Skessuhorn - 23.03.2000, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
oa£Saunu.~
Ungoir Skagamaður í stúdentapólitákinm
Ungt fólk virðist ánetjast
höfiiðborginni
segir Eiríkur Jónsson nýkjörinn formaður Stúdentaráðs Háskólans
Ungur Skagamaður, Eiríkur
Jónsson, var kjörinn formaður stúd-
entaráðs Háskóla Islands þann 15.
mars síðasdiðinn í kjölfar kosninga-
sigurs Röskvu, samtaka félags-
hyggjufólks við Háskólann. Eiríkur
útskrifaðist sem stúdent frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands árið 1997
og dúxaði í sínum árgangi. Eiríkur
er sonur hjónanna Jóns Hálfdánar-
sonar eðlisfræðings og Kristínar
Steinsdóttur rithöfúndar. Blaða-
maður Skessuhorns ræddi við Eirík
um hið nýja embætti, stúdentapóli-
tíkina menntun landslýðs og fleira.
Eiríkur er með yngri mönnum til
að vera kjörinn formaður stúdenta-
ráðs en hann er aðeins tuttugu og
þriggja ára gamall og er á þriðja ári
í lögffæði. Hann tekur sér ársfrí frá
námi og vinnur fúlla vinnu á skrif-
stofu stúdentaráðs enda ekki lítíð
starf að leiða hagsmunabaráttu
6600 háskólanema. Eiríkur er þó í
góðum félagsskap því hann er ekki
eini Vestíendingurinn í Stúdenta-
ráði. Þar er einnig Hulda Birna
Baldursdóttir ffá Akranesi sem var í
2. sæti á lista Vöku. Skagamenn
eiga því tvo fulltrúa af tuttugu og
tveimur í ráðinu sem cr ekki slæmt
hlutfáll.
Á kafi í félagsmálum
Það er hvorki frumlegt né nýstár-
legt að hefja viðtal við nýkjörinn
formann á því að spyrja hvernig
embættið leggist í hann en hefðar-
innar vegna skal það gert. “Það get-
ur ekki annað en lagst vel í mig
enda væri ég ekki að gefa mig í
þetta ef ég hefði ekki áhuga á starf-
inu. Ég vissi líka fullvel hvað ég var
að fara út í þar sem ég er búinn að
sitja eitt ár í stúdentaráði. Kjör-
tímabilið er tvö ár en kosið árlega
og yfirleitt kemur formaður stúd-
entaráðs úr hópi þeirra sem kosnir
voru árið áður, það er að segja af
þeim lista sem hefur meirihluta
hverju sinni. Ég er líka búinn að
vera í sextíu prósent starfi hér á
skrifstofunni í tæpt ár og þekki því
starfið nokkuð vel.”
Eiríkur er ekki ókunnugur póli-
tíkinni og hefur verið á kafi í félags-
málum frá rennblautu barnsbeini
eins og hann segir sjálfur. “Pólitíska
reynslu hef ég úr starfi Stíganda, fé-
lags ungra vinstrimanna á Akranesi
en ég var einn af stofnendum þess
félags og fýrsti formaður þess. Síð-
an var ég í níunda sæti á lista Sam-
fylkingarinnar á Vesturlandi fyrir
síðustu Alþingiskosningar. Ég hef
lengi haft mikinn áhuga á pólitík og
þjóðmálunum yfir höfuð og er alinn
upp við slíka umræðu. Faðir minn
var um tíma í bæjarstjórn fyrir
ffamsóknarflokkinn á Skaganum og
því var pólitíkin gjarnan á matseðl-
inum heima.”
Eiríkur segir að sú reynsla sem
hann búi mest að sé þó án efa að
hafa tekið virkan þátt í félagslífinu í
Fjölbraut á Akranesi en þar var
hann formaður Nemendafélagsins
einn vetur. “Nemendafélagið heima
er mjög sterkt, óvenju sterkt held
ég og ég vona að það haldist þan-
nig. Félagslífið er að mínu mati ;
ómetanlegur hluti af náminu en
samt sem áður mjög vanmetinn
þáttur. Það fólk sem ég er að starfa
með í stúdentaráði hefur í flestum
tilfellum mikla reynslu af félagslífi í
framhaldsskólum og sú reynsla
kemur víðar að notum og stendur
með fólki alla ævi.”
