Skessuhorn - 17.09.1998, Side 11
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
11
SgBSSglHQBKI
Viljayfirlýsingin undirritub. F.v. Jónas Guömundsson, Guðjón Ingvi Stefánsson, Þórir Ólafsson og Magnús B Jóns-
son.
Símenntunarmib-
stöb á Vesturlandi
Viljayfirlýsing um stofnun sjálfseignarstofnunar undirrituð í síðustu viku
Páll Pálsson (t.v.) og Erling Vignisson. Myndin er tekin þegar þeir voru í Ó-
lafsvík ab kynna starfsemi sína nú fyrir skömmu.
Ungir menn í
upplýsingatækni
Tveir ungir Skagamenn, þeir Erling Vignisson 19 ára og Páll Pálsson 18 ára
hafa stofnað fyrirtæki á Akranesi sem sérhæfir sig í upplýsingatækni og tölvu-
vinnslu. Fyrirtækið heitir íslensk Upplýsingatækni. í kynningarbæklingi frá
þeim félögum kemur fram að þeir taka að sér hönnun og gerð vefsíðna, gerð
nafnspjalda, auglýsingagerð ofl. sem viðkemur tölvuvinnslu.
í síðustu viku var undirrituð vilja-
yfirlýsing um stofnun sjálfseignar-
stofnunar um Símenntunarmiðstöð á
Vesturlandi. Undirritunin fór fram í
Hymunni í Borgamesi og við það
tækifæri var viðskiptahugmyndin
kynnt fyrir blaðamönnum.
Að símenntunarmiðstöðinni
standa Bændaskólinn á Hvanneyri,
Fjölbrautarskóli Vesturlands, Sam-
vinnuháskólinn á Bifröst og Samtök
sveitarfélaga á Vesturlandi. Upphafið
að stofnun Símenntunarmiðstöðvar-
innar má rekja til ráðstefnu um sí-
menntun sem haldin var á Bifröst í
júní 1996. Þar kom fram eindreginn
vilji aðila í atvinnulífinu, sveitarfé-
lögunum og menntakerfmu til að
standa að stofnun miðstöðvar sí-
menntunar á Vesturlandi. I framhaldi
af því var verkefnið símenntunardag-
ar á Vesturlandi sett á stofn og var
boðið upp á ýmiskonar námsskeið
víðs vegar um kjördæmið. Markmið-
ið var að kanna þörfina fyrir nám-
skeið á ýmsum sviðum. Niðurstaðan
varð sú að vinna að stofnun áður-
nefndrar miðstöðvar. Undirbúnings-
hópinn skipuðu þau Hrefna B. Jóns-
dóttir atvinnuráðgjafi, Þórir Ólafsson
skólameistari FVA, Haukur Gunn-
arsson endurmenntunarstjóri Bænda-
skólans á Hvanneyri og Runólfur A-
gústsson aðstoðarrektor Samvinnu-
háskólans á Bifröst.
Allt á einum staö
í skýrslu hópsins segir m.a. að
fjarkennsla, símenntun og endur-
menntun séu ein mikilvægustu mál
byggðaþróunar á Islandi í dag og allt
bendi til að umfangið muni aukast á
næstu árum. Þar segir og að það
muni verða kostur fyrir fyrirtæki og
einstaklinga að geta leitað eftir upp-
lýsingum og framboði símenntunar á
einum stað.
Á blaðamannafundinum í Hym-
unni kom fram að stofnendumir hafi
allir mikla reynslu á sviði endur-
menntunar. Bændaskólinn á Hvann-
eyri hefur um árabil boðið upp á
námskeið fyrir bændur og fólk í
störfum tengdum landbúnaði.
Fjölbrautarskóli Vesturlands hefur
sinnt símenntun fyrir iðnaðarmenn
og fjölbreyttu námskeiðahaldi fyrir
almenning. Samvinnuháskólinn hef-
ur staðið fyrir símenntun fyrir fyrir-
tæki og stofnanir á sviði reksturs og
stjómunar og einnig fyrir almenning.
Samtals fengu þessir skólar hátt í tvö
þúsund nemendur á sín námskeið á
sl. ári. Ætlunin er að fá fleiri aðila til
samstarfs og verður m.a. leitað til
stærri fyrirtækja á Vesturlandi, sam-
taka launafólks og opinberra aðila.
