Skessuhorn


Skessuhorn - 28.05.1998, Síða 2

Skessuhorn - 28.05.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1998 ^BiasuHUK. l VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi að Stillholti 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Arinbjörn Kúld: Framkvæmdastjóri og blaðamaður, sími 899 6165 Blaðamaður: Helgi Daníelsson, sími 898 0298 Auglýsingar: Magnús Valsson, sími 437 2262 Fjóla Ásgeirsdóttir, sími 431 4222 Hönnun og umbrot: ísafoldarprentsmiðja hf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00-16:00 Skrifstofan að Stillholti 18 á Akranesi er opin kl. 13-17. Skessuhom-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu- dögum. Litaauglýsíngar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. Ab lokn- um kosn- Þá eru sveitarstjómarkosningar afstaðnar og allt verður afslappað og notalegt að nýju. Hætt er þó við að sumir verði hálf einmana fyrstu dagana á eftir. Handaböndum fækkar til muna og manni finnst maður hreint ekki eins vinsæll og síðustu dagana fyrir kosningar. í stríði fer ekki hjá því að einhverjir em sigurvegarar en aðrir ligg- ja í valnum. Kosturinn við kosningar í seinni tíð er hinsvegar sá að all- ir standa fast á því að þeir hafi unnið jafnvel þótt viðkomandi hafi goldið afhroð. Tapið er þá túlkað sem vamarsigur vegna þess að það hefði getað farið ver! Hvemig svo sem úrslit hafa orðið á einstökum stöðum á Vesturlandi og hvort sem menn hafa tapað eða unnið stóra sigra, nú eða þá vam- arsigra, þá vona ég að niðurstaðan sé allsstaðar sterk sveitarstjóm sem vinnur sínu sveitarfélagi af heilum hug næstu fjögur árin. Eg hef held- ur enga ástæðu til að ætla annað. Þar sem listakosningar em stundaðar þurfa hlutimir víst að vera þannig að einhveijir verða í meirihluta og aðrir í minnihluta. Það er sjálfsagt gott og blessað ef ekki fer öll orkan í að gæta þess að vera ekki sammála hinum. Því miður tel ég að það sé alltof oft þannig. Að mínu mati á hið pólitíska flokkakerfi sem brúkað er á landsvísu alls ekki heima í sveitarsjómarkosningum. Þar er um að ræða allt aðrar áherslur sem erfitt er að heimafæra á einstök sveitarfélög. Ég er þeirr- ar skoðunar að í sveitarstjómarkosningum eigi fyrst og fremst að kjósa um menn en ekki pólitíska flokka. Ég vildi sjá það í framtíðinni að stakir einstaklingar yrðu í framboði í stað flokka eða lista. Þá myndi hver kjósandi velja fimm, sjö, níu, ellefu eða fimmtán einstaklinga sem hann teystir best. í dag stendur kjósandinn hinsvegar frammi fyr- ir því að velja alla eða engann af tíu til tuttugu manna listum. Á við- komandi listum geta verið nokkrir aðilar sem kjósandinn hefur áhuga á að fá í sveitarstjóm en þar em hugsanlega líka aðrir sem hann telur betur geymda einhvers staðar annars staðar. Ég held reyndar að fæstir séu fullkomlega ánægðir með alla á þeim lista sem þeir þó kjósa. Að vísu em útstrikanir möguleiki en það þarf býsna mikið til að þær hafi áhrif. Ég þekki reyndar engin dæmi þar sem útstrikanir hafa breytt niðurstöðum kosninga. Ég tek það fram að þessum hugleiðingum er ekki beint gegn neinum sérstökum af þeim sem kjömir vom í sveitar- stjómir á Vesturlandi en þetta er mál sem vert er að hugleiða. Ég sætti mig hinsvegar við það að ekki em allir jafn skynsamir og ég og því hæpið að vonast eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi. Hvernig sem meirihlutar og minnihlutar verða á einstökum stöðum og hvort sem