Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.1998, Page 8

Skessuhorn - 05.11.1998, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 5. NOVEMBER 1998 ^nbssunu^ Kröfuganga nemenda Grunnskólans setti svip sinn á bæjarlífiö á föstudaginn. Vímuvamarvika í Borgarbyggb Ungir kvikmyndager&armenn. Vinnugle&in var í hámarki í vímuvarnavikunni. í síðustu viku var svokölluð þema- vika í grunnskólunum í Borgarbyggð. Vikan var að þessu sinni helguð bar- áttunni gegn vímuvömum og var lið- ur í sameiginlegu forvarnarátaki Borgarbyggðar, SAA og heilbrigðis- ráðuneytisins. Blaðamaður Skessu- horns heimsótti Grunnskólann í Borgamesi og hitti þar fyrir Kristján Gíslason skólastjóra. „Þessa viknna er hefðbundin stund- arskrá lögð til hhðar og nemendur vinna að ákveðnum kjamaverkefnum sem allir taka þátt í og einnig val- verkefnum. Eldri nemendumir em að æfa leikrit, semja söngtexta, teikna á plaköt og boli, gera smttmyndir, svo eitthvað sé nefnt. Yngri nemendumir em í verkefnum sem leggja áherslu á vináttu og samvinnu og hjá þeim er í gangi svokölluð leynivinavika. sem felst í því að allir eiga sér sérstakan leynivin og eiga að gleðja hann á ein- hvem hátt, t.d. með smágjöf eða fal- legum orðum á blaði. Síðan er leyndin opinberuð í lok vikunnar," sagði Kristján. Hann sagði að nemendur hefðu tekið þessu verkefni vel og á- huginn væri mikill. Sem dæmi nefndi hann að sumir eldri nemendurnir væm langt fram á kvöld að vinna að verkefnum. „Nemendurnir hafa lagt á sig mikla vinnu umfram það sem til er ætlast. Þetta er kærkomin tilbreyt- ing að bijóta upp hefðbundið skóla- starf og á góðum tíma áður en seinni Reyktur syínakambur 995 kr. pr/kg Saltað urbeinað hrossakjöt 397 kr. pr/kg. Brauðálegg 397 kr. pr/kg. Opið alla daöa VER hluti annarinnar hefst.“ sagði Krist- ján. Vímuvamarvikunni lauk á föstu- dag með pompi og prakt en þá mar- semðu gmnnskólanemar í Borgamesi um götumar með kröfuspjöld sem á vom ýmis slagorð gegn vímuefnum. I Varmalandsskóla var dagskráin með svipuðu sniði þessa vikuna. Opnir dagar í Fjölbraut í síðustu viku vom opnir dagar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Löng hefð er orðin fyrir þessum dögum. Tilgangur þeirra er að brjóta upp hefðbundna kennslu og bjóða upp á viðburði er lífga upp á skólalíftð og gera námið skemmtilegra. Opnu dag- amir em hluti af skólastarfmu og því miðað við að viðburðir þeir sem boðið er upp á séu uppbyggilegir og skemmti- legir. í ár er boðið upp á ýmis nám- skeið t.d. glímunámskeið, gerbakstur, Færeyjar, reiðmennska og mörg fleiri sem of langt væri að telja upp hér. Auk þess var farið í ferðir tengdar náminu og sem dæmi var farið með nemendur á söguslóðir Islendinga- sagna sem tengjast náminu eins og Egilssögu og Laxdælu og á þann hátt fengu nemendur aðra sýn á atburði Is- landssögunnar. Nemendur í útibúum skólans í Stykkishólmi og Snæfells- bæ mættu á svæðið og tóku virkan þátt í opnu dögunum. Útvarp Blómið Á meðan opnu dagamir stóðu rak nemendafélag skólans útvarp sem ber hið friðsæla nafn „Utvarp Blómið" og sendir út á FM 95.0. Dagskrá út- varpsins er fjölbreytt og skemmtileg og í umsjá nemenda sjálfra. Að sögn Ólafs Haraldssonar útvarpsstjóra er ætlunin að halda þessum útsending- um áfram a.m.k. einu sinni í viku og þróa starfsemi þess áfram þannig að útvarpið verði hluti af skólastarfmu og taka jafnvel upp samstarf við aðra að- ila sem áhuga hafa á útvarprekstri. Sannir blómálfar a& störfum. Tæknimenn Blómsins önnum kafnir. Myndir: A.Kúld.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.