Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2000, Síða 6

Skessuhorn - 23.03.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 gHSSUHÖBH Sem liður í æfmgastarfi björgunarfólks á Akra- nesi var njlega settur var á svið harður árekstur á gatnamótum Garða- grundar og Víkur- brautar á Akranesi. Sjúkraflutningamenn, læknar og slökkvilið voru mætt á staðinn. í Bjamalaug Af œftngu í Bjamalaug Lifðu Það telst víst seint til tíðinda að Skagaleikflokkurinn á Akranesi skuli ætla að frumflytja nýtt íslenskt verk því hann hefur frumflutt þau ófá á undanförnum árum. Má þar m.a. nefha Kvásarvalsinn eftir Jónas Amason, Mark eftir Bjarna Jónsson og Tívolí eftir Steingrím Guðjóns- son og Guðjón Sigvaldason. Þó er til þess að taka að þessa dagana standa yfir æfingar á all óvenjulegu nýju íslensku leikriti hjá Skagaleik- flokknum sem frumsýnt verður 1. apríl nk. Verkið heitir Lifðu og er eftir Kristján Kristjánsson en það er annað leikverk hans sem er sérstak- lega samið fýrir leikara Skagaleik- flokksins. Fyrir nokkrum árum frumflutti flokkurinn leikritið Alltaf má fá annað skip eftir Krist- ján. Það sem helst gerir þessa sýningu frábrugðna því sem leikhúsgestir eiga að venjast er sjálfúr sýningar- staðurinn því verkið verður sýnt í gömlu innisundlauginni á Akranesi, Bjarnalaug við Laugarbraut. Ekki er talið ráðlegt að ljóstra miklu upp um innihald verksins að svo stöddu en í stuttu máli fjallar það um ferð þriggja manna í bát- kænu yfir fjörð einn mildan þoku- dag fýrir margt löngu síðan. Með hlutverk mannanna þriggja fara Garðar Geir Sigurgeirsson, Gunn- ar Sturla Hervarsson og Hermann Guðmundsson. Höfundur leikstýr- ir og tónlist við verkið samdi Orri Harðarson en Orri setti einnig saman músík við Alltaf má fá annað skip. PO Gestir á konukvöldi Konukvöld á Breiðinni Körfuknattleiksfélag Akraness efndi til konukvölds á Breiðinni á laugardaginn. Rúmlega 100 konur sóttu skemmtunina sem var vel heppnuð í alla staði. Kynnir kvöldsins var Dúi Land- mark, en hann hljóp í skarðið á síðustu stundu fyrir starfsbróður sinn Sigmund Erni Rúnarsson. Keppendur úr Fegurðarsam- keppni Vesturlands sýndu fatn- að, Kristjana Jónsdóttir sýndi förðun og hinn stórkostlegi Berþór Pálsson söng við góðar undirtektir viðstaddra. PO Fimmtubekkir Brekkubæjarskóla. Sjávarlist: Opnunarhátíð Opnunarhátíð verkefhisins Sjá- varlist, veiðar, vinnsla, samfélag var haldin í Bíóhöllinni á Akranesi laugardaginn 18. mars s.l. Flutt var fjölbreytt dagskrá sem gefur tóninn fyrir hina fjölmörgu spennandi viðburði er verða á dagskrá Sjávarlistar það sem eftir lifir árs. Birna Gunnlaugsdóttir setti hátíði- na, nemendur úr báðum grunnskólum Akraness flutfu atriði, Kvennakórinn Ymur, Sönghópurinn Sólarmegin og Inga Bachman komu fram auk fleiri listamanna af Akranesi. Kynnir vár Jósef H. Þorgeirsson. PO Glaðar ptur á góugleði Góugleði hjá Gleym mér ei Það var mikið um dýrðir á Góu- gleði kvenfélagsins Gleym-mér-ei sem haldin var í Krákunni á Grundarfirði um síðustu helgi. Þema kvöldsins var hárskraut og mættu konurnar því með hinar margbreytilegustu hárskreytingar. Veitt voru verðlaun fýrir frumleg- ustu hárskreytinguna og þau hlaut Mjöll Guðjónsdóttir fýrir skreyt- ingu sína sem hún nefndi „Til sjávar og sveita“. Voru þar á ferð gömlu góðu hárrúllurnar en til skrauts voru fjaðrir og roð. Eftir borðhald og skemmtiatriði þar sem ma. Kvenfélagskórinn söng, lék Krákubandið fýrir dansi fram á nótt. Karlar fengu að líta inn um miðnættið. GK

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.