Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.1999, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 25.11.1999, Blaðsíða 20
i *\ BORGARNES tQlAPÓTEK sími 437 1 168 Bakvakt 437 1 180 www.simnet. is/apotek Leiðandi í Uýu lyfaíoedi & VeftuUúHÖi ÆíilflKol 15% afsláttur af hreinsun á gardínum í nóv. Borgarbraut 55, Borgarnesi. S: 4371930 SJOVAnjirTALMENNAR Borgarbraut 61,310 Borgarnesi. S: 4371040 Agi og agaleysi Dluga Foreldrafélag Grundaskóla á Akra- nesi stóð fyrir fundi um aga og agaleysi á mánudagskvöld. Fyr- irlesari á fundinum var Illugi Jökulsson og sagði hann áheyrend- um frá hugmyndum sínum um aga og aga- leysi í ljósi eigin reynslu, bæði úr upp- vexti sínum og reynsl- trnni af því að ala upp barn en hann á tíu ára gamla dóttur. Illugi greindi m.a frá “Pitsu- málinu” svokallaða þegar 12 ára gamall drengur var skikkaður til að brjóta saman pappakassa á pitsustað í Reykjavík til að bæta Grundaskóla á fyrir tjón sem hann olli með símaati og 111- ugi gerði að umtalsefni í einum af landsfrægum útvarpspistlum sín- um. Sagði hann hugmyndir sínar um aga vera æði mótsagnakenndar og væri hann vissulega fylgjandi aga en án agaleysis yrði engin sköp- mánudagskvöld. Mynd: K. K. un. Hann sagðist því einnig vera hlynntur agaleysi og því fylgjandi óþekkt upp að vissu marki - eins og þeir vita sem hlusta á útvarp. Fjörugar umræður urðu á fundin- um sem var vel sóttur. K.K. Mannbjörg út afRifi Víðir KE fékk á sig brot Víðir KE 101 fékk á sig brotsjó skammt út af Malarrifi á Snæ- fellsnesi á þriðjudag og sendu skipverjamir tveir sem um borð vom frá sér neyðarkall. Bátar sem voru að veiðum á svæðinu hófu þegar leit að Víði KE. Þyrla Landhelgisgæslunnar var lögð af stað en laust fyrir klukkan 12 fann Jón Gunnlaugs GK 444 bátinn og sneri þyrlan því til Reykjavíkur á nýjan leik. Jón Gunnlaugs fylgdi síðan Víði til hafnar á Arnarstapa. Aðalsteinn Björnsson stýrimaður á Jóni Gunnlaugs sagði í samtali við Skessuhorn að leiðindaveður hefði verið á svæðinu og þegar Víðir fékk á sig brotið hefði gluggi í stýr- ishúsinu brotnað og öll tæki farið úr sambandi. K.K. Hin aldraða, eyúslufreka enfengsœla lögregiubifreiö í Sncefellsbæ. Mynd: GE Lélegur löggubíll Lögreglumenn Snæfellsbæjar eru ósáttir við þann bifreiðakost sem þeir þurfa að búa við. Lögregl- an á Snæfellsnesi hafði þar til fyrir skömmu fimm bíla til umráða, þar af tvo í Olafsvík en nú eru þeir að- eins þrír. I Ólafsvík voru Nissan Patrol og Econoline en þeir voru fluttir annað og í staðinn kom Sub- urban árgerð 1988 með bensínvél sem eyðir um 44 lítrum á hundrað- ið. “Þetta er það sem við þurfum að treysta á við öll okkar störf, hvort sem er við hefðbundið eftirlit eða til að flytja fanga og lík. Fólkið hér treystir á að þessi þjónusta sé í lagi en til þess að svo megi verða þarf öruggan bíl,” sagði lögregluþjónn í Ólafsvík í samtali við Skessuhom í síðustu viku. A lögreglustöðinni í Ólafsvík em að jafnaði tveir lögregluþjónar á vakt í einu en aðeins einn í Grund- arfirði og Stykkishólmi. Það hefur því færst í vöxt að hlutverk Ólafs- víkurlögreglunnar sé að sinna hefð- bundnu eftirliti og því em lög- reglumennirnir undrandi á að ell- efu ára gamall eyðsluhákur skuli vera mest notaða lögreglubifreiðin. Þess má hér til gamans geta að á ögurstundum á ritstjóri Skessu- horns það til að “kitla pinnann” á ritstjórabíl sínum. Þegar hann hafði tekið þessa frétt í Ólafsvík sl. föstudag auk myndar af umræddum lögreglubíl var hann stöðvaður fyr- ir of hraðan akstur á leið sinni suð- ur í Borgarfjörð. Og viti menn. Lögreglubíllinn sem þar var á ferð- inni var hinn eini og sanni lög- reglubíll sem um ræðir af Suburban gerð. GE/MM Borð og 6 stólar 98.600,- Skenkur 79.800,- Glerskápur 79.800,- Spegill 19.800,- VERZLUNIN SKOLABRAUTI AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.