Skessuhorn


Skessuhorn - 28.05.1998, Síða 8

Skessuhorn - 28.05.1998, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1998 PENNINN Guðjón Gubmundsson alþingismaður skrifar NÝ BYGGÐASTEFNA í síðasta mánuði lagði forsætisráð- herra fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001. Stjóm Byggða- stofnunar gerði drög að þessari til- lögu sem ríkisstjómin breytti lítil- lega. Mikil vinna og rannsóknir liggja að baki tillögunni, en stjóm Byggða- stofnunar leitaði til ýmissa utanað- komandi aðila með verkefni þessu tengd, m.a. Háskólans á Akureyri, Hagþjónustu landbúnaðarins, Stefáns Ólafssonar prófessors og Haraldar L. Haraldssonar hagfræðings. Skýrslur þessara aðila em stórfróðlegar og gefa glögga mynd af högum fólks á landsbyggðinni og þeirri miklu byggðaröskun sem átt hefur sér stað. Ástæður byggðaröskunar Stefán Ólafsson gerði viðamikla viðhorfskönnun á síðasta ári, þar sem 200 manns í hveiju kjördæmi vom spurðir fjölda spuminga, m.a. um ánægju og óánægju með einstaka þætti búsetuskilyrða og eins hvort þeir hyggðu á flutning og þá hvers vegna. Þar kom í ljós að langflestir þeirra sem hyggja á flutning gera það vegna einhæfni atvinnulífsins, einnig vegur þungt aðstaða til menntunar og hár húshitunarkostnaður. Húshitunarkostnaður I tillögu forsætisráðherra er það markmið sett að verð á orku til hitun- ar íbúðarhúsnæðis verði á næstu þremur ámm fært til samræmis við meðaldýrar hitaveitur með aukinni þátttöku Landsvirkjunar og ríkis- Cubjón Gubmundsson sjóðs. Þetta er auðvitað gríðarlegt hagsmunamál fyrir landsbyggðina þar sem húshitunarkostnaður er víð- ast hvar langt yftr þessum mörkum. Þá er það mikilvægt atriði í tillög- unni að heimilt verði að nýta fé sem ætlað er til niðurgreiðslna rafhitunar í fimm ár til þess að lækka stofnkostn- að nýrra hitaveitna. Um 15% lands- manna hafa ekki aðgang að hitaveit- um, en á næstunni verður kannað ít- arlega hvort ekki finnst heitt vatn á þeim svæðum þar sem ekki er hita- veita. Að því verkefni standa ríkis- stjórnin, Byggðastofnun og Orku- sjóður. Menntun I tillögunni segir að menntun á landsbyggðinni verði stórefld, sér- staklega hvað varðar verklegar grein- ar tengdar atvinnulífinu og tölvunám. Jafnframt verði bætt skilyrði þess fólks sem sækja verður nám utan heimabyggðar sinnar. Námsráðgjöf verði aukin. Komið verði á samstarfi atvinnulífs og skóla á landsbyggðinni um endur- og sérmenntun og stuðlað að því að allir eigi tækifæri á að afla sér nýrrar þekkingar, m.a. í samræmi við breytingar í atvinnuháttum. Möguleikar á fjarkennslu verði að fullu nýttir. Atvinnumál Um aðgerðir í atvinnumálum segir m.a. í tillögu forsætisráðherra: Unnið verði markvisst að aukinni fjöl- breytni atvinnulífs á landsbyggðinni. Þróunarstofur verði efldar og þannig treystur grundvöllur til nýsköpunar og aukinnar fjölbreytni. Hlutverk þeirra verði m.a. að auka samkeppn- ishæfni atvinnulífs á landsbyggðinni og aðstoða fyrirtæki við öflun verk- efna og styrkja innan lands sem utan. Tryggt verði að aðstoðin skili sér til starfandi fyrirtækja jafnt sem nýrrar atviimustarfsemi. Til að tryggja nauðsynlegt eigið fé í nýsköpunarverkefnum verði komið á fót eignarhaldsfélögum á lands- byggðinni með aðild Byggðastofnun- ar og varið allt að 300 millj. kr. á fjár- lögum hvers árs á áætlunartímabilinu í þeim tilgangi. Þátttaka Byggða- stofnunar getur numið allt að 40% af hlutafé viðkomandi félags. 