Skessuhorn - 03.12.1998, Qupperneq 6
T
6
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
a&liSSlinu^
Tívolí á Akranesi
Skagaleikflokkurinn og NFVA setja upp Stuömannasöngleik
Skagaleikflokkurinn á Akranesi
hefur í gegnum tíðina verið eitt af
öflugri áhugaleikfélögum landsins.
Starfsemi félagsins hefur þó verið
mismikil á allra síðustu árum og
hefur fjárskortur og aðstöðuleysi
staðið því fyrir þrifum en nú ætla
leikarar á Skaga að blása til sóknar
á ný og ráðast í enn eitt stórvirkið.
Nú er að hefjast undirbúningur fyr-
ir uppsetningu á söngleiknum Tívolí
sem byggir á samnefndri hljómplötu
sem Stuðmenn sendu frá sér árið
1976 en sýningin verður sett upp í
samstarfi við Leiklistarklúbb Fjöl-
brautarskólans. Blaðamaður Skessu-
homs ræddi við höfundinn Steingrím
Guðjónsson úr Skagaleikflokknum
og innti hann eftir því hvað væri um
að vera.
„Það er nú fulldjúpt í árinni tekið
að kalla mig höfund að einu eða
neinu hér,“ sagði Steingrímur. „Við
getum sagt að ég hafi lagt fram
vinnuskipulag að drögum að hug-
mynd. Þessi hugmynd fæddist í vor,
stakk sér niður í höfuðið á mér fyrir-
varalaust. Síðan kom þetta til mín
fullskapað eina nóttina en ég asnaðist
náttúmlega ekki til að setja þetta á
blað samstundis þannig að ég
gleymdi stómm hluta af þessu aftur.
Síðan er þetta að koma til baka smám
saman.“
Hveitibjörn og félagar
Steingrímur sagði Stuðmenn hafa
strax tekið vel í hugmyndina. „Við
höfðum samband við þá í vor eftir að
hugmyndin varð til og þeir tóku okk-
ur býsna vel en settu það skilyrði að
einhver fyndinn myndi skrifa text-
ann.
Þann aðila fundum við ekki og
þess vegna hef ég verið að reyna að
glæða hugmyndina lífi í samvinnu
við leikstjórann Guðjón Sigvaldason.
Ég bind miklar vonir við samstarfið
við Fjölbrautaskólann og ég á von á
að þessir krakkar verði dóminerandi í
sýningunni. Þau búa að miklum hæfi-
leikum sem er sjálfsagt að virkja.
Sögusviðið er eins og nafnið gefur
til kynna, Tívolíið í Vatnsmýrinni í
Reykjavík. „Ég bý að því að muna
eftir Tívolínu í Vatnsmýrinni en mað-
ur var að þvælast þama sem strákur.
Lögin á plötunni eru í raun stuttar
sögur og það sem ég þurfti að gera
var að tengja þau saman og glæða
persónumar lífi. Menn munu koma til
með að sjá þama karaktera eins og
Hveitibjörn, Ólínu, Frímann flug-
kappa og fjallkonuna. Ég sé fyrir mér
að Bíóhöllinni verði breytt í Tívolí á
meðan á þessu stendur og menn geti
fengið innsýn í þessa stemningu sem
einkenndi Tívolíið í Vatnsmýrinni.
Að minnsta kosti held ég að hægt sé
að lofa því að þetta verður mikið
„show“,“ sagði Steingrímur.
í fjársvelti
Steingrímur Guðjónsson er vél-
virki að atvinnu, ættaður úr Reykja-
vík en hefur síðustu sautján árin unn-
ið á Gmndartanga og búið á Skagan-
um en í seinni tíð starfar hann einnig
sem barþjónn á Bámnni. A Skagan-
um kynntist hann áhugaleikhúsinu og
hefur að eigin sögn verið heltekinn af
því síðan.
„Þegar ég flutti úr Reykjavík var
ekki til neitt áhugaleikfélag þar
þannig að ég fékk ekki tækifæri til að
vera með fyrr en ég kom á Skagann.
Ég hef starfað með Skagaleikflokkn-
um síðustu 14-15 árin og komið að
öllum þáttum leikhússstarfsins nema
að stýra ljósunum. Skagaleikflokkur-
inn er skemmtilegur félagsskapur og
félagið hefur gert marga góða hluti en
fjárskortur hefur staðið okkur fyrir
þrifum. Bíóhöllin hefur verið myllu-
steinn um háls leikflokksins en hún er
of stór og of dýr og ég hefði gjaman
viljað sjá meiri stuðning frá Akranes-
bæ en hann hefur nánast eingöngu
verið í formi húsaleigu í kjallara í-
þróttahússins.