menn em sigurvegarar eða vamarsigurvegarar em ákveðin mál og málaflokkar sem fulltrúar í nýjum sveitarstjómum ættu að geta verið sammála um. Meðal þess er að eitt af mikilvægustu málunum yfir Vesturland í heild em umhverfismálin og þá á ég ekki við eyðingu ozonlagsins eða vemdun regnskóganna heldur fyrst og fremst útganginn á þeim hluta yfirborðs jarðar sem heyrir til Vestur- landskjördæmis. Ég held að allir hljóti að geta verið sammála um að þar þarf að ráða bót á. Sameiginleg sorpurðun allra sveitarfélaganna í kjördæminu er í sjónmáli og verður það væntanlega stórt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Á svæði þar sem horft er til stóraukinn- ar ferðaþjónustu er nauðsynlegt að snyrtimennska sé í hávegum höfð en gestir og gangandi fái það ekki á tilfmninguna að þeir séu að koma inn á öskuhauga. Eins og lesendur Skessuhoms hafa væntanlega tek- ið eftir fómm við af stað með umhverfisátakið „Hreinna og vænn Vesturland" fyrir skömmu. Það hefur að vísu verið í skugga kosninga- baráttunnar fram að þessu en við munum á næstu vikum fylgja því eft- ir af krafti. Ég hvet alla Vestlendinga til að taka þátt í því átaki og taka til hendinni í vorblíðunni og bæta um leið ímynd Vesturlands. Gísli Einarsson snyrtimenni ingum Pálmar Einarsson byggingameistari og Sigur&ur Þorkelsson rafverktaki í nýju afgrei&slunni á Sýsluskrifstofunni í Borgarnesi Miklar breytingar í næstsíðasta tölublaði Skessu- homs var rangt farið með nafn verk- takans sem vinnur að endurbótum á Sýsluskrifstofunni í Borgamesi og er beðist velvirðingar á því. Það var að vísu rétt að verktakinn kemur úr Gmnarfirði en það er Trésmíðaverk- stæði Pálmars Einarssonar sem sér um framkvæmdimar. Að sögn Pálmars hafa hans menn verið á Sýsluskrifstofunni frá ára- mótum og miðar verkinu vel áfram. Verið er að taka allt húsið í gegn að innan, færa milliveggi og setja upp nýjar hurðir, leggja dúka og bæta að- gengi fyrir fatlaða, m.a. með því að setja upp lyftu í húsinu. Almenn af- greiðsla bæði fyrir sýsluskrifstofuna og lögreglustöð verður á neðri hæð- inni en skrifstofur á þeirri efri. Pálmar lét vel af ástandinu í bygg- ingariðnaði á Vesturlandi um þessar mundir en hann hefur verið með 6-7 menn að störfum í Borgamesi að undanfömu og auk þess er hann með verk í gangi í Grundarfirði, Hell- issandi og Rifi. GE Vél heppnub hag- ræbing á Höfba Rekstur Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi var á s.l. ári innan ramma fjárhagsáætlunar, þrátt fyrir mikinn niðurskurð í fjárframlögum til heim- ilisins. Viðbrögð stjómenda vom þau að skera niður í rekstrinum og þá sér- staklega í viðhaldi húseignar. Að sögn Ásmundar Ólafssonar fram- kvæmdastjóra er það ekki vænlegur kostur að þurfa að fresta eðlilegum viðhaldsverkefnum og vonast hann til að hægt verði að vinna upp skað- ann á þessu og næsta ári. Undanfarin ár hefur verið unnið í því að hagræða í rekstrinum á sem flestum sviðum og áfram hefur verið haldið í ár en á næstu dögum verða myndaðir þrír svokallaðir K.L. hópar meðal starfsmanna til að leita leiða til að lækka kostnað; einn fyrir inn- kaup á vörum og búnaði, annar um stjómunar- og launakostnað og sá þriðji um rekstur fasteignar. Dvalarheimilið Höfði er sjálfs- eignarstofnun í eigu Akraneskaup- staðar og sveitarfélaganna fjögurra sunnan Skarðsheiðar. Formaður stjómar er Jóhannes Finnur Halldórs- son. GE Skólastjórar á skólabekk Skólastjórar gmnnskóla á