Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.1998, Side 13

Skessuhorn - 03.12.1998, Side 13
Miasvnua 1 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 13 Á jólaföstu Hvers vegna jol? Gleðilegt nýtt kirkjuár. Nú er á ný hafin jólafastan eða aðventan. Það er sá tími sem við tökum frá til að und- irbúa okkur fyrir komu frelsarans og til að minnast fæðingu hans. Það er alltaf mikið um að vera fyrir jólin, því undirbúningurinn er mikill. Það þarf að þrífa allt hátt og lágt. Það þarf að baka og kaupa inn fyrir jólin. Einnig verðum við að sækja jóla- skrautið frá í fyrra úr geymslu og koma því upp. Mestu munar um öll ljósin sem lýsa okkur upp skamm- degið. Ekki má heldur gleyma að kaupa gjafir handa aðstandendum og skrifa öll kortin. Já, það er mikið um að vera á jóla- föstunni og það er oft gott. Annríkið getur rekið burt hugsanir um myrkrið úti og einnig það sem getur búið innra í okkur. Ekki erum við samt alltaf saklaus af því að fara yfir strik- ið og leggja of mikla áherslu á þrifn- að og undirbúning, svo að þreytan nær tökum á okkur er kirkjuklukk- umar hringja inn jólin. Einnig eiga margar fjölskyldur erfitt með að borga þann kostnað sem fylgir jóla- haldi þeirra. Betra er þá að sníða stakk eftir vexti. Ég held að áhyggjur foreldra vegna fjárhagsstöðu þeirra eftir jólin bitni meira á bömunum en sú gleði sem bætist hugasanlega við á jólum með dýrari gjöfum og jóla- haldi. En hversvegna höldum við jól? Ekki er það til þess eins að gera okk- ur dagamun og hrekja á brott skamm- degið. Nei, á jólunum er fæðingarhá- tið Krists. í jólaguðspjalli Matteusar er sagt frá gjöfum vitringanna til litla Jesúbamsins. Þær voru stórkostleg- ar; gull, reykelsi og myrra. En þær gjafir blikna við hliðina á gjöf Jesú Óskar Ingason. Krists til okkar. Hann kom í heiminn og birti okkur kærleika Guðs. Hann sýndi vilja Guðs í verkum sínum og orðum. Hann birti okkur góðan og réttlátan Guð. Guð sem fyrirgefur. Jesú spurði menn ekki fyrst hvort þeir væm góðir áður en hann læknaði þá. Nei, hann sóttist frekar eftir sam- félagi við þá sem litið var niður á í þjóðfélaginu. Hann gekk til þeirra sem vom einmana, sjúkir og útskúf- aðir og kallaði þá bræður sína. Hann gat hjálpað. Hann sótti í myrkrið og lýsti það upp með kærleika Guðs. Gjöf frelsarans fullkomnaðist svo í upprisunni er hann sigraði dauðann. Þar með býðst okkur líf eftir lífið. Líf sem er gott líf, líf með Guði. Við minnumst fæðingar Krists vegna þess að hans vegna eigum við von. Við eigum Guð sem elskar okk- urog getur hjálpað. Hann elskar líka þá sem hafa orðið undir í lífinu. Kærleikur hans gagnvart þeim sem hafa brotið niður allar brýr að baki sér í samfélaginu, er ekki minni. Ekkert myrkur er of dimmt fyrir hann. Engar aðstæður eru honum vonlausar. Við eigum því ávallt von. Þú átt von. Þess vegna þurfum við ekki að óttast myrkrið. Hvorki það sem úti er, né það sem getur hulið Hvað er að gerast? Ábendingar varðandi fréttatengt efni um allt milli himins og jarðar vel pegnar. Símar: 852 4098, Gísli og 899 «165, Ari ■- ■•" •-.. •■ "..• -; •• ■•■ ■ :■ •■ ••' ■■... - •■■■'■ 5ke55uhorn mecí vakandi auga og opin eyru! Alltaf, allsstaðar!! iXmwíi hjarta okkar og sjón. Ljós Guðs, sem er kærleiki hans og fyrirgefning, er öllu öðru yfirsterkari. Því markar fæðing Krists tímamót og þess vegna hefur sú hátfð heillað okkur meira en nokkur önnur. Jafnvel páskamir hafa ekki eins sterka stöðu á fslandi, þó hún sé stærsta hátíð kristinna manna. Vegna þessa leggjum við svo mik- ið í undirbúning jóla og í hátíðina sjálfa. Nánustu aðstandendur safnast saman og gefa hver öðrum gjaftr og eiga góða daga. En stöldrum aðeins