Tökum fram vinilinn
Þetta hefur gert það að verkum að
undanfarin ár höfum við verið á
kaffihúsum og veitingahúsum, bfla-
versktæðum og bflasölum. En nú för-
um við aftur inn í höllina og ég
hlakka til því hún er orðin virkilega
flott.“
Að sögn Steingríms munu æfingar
hefjast af fullum krafti upp úr ára-
mótum en nú er unnið að því að fá
leikara, söngvara, tónlistarfólk og
aðra starfskrafta af öllum stærðum og
gerðum til að taka þátt í uppfærsl-
unni. Steingrímur sagði að leikara-
fjöldinn færi að hluta til eftir því hvað
margir vildu vera með. Því fleiri því
betra. „Ég hvet bara alla til að taka
fram gömlu vinilplötuna og hita sig
upp og koma sér í stellingar. Við ætl-
um okkur að hafa gaman af þessu og
vonandi geta einhverjir aðrir haft það
líka,“ sagði Steingrímur að lokum.
Spurningakeppnin í Röst
Spumingakeppni félagsheimilis-
ins Rastar á Hellissandi heldur á-
fram og 14. nóvember var þriðja
kvöldið af fjómm í sextán liða úr-
slitum. Þar bám Vinnuvélar Snæ-
bjamar sigur úr býtum gegn vösku
liði Jensínu og félaga hjá fslands-
pósti á Hellissandi. í síðari umferð-
inni sigraði lið Skessuhoms Lions-
klúbbinn Þemuna á Hellissandi.
Sigurliðin halda áfram í átta liða
úrslitum sem hefjast eftir áramót.
Lib Vinnuvéla Snæbjarnar.
Jól í Bókaskemmunnf!
Bækurnar
Geisladiskarnir
Myndböndin; Herkúles, Hafmeyjan, Anastasía, Titanic
Tölvuleikirnir; T.d. íslenski Championship manager
Spil; Blanko, Monopoly, Sequence og ...Matador
Púsl og Ieikföng
- JÓLAKORT
- JÓLASERÍUR
-JÓLAPAPPÍR
- JÓLASKRAUT
Bóka /i l skemman
Stillholti 18 - Sfmi 431 2840
Steingrímur Gu&jónsson, vélvirki, barþjónn og leikskáld.
Af kolbítum
í Snorrastofu
Óhætt er að fullyrða að fyrirlestur
Viðars Hreinssonar bókmenntafræð-
ings í Snorrastofu sl. fimmtudag hafi
vakið almenna ánægju þeirra 22
gesta sem komu í Reykholt. Sam-
koman hófst kl. 21, en lauk ekki fyrr
en rétt fyrir miðnættið vegna mikils
áhuga gestanna á efnistökum Viðars,
auk þess sem skemmtileg umgjörðin
í sal Reykholtssafnaðar skemmdi
tæpast fyrir. Rúmur einn og hálfur
tími fór í almennar umræður og hafði
Viðar á orði að hann hefði sjaldan
upplifað jafnáhugaverðar umræður
að loknum fyrirlestri hjá sér. Ekki er
að undra að fyrirlesturinn hafi vakið
áhuga og efnistök Viðars hrifningu,
en greinilega liggja að baki framsetn-
ingu hans margra ára rannsóknir.
Fjallaði Viðar um hugsanleg áhrif
hins svokallaða kolbítsminnis á
seinni tíma fræðimenn og skáld,
menn eins eins og t-.d. Jón lærða og
Stephan G. Stephansson. Kolbíturinn
leiddi huga viðstaddra að ýmsum
fomum hetjum eins og t.d. Gretti Ás-
mundarsyni, Agli Skalla-Grímssyni,
Án bogsveigi og Katli hæng frá
Hrafnistu. 1 umræðunum sem fylgdu
komu gestir Snorrastofu hvergi að
tómum kofunum og er greinilegt að
þekking Viðars á íslenskri sögu og
bókmenntasögu er geysi víðtæk. Víst
er að þeir sem mættu í Snorrastofu á
fimmtudagskvöldið munu bíða með
eftirvæntingu eftir næsta fyrirlestri,
en fræðasetrið hefur nú þegar skipu-
lagt fyrirlestra, sem haldnir verða
mánaðarlega fram á næsta sumar.
Frá fyrirlestrinum í Snorrastofu. Vi&ar Hreinsson, bókmenntafræ&ingur og
Bergur Þorgeirsson forstöðuma&ur Snorrastofu.