Vestur- landi settust á skólabekk nú í vor, er haldið var hið fyrsta í röð námskeiða fyrir skólastjóra sem standa munu yfir allt næsta skólaár. Tilgangur þessarar fræðslu er að kynna nýjungar í stjómun og með því efla gmnnskólana á svæðinu í þróun fram til nýrrar aldar Forsendur em ekki síst þær að huga þarf að stöðu og ímynd skólans í breyttu starfsumhverfi eftir að rekstur hans og ábyrgð fluttist að fullu til sveitarfélaga. Gmnnskólinn er nú hluti af kerfi sveitarfélagsins og þarf að miðla upplýsingum til stjómenda þess, en verður jafnframt að gæta þess að halda traustum tengslum við þá sem skólinn á að þjóna; nemendur sína og fjölskyldur þeirra. Þetta fyrsta námskeið snerist um kynningarmál og ímynd gmnnskól- ans. Fyrirlesari var Ásmundur Þórð- arson aðjunkt við Samvinnuháskól- ann að Bifröst og fjallaði hann um al- mannatengsl, ímynd grannskólans, viðbrögð skóla við gagnrýni, aðkasti og áföllum, en einnig um samskipti og tengsl skólans við fjölmiðla. Að sögn skólastjóra er námskeið af þessu tagi gagnlegt þar sem skólar em æ oftar í umfjöllun fjölmiðla og oft frekar á neikvæðum nótum en já- kvæðum og stjómendur skóla lenda oftar í eldlínu þeirrar umræðu en áður var. Skólamenn leggja á það mikla áherslu að umfjöllun um grunnskólann sé með jákvæðum hætti, því að viðhorf heimila og um- hverfis em oftast lykilatriði í farsæld og árangri skólastarfs og rannsóknir sýna að námsgengi nemenda veltur að vemlegu leyti á viðhorfi heimilis þeirra til skólans og þess starfs sem þar fer fram. Þetta endurmenntunartilboð til skólastjóra er samstarfsverkefni Skólastjórafélags Vesturlands, Skólaskrifstofu Akraneskaupstaðar og Skólaskrifstofu Vesturlands í Borgamesi. Frá námskei&i skólastjóra á Vesturlandi. Lengrí opnun hafnað Á fundi bæjarráðs Akraness nýlega var tekin fyrir hugsanleg lenging opnunartíma Jaðars- bakkalaugar í sutnar. Að sögn " Gfsla Gíslasonar bæjarstjóra var ákveðið að bíða með það að lengja opnunartímann þar sem ekki var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun og óbreyttur opn- unartími hefur þegar verið aug- lýstur. Hann sagði að lenging opnunartíma þyrfti lengri að- draganda en sagði mögulegt að lengja opnunartímann einstök kvöld, ef veður býður upp á slíkt, eða eitthvað sérstakt er í gangi á staðnum. GE Engar vib- ræður Fyrir skömmu sendi bæjar- stjóm Akraness oddvita Innri Akranesshrepps og oddvitá Skil- mannahrepps bréf þar sem óskað vár eftir viðræðum utn hugsan- lega sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga. ; í síðustu viku barst bæjar- :: stjórn Akranéss bréf frá oddvita Innri Akranesshrepps þar sem sagði að ekki væri unnt að taka upp viðræður, á þessu stigi, þar sem starfandi er undirbúnings- tiefhd vegna sameiningar Innri Akraneshrepps, Leírár- og Melasveitar, Hvalfjarðarstrand- arhrepps og Skilmannahrepps. GE Helga Hafsteinsdóttir í Brauft- húsi Helgu afgreiðir fyrsta viö- skiptavininn, og nöfnu sína Helgu, á opnunardaginn. Mynd Þeyr Braubhús Helgu Mánuda,ginn 4. maí s.I. opiiaði ; í Grundartirði ný sérverslún með brauð og brauðvörur. Að sögn Helgu Hafsteinsdóttir eiganda vershmarinnar sem ber nafhið brauðhús Helgu, kaupirhún sín- ar vömr frá bakaríinu í Stykkis- hólmi og er kömin með nv brauð kl. 8:45 á hverjum morgni. Helga sagði Grundfirðinga hafa tekið þessari nýju þjðnustu mjög vel enda hefði þetta vantað á staðinn. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.