Skessuhorn - 13.08.1998, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
SBlSSlíHötSí3
„Er þetta hann góbi Bjössi"?
Það er komið á annan áratug síðan
ég tók að mér að dvelja nokkuð fyrir
dóttursonum mínum tveim meðan
móðirin var bundin í vinnu sinni. Ég
fór því að fara með þeim í gönguferð-
ir um bæinn.
Ekki leið á löngu þar til við eign-
uðumst uppáhaldsstað. Það var þar
sem Vestumesið gengur fram, Borg-
arvognum sleppir og Borgarfjörður-
inn tekur við. I lægð, sem afmarkar
Vestumesið hafði verið útbúinn rólu-
völlur. Og þvílfkur róluvöllur. Hann
var engum líkur, að minnsta kosti
kunnu piltar mínir vel að meta þessa
aðstöðu.
Ég gekk út á Nesið. Utsýnið er
þama vítt og glæsilegt á góðum degi.
Drengimir undu þama svo vel að þeir
vom tregir að halda heim. Þama á
Bjössaróló áttum við eftir að dvelja
marga stund og una vel. Þar var öllu
vel við haldið og alltaf að koma til
sögunnar ný leiktæki, einhver til-
breyting, sem kom sér vel fyrir unga
gesti.
Það var útbúið skjól, sem hægt var
að leita í ef rigndi. Gestabókin var á
sínum stað. I henni vom nöfn fólks
víðsvegar af landinu og líka erlendra
ferðalanga. Margir tjáðu þakkir sínar
fyrir ánægjulega dvöl. Mér koma í
hug skrif lítillar stúlku frá Þórshöfn,
sem ritaði í gestabókina sýnilega
með mikilli fyrirhöfn: „Hér var gam-
an að koma“!
Þama varði Bjöm Guðmundsson
ámm saman flestum frístundum sín-
um af fullkominni ósérplægni. Ég
hygg að þetta hafi verið sjálfboða-
liðastarf og efniviður að dreginn án
þess, að samfélagið þyrfti til að
kosta, heldur var þarna unnið með
trjávið, sem átti að fara á haugana, en
mátti við bjargast með nýtni og út-
sjón.
„Er þetta hann góði Bjössi" sagði
annar drengjanna einn daginn þegar
við héldum heim í miðdagshressingu.
Hann var stuttfættur þá, en fann hvað
að honum snéri. Já, þama var Bjössi
á gangi, spengilegur, hárprúður og
léttur í spori eins og hann var alla tíð.
Nú er Bjöm Guðmundsson allur.
Þessi orð em aðeins ofurlítill þakk-
lætisvottur frá mér og mínum fyrir
góðar stundir á Bjössaróló. Máske
geta fleiri tekið undir þau. En hvað
verður nú um Bjössaróló?
Ingibjörg Magnúsdóttir
ÍTROTKIANSTEINWEC
Píanóstillingar og viðgerðir
ÍSÓLFUR PÁLMARSSON
Hljóðfæraumboð s/f
Háteigsvegur 20
105 Reykjavík
s. 551 1980 Fax: 551 1981
netfang: isoifur@islanclia.is
Láttu þér líða vel Grennrí, styrkari og stæltari með Herbalife. Vantar dreifendur , á Vesturlandi. Óskaðu upplýsinga. Halldór Stefánsson sjálfstæður dreifandi. Dagsími 553 0502, kvöld-og helgarsími 5871471. VÉLABÆR eht. Bæ, Borgarfirði, Sími: 435 1252 Aiiar almennar bíla og véla viðgerðir. Viðgerðaþjónusta fyrir Subaru, Níssan, Ladda, Fergusson og fl. mf* BLÆS EÐA LEKUR MEÐ fggÚTIHURÐINNI? Er með nýja gerð af þéttifræsara ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem ekki hafa haft þéttikant og eins þær sem eru með slottlista og eða aðra lista. Góð reynsla er komin á þessa þéttingu. Upplýsingar gefur i Trésmiðja Pálma § Sími: 437 0034 eða 853 5948
-Næst; þégári rigiiir áu Vestúrlandi íýæn úpþ- : lágt áö skélia seritíl: Ákuréyrárísólog;: bíídú, Höfiim ;til leigú litlá íbúð áAkúreyrL Leigiitímjvika íeíníi: :;:::Ueða;hdjgáú:;.;:;:; Upþl í;síijia 438655(1. Smíðum hurðir og glugga. ■ __ m Önnumst alhliða byggingarþjónustu. co Byggingafélagið g Bom HF. | Sólbakka 11, 310 Borgames Sími: 4371482 «»e.s Stóisbmut 28 - Slmi 431 1«» n CM z . ■HMÍflllMtftaH
BORGARBYGGÐ
ÍBÚÐ FYRIR ALDRAÐA OG ÖRYRKJA
f Borgamesi er laus til umsóknar tveggja herbergja íbúð
67 fm í fjölbýlishúsi að Borgarbraut 65 a.
Söluverð kr. 7,1 milljón.
Umsóknum skal skilað fyrir 28. ágúst 1998 á bæjar-
skrifstofuna, Borgarbraut 11, Borgamesi á
umsóknareyðublöðum sem þar fást.
F élagsmálastj óri.
