Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2000, Síða 10

Skessuhorn - 23.03.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 úX39Unu>. Leiklistin á miklum vinsældum að fagna hérlendis og fjölmörg áhugaleikhús hafa unnið stórvirki á undanförnum árum með upp- færslum á verkum sem samkvæmt öllum'reiknireglum ættu að vera þeim gjörsamlega ofviða. Þó hafa mörg þessi stykki öðlast ótrúlegar vinsældir og sumir leggja mikla áherslu á að sjá sem flestar af þess- um áhugamannauppfærslum og er þó síst dregið úr gildi atvinnuleik- húsanna. Jón Pálmason á Akri mætti kunningja sínum sem var á hraðferð og hafði keypt sér miða á leiksýninguna “Konur annarra “. Sá taldi sig ekki mega vera að tala við Jón og varð það tilefni eftirfar- andi vísu: Flýti ég mér ogfer af stað fylltur glastum vonum. Eg hef keypt mér aðgang að annarra manna konum. Sá ágæti snærisþjófur af Skaga, Jón Hreggviðsson, hefur orðið einhver þekktasta persóna sem Halldór Laxness skapaði, ásamt nafna mínum í Sumarhúsum og mikið lán er það fyrir íslenskar bókmenntir að bindivélar skuli ekki hafa verið þekktar á hans tím- um enda hefði hann þá aldrei stolið snærinu og Islandsklukkan aldrei verið skrifuð. Eftirfarandi vísa er þó alls ekki um hann og raunar veit ég hvorki um höfund né yrkisefni með vissu en hef grun um að vísan sé húnvetnsk að upp- runa: Mannorð skófafmörgum þar, mjög úr hófi svikull var, hórdómsbófi hrekkjasnar, hófuðþjófur sýslunnar. Kaupfélag nokkurt á Norður- landi hafði á skömmtunarárunum eignast talsvert af byggingarefni og um svipað leyti var kaupfélags- stjórinn að byggja sér íbúðarhús. Glöggir menn þóttust sjá merki þess að byggingarefni Kaupfélags- ins rýrnaði óeðlilega en ekki virtist neinn skortur á því sem þurfti til húsbyggingar kaupfélagsstjórans. Málið var tekið fyrir á kaupfélags- fundi og kosin nefhd til að rann- saka málið og var kaupfélagsstjór- inn formaður hennar. Eftir marga og stranga fundi og rannsóknir skilaði nefndin áliti og komst að þeirri einróma niðurstöðu að ekk- ert hefði horfið og var málið þar með fallið um sjálft sig. Þorvaldur Þórarinsson á Hjaltabakka orti af þessu tilefni: Að allra dómi ekkert hvarf, eyddi skóm á verði, eftir rómað œfistarf eignaðist Frómagerði. íbúðarhús kaupfélagsstjórans var eftir þetta nefnt Frómagerði í daglegu tali. Það mun hafa verið eftir kaupfélagsfund en þó líklega ekki þann sama sem Olafur Sigfús- son í Forsæludal orti: Ég heffundi átt í dag meðýta kindum. Alsjáandi á eigin hag en annars blindum. Efalaust hafa þó allir þessir um- ræddu sómamenn komist án mik- illar fyrirhafnar gegnum vega- bréfaeftirlit sankti Péturs enda til lítils að afla auðs hérna megin grafar verði hann mönnum gagns- laus hinumegin. Það er hinsvegar alltaf notaleg tilfinning fyrir þá sem vita af einhverjum sem hugsar til þeirra líkt og kerlingin í “Gull- na hliðinu” hugsaði til Jóns en svo er nú ekki með alla. Þorvaldur Þórarinsson (Olli) á Hjaltabakka kvað: Það er alveg augljóst mál afþví sem er liðið, að enginn kastar Olla sál inn um Gullna hliðið. Sagan um Galdra Loft hefur orðið meðal þekktari íslenskra þjóðsagna og mun Loftur Þor- steinsson, sá er sagan fjallar um hafa verið uppalinn í Gvendareyj- um á Breiðafirði af Þormóði Ei- ríkssyni. Eftir brottför hans í skóla frekar en lát hans orti Þormóður: A hugann stríðir œrið oft óróleiki nœgur, síðan ég missti hann litla Loft sem löng mér stytti dægur. Séra Helgi Sveinsson orti um stúlku sem tók þátt í uppsetningu helgileikja í Hveragerði og hefur mörg stúlkan gengið lúin til rekkju eftir minna álag: Svana gengur sæl til náða, sú er orðin lífsreynd vel, eftir að hafa hitt þá báða höggorminn og Gabríel. Rósberg G. Snædal lýsti við- skiptum sínum við kaupmanns- valdið og vafasömu útlitti í þeim málum á eftirfarandi hátt: Gullifaldar sjálfan sig, svíðingsgjaldið tekur, út á kaldan klaka mig kaupmannsvaldið hrekur. Um æviferil sinn orti Rósberg og munu margir kannast við ástandið af eigin raun: Seint ég greiði lán mér léð, leik á breiðum vöðum, vel er leið mín vörðuð með víxileyðublóðum. Um annan ágætan mann sem lét það henda sig að deyja frá ógreiddum