Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.1999, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.11.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 Björgunarskólinn á Gufuskálum tekinn til starfa Vekur athygli Segir Ingi Hans Jónsson “Það var ekki annað að sjá en menn væru stórhrifnir af því sem hér er að sjá,” sagði Ingi Hans Jónsson eftir formannafund Slysavamafélagsins Landsbjargar sem haldinn var á Gufuskálum um síðustu helgi. Formenn björgimarsveita alls staðar að af landinu vora mættir á þennan fyrsta fund eftir sameiningu Landsbjargar og Slysavamarfé- lags Islands og í leiðinni kynntu þeir sér aðstöðu björgunarskól- ans á Gufuskálum. Segja má að starfsemi þjálfunar- búðanna hafi hafist fyrir alvöru um helgina en þá var stærstur hluti að- stöðunnar tekinn í notkun. Fyrsta námskeiðið var hinsvegar haldið fyrir hálfum mánuði. Það bar yfir- skriftína “Wilderness first respons” eða skyndihjálp í óbyggðum og er bandarískt að uppruna. Að sögn Inga Hans var þetta í fyrsta sinn sem farið er með þetta námskeið út fyrir Bandaríkin. Miklar framkvæmdir Að undanförnu hafa iðnaðar- Pdlmar Einarsson við smíðar íþjálfunarbúðunum r V SÁÁ auglýsir eftir matráðskonu/manni í eldhúsid aS Staðarfelli. Upplýsingar gefur staáarhaldari í síma 434 1291 lngi Hans og mmn hans leggja lokahönd á Gufuskálum umhverfið upp á einhverjar þær fjölbreyttustu aðstæður sem völ er á tíl slíkra nota. Við höfum Snæfells- jökulinn nánast á hlaðinu, úfið hraun með gjótum og hellum og klettótta sjávarströnd svo eitthvað sé nefnt.” Áhugi erlendis Að sögn Inga Hans liggja nú þeg- mdirbúning fotTnannafundarins á á Gufuskálum vakið verðskuldaða athygli. Ingi Hans sagði að erlendir aðilar hefðu sýnt staðnum mikinn áhuga og heillast af öllum þeim möguleikum sem búðirnar sjálfar og hið stórbrotna umhverfi hefði upp á að bjóða. Sagði hann að mikl- ar vonir væru bundnar við samstarf og þjónustu við útivistar- og björg- unarfólk ffá öðrum löndum. GE Starfsmenn Slysavamafe'lagsins Landshjargar í afgreiöslu þjálfimarbú5a?ma. menn unnið hörðum höndum við að endurbæta húsakynni á Gufu- skálum og sníða að þörfum björg- unarskólans en hann hefur tíl um- ráða megnið af þeim húsakosti sem tilheyrði Lóranstöðinni sem lögð var niður fyrir 4 árum. I annarri af tveimur íbúðablokkum á staðnum hefur verið gerð fyrsta flokks gisti- aðstaða fyrir um 80 manns en hin verður tekin í gegn á næstunni og þar verður boðið upp á svefnpoka- pláss. I heild verður hægt að bjóða upp á gistingu fyrir hátt á annað hundrað manns. Þá hefur verið inn- réttuð gestamóttaka og matsalur í messanum svokallaða og tvær stór- ar skemmur á staðnum hafa verið tæmdar og verður þar útbúin að- staða fyrir verklega og bóklega kennslu. sem unnið hefúr að undirbúningi björgunarskólans ffá upphafi. “Fyr- ir utan þá aðstöðu sem er búið að koma upp og verður útbúin í húsa- kynnum þjálfunarbúðanna býður ar fyrir drög að starfseminni á Gufúskálum fyrir fyrstu átta mán- uði næsta árs. Sagði hann útlit fyrir góða nýtingu á skólanum enda hefði sú aðstaða sem fyrir hendi er Með því besta I þjálfúnarbúðunum á Gufuskál- um verða haldin námskeið á vegum björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og einnig er fyrirhug- að að björgunarsveitir landsins og hinir ýmsu aðilar sem koma að al- mannavörnum, s.s. slökkvilið og lögregla geti notað aðstöðuna fyrir þjálfun á sínum vegum. “Aðstaðan á Gufúskálum verður með því besta sem völ er á til þjálfunar og kennslu í heiminum í dag,” sagði Ingi Hans Hátíð eldriborgara í Grundarfirði Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar Félag eldri borgara í Grundarfirði hélt árlega skemmtun fyrir eldri borgara á Snæfellsnesi laugar- dagskvöldið 13. nóvember sl. í Samkomuhúsi Grund- arfjarðar. Skemmtun sem þessi hefur verið haldin að hausti til í nokkur ár og færist hún milli þéttbýl- iskjarnanna á Nesinu. Nú var röðin komin að Grund- firðingum að halda hana. Um 140 manns sótti skemmtunina en hún hófst með sameiginlegu borð- haldi þar sem félagasamtök voru í þjónshlutverki. Kvenfélagið - Lion og Rauða krossdeildin sáu um að framreiða og bera á borð gómsætt lambakjöt með tilheyrandi meðlæti. Og á effir fengu allir kaffi og Bessastaðatertu. Skemmtíatriði voru af ýmsum toga; hljóðfæraleikur, upplestur, gamanmál og söngur og meiri söngur. Á eftir var slegið upp balli og dansað til kl. eitt effir miðnætti. Það var á eldri borgurum að heyra að þeir hefðu skemmt sér konunglega. GK. Frá samkomunni í Grundarfirði. Mynd: GK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.