemmtinefndin. Skógræktarfélag Borgarfjarðar Heldur aðalfund sinn í Félagsbæ í Borgarnesi sunnudaginn 19. apríl 1998 kl. 15:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Sæmundur Þorvaldsson, formaður Skógrætarfélags Dýrfirðinga kynnir skjólskóga í máli og myndum en það er eitt af áhugaverð- ustu skógrætarverkefnum á landinu. Kaffiveitingar samkvæmt venju. Stjórnin Akraneshöfn Hafnarvörður Starf hafnarvarðar við Akraneshöfn er laust til umsóknar. Gerð er krafa um skipstjórnarréttindi. Launakjör eru samkvæmt samningi Akraneskaupstaðar og starfsmannafélags Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til 28. apríl n.k. og skal umsóknum skilað til hafnarstjórans á Akranesi, Stillholti 16-18. Nánari upplýsingar gefa Gísli Gíslason bæjarstjóri og Davíð Guðlaugsson yfirhafnarvörður.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.