Að læra til ráðherra
Svo vikið sé aftur að starfi for-
mannsins þá segir Eiríkur að því
fylgi mikil vinna enda starf samtak-
anna víðtækt. “Stúdentaráð á lítið
skylt við nemendafélög framhalds-
skólanna. Hlutverk þess er mun lík-
ara hlutverki stéttarfélaga. Stúd-
entaráð á að reka hagsmunabaráttu
fyrir stúdenta og gæta réttar þeirra
innan skólans. I því felast meðal
annars samskipti við Lánasjóðinn
og rekstur réttindaskrifstofu sem
annast kærumál fyrir nemendur auk
þess að veita margskonar þjónusm
aðra. Við erum tveir í fullu starfi,
formaður og framkvæmdastjóri.
Framkvæmdastjórinn sér um dag-
legan reksmr en hlutverk formanns
er að hafa samskipti við stjórnvöld,
skólayfirvöld og fleiri aðila. Þetta er
vissulega erfitt og krefjandi starf en
jafnframt mjög spennandi og gef-
andi fyrir mig persónulega.”
Oft hefur verið talað um að stúd-
entaráð Háskólans sé stökkpallur
inn í landsmálapólitíkina og einnig
hefúr lögfræðimennmn ekki þótt
spilla fyrir verðandi stjórnmála-
mönnum. Því verður ekki hjá því
komist að spyrja formanninn unga
hvort hann sé að læra til ráðherra.
“Það er allavega ekki opinbert
markmið,” segir Eiríkur og hlær.
“Ég gaf kost á mér í þetta embætti
fyrst og ffemst vegna áhuga á því
sérstaklega en pólitískt framhaldslíf
er eitthvað sem ég er ekki farinn að
velta fyrir mér. Þegar kjörtímabil-
inu lýkur æda ég síðan að einbeita
mér að því að verða góður lögfræð-
ingur. Lögfræðin er vissulega
standard menntun hjá ráðherrum
sjálfstæðisflokksins en þar er ég öf-
ugu megin við strikið svo það rímar
ekki saman í mínu tilviki.”
Sveltur til hlýðni
Aðspurður um sín helstu barátm-
mál segir Eiríkur að þar sé Lána-
sjóðurinn að sjálfsögðu númer eitt
en þar hefur hann setið í stjóm síð-
astliðið ár. “Við viljum hækkun
námslána og það sem fyrst. Náms-
lánin í dag duga ekki til framfærslu
og tryggja þannig ekki jafnrétti til
náms eins og þau eiga að gera.
Einnig setmm við bætta aðstöðu
nemenda mjög á oddinn í kosn-
ingabarátmnni, enda virðast stjórn-
völd ekki hafa gert sér grein fyrit
hinni miklu nemendafjölgun í Há-
skólanum undanfarin ár. Háskólinn
býr við afar þröngan húsakost og
bóka- og tímaritakostur skólans er
farinn að dragast afrnr úr.. Ég legg
áherslu á að húsnæðismál skólans
verði leyst sem fyrst til frambúðar
og einnig vildi ég sjá framkvæmdar
ýmsar bráðabrigðaaðgerðir til að
nýta plássið betur. Kennsluna þarf
að bæta og auka aðhald að kennur-
um. Ég tek það fram að ég tel há-
skólann að mörgu leyti góðan þótt
það sé misjafnt milli deilda hvar
menn standa. Ég hef hinsvegar
verulegar áhyggjur af því fjársvelti
sem skólinn er í. Sú menntastefna
sem menntamálaráðherra hefur
rekið er afar hætmleg. Hans mark-
mið virðist vera að svelta skólann til
hlýðni. Hér á landi er mun lægri
upphæðum veitt til framhalds-
mennmnar en á hinum Norður-
löndunum. Þá verður umræðan um
skólagjöld sífellt meira áberandi og
það finnst mér verulega óhugnan-
legt. Við munum berjast gegn þeir-
ri óvæm með kjafti og klóm,” segir
Eiríkur.
Landsbyggðarmaður
Þegar talinu er vikið aftur upp á
Skaga segir Eiríkur að Skagamenn
búi að mörgu leyti mjög vel að
menntamálum. “Ég held að FVA sé
að mörgu leyti mjög góður skóli og
ég veit mörg dæmi um að fólk úr
FVA er að standa sig mjög vel hér í
Háskólanum.” Hvað varðar líf eftir
nám segir Eiríkur að aðstæður fyrir
fólk með langskólamenntun á Akra-
nesi séu að breytast. “Ég held að
innan skamms tíma verði það ekki
vandamál fyrir fólk með háskóla-
menntun að setjast að á Akranesi.
