Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.1998, Qupperneq 8

Skessuhorn - 19.06.1998, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 -l'XlllH... PENNINN / Lýbræði-hvab er nu þab??? Á æskuárum mínum var stund- um höfð yfir við mig þessi vísa: Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa, en ólánsfjandi ef illa fer í því bandi að lifa. Löngu seinna heyrði ég að þessi vísa væri úr gömlum rímum af Gunnari á Hlíðarenda og vissulega hefur Gunnar ekki alla daga verið of sæll af hjónabandinu eftir því sem sögur herma. Makaval er stór áfangi í lífi hverrar persónu og skiptir miklu að vel takist tíl. Einhver gæðakona hefur ekki verið of sæl með tilver- una þegar kveðið var: Það er meira en meðalþraut sem margri konu er boðið að eiga mann og elda graut sem aldrei getur soðið. Um hið vanþakkláta starf hús- móðurinnar kvað Sigurey Júlíus- dóttir: Þó ég hafi starfið stranga stundað eins og best ég gat mega aldrei af mér ganga áhyggjur um föt og mat. Því miður veit ég ekki um höf- und næstu vísu en kona sú sem ort er um hefúr greinilega verið nota- leg á heimili: Mína hunda, menn og dýr matar og bætir kaunin. Alltaf svona hljóð og hýr og hugsar ekki um launin. Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli í Svartárdal heyrði konu nokkra lýsa eiginmanninum og tók saman ræð- una á þessa leið: Hrindir löngum drykkjudúr, drattast framúr latur. Alltaf fúll og alltaf súr eins og skemmdur matur. Og verður að segjast að ekki eru svona eiginmenn sérlega eftirsókn- arverðir þó kannski megi hafa af þeim nokkur not. Olína Jónasdóttir þurfti að fá rúðu setta í glugga og kvað: Mér finnst eitt og annað bresta á það sem ég frekast kaus. En eitthvað með því allra versta er að vera karlmannslaus. Ekki verður hjónabandið til án undirbúnings og nokkurt tildragelsi þarf jafnan að vera að hlutunum. Á meðan meginhluti þjóðarinnar svaf í baðstofúm var þetta oft öllu flókn- ara og vandmeðfamara en nú og mátti segja að „betri er belgur en bam, belgurinn þegir en bamið seg- ir“. Einhvemtíma heyrði ég eftir- farandi kveðling: Bamið spurði blíða móður sína, hver þar hvíldi henni hjá. Hýr þá svarar menjagná: „Enginn nema alfaðirinn góði“. Aftur bamið ansa tók: „er þá Guð á prjónabrók?" Jón Jónsson á Gilsbakka í Skaga- firði (GilsbakkaJón) var góður kop- arsmiður og þekkti það úr iðn sinni hvað mótið hefur mikið að segja. Um samdrátt vinnuhjúa sinna kvað hann: Fyrir ofan reyni reipa rennir snótin sér. Fögur verður fyrsta steypa, fallegt mótið er. (reynir reipa: sá sem reynir á reipi. Karlkenning) Eftir Jón M Pétursson frá Hafn- ardal er þessi gullfallega ástarvísa: Man ég okkar ástafund, ótal kossa þína. Fyrir leik um litla stund lét ég sálu mína. Amma mín sem var uppalin í Borgarhrepp kunni bónorðsvísur sem ég lærði aldrei nema tvær en held að eigi að vera fjórar: Hann: Býst ég við að biðja þfn byija og reyna má það. Hvað segirðu heillin mín? Hvemig líst þér á það? Hún: Illa líst nú á það mér af því hvemig spyrst af þér, að þú sért með leiða lund löngum hveija dagsins stund. Síðan minnir mig að kæmu tvær vísur þar sem hann lýsir því að þunglyndi sitt stafi af ást á henni en hún svarar því til að fyrst sú sé á- stæðan sé ekkert ráðahagnum til fyrirstöðu. Ef einhverjir lesendur könnuðust við þær vísur sem hér vantar vildi ég biðja þá að hafa samband við mig bréflega eða sím- leiðis. Ef illa gengur að ná í mig í síma má hafa samband við skrif- stofu blaðins og mun ég þá hafa samband. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Sveinn í Hvammi er aðeins höfundur þeirrar vísu í síðasta þætti sem nafn hans stendur við. Þær vís- ur sem koma höfundarlausar næst á eftir em úr uppskrift kunningja míns og líklega úr Speglinum gamla en nánari deili veit ég því miður ekki á höfundi eða höfund- um þeirra. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson, Refs- stöðum 320 Reykholt S: 435 1367 í síðasta tölublaði Skessuhoms var kynntur nýr meirihluti í bæjarstjóm Borgarbyggðar og þar með hveijir telja sig hafa verið kallaða til að fara með fomstu í stjóm sveitarfélagsins næsta kjörtímabil. