Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.1998, Page 10

Skessuhorn - 19.06.1998, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 MUNAÐARNESI Lifandi tónlist Laugardagskvöld 20. júní Þotuliðið leikur frá kl. 23.00 Aldurstakmark 20 ár. Munið nafnskírteinin. Snyrtilegur klæðnaður 2ja rétta tilboð: Súpa dagsins Stórsteik stórbóndans Verð aðeins kr. 1.280,- Sérstakur matseðill fyrir börn og ís á eftir Munið hádegisverðarhlaðborðið á sunnudögum Fullorðnir aðeins kr. 999,- 6-12 ára kr. 450,- 0-5 ára kr. 0,- Opið í sumar fimmtud., föstud., laugard., frá kl. 18 á sunnudag frá kl. 11.30 Verið velkomin Stórar & Smáar 437 2262 & 431 4222 Bændur ATH! Til sölu sagaðir rekaviðar- staurar yddaðir verð kr 260,-með vsk. einnig 120 cm millistaurar á kr. 110,- með vsk og hornstaurar 240 cm. Uppl. í Síma 853 7340, 451 2220 og 5579913. Arbonne Hágæða jurtasnyrtivörur á- samt ýmsum snyrtivörum til sölu. Einnig falleg undirföt á góðu verði. Litla- búðin Esjubraut 13, sími 431 1753. Opið þegar þér hentar. Megrunarvara Grennri stinnari stæltari! Með heilsu-og megrunarvör- unni vinsælu. Sendum hvert á land sem er. Óskum eftir dreifingaraðilum um allt land. Anna Lóa 431 1890, Hlín 431 2373, Margrét 431 3383. Sjálf- stæðir Herbalifedreyfendur. Pálmi Haraldsson. Sturlaugur Haraldsson. Skagamenn komnir í gang ÍA-Grindavík: 3 - 0 Akumesingar náðu sér loks á strik er þeir fengu Grindvíkinga í heim- sókn þann 9. júní sl. í úrvalsdeildinni í knattspymu. Alexander Högnason lék þá sinn fyrsta leik í sumar og fór á kostum. Skagamenn vom svolitla stund að komast í gang en þegar leið á fyrri hálfleik hresstust þeir og sýndu í heildina stórgóðan leik. Ef þeir halda áfram af sama krafti eiga þeir eftir að vera á sínum stað, þ.e. í toppbaráttunni. Það var Alexander sem skoraði fyrsta markið á 54. mín., Sigurður Ragnar Eyjólfsson bætti öðm við á 65. mín. og Pálmi Haraldsson inn- siglaði síðan sigurinn á 79. mín. Al- exander Högnason var besti maður vallarins. LiðÍA Alexander Högnason *** Sigursteinn Gíslason *** Sigurður Ragnar Eyjólfsson *** Sturlaugur Haraldsson ** Pálmi Haraldsson ** Þórður Þórðarson ** Steinar Adólfsson ** Reynir Leósson ** Heimir Guðjónsson ** Jóhannes Harðarson * Zoran Ivsic Ragnar Hauksson Jóhannes Karl Guðjónsson Samvinna í frjálsum íþróttum? Fyrir skömmu sendi Umf. Skipa- skagi erindi til bæjarráðs Akraness þar sem farið var fram á að gerðar yrðu endurbætur á fijálsíþróttaað- stöðunni á Akranesi. Aðstaðan á Jað- arsbökkum er frá dögum Landsmóts UMFÍ 1975 og langt frá því sam- keppnisfær við það sem gerist í sveit- arfélögum af sambærilegri stærð. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra var íþróttafulltrúa og garð- yrkjustjóra bæjarins falið að vinna að lagfæringum á svæðinu eftir því sem unnt er en ekki er þó ætlunin að leggja í vemlegar endurbætur á að- stöðunni. Sá möguleiki hefur hins- vegar verið nefndur að Skipaskagi óski eftir samstarfi við Borgnesinga um afnot aðstöðunnar þar sem er með því besta sem gerist á landinu í dag. G.E. -a(diabf»ut»-Wml4Sl«i» Smíðum hurðir og glugga. Gnnumst alhiiða lyggingarþjónustu. Byggingafélagið B0R6 HF, Sólbakka 11, 310 Borgames Sími: ■ VELABÆR ehf. Bæ, Borgarfirði, Sími: 4351252 Allar aimennar bíla og véla viðgerðir. Viðgerðaþjónusta fyrir Subaru, Nissan, Ladda, Fergusson og fl. BLÆS EÐA LEKUR MEÐ UTIHURÐINNI? Er með nýja gerð af þéttifræsara ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem ekki hafa haft þéttikant og eins þær sem eru með slottlista og eða aðra lista. Góð reynsla er komin á þessa þéttingu. Upplýsingar gefur Trésmiðja Pálma Sími: 437 0034 eða 853 5948 Atvinna í boði Óskum eftir að ráða starfsmann til afgreiðslu- starfa í Borgarnesi sem fyrst "vaktavinna". M Upplýsingar um starfið Geir í síma 437 1259 i Olíuverslun íslands Stórsigur í Ólafs- firöi Leiftur - ÍA: 0 - 4 Skagamenn gerðu góða reisu í Ó- lafsfjörðinn sl. sunnudag. Skaga- menn voru sterkir í vöminni en þrátt fyrir markatöluna vom þeir minna með boltann. Það sem gerði gæfumuninn var að Skagamenn nýttu sín færi en Leiftursmenn vant- aði það sem til þurfti til að klára sóknimar. Fyrsta mark leiksins skor- aði Pálmi Haraldsson með góðum skaila á 18. mín. eftir góða fyrirgjöf frá Sturlaugi bróður sínum. Alexand- er Högnason skoraði á 31. mín. með skalla einnig eftir fyrirgjöf frá Stur- laugi. Þriðja markið skoraði Sigurður Ragnar Eyjólfsson eftir stungusend- ingu frá Jóhannesi Harðarsyni. Síð- asta markið skoraði síðan Jóhannes Karl Guðjónsson eftir sendingu frá Heimi Guðjónssyni sem kominn var einn á móti markverði Leifturs og renndi boltanum til hliðar á Jóhann- es. Leikmenn ÍA: Þórður Þórðarson*** Sturlaugur Haraldsson *** Jóhannes Harðarson *** Reynir Leósson *** Alexander Högnason** Pálmi Haraldsson** Sigurður Ragnar Eyjólfsson** Steinar Adólfsson ** Heimir Guðjónsson ** Kristján Jóhannsson * Jóhannes Karl Guðjónsson * Zoran Ivisic * Ragnar Hauksson * Skallagríms- menn 10 móti heppn- um Þórsurum Skallagrímur - Þór 1 - 1 Leikmenn Þórs frá Akureyri höfðu heppnina með sér þegar þeir sóttu Skallagrím heim í Borgarnes sl. sunnudag. Skallagrímsmenn klúðr- uðu mörgum góðum marktækifærum og markvörður Þórs, Gísli Sveinsson sýndi á köflum ótrúlega takta. Unnar Sigurðsson var rekinn af leikvelli eft- ir 25 mínútur en samt sem áður voru Skallagrímsmenn mun sterkari. Kristján Ömólfsson skoraði umdeilt mark fyrir Þór í lok fyrri hálfleiks en Valdimar Kr. Sigurðsson jafnaði fyrir heima- menn í síðari hálfleik eftir sendingu frá Guðlaugi Rafnssyni en Valdimar var besti maður leiksins ásamt mark- verði Þórsara. Leikmenn Skallagríms Valdimar Kr. Sigurðsson *** Pétur Rúnar Grétarsson *** Vilberg Kristinsson ** Gunnar M. Jónsson ** Jakob Hallgeirsson ** Haraldur Hinriksson ** Stefán Ólafsson * Hilmar Hákonarson * Þórhallur Jónsson * Unnar Sigurðsson Hjörtur Hjartarson Grétar Guðlaugsson Kristján Guðlaugsson Guðlaugur Rafnsson Skagastulkur í basli Akranes-Stjarnan 1-1 Það er á brattann að sækja hjá Skagastúlkum í Úrvalsdeildinni, því loksins eftir 4 umferðir tókst þeim að skora sitt fyrsta mark og það gerði Jófríður Guðlaugsdóttir í 1-1 leik gegn Stjömunni á Akranesi. Leikur- inn var frekar slakur og úrslitin verða því að teljast sanngjöm. Eins og áður hefur verið minnst á hér í blaðinu er lið Skagastúlkna skipað ungum og efnilegum stúlkum sem vonandi eiga eftir að verða sterkari og nokkrum eldri og reynd- ari. Steindóra hættir Nú hefur reyndasti leikmaður liðs- ins, Steindóra Steinsdóttir markvörð- ur, lagt skóna á hilluna og mun ekki leika meira með liðinu, a.m.k. á þessu keppnistímabili.. Hún hefur varið mark Skagastúlkna til margra ára af miklu öryggi og því verið einn af helstu máttarstólpum liðsins, jafnt utan vallar sem innan. Auk þess sem hún hefur leikið nokkra landsleiki.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.