Skessuhorn - 17.09.1998, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
.M. ..
Líbur ab réttum
læknir minn
Um þetta leyti árs kvað Bjöm
Stefán Guðmundsson frá Reyni-
keldu á Skarðsströnd:
Laufblöð falla, lækir spjalla,
lúðrar gjalla um sveitimar.
Sumri hallar, haustið kallar,
hátt á alla í leitimar.
Leitir og réttir hefur löngum þótt
merkilegur árstími og verið mörgum
hugstæður. Jafnt öldruðum bændum
sem hafa farið í leitir rúma hálfa öld
og börnum og unglingum sem
hlakka til að sjá uppáhaldsána sína
koma af fjalli með flekkótta lambið.
Það hefur lengi verið talið við hæfi
að útvega sér aðeins á leitapelann og
á bannárunum og raunar eftir það
var mörgum notadijúgt að leita til
greiðugra lækna. Magnús Finnsson í
Stapaseh sendi nafna sínum Agústs-
syni eftirfarandi línur þegar sá síðar-
nefndi var starfandi læknir á Klepp-
jámsreykjum:
Líður að réttum læknir minn.
Leitt er að vera þyrstur .
Guð lét vaxa vínberin,
varð hann til þess fyrstur.
Svo ég ekki auki mas
og alla virðing sýni,
láttu vinur lögg á glas
af læknabrennivíni.
Ef þú þessu offrar mér
og eyðir þankapressu
skal ég síðar syngja þér
sálubótarmessu.
Hinsvegar er nokkuð misjafnt
hvemig mönnum gengur að með-
höndla þessa vöm og er þá gott að
hafa í huga þessa vísu sem mun vera
svarfdælsk að uppruna:
Aldrei fer ég yfir strikið,
ekki er mér það tamt.
Aðeins fullur-ekki mikið.
Obbolítið samt.
Verði mönnum það hinsvegar á að
fá sér aðeins of mikið hefur oft
reynst vel læknisráð nærfærinnar
húnvetnskrar heimasætu sem var að
stumra yfir ferðafélaga sínum:
Lítil von er Ktil hetja
lifni þennan daginn við.
Kannske við ættum samt að setja
Svartadauða í helvítið.
Guðmundur Valtýsson á Eiríks-
stöðum var eitt sinn í leitum að
koma í náttstað úr undanreið og var
ýmissa hMta vegna í fullri þörf fyrir
vökvun og saup vel á þegar honum
var réttur peli. Þar var þá á ferð lút-
sterkur heimilisiðnaður og ekki af
vandaðri gerðinni og sá Guðmundur
sér færi að spýta sopanum svo lítið
bar á en þegar hann náði andanum
varð honum að orði:
í þínu glasi fljótt ég fmn
freisting okkur búna.
Beiskur ertu Bakkus minn
bömunum þínum núna.
Ég gæti vel hugsað mér að Þor-
steinn Magnússon frá Gilhaga hafi
verið nývaknaður og kannske dálít-
ið þyrstur þegar hann fékk sér að
drekka úr nærstöddum læk og sá í
honum mynd sína og var bæði úfinn
og þreytulegur:
Af þér drakk ég lækjarlind
langan teig með þökkum,
en þú dróst upp dapra mynd
djúp og slétt af bökkum.
Einhvemtíma rak á fjörur mínar
þessa morgunstemmingu af Bisk-
upstungnaafrétti og verður að segj-
ast að svona vísur em eins og mál-
verk:
Kóngur rauf hinn kæra bMnd
kvað slíkt gauf ei henta lengur.
Var úr skaufum skvett um stund
skalf sem laufið hver einn drengur.
Jónatan Jakopsson mun hafa sett
saman eftirfarandi morgunandakt í
orðastað fjallkóngs:
Dagur er risinn, mun því mál
að matast og halda af stað.
Drekkið þið piltar dagsins skál
og dundið ekki við það.