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eða öllu heldur Guðmundar Guðmarssonar og Óla Jóns Gunnarssonar hefur litið dags- ins ljós. Á þeim tímamótum er óhjá- kvæmilegt að rifja upp nokkur gmndvallaratriði lýðræðis. f fyrsta lagi velur almenningur (kjósendur) sér hóp fulltrúa til að stjóma samfélaginu á milli kosninga. Að sjálfsögðu er þá ekki verið að velja húsbændur heldur hjú. Fyrir kosningar er það skylda frambjóð- enda að gera glögga grein fyrir við- horfúm sínum og í ljósi þess velja síðan kjósendur fulltrúa sína. Öllum má vera ljóst að í kosningunum í vor var að sjálfsögðu kosið um margs- konar stefnumið. Ljóst er þó að eitt atriði var þyngra á metunum en nokkuð annað en það var staða bæj- arstjóra. Ekki verður kvartað undan því að framboðsöflin gerðu ekki glögga grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls þó reyndar yrði að draga svörin upp úr talsmönnum Fram- sóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti Óla Jón Gunnarsson sem sitt bæjarstjóra- efni. Framsóknarflokkurinn lýsti yfir að staðan yrði auglýst og Borgar- byggðarlistinn gaf samskonar yfir- lýsingu og áréttaði reyndar að velja ætti í stöðuna á faglegum forsendum sem mundi væntanlega þýða að nýr bæjarstjóri hefði til að bera góða við- skipta- og rekstrarþekkingu auk al- mennra umgengnishæfileika. í ljósi þess að ekki var um að ræða umtalsverðan málefnalegan ágrein- ing milli framboðanna að öðru leyti verður að telja að vilji kjósenda hafi verið afdráttarlaus. Og þá var komið að því að standa við fyrirheitin. Það kom fljótlega í ljós að Guð- mundur Guðmarsson hugðist alls ekki standa við orð sín. Viðræður hans við fulltrúa Borgar- byggðarlistann urðu aldrei annað en klaufalegar tilraunir til að finna á- tyllu til að slíta þeim. Ástæðulaust er að deila um þetta því niðurstaðan liggur fyrir og bæjarsjórinn hefur verið endurráðinn til tveggja ára og varla er ástæða til að efast um að Guðmundur endurráði hann aftur að Jenni R. Ólason. þeim tíma liðnum. Niðurstaða mín er því sú að talsmenn Framsóknar- flokksins hafi sagt kjósendum ósatt um hvers mætti vænta af þeim í bæj- arstjóramálinu að kosningum lokn- um. Þeir hafa því brotið eina af grund- vallarreglum lýðræðisins. Sjálfstæð- isflokkurinn kom að vísu hreint til dyranna hvað bæjarstjórann varðaði fyrir kosningar en fellur hinsvegar líka á prófinu með því að virða að vettugi augljósan vilja mikils meiri- hluta kjósenda. Það er auðvitað vafa- samt siðferði að mynda meirihluta í bæjarstjóm með flokki sem bókstaf- lega svindlaði sig í gegnum kosning- amar. Þetta minnir einna helst á það þegar Hafnarfjarðarkratamir og Jó- hann Bergþórsson féllust í faðma á síðasta kjörtímabili og allir vita nú hvemig kjósendur refsuðu fyrir þá frammistöðu. Þetta verður auðvitað allt að skoða í ljósi þess að Borgarbyggðarlistinn vann stórsigur í kosningunum, fékk fjóra fúlltrúa kjöma og hlaut 40% at- kvæða. Það er von mín og trú að þessir fjórir bæjarstjómarmenn eigi eftir að verða leiðandi afl í farsælli stefnumótun og vinnubrögðum fyrir Borgarbyggð og auk þess tekst þeim vonandi líka að hafa örlítið siðbæt- andi áhrif á liðsodda „Smáflokka- bandalagsins." Borgarnesi 12. júní 1998. Jenni R. Olason HEYGARÐSHORNIÐ Sjálfsalar Islenskan er fjölbreytt tungumál og það hefur oft komið sér vel. I sumum tilfellum hefur þurft að leita að nýju orði í stað einhvers sem ekki hefur þótt nógu gott. Oft hefur verið skipt um nafn á hlut- um ef það gamla hefur ekki þótt nógu virðulegt. T.d. hefur koti stundum verið breytt í ból o.s.frv. Einnig hefur starfsheitum verið breytt til að þau hljómi betur. Skúringakonur em því orðnar ræstitæknar, sæðingamenn frjó- tæknar o.s.frv. Vændi hefur ekki verið þekkt atvinnugrein hér á landi en sumir telja sig hafa gmn um að hún sé að ryðja sér til rúms ef svo má að orði komast. Vænd- iskona, portkona eða mella em ekki sérlega hljómfögur starfsheiti og þar að auki í þversögn við allt jafnrétti. íslenskufræðingur hey- garðshomsins stingur upp á nafn- inu sjálfsali í ljósi þess hvaða þjónusta er í boði. Þeir sem stunda vændi em jú að selja sjálfan sig. SPEKI VIKUNNAR Þa5 er auðvelt a& vera seinnitímamaöur og finna upp skothvellinn þegar aörir hafa fundiö upp púöriö. Halldór Kiljan Laxness UMHVERFISVERÐLAUN SKESSUHORNS 1998 Hreinna og vænna Vesturland Eins og kynnt hefur verið í Skessuhorni mun biaðið veita verðlaun fyrir góða umgengni á Vesturlandi í lok umhverfisá- taksins sem stendur til næstu mánaðarmóta. Fimm manna dómnefnd mun ákveða verðlaunahafa í eftirfarandi r. flokkum: • íbúðarhús og lóðir í þéttbýti (1-10) ■ • Sveitarfélöa (1 viðurkenning) Hægt er að koma ábendingum til dómnefndar á skrifstofum Skessuhorns í Borgarnesi og á Akranesi Notum tímann vel og stuðlum að hreinna og vænna Vesturlandi Skessuhorn - Pésinn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.