HEYGARÐSHORNIÐ
Hambora-
aratilbo
t
Ferðamaður kom inn í ónefnda
sjoppu á Vesturlandi fyrir skömmu
og hugðist fá sér í svanginn. Það
þyngdist heldur á honum brúnin
þegar hann hafði skoðað matseðil-
inn og að endingu segir hann við af-
greiðslustúlkuna: „Kallið þið þetta
hamborgaratilboð? Áttahundmð og
fimmtíu krónur fyrir einn skitinn
hamborgara! Afgreiðslustúlkan
svaraði að bragði. „Þú þarft ekki
mikið að kvarta þótt þú komir héma
einu sinni. Hvemig heldurðu að sé
að búa héma allt árið um kring?
Lyktir urðu þær að ferðamaðurinn
var farinn að vorkenna stúlkunni og
át sinn hamborgara umyrðalaust.
Rába
smakkara
Gunnar Thorsteinsson hirðskáld í
Reykholti sendi blaðamanni Hey-
garðshomsins eftirfarandi bréf:
Tilefni þess að ég sendi þér þess-
ar línur er það að þegar HM í knatt-
spymu stóð sem hæst og sjónvarpað
Ægisbraut
• Sími 431
. 2028
Gjafavara
► Leikföng
• Myndir • Málverk • Innrömmun
• Speglar • Rúllugardínur
• Kappar • Gardínubrautir
var um landsbyggð alla, ja ef ekki
heimsbyggðina, átti ég leið í höfuð-
staðinn þar sem mig vantaði smá-
vegis, en engan fann ég afgreiðslu-
manninn. Þar sem ég hef ekki lagt
þjófnað í vana minn hóf ég þegar að
leita bak við öll borð og hillur en
allt kom fyrir ekki. A endanum fann
ég þó stiga og fetaði mig eftir hon-
um niður í kjallara og viti menn, þar
vora fjórir afgreiðslumenn og auð-
vitað að horfa á HM og aðstoðuðu
fréttamann dyggilega við lýsingu
leiksins.
Viðkvæmur er víða kveikur
en vilji að auka hagnaðinn.
Knattspyma er kjörinn leikur
að kenna mönnum þjófnaðinn
Þegar ég heyrði svo þau válegu
tíðindi í fréttum að drepa ætti okkar
ástsæla Keikó með því að eitra fyrir
hann, kom upp í hugann hvað gera
mætti blessaðri skepnunni til bjarg-
Víst er hætta víða falin
virðist nóg um prakkara.
Til að vemda veslings hvalinn
verður að ráða smakkara.
Skemma
undir reib-
fötin
Enn og aftur er besefinn á Clint-
on sveitarstjóra eitt helsta umfjöll-
unarefni fjölmiðla, jafnt hér á landi
sem annars staðar. Það nýjasta í
málinu er að hin margfræga drós,
Monika Lewinsky fór að gramsa í
óhreina tauinu sínu og fann þar
skítugan kjól sem hún vill meina að
sé útataður í nokkurra ára gömlu
bamaefni úr Clinton. Þetta varð að
sjálfsögðu umtalað um allar sveitir .
Maður nokkur af Vesturlandi hitti
skömmu síðar kunningjakonu sína
sem sögð er nokkuð lauslát og sagði
við hana: „Ja þú ert nú svei mér
heppin að þurfa ekki að gera eins og
hún Monica." „Nú hvers vegna,“
kváði konan. „Þú þyrftir svo helv.
mikla skemmu undir öll reiðfötin
þín, góða mín.
Skotfélag Akraness
Opnunartímar á skotsvæði:
Þriðjudagar: frá kl. 18.00 til 21.00
Fimmtudagar: frá kl. 18.00 til 21.00
Laugardagar: frákl. 11.00 til 16.00
Verð er kr. 400 hringurinn fyrir félagsmenn og
kr. 600 fyrir utanfélagsmenn.
Hópar og félagasamtök geta pantað tíma í
síma:431 2067, 431 2657 og 891 9491
Geymið auglýsinguna
Eyrarsveit-
Skólaliði
Eyrarsveit óskar eftir að ráða til starfa tvo starfsmenn í eina og hálfa
stöðu skólaliða við Grunnskóla Eyrarsveitar. í vetur verður gerð tilraun
með að blanda saman persónubundinni aðstoð við nemendur á skólatíma,
ræstingu og gangavörslu. Helstu verkefni eru dagleg ræsting, umsjón með
nemendum í frimínutum, aðstoð við nemendur í kennslustund eftir því sem
þörf er á, auk ýmissa annarra verkefna. A næsta skólaári verður
stöðuhlutfall skólaliða aukið þegar öll nýbygging skólans verður tekin í
gagnið. _ .
Laun samkvæmt kjarasamningi Stjörnunnar.
Nánari upplýsingar gefa Anna Bergsdóttir skólastjóri í síma 438-6511 og
Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri í síma 438-6630.
Umsóknir sendist sveitarstjóranum í Grundarfirði. Grundargötu 30, 350
Grundarfirði, á eyðublöðum sem þar fást í síðast lagi 24. ágúst n.k.
Sveitarstjórinni Grundarfirði.
Skallagrímsvöllur
Borgarnesi
Leikurinn hefst kl. 19.00 Á fimmtudag.
1. Deild
Skallagrímur - Breiðablik
Ath Breyttan leiktíma.
Nú mætum við öll á völlinn
og hvetjum strákana