Framboð á störfum fyrir langskóla-
gengið fólk er stöðugt að aukast á
Akranesi og síðan er það orðinn
leikur einn eftir að göngin komu að
búa á Akranesi en stunda vinnu í
Reykjavík. I dag er ég staðráðinn í
að fara beint út á land þegar ég er
búinn í námi enda er ég lands-
byggðarmaður í mér. Hinsvegar
held ég að það sé ekki aðallega
spurningin um atvinnu sem heldur
fólki í Reykjavík eins og margir
halda. Ég finn það hjá mörgu fólki
sem er búið að vera hér í nokkur ár
við nám eða störf að því finnst lífið
vera í Reykjavík og hvergi annars
staðar. Það ánetjast höfuðborginni
ef svo má að orði komast. Margir
þeirra sem eru aldir upp í bænum
eða hafa lifað hér stóran hluta af
sínum unglingsárum halda að þeir
Eiríkur Jónsson
séu að missa af svo miklu ef þeir
færa sig upp fyrir Elliðaárnar en
fyrir mér er því þveröfugt farið. Ég
nota hvert tækifæri sem gefst til að
skreppa heim og slappa af og kem
síðan endurnærður til baka.”
Halda í sérstöðuna
Þótt Hvalfjarðargöngin hafi
breytt mörgu til hins betra að mati
Eiríks kveðst hann vona að þau
breyti Akranesi ekki í svefnbæ. “Sú
hætta er að sjálfsögðu fyrir hendi og
ef það verður fer ég eitthvað lengra
þegar ég losna úr Reykjavík. Ná-
lægðin við höfuðborgina má ekki
draga úr bæjarbragnum. Það er
meðal annars hætt við að menning-
arlíf og skemmtanalíf verði í höfuð-
borginni, sérstaklega það sem snýr
að ungu fólki. Það er hægðarleikur
að fylla bílana og bruna í gegnum
göngin í bíó eða á ball. Það má
hinsvegar ekki gerast því hvert pláss
á að halda dauðahaldi í sína sér-
stöðu og sitt menningar- og
skemmtanalíf,” segir Eiríkur Jóns-
son formaður Stúdentaráðs að lok-
um. GE
Akraneskaupstaður
Auglýsing um útbóð:
LJTBOÐ
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðiun
í endurbætur klæðninga við C-hluta
Grundaskóla.
Um er að ræða endumýjun
stálklæðninga utan húss og
loftaHæðninga innanhúss.
Ytri klæðningarflötur er um 1400 m2
loftaklæðningar eru um 640 m2.
Útboðsgögn eru tekin til afgreiðslu á
Almennu verkfræði- og teiknistofunni
ehf., Landsbankahúsinu við Suðurgötu,
gegn 5.000,- kr greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sama stað,
fhnmtudaginn 30. mars kl. 14:00, að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.
n
Byggingar- og
skipulagsstjóri
Kynningarftmdur SME
Átak um aukna sókn ís-
lenskra fyrirtækja í áætlun Evr-
ópusambandsins um Smáar og
Meðalstórar Einingar (SME)
Fimmtudaginn 23. mars 2000
kl. 13:00 verður haldinn kynning-
arfundur í Mótel Venus í Hafnar-
skógi þar sem kynnt verður SME-
áætíun ESB.
Markmið þessa átaks er að auka
sókn íslenskra aðila í SME-áætl-
anir ESB og nýta þá möguleika
sem bjóðast. Að íslenska átakinu
standa:
Aflvaki hf., Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins, Byggðastofnun,
þróunarsvið, Rannís, Hringur hf.,
Samtök iðnaðarins, Iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið, Utflutnings-
ráð og Hörður Jónsson ráðgjafi.
Dagskrá fúndarins:
1. Markmið og skipulag ntaksins
2. Skipulag 5. rammaátetlunar og
staðsetning SME-átaks
3. Umsóknarfrestir í SME-átakinu
4. Umsóknareyðublað, stutt yfitferð
og kynning
5. Hlutverkaskipting aðila
6. Svæðisbundin nýsköpun, auglýsing
eftir verkefnum
7. Mögideikar jýrirtœkja á svæðinu
til þátttöku í SME-áætlun ESB
8. Staða rannsókna og nýsköpunar á
svæðinu
9. Besta aðferð við kynningu á
SME-átakinu meðal fyrirtækja á
svæðinu
Kynningin mun standa frá kl.
13:00 til 15:30.
AtvinnuráðgjöfVesturlands
hvetur fulltrúa framsækinna fyrir-
tækja og stofnana sem vinna með
fjármál, menntun, tækniþróun og
tengd málefni og þá lykilaðila sem
hafa áhrif á þróun atvinnulífs að
mæta á þennan fund og kynna sér
þetta átak.
(FRÉTTATILKYNNING)