40 milljónir króna á Vesturland Á síðasta fundi Byggðastofnunar var samþykkt að leggja 40 millj. kr. í hlutafé í eignarhaldsfélag til eflingar atvinnulífi á Vesturlandi. Á móti verða heimamenn að leggja 60 millj- ónir. Mikilvægt er að það takist sem lyrst, því enginn vafi er á að öflugt eignarhaldsfélag er árangursríkasta leiðin til að fjölga atvinnutækifærum og auka fjölbreytni atvinnulífsins. Það er a.m.k. reynsla Sunnlendinga, en á tveggja ára starfstíma Atvinnu- þróunarfélags Suðurlands hafa um 30 ný fyrirtæki komið á svæðið með talsvert á annað hundrað störf og 600 millj. kr.fjárfestingu. Metnabarfull stefna Þingsályktunartillaga forsætisráð- herra er metnaðarfúllt plagg sem tek- ur á fjölmörgum málum landsbyggð- arinnar. Ég hef hér aðeins nefnt 3 þeirra mála sem eru helstu orsaka- valdar búferlaflutninga, en ég hvet þá sem áhuga hafa til að kynna sér til- löguna og skal útvega hana þeim sem þess óska. í könnun Stefáns Ólafssonar kom fram að um 20% íbúa landsbyggðar- innar (19.000 manns) vill heldur búa á höfuðborgarsvæðinu. Á móti kemur að 13% íbúa höfuðborgarsvæðisins (23.000 manns) vill heldur búa á fá- mennara svæði. Misvægið í búsetu- þróun á landinu er því fyrst og fremst vegna óánægju með búsetuskilyrði sumsstaðar á landsbyggðinni. Tilefni til byggðaþróunaraðgerða er nú mun meira en verið hefur á síð- ustu áratugum. Tillaga forsætisráð- herra vísar leiðina í þeim efhum, en meginmarkmið hennar er að fólks- fjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir landsmeðaltali á næstu ámm og nemi 10% til ársins 2000. Guðjón Guðmundsson alþingismaður. PENNINN Tíminn líbur hratt Litið um öxl í málefnum Tónlistarskólans í Grundarfirði Það er eins og það hafi verið í gær sem við vorum tilnefnd í skólanefnd Tónlistarskólans, en þó em fjögur ár síðan. Þessi tími hefur verið svo skemmtilegur að hann hefur liðið mjög hratt. Þegar við lítum um öxl þá hefur margt verið gert og flest von- andi til góðs, nemendum hefur fjölg- að og það hefur verið tekinn í notkun nýr Tónlistarskóli sem var orðið mjög brýnt verkefni. Hefur það sýnt sig að með þessari bættu aðstöðu hef- ur starfið hlaðið utan á sig. Nú em menn að tala um að stækka þurfi sal- Vegna skrifa Péturs Önundar Andréssonar um veglínu Borgar- fjarðarbrautar í síðasta tölublaði Skessuhoms, viljum við undirritaðir taka fram eftirfarandi: Veglína Borgarfjarðarbrautar í Andakílshreppi sem lögð var fram til umhverfismats var hönnuð og sett fram af Vegagerðinni. Veglínan var samþykkt af landeigendum án nokk- urra breytinga. Eigendum jarðanna inn þar sem nemendur em famir að koma í sínum frítíma í gmnnskólan- um og æfa sig, en þeir em búnir að stofna þrjár hljómsveitir og nokkra sönghópa. Þá var stofnuð lúðrasveit og þannig mætti lengi telja. Þeir Friðrik, Vignir og Láms hafa haft veg og vanda af þessu mikla starfi sem þama fer fram en þeim bætist við liðsauki í haust þegar til starfa kemur Helga Þórdís Guð- mundsdóttir. Það er von okkar að með tilkomu hennar verði fjölbreytt- ari starfsemi, því það er nú alltaf svo Hellna og Varmalækjar var sýnd upphafleg hugmynd að veglínu en þeir vom á engan hátt með í ráðum þegar Vegagerðin tók ákvörðun um að hverfa frá henni. Fullyrðing Pét- urs um