Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.11.1999, Blaðsíða 2
ír 2 Wí >íáaM3V0>í M y jf>A9ty-TMMH FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 . <->íi'.iefc3L.-i>. ^ntssimu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgames og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. Framkv.stjóri: Magnús Magnússon Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson Vefdeild: Bjarki Mór Karlsson Blaðomaður: Kristjón Kristjónsson Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir Silja Allansdóttir Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: ísofoldarprentsmiðja hf 430 2200 852 8598 skessuhorn@skessuhorn.is 852 4098 ritstjori@skessuhorn.is 854 6930 vefsmidja@skessuhorn.is 892 4098 kk@skessuhorn.is 430 2200 auglysingar@skessuhorn.is 431 4222 auglysingar@skessuhorn.is 431 4222 bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. 4 3 0 2 2 0 0 Dauðans Ekki er langt síðan við íslendingar lifðum sæl í þeirri trú að alvöru giæpamenn væru ekki til nema í bandarískum bíómyndum. Líkams- meiðingar og morð voru svo fátíð hér á Iandi að einstök mál voru jafnvel fréttaefiii árum saman. Þetta er Iiðin tíð og það er vart ffétt þó maður drepi mann. Á undanfömum vikum höfum við verið illilega minnt á að eitur- þfjaneysla og hrottafengið ofbeldi, sem henni gjaman fýlgir, er sá raunveruleild sem við þurfum að búa við í dag. Eiturlyfjaneysla er svosem ekld nýtt vandamál hér á landi en vandinn fer vaxandi og er orðinn meira áberandi. Eiturlyfjamarkaðurinn er bundinn sömu lögmálum og hver önn- ur viðskipti, ekki síður en um sé að ræða kommeti eða klæðin rauð. Þegar samkeppnin harðnar þarf að grípa til óvandaðra markaðsað- gerða eins og dæmin sanna. Það sem kannsld sldlur eyturlyfjamark- aðinn ffá öðrum viðskiptagreinum em innheimtuaðferðir sölu- manna ef ekki er staðið í sldlum. í fjölmiðlum að undanfömu hefúr verið greint frá brottflutningi skuldara sem ekki hafa staðið í sldlum eða em sakaðir um að “leka” upplýsingum í Iaganna verði. Skuldar- amir komast að því að þeir hafá veðsett líf sitt og limi og stefht ör- yggi sinna nánustu í hættu. Þetta vesalings fölk verður fýrir barðinu á svokölluðum handrukkurum sem svífast einskis og beita ótrúleg- ustu aðferðum við innheimtuna. Vissulega höfúm við sem búum á landsbyggðinni verið að mestu Iaus við vandamál tengd fíkniefiianeyslu. Við horfúm hinsvegar upp á þá staðreynd að vandinn er að færast nær. Sölumenn dauðans njóta góðs af bættum samgöngum ekki síður en aðrir og láta einskis óffeistað við leit sína að nýjum og fengsælum miðum. Vissulega er eðlilegt og sjálfsagt að hafá fúlla samúð með þeim sem ánetjast fíkniefiium og vinna þar með sjálfúm sér tjón. Hvað þá áhrærir, sem knúnir eru af gróðafíkninni einni saman og Ieggja líf fólks í rúst í ábataskyni, horfir málið öðruvísi við. Þeir hafá fýrir löngu fýrirgert rétti súunn og mannréttindum í mínum augum og þeim er ekki hægt að sýna snefil af umburðarlyndi. Það er nauðsyn- Iegt íslensku þjóðfélagi og reisn þess að refsingar við fíkniefiiavið- skiptum og ofbeldisglæpum þeim tengdum verði þyngdar. Reynslan sýnir okkur að þótt öflugt forvamarstarf sldli vafáh'tið umtalsverðum árangri þá duga götuskilti og ræðuhöld ekki ein og sér í baráttunni við þessum vanda. Með illu skal illt út reka. Gísli Einarsson Stöður héraðs- dýralækna veittar Gunnar Orn á förum en aðrir halda áfram Nýverið voru veittar stöður hér- aðsdýralækna á Vesturlandi sam- kvæmt nýjum lögum um dýra- fækna og heilbrigðisþjónustu við dýr. Við það fækkar héraðsdýra- læknunum um einn í kjördæm- inu. Embætti héraðsdýralækna í Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu verða nú sameinuð í eina stöðu en það var Gunnar Gauti Gunnarsson sem hreppti stöðuna. Gunnar Gauti hefur um nokkurt skeið ver- ið héraðsdýralæknir Mýrasýsluum- dæmis. Þau Rúnar Gíslason í Snæ- fellsnesumdæmi og Sigurbjörg Bergsdóttir í Dalaumdæmi verða áfram héraðsdýralæknar þessara svæða. Gunnar Öm Guðmundsson sem um árabil hefúr þjónað Borgfirð- ingum sem héraðsdýralæknir hefur fengið stöðu héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýslu og mun því vera á förum úr héraðinu. Stöðurnar eru allar veittar frá 1. desember næstkomandi. -MM Gunnar Gauti Gunnarsson Ær í fæðubót Á bænum Brekku í Norðurárdal var fýrir skömmu ær ein á bænum afvelta úti í móa. Þannig mun hún hafa verið um nokkra hríð því henni var vart hugað líf. A umliðn- um öldum hefúr ýmsum ráðum verið beitt til að hressa ær við við slíkar aðstæður. Þeim hefur t.a.m. verið gefið hafraseiði, sykurvam, lýsi