Hærra menntunarstig
Runólfur Ágússtsson kynnti við-
skiptahugmyndina að baki símennt-
unarmiðstöðvarinnar. Sagði hann
m.a. að mikil hagkvæmni væri í því
að hafa breytt úrval endurmenntunar
og símenntunar á einum stað og það
myndi einnig gera gæðaeftirlit
virkara. Hann sagði markmiðin vera
að mæta þörfum einstaklinga og fyr-
irtækja fyrir aukna fræðslu og hækka
menntunarstigið. Einnig að skapa
störf fyrir leiðbeinendur og laða fólk
með fagmenntun til Vesturlands.
Að sögn Guðjóns Ingva Stefáns-
sonar framkvæmdastjóra Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sam-
tökin í sextán ár sinnt iðnráðgjöf og
BORGARBYGGÐ
Borgarbyggð
-Atvinna-
Við grunnskólann á Varmalandi vantar
starfskraft sem fyrst til að sinna fötluðum
nemanda.
Um er að ræða 75% starfshlutfall.
Upplýsingar gefur Karl Eiríksson
í síma 437 1224, kl. 10- 16,
I mánudaga til föstudaga.
Félagsmálastjóri
atvinnuráðgjöf. „Þar hefur endur-
menntun og fræðslustörf verið geysi-
lega stór þáttur. Það eru því hags-
munir Atvinnuráðgjafarinnar og SSV
að efla þennan þátt,“ sagði Guðjón.
Ætlunin er að símenntunarmið-
stöðin taki til starfa um næstu ára-
mót. Skólamir þrír munu þá smám
saman flytja sitt námsskeiðahald yfrr
til hennar. Magnús B. Jónsson skóla-
stjóri Bændaskólans á Hvanneyri
sagði markaðssvæði miðstöðvarinn-
ar vera allt landið enda myndi
Bændaskólinn ekki breyta sínum
markmiðum, þ.e. að þjóna öllu land-
inu, „Við erum með þáttöku í þessu
saijhstarfi að víkka út það fræðasvið
sem við getum boðið okkar neytend-
urþ um allt land,“ sagði Magnús.
I
Fjögur þúsund nem-
endur
Fulltrúar stofnaðilanna fjögurra
undirrituðu viljayfirlýsingu um
stofnun sjálfseignarstofnunar um sí-
menntunarmiðstöð á Vesturlandi,
/þeir Magnús B. Jónsson skólastjóri
Bændaskólans á Hvanneyri, Þórir O-
lafsson skólameistari FVA, Jónas
Guðmundsson rektor Samvinnuhá-
skólans á Bifröst og Guðjón Ingvi
Stefánsson framkvæmdastjóri SSV. I
máli þeirra kom fram að símenntun-
armiðstöðin yrði ein af stærstu end-
unarmenntunarstofnunum landsins
og töldu þeir ekki óraunhæft að nem-
endafjöldi myndi tvöfaldast frá því
sem verið hefur á námskeiðum skól-
anna, þ.e. aukast úr um 2000 í um
4000. G.E.
FRAMTÍÐARBÖRN
Síöasta
innrltunarhelgin
Byrjum á fullu
á mánudaginn
Sími 431 3350
Borghildur Jósúadóttir
*
^é\og AkrQ Haustmót Skotfélags Akraness í
%
-7 ^ leirdúfuskotfimi
m </»
Laugardaginn 19. sept. n.k. kl. 11.00
Skotnir verða 4 hringir og fimm efstu
í flTléil
Skráning á staðnum kl. 10-10.45
Þátttökugjald kr. 2000 (skot ekki innifalin)
Breyttur opnunartími æfingasvæóis:
Opið laugard. og sunnud. kl. 11-15
15. okt. verður svæðinu lokað fram til vors
l!
Skemmtir á EFRI BARISIUM LANGASANDI
föstudaginn 18. september kl. 22.00
Það er aðeins einn tvíhöfði „alias“ Jón Gnarr
og Sigurjón. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri!!!
Þar á eftir leikur hljómsveitin ÚLRIK
Aðgangseyrir kr. 1000,-
Lítill úr krana kr. 300.- Stór úr krana kr. 400,-
Nýr matseðill í veitingasalnum
Hljómsveitin O.FL. leikur laugardagskvöld
Aðgangseyrir kr. 500,-
Langasandspizzur hafa heldur betur vakið eftirtekt.
Pöntunarsími: 431 3191