að „Upphaflegri veglínu hafi verið breytt að ósk landeigenda“ er því algjörlega tilhæfulaust „fleipur“. Pétur Jónsson Hellum Jakob Jónsson Varmalæk Sigurður Jakobsson Varmalœk að með nýju fólki koma nýir siðir og hugmyndir. Þá má ekki gleyma þeim fjölmörgu sem lagt hafa skólanum lið með ein- um og öðmm hætti og væri of langt mál að telja þá alla upp. Þó skal sagt frá samtökum áhugafólks um tvíefl- ingu Tónlistarskólans, sem vom með fjáröflun handa skólanum en þar safnaðist ein milljón króna og hafa verið keypt hljóðfæri fyrir þá pen- inga. Kvenfélagið Gleym mér ei, Kiwanisklúbburinn Kirkjufell og Styrktarsjóður lúðrasveitarinnar gáfu einnig 20 stóla til Tónlistarskólans. Hér hefur verið stiklað á stóm og eflaust gleymist eitthvað sem hægt væri að segja frá en það vonandi skaðar engann, því það er ekki ætlun- in með þessu stutta yfirliti um síðustu fjögur ár sem við höfum setið í skóla- nefnd Tónlistarskólans. En það er nú svo að eftir nýliðnar kosningar þá endumýjast allar nefnd- ir á vegum sveitarfélagsins. Við í skólanefndinni viljum þakka öllum þeim sem við höfum átt samskipti við; kennurum, iðnaðarmönnum, húsverði, verkstjóra og sérstaklega skólastjórum Grunnskólans, þeim Gunnari Kristjánssyni og Önnu Bergsdóttur fyrir frábært samstarf, því án þeirra velvildar hefði starf Tónlistarskólans ekki orðið eins mik- ið og það er nú. Að lokum óskum við næstu nefnd skólans alls hins besta og velfamaðar næstu fjögur árin. Kveðjur; Friðrik Tryggvason, Olga Sœdís Einarsdóttir og Rósant Egilsson SPEKI VIKUNNAR Þaö er óskaplegur fjöldi lyga í gangi í veröldinni og þaö versta er aö helmingurinn er sannur Winston Chaurchill Athugasemdir ^ocsautiuk. HEYGARÐSHORNIÐ fyrstí Öxarfjörb Það hefur áður verið minnst á það hér í blaðinu að póst og símaþjónusta er kannski ekki al- veg upp á það besta í uppsveit- um Borgarfjarðar og víðar á Vesturlandi. Það hefur m.a. komið í ljós að lesendur Skessu- homs norður á Kópaskeri em búnir að fá blaðið sitt í hendum- ar u.þ.b. sex tímum á undan rit- stjóranum sem býr upp í Borg- arfirði. Og svo em menn hissa á því að ritstjórinn sé ekki alltaf með á nótunum!!! Virkilegt fjamám Og pá af símaþjónustunni. Einhvemtíma var hér minnst á raunir þeirra sem ætla sér að nota þjónustu Intemetsins en þurfa að bíða heilu mannsald- rana eftir að umbeðnar upplýs- ingar birtist á skjánum. Ekki síst er það bagalegt fyrir þá sem vilja skoða léttklæddar konur og kannski ekki síður fyrir þá sem vilja stunda fjamám. Við frétt- um af kennara í Reykholtsdal sem sá sér nauðugan einn kost að flytja til Ástralíu og mun stunda þar fjamám við Háskóla Islands. Svona er Borgarfjörður í dag! Gatseljur og náttúm- spjöll íslenskufræðtngur Heygarðs- hornsins hefur verið að velta fyrir sér orðinu náttúmspjöll og fundið því nýja merkingu. Nátt- úmspjöll nútímans fara fram í gegnum síma og eru fram- kvæmd af konum sem taka fyrir 66,90 á mínútuna. Ef að lítið er að gera þá em þessar konur óspjallaðar! íslenskufræðingurinn taldi sér einnig skylt að finna nýtt starfsheiti þar sem nú þarf bráð- um að mkka hinn umdeilda þús- undkall af þeim sem kjósa að fara í gatið undir Hvalfjörðinn. Gert er ráð fyrir að það verði konur sem mkka vegatollinn og liggur því beint við að þær nefn- ist gatseljur.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.