Skessuhorn - 05.11.1998, Qupperneq 7
SKiSSIÍliöBKI
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
7
Danskur sendikennari
Norðurlöndin hafa á undanfömum
áratugum haft með sér margvíslegt
samstarf á nánast öllum sviðum efna-
hagslífs, atvinnumála og síðast en
ekki síst mennta- og menningarmála.
Aðallega hefur það komið fram í höf-
uðborgum Norðurlanda þ.e. fólk á
landsbyggðinni hefur lesið um það í
blöðunum og heyrt og séð fréttir af
því útvarpi og sjónvarpi. Nú hefur
það gerst að landsbyggðin sér loks
eitthvað gerast á ofangreindum svið-
um og sem dæmi hefur verið á Vestur-
landi danskur sendikennari. Hann
hefur verið á Akranesi undanfama tvo
mánuði og kennt í Grunda- og
Brekkubæjarskóla og mun hefja
kennslu í Stykkishólmi í þessari
viku. Skessuhorn innti kennarann
Jane Pedersen og mann hennar Bent
Pedersen eftir tilgangi og markmiði
dvalar þeirra hér.
Bæta kennslu
„Tilgangurinn með dvöl okkar hér
á landi er fyrst og fremst að bæta
kennslu í dönskum framburði með því
að vera með kennurum í kennslu og
tala við þá og nemendur á dönsku
eins og hún er töluð í Danmörku.“
sagði Jane. „Það hefur háð dönsku-
kennslu mikið hér á landi að danskan
sem talað mál hefur farið halloka þ.e.
bæði kennarar og nemendur hafa
fengið of fá tækifæri til að tala dönsku
eins og hún er. Einnig að koma á
ff amfæri þekkingu okkar og reynslu í
tungumálakennslu og að fá fram og
þróa betur hugmyndir íslenskra
kennara. Þetta á reyndar við um alla
tungumálakennslu og kennarar hér
þurfa að fá meiri þjálfun í að tala það
tungumál sem þeir kenna t.d. mætti
sýna fleiri ótextaðar kvikmyndir og er
okkar starf liður í því að bæta þar úr,“
sagði hún og lagði áherslu á að tungan
breytist og þróast og því þyrftu kenn-
arar að fylgjast með og dvöl þeirra hér
létti vonandi undir með þeim.
Þegar blaðið
innti Bent eftir
því hvert hans
hlutverk væri
sagði hann að
hann væri komin
á eftirlaun og
væri í raun ekki
sendikennari
heldur hefði hann
bara komið með
og tæki þátt í
þessu af áhuga
einum saman.
,,Ég hef haft mjög
gaman af því að fara með Jane í skól-
ann og fá að taka þátt í starfmu og láta
gott af mér leiða. Ég kenndi eðlisfræði
og stærðfræði áður og hef reynt að láta
þau fræði koma fram í því sem ég hef
gert. Mín þátttaka hefur að minnsta
kosti komið í veg fyrir að mér leiðist."
sagði Bent og kímdi.
Bent vildi bæta því við að með sinni
þátttöku hefðu skólayfirvöld á Vestur-
landi fengið „tvo fyrir einn“ nokkuð
sem er svo vinsælt í allri markaðs-
setningu nú til dags.
Stórkostleg náttúra
Þegar þau voru spurð hvort þau
hefðu ekki séð eitthvað af landinu
þann tíma sem þau hafa verið hér
kváðust þau hafa farið á alla helstu
staði á Suður- og Vesturlandi. „Náttúr-
an hér á íslandi er mögnuð í öllum
sínum mikilfengleik og dulúð. Gjöró-
l£k því sem við höfum séð annars stað-
ar og hlökkum mikið til að sjá meira
af henni þegar veður gerast válynd og
hörð. Við vorum að vísu á Grænlandi
fyrir 20 árum og dvöldum þar í ein
fjögur ár en það jafnast ekki á við
þetta sem við höfum séð hér. Það er
einnig gott að kynnast landinu á
þennan hátt, lifa með landanum og
starfa, ekki eins og ferðamenn sem
rétt sjá yfirborðið og eru síðan farnir."
sagði Jane og Bent bætti við „eins og
að vinna í lottói." „Það hefur einnig
komið okkur á óvart hve mikla á-
herslu þið leggið á að íslenska öll orð
yfir alla skapaða hluti eins og tölvur,
þotur, þyrlur og hvað sem er sem
hlýtur að gefa ykkur enn betra tæki-
færi til að vemda tungumálið, nokkuð
sem við Danir höfum vanrækt“
Frábærar móttökur
„Við viljum koma á framfæri miklu
þakklæti til félaga okkar á Akranesi
fyrir frábærar móttökur og ómetan-
legan stuðning og við emm viss um að
móttökumar á hinum stöðunum verða
ekki síðri. Það hefur einnig komið
Hjónin Jane Pedersen og Bent Pedersen.