við. Er það ekki eitthvað sem við erum að gleyma? Erum við í raun að halda hátíðlega fæðingarhátíð Jesú Krists og feta í fótspor hans? Það er staðreynd að þrátt fyrir þessa miklu gleðihátíð horfa margir íslendingar til jóla með kvíða og dapurleika. Engin hátíð sýnir einmana manni betur að hann er einn. Engin hátíð sýnir fátækum manni betur fátækt sína. Engir dagar sýna sorgbitnum manni frekar missi sinn og sorg. Ast- vinamissir er sársaukafyllstur á fjöl- skylduhátíð sem jólum. Aldrei er fjarlægð frá ástvinum meiri en um jólin. Það em þvf margir sem kvíða jólum og líða sálarkvalir á hátíð ljóssins. Hvar heldur þú að Kristur verði á jólum? í faðmi fjölskyldunnar eða hjá þeim sem kvíða jólum? En þú? Manst þú eftir þeim sem ekki em eins lánsamir og þú? Miðlar þú af ljósi því sem Kristur hefur tendrað í hjarta þínu, til þeirra sem em í myrkri? Eða lætur þú það loga í hlýjunni og hjá tilbúnu ljósunum? Ljósið lýsir mun skærar í myrkrinu og þar er mest þörf á þeim. Við skul- um ekki gleyma þeim sem mest þurfa á að halda gleðilegum jólum. Því að- eins með því að gerast Jesúbaminu lík getum við haldið hátíðleg jól. Að- eins með því að lýsa öðmm vex ljós- ið innra með okkur og gefur okkur sýn. Við skulum ekki halda jól sem em eins og gjafir sem ryðga og eyð- ast. Gefum gjafir sem endast og gefa áfram af sér löngu eftir jólin. Mun- um eftir okkar minnstu bræðrum og w^/ohfp' ími 431 3515 BLIKKSMIÐJA Guðmundar J Hallgrímssonar ehf. Akursbraut 11 „ „ 300 Akranesi Smioum- úr blikki, jámi, stáli, áli, kopar, dátúni. ÞaL-ennur, niðurföll, loft- 'ræstikerfi stór og smá. Stál á hurðir og þröskulda. Reykrör við kamínur. Handrið, ryðfrí og úr jámi og margt, margt fleira. Sími: 431 2288 - Fax 431 2897 Tölvupóstur: frg@aknet.is VÍRNET H F BLIKKSMIÐJA -utanhúsklæðningar - þakxennur - milliveggjastoðir -loftræstikerfi - reykxör - spennaskýli - hesthússtallar -öll almenn smíði og sérsmíði - efnissala Einnig gerum við viðskiptavinum tilboð þeim að kostnaðarlausu. s:437 1000 fax: 437 1819 tölvupóstur: vimet@itn.is VELABÆR Bæ, Borgarfiröi, Sími: 435 1252 Allar aimennar bíla og véla viögeröir. Viögeröaþjónusta fyrir Subaru, Nissan, Lada, Ferguson og fl. BUES EÐA LEKUR MEÐ UTIHURÐINNI? Er með nýja gerð af þéttifræsara ásamt þéttilistum. Þétti hurðir sem ekki hafa haft þéttikant og eins þær sem eru með slottlista og eða aðra lista. Góð reynsla er komin á þessa þéttingu. Upplýsingar gefur Trésmiðja Pálma Sími: 437 0034 eða 853 5948 SkótWínwt 25 - Bknl «1 161» systrum og gefum þeim gleðileg jól. Það þarf ekki mikið til. Þannig leyf- um við einnig bömum okkar að upp- lifa sönn jól og að sjá ljós sem aldrei að eilífu sloknar. Guð gefi ykkur öllum góða jólaföstu og gleðilega hátíð. Oskar Ingi Ingason sóknarprestur í Hjarðarholtsprestakalli í Dölum. Búmannsdagar 5% afsl. af myndavélum og sjónaukum 15% afsl. af öðrum vörum FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN Brúartorgi. Borgamesi s: 437-1055 Bæjarstjórn Akraness Bæjarstjórnarfundur verður í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18 þriðjudaginn 8. desember n.k. kl. 17.00 Bæjarmálafundir stjórnmálaflokkanna verða sem hér segir: Akraneslistinn í Röst, laugardaginn 5. desember kl. 10.30. Framsóknarflokkurinn í Framsóknarhúsinu, laugardaginn 5. desember kl. 09.30 Sjálfstæðisflokkurinn í Sjálfstæðissanlum, Stillholti 16-18, mánudaginn 7. desember kl. 20.30 Útvarpað verður frá fundinum á FM 95,0 Fundimir eru öllum opnir. Bæjarritari f fr\ Q0P. JAðventusamíioma verðurí Staflioltí sunnu- ij cCagínn 6. cCesemBer .... kC 14.00 Ka rf a n ‘Muníð nœstl wmM 0 MtMvmSPK!

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.