Skessuhorn - 12.08.1999, Page 5
SfieasíjiioEH
FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1999
5
ónarmib Flosa
Hrossapólitík
Stundum þegar ég sit viö gluggann á setri
mínu Stóra Aðalbergi undir Snældubjörgum í
Reykholtsdal og virði fyrir mér atferli hrossanna
sem eru á beit í haganum, undrast ég stórlega
hvað pólitík gat vafist fyrir mér fyrr á árum.
Einsog þetta er nú einfalt bæði hjá mönnum
og hrossum.
Einn sem ræður öllu, nokkrir sem halda að
þeir fái að ráða sumu, en það er þá bara það
sem einvaldurinn kemst ekki yfir að ráða og
síðan er meginþorri hjarðarinnar valdalaus og
fær öngvu að ráða.
Svona er þetta nú, þegar öllu er á botninn
hvolft, bæði hjá mannfólki og merum.
Lýðræðið er einhver mesta stórlygi sem
fundin hefur verið upp í manna minnum.
Lýðræði fundu klókir valdhafar upp endur
fyrir löngu til að róa fólk og reyna að telja fávís-
um lýð trú um að almenningur hefði einhver
völd.
Gleymum því, góðir hálsar, þetta er eins hjá
okkur og í stóðinu. Hættum þessvegna að
hugsa um pólitík nema til þess eins að taka
völdin.
Ég er hættur að hugsa um pólitík.
Það var fyrir mér haft, þegar ég var krakki, að
lífsins gæði væru ekki ætluð fáum útvöldum,
heldur ættu sem flestir að hafa oní sig og á og
salt í grautinn.
Þetta var áður en ég fékk dómgreindina og
þessvegna gleypti ég það hrátt að valdhöfum
ætti að bera skylda til þess að hafa almennings-
heill að leiðarljósi í athöfnum sínum, en á því
gæti orðið misbrestur þar í sveit sem valdhafar
og málpípur þeirra væru vel í álnum.
Því var semsagt haldið að mér ungum, að
skoðanir um jafnrétti fengju sjaldan byr undir
báða vængi þar sem auðvaldið væri hið ríkjandi
afl og þessvegna þyrftu hinir snauðari stundum
að sigla þéttan beitivind í áttina að því takmarki
að fá að lifa mannsæmandi lífi.
Mörgum þóttu þessar skoðanir, sem kallaðar
voru einu nafni „kommúnismi", ganga glæpi
næst en þeir sem þær aðhylltust fengu á sig
smánarstimpilinn „kommúnistar".
Sannleikurinn er sá að ég lét ekki af þessari
villutrú fyrr en ég var sjálfur farinn að safna
íbúðum, vildisjörðum, skattfrjálsum verðbréfum
og valútu.
Þá fóru augu mín að opnast fyrir þeirri
staðreynd að í framkvæmd geta hugtökin
„frelsi" og „jafnrétti" tæplega átt samleið svo ég
vék frá villu míns vegar og gekk „frelsinu" á
hönd: „frjálsri markaðshyggju, frjálsri verslun,
frjálsu framtaki" og umfram allt „frjálsri hugsun".
Mér varð það Ijóst að ekkert af þessu hafði
kommúnisminn uppá að bjóða og þessvegna
var það -af einskærri ást á velferð sjálfs mín og
heimsbyggðarinnar - að ég hafnaði kommúnis-
manum löngu áður en hann fór úr tísku.
Nú hafa kommúnistar reyndar verið aflagðir
og eru ekki lengur til, sem betur fer.
Næst fjúka kratarnir vonandi.
Af því sem hér hefur verið sagt gætu menn
ályktað sem svo að ég sé gersamlega ósnortinn
af valdastreitunni austur í Rússíá og það er, eins
og nærri má geta, alveg laukrétt.
