Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.1998, Qupperneq 3

Skessuhorn - 19.06.1998, Qupperneq 3
ggBSSgigWMBi i FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 3 Kínverskir fæðingariæknar í heimsókn í síðustu viku komu tveir kínversk- ir fæðingarlæknar í heimsókn á Sjúkrahús Akraness en það eru þær Xiao Ling Gao og Liu Ji Dong sem stjóma einni stærstu fæðingardeild í Shanghæ. Þær voru að endurgjalda heimsókn Ingibjargar Pálmadóttur til Kína frá í fyrra þar sem hún meðal annars heimsótti sjúkrahúsið sem þær starfa á. Læknamir koma frá Shang- hæ í Kína, 13 milljón manna borg. Á þeirra vinnustað fæðast árlega um 3.000 böm og í borginni allri um 80.000 böm á hverju ári. Kynna sér rekstur fæðingardeilda á ís- landi Þær kom til Islands gagngert til að kynna sér rekstur og starfssemi fæð- ingardeilda á íslandi og varð Sjúkra- hús Akraness fyrst fyrir valinu en þær munu m.a. fara til Akureyrar í skoð- unarferð. Þær kynntu sér ungbama- eftirlitið, mæðraverndina og sjálfa fæðingardeildina þar sem þær sáu ýmsar nýjungar s.s. vatnsfæðingark- arið, hægindastólinn og róluna sem okkur íslendingum finnst orðið sjálf- sagt að hafa. ísland í fremstu röb / Þær hafa farið til Bandaríkjanna og Ástralíu og kynnt sér fæðingardeildir þar en það sem þær hafa upplifað á íslandi er það besta og vandaðasta sem þær hafa kynnst til þessa að þeirra sögn. Til gamans má geta þess að þeim fannst svo mikið til um gæði þjónustunar að þær báðu um eintök af öllum bæklingum sem liggja frammi á mæðraeftirlitinu og ungbamaeftir- litinu þrátt fyrir að þeir séu á íslensku og ætla að nota sem fyrirmynd að einhverju svipuðu í Shanghæ. Ein- hvem tíma hefði slíkt verði flokkað undir iðnaðamjósnir! Ómetanlegt tækifæri Aðspurðar kváðust þær hafa lært mikið af heimsókn sinni til íslands og finnst mikið til um þá áherslu sem lögð er á einstaklinginn í allri þjón- ustu. "Islenska heilbrigðiskerfið er það besta sem ég hef séð og við í Shanghæ munum taka margt af því sem ég hef séð hér upp. Það hefur verið okkur ómetanlegt tækifæri að fá að heimsækja ísland og læra af slíku fyrirmyndarkerfi eins og þið hafið og ég vona að þið berið gæfu til að halda því við" sagði Xiao Ling að lokum. A.Kúld Viðskiptavinir athugið !! Verslanirnar verða lokaoar á laugardögum í sumar Kveðja, starfsfólkið og STILLHOLTI í 1 41 AKRANESIv ‘ SKÓLABRAUTÍ 91 AKRANESIV Tré, Runnar, Blóm og Kál Ingibjörg Pálmadóttir, Xiao Ling Gao og Liu Ji Dong fyrir utan Sjúkrahús Akraness. Mynd: A.Kúld HNÍFA BRÝNINGAR OP® ALLA DAQA VIKUNMAR BRÝNI HNiFA, SKÆRi ÖG FLEST GARÐÁHÖLÐ ÁHÖiOW ðOLASTANMAÐ LÍF KPv'A STAONN ffðSKAÐ ER 435 1424 & 896 9923 LAUGATEIGUR 1 VIÐ HLIÐINA Á VÉLABÆ Vinnings númer í happdrætti unglingadeildar Hestamannafélagsins Snæfells. 1. vinningur nr. 195 2. vinningur nr. 222 3. vinningur nr. 326 4. vinningur nr. 450 5. vinningur nr. 440 6. vinningur nr. 209 7. vinningur nr. 52 8. vinningur nr. 309 9. vinningut nr. 474 10. vinningur nr. 285 11. vinningur nr. 21 12. vinningur nr. 157 13. vinningur nr. 58 14. vinningur nr. 180 15. vinningur nr. 269 Fyrir hönd unglingadeildar Hestamannafélagsins Snæfells Hjalti Oddsson. hafar í Baulárvatni Vötnin hafe veiðimenni selci á siöðumi fyrif veiðiteyfi I Vegamöt v/kerliiigar- | skarðweg. 09 Hrauns- V E^««öðítati í Cruodarflrði. OMsstoftiiiiu í Stykkishóimi. fjarðarvatni J Höfum til sölu um 60 tegundir trjáa og runna, einnig sumarblóm og matjurtir. Opið frá 13:00 til 22:00 alla daga til 10. júlí. Símatími milli kl. 12:00 og 13:00 alla daga. Verið velkomin í sæluna í Síðunni. Árni og Þuríður, Þorgautsstöðum II Hvítársíðu Sími 435 1372 Útiskemmtun á Búlandshöfða í Eyrarsveit laugardaginn 20 júni '98. Margt til Skemmtunar Leikþáttur, trúður, gamanvísur. Fjórar stúlkur úr Grundarfirði syngja og dansa. Ýmis önnur dansatriði. Gestir taka þátt.í ýmsum þrautum. Tombóla. Dregið verður í Styrktarhappdrætti Tónlistarskóla Grundarfjarðar Miðasala stendur yfir að Búlandshöfða. Svæðið opnar kl 15:00. Skemmtunin hefst kl. 16:00. Miðaverð fullorðnir kr. 500,- böm 6-14 ára kr. 200,- yngri frítt Selt verður kaffi, pönnukökur og kleinur. Dragspilið verður þanið og dansað á grundinni eins og amma voru ung. Mætum sem flest. Góða skemmtun. Jóna og Elna. Halló Höfði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.