Gangið ei saman greyin mín
þó geri þoku og él.
Gangnamenn eiga að gæta sín
og gleyma ekki að smala vel.
Guðmundur Valtýson bætti síðan
við öðm erindi:
Eftir að lýkur önnum dags
upp rennur sælustund.
Andinn þráir að eiga strax
á öræfum gleðifund.
í þessum hóp ég horskur syng
og halla mér að þeim senn,
glösunum sem að ganga í hring
og gleðja okkur sveitamenn.
Eftir að komið er til réttar (og
raunar áður líka ) gæti átt við þessi
vísa sem mig langar að spyrja les-
endur um höfund að. Dalamenn?
Það er svona þetta ár,
þegnar verða áð brosa.
Ef að þú vilt taka tár
tappann skal ég losa.
Með þökkfyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367
SPEKI VIKUNNAR
Til eru tvenns konar menn: Sá sem
fer á undan og gerir eitthvab og hinn
sem kemur á eftir og gagnrýnir.
Seneca.
Skessuhorn
457 2262 / 451 4222
1 tilefni af göngurn og réttum og Svo við ljómann sólarbjana
sláturtíð birtum við hér viðeigandi satt og grandlaust lít ég það.
erfiljóð þeirra lamba sem falla fyrir Geng svo mót þvt með glöðu hjarta,
hendi slátrarans nú £ haust. Sam- gegnum höfuðið skýt ég það.
kvæmt upplýsingum blaðsins eru
höfundamir Böðv:tr Guðmundsson Bregð ég hiúfi á barkann unga
frá Kiikjubóli og Sverrii HóJmars- bunttr dreyrinn í stampimi miiui.
son. Uppi i sviðunum titrar tunga.
títt ég brosi i kampinn núnn.
Lambið hinsta et lieimt a{ fjaJli Hræri svo með hönd í bMði
haustið kemur með frost og snjó. Jtræri svo í erg og gríð.
Á þv £ fiunst nauraast nokkur gaJli, Líkt og afi minn Ari fróði
næg ei fiútn um hupp og bóg. ávaLlt gerði i sJáturtíð.
Góð í feld er gæran hvíta,
góð i >okk er ullin mjúk. Gripinn fögnuði flæ ég búldnn,
Það er iildungis úti að skíta, flestar lappimai skn ég af.
uppi á WmköMum fjallahnjúk. Hristi úr gömunum heitan kúkinn
Er það kemur i heimahaga Pott á hlóiJir hreykinn set ég
hnífinn brýni ég lengi og vel. hlakka yftr felldri bráð.
ByssuhóUdnn eg hrifsa al snaga. Ljúf mun stundin er lambið et ég
högl og púður ég i hann tel lili sauðféð t Drottins náð
Flugfískur
Umsjón: Hnallþóra Briem
Listakokkar eldhúshomsins sam-
fagna Sunnlendingum innilega og af
heilum hug vegna komu Keikós til
Vestmannaeyja. Af því tilefni höfum
við í dag fengið til liðs við okkur tvo
gestakokka, þá Áma Johnsen og Hall
Hallson. Þeir ætla að bjóða upp á
léttan flugfiskrétt sem er gott að geta
gripið til ef gesti ber að garði.
Flugfiskur meb
tómat og sinnep
Uppskriftin er ætluð fyrir 2000
manns
Efni:
1 stk. háhymingur c.a 4.900 kg,
helst heimsfrægur með boginn
bakugga
4.259 laukar, smátt skomir
8.045 matskeiðar sinnep
7.920 matskeiðar tómatkraftur
3.489 bollar hveiti
Sósa
3.590 dósir af sveppum. Sveppim-
ir skulu fínt skomir í matvinnsluvél
51.900 dl rjómi
Matreiösla:
Hvalurinn er beinhreinsaður og
roðflettur. Þá er hann soðinn í sjókví
við nálægan jarðhita í u.þ.b. 37
klukkustundir. Þá er honum velt upp
úr hveitinu og síðan upp úr sinnepinu
og tómatkraftinum sem hrært hefur
verið saman. Hann er síðan steiktur í
ónotuðum kerjum álversins í
Straumsvík við 789 gráður í 29
klukkustundir.
