Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.08.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1999 ^Kiaaunu^. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (BorgamesogAkranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (BorgamesogAkranes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Utgefandi: Skessuhorn ehf. Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og ábm: Gisli Einarsson 852 4098 ritstjori@skessuhorn.is Vefdeild: Bjarki Már Karlsson 854 6930 vefsmidja@skessuhorn.is Blaðamaður: Kristján Kristjánsson 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir auglysingar@skessuhorn.is Siija Allansdóttir auglysingar@skessuhorn.is Fjármál: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 bokhald@skessuhorn.is Umbrot: Skessuhorn Prentun: ísafoldarprentsmiðja bf Skessuhorn kemur út alla flmmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. með vsk. 430 2200 er úti Efdr að Hvalfjarðargöngin voru opnuð með pompi og prakt þögnuðu fljótt allar neikvæðar raddir sem spáð höfðu illa fyrir framkvæmd þeirri. Síðan þá hafa menn verið ósparir á að mæra þessa samgöngubót sem færir okkur nær höfuðborginni og flytur höfuðborgina nær okkur. Ekki ætla ég að gera lítið úr kostum Hvalfjarðarganganna eða samgöngubóta yfirleitt. Þvert á móti tel ég mig einn af dyggari stuðningsmönnun slíkra bóta. Þegar upp er staðið hlýtur það að koma okkur Vestlendingum til góða að nú eru höfuðborgarsvæðið og stór hluti Vesturlands í reynd orðið sama markaðssvæðið og sama atvinnsvæðið. Fjöldi Vestlend- inga sækir atvinnu til Reykjavíkur og nú er orðið hægara um vik að sækja þangað þá þjónustu sem ekki er til staðar hér í kjördæminu. Að vísu hafa fyrirtæki á Vesturlandi fengið aukna samkeppni með tilkomu ganganna en á móti kemur að þau hafa fengið greiðari aðgang að mun stærri markaði og mörg þeirra hafa nýtt sér þá möguleika sem þar hafa opnast. Annað er ekki jafh jákvætt en hefur kannski orðið útundan í umræðunni. Markaðssvæði þeirra sem stunda atvinnurekstur sem illa þolir dagsljósið hefur líka stækkað og þeir aðilar hafa ekki síður nýtt sér þau sóknarfæri sem hafa skapast með til- komu ganganna. Það sanna tíðar fréttir af innbrotum á sunn- anverðu Vesturlandi síðustu misserin. Það hefur ekki farið dult í höfuðborgarblöðunum að þeim sem sérhæfa sig í afbrotum af ýmsu tagi hefur farið ört fjölgandi og ekki hvað síst á stór- Hafnarfjarðarsvæðinu. Það ætti því ekki að koma á óvart að þeir, eins og aðrir sem strrnda einhverskonar rekstur, vilji víkka út starfssvæði sitt -auka veltuna. Sú var tíðin að böm og gamalmenni og allir þar á milli gátu gengið óhultir um götur borgarinnar jafnt á nóttu sem degi. Það er ekki svo langt síðan fólk á höfuðborgarsvæðinu gat lagst til svefns án þess að skjóta slagbröndum fyrir allar gættir. Þeir tímar em hinsvegar liðnir. A landsbyggðinni lifum við hinsvegar enn í fullkomnu grandaleysi í þeirri góðu trú að það séu ekki til neinir vondir kallar hvað þá konur! Nú er kominn tími til að við áttum okkur á að þetta fólk er til og er nú mætt á svæðið. Því er ill nauðsyn að dusta rykið af gömlum slag- bröndum, afsöguðum frethólkum, hrossabrestum og geðillum varðhundum. Ekki ætla ég að halda því ffarn að höfuðborgin sé uppspretta alls ills. Hún hefur að sjálfsögðu upp á margt gott að bjóða en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef við viljum nýta okkur kostina verðum við að taka því að fá gallana með í kaupunum. Við erum orðin hluti af stærri heild og því fleiri sem sauðirnir eru þeim mun meiri líkur á að þar leynist ein- hverjir svartir. Við verðum einfaldlega að sætta okkur við þá staðreynd að einangrtm sveitasælunnar er rofin. Gt'sli Einarsson, grandalaus Gamla lögreglustöðin í Grundarfirði. Gamla löggustöðin í Hólminum í Grundarfjörð? Samkvæmt heimildum Skessu- homs kemur til greina að gamla lögreglustöðin í Stykkishólmi verði flutt í Grundarfjörð og hýsi lögregluvarðstöðina þar. I sumar standa yfir ffamkvæmdir við nýtt húsnæði sýslumannsem- bættisins í Stykkishólmi og þegar þeim er lokið losnar húsnæðið sem hýsir lögreglustöðina í Hólminum í dag . Lögregluvarðstöðin í Gmnd- arfirði er ein sú lakasta á landinu og í íjárlögum ársins er heimild til að kaupa húsnæði undir lögreglustöð á staðnum. G.E. Skógræktarstyrkir á Vesturland Stjóm Skógarsjóðsins úthlut- aði nýlega fyrstu styrkjum sjóðsins tdl skógræktarverkefna. Allir umsækjendur fengu styrk til skógræktar og komu þeir úr öllum landshlutum. Samtals var úthlutað rúmlega fimm milljónum króna til 35 aðila. Styrkirnir eru í formi úttektar á skógarplöntum. Vesdendingar geta vel við unað í úthlutun Skógarsjóðsins þar sem rúmlega fjórðungur fjárins rennur til þeirra. Af þeim hlum hæstan styrk eigendur jarðarinnar Arnarholts í Stafholtstungum, eða 500 þúsund krónur. 