eða önnur meðul. Þar sem um- ræddri á á Brekku var ekki hugað líf datt húsmóðurinni á bænum það ráð í hug að gefa ánni Herbalife, hið vinsæla og margumrædda fæðubótarefni. Tvöföldum skammti var hellt í ána og viti menn. Ærin var á nokkrum klukkutímum búin að ná sér að fullu. Það er mat manna að hér sé búið að sanna enn á ný ótrúlegan lækn- ingamátt Herbalife. Ekki fýlgir fréttinni hvort ærin hafi fengið réttindi sem sjálfstæður dreifingar- Vefur Dalanna í loftið í dag Landið, sagan, sveitin og Leifur í dag opnar sveitarfélagið Dala- byggð veglegan vef á Netinu, sem hlotið hefur nafnið „Vefur Dal- anna“. Vefurinn er bæði á íslensku og ensku, enda höfðar hann að mestum hluta til ferðamanna og annarra þeirra sem kynnast vilja landháttum og sögu Dalanna. Ei- ríksstaðafeðgum, Leifi og Eiríki eru gerð góð skil. Þeim hluta vefjarins verður sérstaklega komið á framfæri á alþjóðlega vísu enda er vefnum ætlað að leggja lóð á vogar- skálar þess kynningarátaks að gera umheiminum ljóst hver það var sem fann Ameríku og hverrar þjóð- ar hann var. Auk þess eru á vefnum fréttir og fundargerðir frá sveitarfélaginu Dalabyggð. Þá er hægt að fýlgjast með hvað er á döfinni í Dölunum og hver sem er getur skráð á vefmn fundi, skemmtanir og aðra atburði án endurgjalds. Skráningar á at- burðadagatal Dalanna færast svo með sjálfvirkum hætti í atburða- dagatal Vesturlandsvefjarins, „A döfinni", sem síðan birtist á prenti í Skessuhomi. Slóð vefjarins, sem unninn er af Vefsmiðju Vesturlands, er www.dalir.is BMK *** Keilusalur í kjallaranum íþróttanefnd Akranesbæjar hefur lagt til við bæjarráð að Keilufélagi Akraness verði heimilað að koma upp aðstöðu fýrir starfsemi sína í kjallara íþróttahússins við Vestur- götu. Bæjarráð tekur jákvætt f hug- myndina og hefur sett á laggirnar starfshóp undir stjórn íþróttafúll- trúa til að útfæra nánar framkvæmd :. Skagaleikflokkurinn hefur íot af aðstöðunni í kjallaran- )kkur ár og þarf því að huga húsnæði ef af hugmyndinni lncnl vprðnr. K.K. Lekur meira Aðfaranótt laugardagsins 20. nóvember lak ál úr keri í verksmiðju Norðuráls og er það í annað sinn á tæpum mánuði sem það gerist. Á bil- inu 6 til 8 tonn af áli láku nið- ur í kjallarann undir kerskál- anum en starfsmenn voru aldrei í neinni hættu. Eins og síðast verður álið hreinsað upp og endurtmnið. Gert er ráð fýrir kerleka sem þessum fjórum til fimm sinnum á ári. Að sögn Ragnars Guð- mundssonar framkvæmda- stjóri fjármála- og stjórnunar- sviðs er það ekkert óeðlilegt þó að leld komi fram með stuttu millibili þótt menn kysu að slíkt gerðist ekki. “En þetta gerist og við því er ekkert að segja” sagði Ragnar Guð- mundsson. K.K. Löggustöðin boðin út um áramót Reiknað er með að breyt- ingar- á lögreglustöðinni í Snæfellsbæ og aðstöðu sýslu- fulltrúa verði boðnar út um áramót. Lögreglan og sýslu- fulltrúi hafa ffarn til þessa haft til umráða neðri hæð hússins að Ólafsbraut 34 í Ólafsvík. Á efri hæðinni var skrifstofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík en nú hefúr það húsnæði verið rýmt og þar verða skrifstofur lög- reglunnar og sýslufulltrúa. Neðri hæðinni verður breytt í bílageymslu og þar verða fangaklefarnir áfram auk bún- ingsaðstöðu og fieira. Ekki liggur fýrir hvenær endurbætt lögreglustöð verður tekin í notkun. GE Enn skemmt í Skóg- ræktinni Starfsmaður Öryggisþjón- ustu Vesturlands tilkynnti til lögreglunnar á fimmrndags- kvöld í síðustu viku að fána- stöng hefði verið skemmd í skógræktinni á Akranesi. Þeg- ar starfsmaðurinn kom á vett- vang var þar fýrir hópur ung- menna sem forðaði sér á brott í bifreið en starfsmaðurinn náði bílnúmerinu. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem skemmdarverk eru unnin í Skógræktinni. Að sögn Svans Geirdal yfirlögregluþjóns hef- ur enginn verið kærður en unnið er að rannsókn málsins. “Þessum skemmdarverkum verður að linna og við mun- um sjá til þess,” sagði Svanur Geirdal. K.K. í leyíi frá bæjarstjóra A síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar var lagt fram bréf frá Ándrési Konráðssyni bæjarfúlltrúa Sjálfstæðisflokks þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn vegna anna til ársloka árið 2000. Eins og fram hefur komið í Skessuhomi hafa verið um- talsverð afföll af bæjarfulltrú- um í Borgarbyggð og er farið að saxast á framboðslistana. Andrés kom inn í bæjarstjórn fýrir Óla Jón Gunnarsson síð- astliðið vor. Næsti varamaður Sjálfstæðisflokks er Helga Halldórsdóttir og tekur hún væntanlega sæti Andrésar. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.