Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.1999, Side 11

Skessuhorn - 12.08.1999, Side 11
amaaaiiBiraBW FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 11 Kristján Ciufonundsson UMSB Islandsmeistari í spjótkasti 12 ára stráka. Mynd: AHB Meistaramót 12-14 ára í frjálsum íþróttum Góður árangur Vesdendinga Meistaramót Islands, 12 - 14 ára, í frjálsum íþróttum var haldið í blíðskaparveðri í Borgarnesi um síðustu helgi. Á fjórða hundrað kepp- endur tóku þátt í mótinu og fór mótið hið besta fram. Þrjú héraðssambönd af Vesturlandi sendu keppendur á mótið og var árangur þeirra góður. Þeir vesdendingar sem komust á verðlaunapall voru: Kristján Guðmundsson UMSB 12 ára. 1. sæti í spjótkasti. Skúli Þórarinsson UMSB 13 ára: 3. sœti í kúluvarpi Snorri Þ Davíðsson UMSB 13 ára: 3. sæti í spjótkasti. Sigurkarl Gústafsson UMSB 14 ára: 1. sæti í lOOm hlaupi og 2. sæti í hástökki. Helgi Guðmundsson UDN14. ára: 2. sæti í lOOnt hlaupi, 2. sæti í 80m grindahlaupi og 2 sæti í langstökki. Einar Margeir Kristinsson UDN14 ára: 2. sæti í 800 m hlaupi. Guðni Heiðar Valentínusson HSH, 14 ára: 2. sæti í spjótkasti. Sigurkarl Gústafsson UMSB Islandsmeistari í 100 m hlaupi 14 ára stráka. Mynd: AHB Áfuigi Svta á Snorra Fyrirlestrar í he'raði á vegum Snorrastoju Karl G. Johansson, handritafrceðingur við Háskólann í Gautaborg og þýðandi forníslenskra bókmennta, mun halda fyrirlestur miðvikudaginn 18. ágúst n.k. í safnaðarsal Reykholtskirkju kl. 21.00. Fyrirlesturínn nefnist Snorrí og göticismen. jptiqrrafrftrfa y Kleppj árnsrey kj askóli Staða aðstoðarmatráðskonu við mötuneyti Kleppjámsreykjaskóla er laus til umsóknar. Laun skv. gildandi kjarasamningum. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri ísíma 4351171 eða 435 1224. Umsóknir beristfyrir 19. ágúst nk. Sofið á verðinum ÍA-Keflavík: 2-2 Skagamenn máttu enn einu sinni sjá á efitir stigum í súginn er þeir fengu Keflvíkinga í heim- sókn síðastliðið sunnudagskvöld í 12. umferð úrvalsdeildarinnar. Skagamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og greinilegt að góður árangur í síðustu tveimur leikjum heíur blásið þeim byr undir báða vængi. Heimamenn sóttu lát- laust í fyrri hálfleik og uppskáru fyrsta markið eftir aðeins átta mínútur. Brotið var á Kára Steini Reynissyni innan vítateygs þegar hann reyndi að stinga sér í gegn um vörn Keflvíkinga og Skagamenn fengu vítaspyrnu sem Sturlaugur Haraldsson skoraði úr af miklu öryggi. Eftir markið héldu Skaga- menn áffam að sækja af krafti og meðal annars skaut Kenneth Mati- hane framhjá í opnu færi. I lok fyrri hálfleiks bættu Skagamenn öðru marki við og þar var á ferðinni Stefán Þórðarson sem skoraði með skalla eftir góðan undirbúning Kára Steins og Gunnlaugs Jónssonar. I síðari hálfleik snerist dæmið við og Kelfvíkingar náðu smám saman meiri tökum á leiknum. Skagamenn slökuðu á og ætluðu greinilega að halda fengnum hlut en það fór á annan veg því Keflvíkingar jöfnuðu metin með tveimur mörkum með Sturlaugur Haraldsson skoraði fyira mark Skagamanna úr vítaspymu. skömmu millibili um miðbik hálfleiksins. Bestu menn Skagaliðsins voru þeir Kári Steinn og Smrlaugur. Grímmir Skallar Skallagrímur berst fyrir lífi sínu í 1. deild Skallagrímsmenn gerðu góða ferð til Akureyrar á föstudagskvöldið og hirtu bæði stigin úr botnslagnum. Skallagrímsmenn skoruðu eftir aðeins tíu mínúma leik og þetta eina mark dugði þeim til sigurs. Markið skoraði Guðlaugur Rafnsson úr vítaspyrnu. Skömmu síðar missm Skallarnir mann útaf er Bjarki Árna- son fékk að h'ta rauða spjaldið fyrir að handleika boltann. Skallagrímsmenn börðust eins og ljón í vörninni og náðu að halda hreinu þrátt fyrir að vera manni færri mest allan leikinn. Besti maðurinn í góðu liði Borgnesinga var Vilberg Kristjánsson markvörður. Skallagrímur er enn í botnsæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn en liðið er með 13 stig. Næstu lið fyrir ofan em KA með 13 stig og KVA með 14. Næsti leikur Skallagríms er gegn Dalvík á útivelli á fös- mdagskvöld. Dalvíkingar era í topp- baráttunni og það er því ljóst að róðurinn verður þungur fyrir Borgnesinga. 3. deildin í knattspymu Brunaliðið taplaust á heimavelli Boltafélagið Bruni hefúr ekki tapað heimaleik í 3. deildinni síðan 6. júní á síðasta ári. Á þessu tímabili hefur liðið unnið alla leiki nema einn en 11. júlí gerðu Brunamenn jafhtefli við KFS 1-1. Að sögn Magnúsar Oskars- sonar hjá Bruna hefur gengi liðisns verið vel viðunandi í sumar. „Liðið hefúr verið að Ieika ágætlega en það er hörð barátta í riðlinum þannig að eitt tap gemr skipt sköpum. Við eigum enn smá möguleika á að komast í úrslit í fyrsta skipti í fjögra ára sögu félagsins en þá verðum við að treysta á að hin toppliðin tapi stigum í síðusm tveimur umferð- unum,“ sagði Magnús. Bruni lék gegn GG í síðustu viku og vann góðan sigur, 2-1. Liðið átti síðan að leika gegn Njarðvík síðastliðinn þriðjudag á útivelli en lokaleikurinn í riðlinum er gegn Víkingi á Akranesvelli 14. ágúst. Staðan í riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir Lið Stig Njarðvík 24 KFS 22 Reynir S. 21 Bruni 19 GG 9 Þróttur Vogum 7 Víkingur Olafsvík 4 G.E. Skessuhornsmótið í knattspyrnu sem fresta varð vegna í síðasta mánuði verð æfingasvæði laugardaginn 2 næstkomandi s "'ri'/jf'oý'/f o,- ef *30 ^Oo Skessuhorn, knattspy rnudeild.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.