200 þúsund krónur hlaut skógræktarverkefni á Ytri Kóngsbakka í Helgafellssveit. Fimm 100 þúsund króna styrkir komu einnig á svæðið. Þá hlutu Skógræktarfélag Skilmannahrepps vegna Stóru Fellsaxlar, Skógrækt- ar- og landverndarfélag undir Jökli vegna skógræktar við Gufúskála, Skógræktarfélag Olafsvíkur, Skóg- ræktarfélag Stykkishólms vegna Borgar í Helgafellssveit og Skóg- ræktarfélag Akraness vegna norðurhlíða Akrafjalls. Starfsmenn Fiskiðjunnar Bylgjunnar fengu einnig 50 þúsund krónur vegna umhverfisverkefna þeirra sem Skessuhom greindi frá í síðustu vilcu. -MM Borunum loldð í Grundarfirði í síðustu viku lauk tilraun- aborunum í Grundarfirði en þær eru liður í jarðhitaleit við bæinn. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur sveitarstjóra var borað niður á 609 metra dýpi og var hitastigullinn jákvæður. Dr. Kristján Sæmundss- son er væntanlegur til Grundar- fjarðar í vikunni til að ffamkvæma rannsóknir á borholunni. „Það er ekki ljóst fyrr en niðurstöður úr frekari rannsóknum liggja fyrir hvort þetta er ákjósanlegur kostur,“ sagði Björg. Á Berserkseyrarodda hefur fundist næjanlegt vam til að ylja Grundfirðingum en það er kosm- aðarsamt að flytja vamið yfir, eða fyrir Kolgrafarfjörð og því hefúr verið lögð áhersla á að finna vam nær þéttbýlinu. G.E. Eldur í bíl á Bröttubrekku Síðastliðinn sunnudag kvikn- aði í biffeið sem var á leið yfir Bröttubrekku. Biffeiðin var á akstri þegar eldur gaus upp í vélarrúmi. Ökumaður bíls sem kom á eftir var með slökkvitæki meðfærðis og tókst honum að slökkva eldinn. Ekki urðu slys á fólki í eldsvoðanum en biffeiðin var töluvert skemmd. G.E. Slagsmál og nauðgun Nauðgunarmál er til rannsóknar hjá lögreglunni í Borgamesi eftir kvöldvöku og ball á Faxaborg um síðustu helgi. Að sögn lögreglu var maður hand- tekinn um nóttina grunaður um verknaðinn. Fjöldaslagsmál bramst út á dansleiknum og þurfti að kalla til lögreglu til að stilla til friðar. Einn maður þurffi að leita Iæknis eftir ólætin en hann var illa skorinn í andliti efitir að hafa verið barinn með flösku í höfúðið. Eftir að lögreglan hafði skakkað leikinn var sem allur vindur væri úr samkomugest- um og fór skemmtunin vel ffam það sem efrir lifði nætur. -GE Snæfellsbær Tveir sviptir ökuréttindum Um síðustu helgi voru tveir ökumenn sviptir ökuréttindum fyrir of hraðan akstur. Annar var tekinn á 157 km hraða á klst. utan þéttbýlis en hinn innanbæjar. Að sögn lögreglunnar í Snæfellsbæ vora allmargir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan aksmr þessa helgi. Þá má geta þess að lögreglan notaði ómerkta bifreið ril lög- gæslustarfa vegna bilunar í lögreglubiffeiðinni sem ann- ars hefði verið í notkun. Gera verður ráð fýrir að einhverjum hafi verið bragðið við þessa óvænm aðferð lögreglunnar hér í Snæfellsbæ. -EMK- Akranes Nýr aðal- bókari Snorri Páll Einarsson hef- ur verið ráðinn aðalbókari Akraneskaupstaðar. Fjórir aðilar sóttu um stöðuna. Snorri Páll hefur undanfarin ár starfað í Hol- landi og þar af síðustu tvö ár sem aðalbókari á fjármálasviði hjá stóru atvinnumiðlunar- fyrirtæki. Snorri Páll tekur við af Jóhannesi Guðjónssyni sem sagði starfi sínu sem aðal- bókari lausu í lok júm' sl. K.K * Arekstur við •• Olver Árekstur varð á þjóðvegi 1 við Olver um síðustu helgi er ekið var aftan á bíl á suðurleikð. Okumaður vöruflutninga- bifreiðar sem kom á eftir missti stjóm á bílnum og lenti útaf veginum. Fjórir vora fluttir á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar en meiðsli þeirra reyndust eklci veraleg. G.E.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.