Snæfellsbær
•SétíicHHafb
Vegna forfalla vantar sérkennara til starfa í
sérdeild Grunnskólans í Ólafsvík frá og
með næstu áramótum, 1. jánúar 1999.
Um er að ræða heila stöðu auk fag-
stjórnunar í sér- og stuðningkennslu
skólans, umsjón Nemendaverndarráðs
auk annarra sérverkefna, sem eru í boði
fyrir hæfan aðila, s.s. við endurskoðun
skólanámskrár og námsmats.
Gúð starfskjör og starfsaðstaða í boði, auk
þess stendur fyrir dyrum gerð
nýs kjarasamnings um bætt kjör kennara á
staðnum.
Umsóknir skulu berast Sveini Þór Elínbergssyni,
aðstjóraskólastjóra, Ennisbraut 11, 355 Ólafsvík sem
jafnframt veitir nánari upplýsingar í símum:
436-1150 og 436-1251, símbréf 436-1481
okkur á óvart hve íslenskir kennarar
vinna gríðarlega mikið og óeigin-
gjamt starf í þágu barnanna og
menntamála í landinu, mun lengri
vinnutími en í Danmörku og kvarta
ekki. Reyndar munu allir kennarar
hvar sem þeir em leggja jafnmikið á
sig í þágu bamanna en þeir íslensku
em sér á báti og undarlegt að þeir
skuli ekki fá meiri hljómgmnn en
þeir hafa en út í þá sálma skal ekki
farið hér.“ sögðu hjónin að lokum.
A.Kúld
Námskeið: Sporin 12 og trúin
Námskeið á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar: "Sporin 12 ogtrúin." verður
haldið laugardaginn 7. nóvember 1998 í safnaðarsal Gmndaífjarðarkirkju.
Umsjónarmenn: Karl V Matthíasson, Gmndarfirði. Jósep Blöndal,
Stykkishólmi og Kristinn Bjamason, Stykkishólmi.
Námskeiðið er ætlað þeim sem þekkja til eða vilja komast í kynni við
hugmyndafræði 12 sporakerfisins og hversu það er samofið kristinni siðfræði
og trú. - Kyrrð, íhugun helgihald og uppbygging.
Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku í síma 438 -6640
til kl. 14.00 föstudaginn 6. nóv.
Námskeiðsgjald er kr. 1500.
Tvírétta hádegisverður og kaffi á Hótel Framnesi kostar 1.200 kr.
fyrir þá sem koma á námskeiðið.
Leikmannaskóli kirkjunnar
FJÖLBRAUT ASKÓLI
VESTURLANÐS Á AKRANESI
Tölvanámskcið Farskóla Vasturlands
og Starfsmannafélags flkranass.
Excel fyrir lengra komna
(10 kennslustundir, gjaldfrítt fyrir St.Ak.félaga, aðrir greiða kr. 5.000)
Laug.7.11. (kl.13-16), mið. 11.11. (kl.20:30-22), laug.14.11. (kl.9-12).
Órfá pláss laus.
Tölvupóstur, intemet, vefsíðugerð
(16 kennslustundir, gjaldfrítt fyrir St.Ak.félaga, aðrir greiða kr. 8.000)
Laug.14.11. (kl.13-16), sun.15.11. (kl.9-12), þri. 17.11. (kl.20-21:30),
fim. 19.11. (kl.20-21:30), laug.21.11. (kl.9-12).
Aukanámskeið ef næg þátttaka næst:
Windows-Word fyrir byrjendur
(20 kennslustundir, gjaldfrítt fyrir St. Ak.félaga, aðrir greiða kr. 9.000)
Laug.21.11. (kl.13-16), sun.22:ll. (kl.9-12), þri. 24.11. (kl.20-21:30),
fim. 26.11. (kl.20-21:30), laug. 28.11. (kl.9-12), sun.29.11. (kl.13-16).
Word - framhaldsnámskeið
(10 kennslustundir, gjaldfrítt fyrir St.Ak.félaga, aðrir greiða kr. 5.000)
Laug.28.11. (kl.13-15:15), mán. 30.11. (kl.20:30-22), mið. 2.12.
(kl.20:30-22), laug. 5.12. (kl,13:-15:15).
Skráning á ofangreind námskeið stendur frá 5. til og með 11. nóvember í síma 431-2544
(skrifstofa Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi).________________________
Farskóli Vesturlands - Starfsmannafélag Akraness
IHCtu viHha í s^CHUHtiCcégH HHtfiverfi?
StARFSMAÐUR ÓSKAST f BÍLAÞJÓNUSTU-
FYRIRTÆKI í BÚÐARDAL
Þjónustufyritæki innan bílgreina í Búðardal
óskar eftir starfsmanni í hálft starf.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á
samskiptum og vera jákvæður
og kurteis. Starfið felst m..a í móttöku
viðskiptavina, umsjón með bókhaldi,
sölu og fleiru.
Upplýsingar eru veittar í síma
434 1112 eða 434 1158 Búðardal