Þó ég sjái höfuðpaurinn þar í landi með brostin
augu á sjónvarpsskjánum, þegar hann hefur heilsu
til, berjast fyrir lífi sínu og tilveru, snertir það mig
ekki hið minnsta. Hinsvegar fylgist ég grannt með
því, úti í haga, hvort höfðinginn í hestahópnum
mínum, gamli góði reiðhesturinn minn, er að
missa þá virðingu og þau völd sem hann hefur um
árabil notið í hjörðinni.
Á því andartaki sem það skeður verður hann
umsvifalaust skotinn, framparturinn af honum
heygður með þjóðlegum serímoníum, en aftur-
parturinn sendur til Ítalíu eða á Japansmarkað til
manneldis ef það gæti orðið til að auka náttúru
og þarmeð viðkomu Japana og ítala.
Svipuð verða ef til vill örlög Jeltsins. Fram-
parturinn af honum verður sjálfsagt settur uppá
pedestal fyrir rússnesku þjóðina að hrækja og
míga á, þegar hún hefur öðlast andlegt frelsi
frjálsrar hugsunar og frjáls framtaks og vonandi
kemur afturparturinn sér vel einhversstaðar.
Sjálfur ætla ég í framtíðinni að gefa mig
óskiptan að því árvissa hugðarefni mínu að
fylgjast með hræringum á verðbréfamarkaðnum
í Mogganum og klippa arðmiðana af hluta-
bréfunum mínum, já og lofsyngja frjálsa hugsun
og frjalst framtak i leiðinm.
Að ógleymdri ráðstjórn Evrópubandalags-
þjóðanna.
Flosi Ólafsson Bergi
Ólafsvík
✓
Utivistarparadís í
undirbúningi
Framkvæmdir eru haftiar við
útívistarsvæði í Nýjadal og Tví-
steinahlíð í Olafsvík en þar er
fyrirhugað að byggja upp á næstu
árum útivistarparadís fyrir íbúa
Snæfellsbæjar og gestí þeirra.
Að sögn Hafsteins Hafliðasonar
garðyrkjustjóra var fyrsta verkið að
færa til og fjarlægja girðingar til að
gera svæðið aðgengilegra. Fót-
gönguliðar græna hersins aðstoð-
uðu við það fyrr í sumar þegar þeir
herjuðu í Snæfellsbæ. Að sögn Haf-
steins er ekki búið að skipuleggja
svæðið til fullnustu en þar er meðal
annars fyrirhugað að verði skokk-
brautir og göngustígar. „Það verð-
ur reynt að gera svæðið sem
skemtilegast en hönnun náttúrunn-
ar sjálffar verður samt sem áður
Hafsteinn Hafliöason gardyrkjufrœðingur
í Snœfellsbie.
látin njóta sín sem mest,“ sagði
Hafsteinn. G.E.
Framkvæmdir í Bjamalaug
Á næstunni verður ráðist í
framkvæmdir í Bjamalaug á
Akranesi og er búist við að laug-
in verði lokuð um tveggja
mánaða skeið af þeim sökum.
Um þessar mundir er verið að
fullvinna hönnunina en loftræsti-
búnaður laugarinnar verður endur-
nýjaður. Nemendur í Brekku-
bæjarskóla hafa sótt skólasund í
Bjarnalaug og því ljóst að öll sund-
kennsla á Akranesi fer fram í
Jaðarsbakkalaug fyrstu kennslu-
vikur skólaársins. Vonast er til að
laugin verði opnuð aftur í byrjun
nóvember. K.K.
á Hvanneyri dagana 14. og 15.
ágúst nk. bjóum við gömlum
og nýjum viðskiptavinum til
„ýtumanna
kvöldvöku'
X f f
a sumarhotelinu a Hvanneyri
nk. laugardagskvöld
Jörvi hf. HvanneyrL
J
£
Skólatöskur - mikið úrval
Skólabakpokarnir
frá Five Sfar Sporf.
Böka/ilskemman
Stillholti 16-18 Akranesi