Skessuhorn - 23.03.2000, Page 1
Reykholtsdalur:
Heilsugæslan
lögð niður
Á fundi Heilsugæslustöðvarinn-
ar í Borgarnesi í síðustu viku var
samþykkt að leggja niður starfsemi
stöðvarinnar í Reykholti frá og
með 1. apríl n.k. I Reykholti hefur
verið rekin heilsugæsla með opn-
unartíma tvisvar í viku í tæp tvö ár
en áður hafði sú starfsemi verið að
Kleppjárnsreykjum.
Að sögn Þórunnar Gestsdóttur
sveitarstjóra í Borgarfjarðarsveit
kemur þessi ákvörðun til af því að
sú þjónusta sem boðið hefúr verið
upp á er lítið nýtt af íbúum sveitar-
félagsins sem skipta frekar beint við
heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Þá
hefur Hótel Reykholt sagt upp
leigusamningi vegna húsnæðisins
og því var þessi ákvörðun tekin.
Hreppsnefhd Borgarfjarðarsveitar
ályktaði hinsvegar á síðasta fundi
sínum vegna málsins og harmar
þessi endalok stöðvarinnar í Reyk-
holti. GE
Foreldrar frá-
leitthættir
Þrátt fyrir að skólanefnd hyggist
standa fast við ákvörðun sína um að
mæla með lokun leikskólanna á
Akranesi í tvær vikur í sumar, eru
foreldrafélög leikskólanna fráleitt
hætt að berjast fyrir því að frá þeirri
ákvörðun verði fallið. I niðurstöðu
könnunar sen foreldrafélögin létu
gera um viðhorf foreldra til lokunar
kemur fram að 70% foreldra er
andvígur lokun. Nokkur munur er
á milli leikskólanna; á Garðaseli eru
78% andvígir, á Vallarseli 50%, og
á Teigaseli 77%. Einnig kemur
fram í könnuninni að aðeins 22%
foreldra á Garðaseli getur valið
sumarleyfistíma sinn, 30% á Vallar-
seli og 24% á Teigaseli. Á þessu sést
að talsverð fylgni er á milli þessara
svara. í bréfi leikskólafulltrúa til
foreldra þann 16. mars er áætlað að
Teigasel verði lokað ffá 3. júlí til
14. júlí, Vallarsel frá 10. júlí til 21.
júlí og Garðasel frá 17. júlí til 28.
júlí. I bréfinu kemur einnig fram að
leikskólastjórar þurfi að hafa upp-
lýsingar um sumarleyfistíma barna
um mánaðarmótin apríl/maí. For-
eldrar sem ekki geta ráðið sumar-
leyfistíma sínum geta því þurft að
sætta sig við að börn þeirra þurfi að
vistast á tveimur leikskólum til að
brúa bilið vegna lokunarinnar. For-
eldrafélög leikskólanna telja þessi
úrræði óviðunandi og hafa sent
bæjarráði bréf þar sem ákvörðun
þessari er mótmælt.
PO
Hestur og haf. Myndin var tekin á Snæfellsnesi fyrir skömmu. Mynd: GE