Skessuhorn - 12.08.1999, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
^sunu^
Alltaf sól í Kvennareið
Kúrekar vestursins og glaðbeittir eiginmenn nefndarkvenna sáu um veitingar á
áningarstöðum.
Það var bæði sól í sinni og
heiði þegar hressar konur úr
Dölunum héldu sína árlegu
kvennareið síðastliðinn laugar-
dag. Að þessu sinni voru það
laxdælskar konur sem skipu-
lögðu dagskránna.
Kvennareið í Dölum á sér nú níu
ára sögu. I fyrstu voru þátttakendur
tæplega f]örutíu talsins en hefur
fjölgað ár ffá ári þannig að nú er
um að ræða eina fjölmennusta
kvennareið Iandsins. Ferðin er farin
annan laugardag í ágúst og öll árin
hefur viljað svo til að veður hefiir
verið afburðagott. Þegar blaðamað-
ur, sem á staðnum var, kváði og
sagði „en heppilegt", voru Dala-
meyjar fljótar að undirstrika að það
væri alltaf gott veður í Dölunum og
því hefði það ekkert með heppni að
gera.
Að þessu sinni voru þátttakendur
um 120 talsins sem er með því besta
frá upphafi. Flestar koma úr
Dalasýslu þó gestir komi lengra að,
svo sem úr Reykhólasveit. Riðið var
frá Ljárskógum til Vígholtsstaða
þar sem eiginmenn undirbún-
ingsnefndarkvenna trakteruðu kon-
urnar með fljótandi veitingum. Frá
Vígholtsstöðum var síðan riðið að
Hjarðarholti þar sem slegið var upp
grilli í trjálundi staðarins. Þar var
söngur og grín fram eftir kvöldi.
Allt mun hafa gengið slysalaust
fyrir sig að undanskildu því að einn
þátttakanda var svo óheppin að
misstíga sig og ökklabrotna.
Texti og myndir: MM
Það var engan Jylusvip að sjá á þátttakendum., enda veður hið Gyða í Brautarholti var meðal þeiira kvenna sem stóðufyrir
ákjósanlegasta til útreiða. fyrstu kvennareiðinni sem þá var einnigfarin um Laxárdalinn.
Hér er hún ásamt Elínu Bjamadóttur frá Húnsstöðum í Hiína-
vatnssýslu.
Leikfélagið Sýnir hefur nú lokið leikferð sinni um landið með útileikritið Nýja tíma.
Sýningarsvœðið var Logalandsskógur í Reykholtsdal. Attatíu manns sóttu sýninguna í
þokkalegu veðri og var góður rómur gerður að þætti leikara og verkinu sjálfu sem er
eftir Böðvar Guðmundsson skáldfrá Kirkjuhóli í Hvítársíðu. Atkygli vekur að hér var á
ferðinni hópur áhugaleikara vítt og breitt af landinu sem samemuðu krafta sína og
réðust í uppfierslu verksins fytr í sumar. Sýningar voru á 9 stöðum um landið, auk
Logalandsskógar var það ma. einnigsýnt í Olafsvík.
Mynd: MM
Þær sáu um að afgreiðslu Pizzuhraðlestarinnar á unglingalandsmóti.
Mynd: ÁHB
Pizzuhraðlestin
Á unglingalandsmóti íslands í
frjálsum sem haldið var í Borg-
amesi um síðustu helgi þurftu
keppendur að sjálfsögðu að fá
kjamgott fæði. Ein máltíð helg-
arinnar samanstóð af flatbökum
ffá Brúamesti, eða Skógar-
bökunni, í Borgamesi.
Vaskleg framganga pizzusend-
ilsins vakti athygli. Gestur Fjeld-
sted leigubílsstjóri í Borgarnesi sá
um að aka pizzunum á íþrótta-
svæðið jafnharðan og þær komu úr
ofninum á Brúarnesti. Afgreiðslu-
hraðinn var ógurlegur, eins og sjá
má á meðfylgjandi broti úr saman-
tekt formanns UMSB á handa-
ganginum í öskjunni:
10 pizzur koma kl. 19:35, kl.
19:36 er sendillinn búinn að losa og
farinn í næstu ferð. Hann kom
aftur kl. 19:45 með aðrar 10 pizzur.
Næst kom hann kl. 20:00 með 9
pizzur, 20:06 með 5 pizzur, 20:12
með 6 pizzur og 20:19 með 9
pizzur. Eftir þetta fór að draga úr
afgreiðsluhraðanum enda var
íþróttafólkið tekið að mettast.
Þegar upp var staðið hafði
íþróttafólkið sporðrennt 159 pizz-
um eða 2544 tommum! Geri aðrir
betur. -MM
Skagaleikflokkurinn 25 ára.
í tílefhi af 25 ára afinæli Skaga-
Ieikflokksins verður opnuð sýning í
Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi
laugardaginn 14. ágúst kl. 15.00.
Sýnd verða plaköt, leikskrár,
leikmunir, búningar, handrit, ljós-
Opnunartíml
Sun - Flm 11:00-22:0C
Fös - Lau 11:00-05:0C
Fjðl&kyldutílboð
16‘ Pízza m/2 álleggatagundun
12" Hvítlauktbrauð og 2L. Kók
og Franakar tyrír 4
myndir o.fl. A myndbandi verða
sýndir hlutar úr ýmsum verkum, úr
ferðalögum og af öðru starfi.
Sýningunni lýkur 29. ágúst
Listasetrið er opið alla daga
nema mánudaga ffá kl. 15-18.
►► Sjávarfang er okkarfag!
►► Öllgistíngmeðsér baSherbergum!