Sósa: Sveppimir em settir saman
við ijómann og hitað í svolitla stund.
Hvalfiskurinn er borinn fram á sal-
atblaði með Þykkvabæjarkartöflum
úr kartöflugörðunum heima. Rjóm-
inn er fleyttur ofan af áður en sósan
er borin fram.
Verði ykkur að góðu.
Heygarb&harnih
Göngin breyta
öllu
Maður nokkur í Reykjavrk
hringdi í kunningja sinn á Snæfells-
nesi seinni part sumars. Húsráðend-
ur voru ekki heima en sonurinn varð
fyrir svörum og sagði foreldra sína
hafa bmgðið sér til Portúgal í sum-
arfrí. „Það er aldeilis völlur á þeim,“
sagði Reykvíkingurinn. ,Ja, þetta er
nú svo lítið mál eftir að göngin
komu,“ svaraði þá sonurinn.
Farandréttir
Vestlendingur einn, fæddur og
uppalinn á mölinni, var fyrir
skömmu á ferð um Snæfellsnes og
Dali ásamt kunningja sínum sem ei
„orginal" sveitamaður með hey í
eyranum. Talið barst meðal annars
að hag bænda og niðurskurði í sauð-
fjárrækt.
Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en
þeir aka um Hraunsfjörð. Þar hafa
heljarmiklar sjókvíar verið dregnar á
land og liggja skammt frá veginum.
Sá innflutti veltir vöngum yfir þess-
um gripum í svolitla sMnd og segir
svo: „Helv... em þeir sniðugir bænd-
umir héma á nesinu. Þeir em greini-
lega að hagræða og koma sér upp
færanlegum réttum í spamaðar-
skyni.“ Ekki segir af undirtektum
félagans við þessum gáfulegu at-
hugasemdum en ekki mun hafa ver-
ið rætt meira um landbúnað í þessari
ferð.
Kynlíf
Meira hefur verið rætt og ritað um
flugfiskinn Keikó en allar aðrar
sjávarlífverur samtals. M.a. höfum
við fengið að vita allt um mataræði
hans, félagslíf, tilfinningar, allai
hreyfingar hans frá því hann kom til
Islands og síðast en ekki síst um
hans kynhegðun. Skal nú staldrað
við það síðastnefnda því þar sem
Keikó hefur verið einangraður frá
öðmm sinnar tegundar í nafni mann-
úðar þá hefur kynlíf hans verið frek-
ar einhæft. Leitað var á náðir hjól-
barðaframleiðenda og mun dráps-
hvalurinn ógurlegi hafa haft hjá sér
birgðir af sumardekkjum til ástar-
leikja í sundlaug sinni í Oregon. Af
því tilefni orti hinn kunni hagyrð-
ingur Helgi Bjömsson á Snartastöð-
um.
Hvalinn hann Keiko við þekkjum
sem kúrir í auðvaldsins hlekkjum
sá alheimsins vin
ekki eykur sitt kyn
en hjólgraður hamast á dekkjum.
Um svipað leyti mun Helgi hafa
þurft að fjárfesta í hjólbörðum undir
skítadreifara. Þá orti skáldbróðit
hans Dagbjartur Dagbjartsson á
Refsstöðum:
í Oregon áhorfið lamast
en annar þá hugmyndir fékk
Keikó er hættur að hamast
en Helgi er að kaupa sér dekk.
Afbrigbilegt
kynlíf
Dagbjartur sem er áhugamaður
um hvah og kynlíf orti áfram:
Dropar úr Clinton £ kvennaspjömm
Keikó er hrifinn af gúmmíi
Em báðir á allra vömm
afbrigðilegir £ kynlffi