skuldum var kveðið: Ekki varð hans líkfylgd löng, lífið mörgum brigslar. Hér ogþar í hálfa stöng hanga fallnir víxlar. Einar Andrésson í Bólu var í kaupstaðarferð með aðeins einn hest undir vamingi þegar hann mætti mektarbónda sem hæddist að honum fyrir fátæktina og varð það tilefni þessarar þekktu vísu: Auðs þó beinan akir veg æfin treynist meðan, þúflytur á einum eins og ég allra seinast héðan. Pétri Sigurðssyni skósmið á Seyðisfirði varð einhverntíma að orði þegar hann var spurður um fjárhag sinn: Ég er á hausnum hvínandi, hjálpfiest engan veginn. Gapir við mér gínandi gjaldþrot beggja megin. Maður sem átti heima við veg- inn að kirkjugarðinum í heimabæ sínum orti einhvemtíma og gæti sumum fundist kveðjan eilítið kuldaleg: Þegar sumirfalla frá ogfara hér um veginn finnst mér stundum eftir á eins og ég séfeginn. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt S 435 1361. Selja hvað? Samgönguráðherra brá sér bæj- arleið fyrir nokkmm vikum og fór að tala við frændur okkar Dani um símamál. Af fféttum að dæma var ráðherra meðal annars að ræða við forráðamenn danska símans um hugsanlega sölu Landssímans og hugsanlegan áhuga frænda okkar á að kaupa. Aðstoðarmaður ráðherra bar fréttirnar til baka að því er virt- ist í DV, en ráðherra staðfesti svo með orðum sínum að eitthvað höfðu þeir ráðherra og hinn danski Þórarinn V Þórarinsson rætt sam- an um sölumennsku og kaup. Kapp er best með forsjá Samgönguráðherra hefur greinilega hlaupið kapp í kinn þeg- ar hann dustaði rykið af dönskunni sinni og viljað ganga feti framar en hann hugðist ef til vill gera í upp- hafi. En það hefur alveg farið fram- hjá fjölmiðlum að spyrja ráðherra um það í hvers umboði hann bryddaði á sölu, söluáhuga, eða jafnvel möguleika á sölu. Ekki er vitað til þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að selja Landssímann og ekki er vitað til þess að línur hafi verið lagðar um hvað ætti þá að selja og hvernig. Kapp er í þessum efhurn best með forsjá, og forsjáin þarf greinilega að liggja framsókn- armegin við ríkisstjórnarborðið. Það er enginn að segja að Lands- síminn þurfi endilega að vera í eigu ríkisins. Menn verða bara að hugsa og ákveða til hvaða lands þeir stef- na áður en haldið er á haf út. Taumlaus forstjóri Það hefur vakið nokkra athygli þeirra sem á hlýða að forstjóri Landssímans, Þórarinn V. Þórar- insson, hefur þegar færi gefst viðr- að þá skoðun sína að fyrirtækið þurfi að einkavæða og það svo hratt sem kostur er. Þar fyrir utan er fyr- irtækinu að því er virðist stjómað beinlínis til þess að óhjákvæmilegt verði að gera annað en selja það janvel þótt menn vildu bíða, eða fara aðrar leiðir. Það má sjálfsagt færa rök fyrir því að hagstætt sé að einkavæða og selja símann í einu lagi. Sú ákvörð- un hefur bara ekki verið tekin enn. Finnst mönnum þá eðlilegt að rík- isforstjórinn hamri á því í hvert skipti sem hann kemst í nágrenni við hljóðnema að nú verði að fara að selja? Hvað er Þórarinn V. að gera? Hann hefur brugðið sér í kjól áróðurspredikarans. Hann berst fyrir pólitískri stefnu, eða hugsjón. Var Landssímanum breytt til að forstjórinn stæði í slíkum slag? Eða er þessi burtreið farin í umboði samgönguráðherra? Ekki trúi ég því. Síminn til útlanda Danski landssíminn var gerður að hlutafélagi fyrir nokkram árum og gengur vel alveg eins og íslenski síminn. Aðstæður í Danmörku eru þó allt aðrar þar en hér. Hér er markaður lítill og land dreifbýlt. Þar er viðráðanlegur og stór mark- aður, kjörmarkaður miðlægt stað- Ragna lvarsdóttir settur í Norður-Evrópu, og tækni- lega einfalt að reka á honum síma- fyrirtæki. Islenski markaðurinn er allt sem sá danski er ekki. Þegar danski síminn var seldur var kaupandinn bandarískt einka- fyrirtæki og spruttu af sölunni miklar deilur í Danmörku, ekki síst sú staðreynd að arðurinn af fyrir- tækinu og sá mikli ávinningur sem talinn er hafa orðið af formbreyt- ingu fyrirtækisins nýtist ekki í Dan- mörku fyrr en bandarísku fjárfest- arnir hafa fengið sína sæmilegu ávöxtun. Svona nokkuð verða menn að hafa uppi á borðinu þegar menn eru að tala um sölu á símafyrirtæki. Að selja síma er langtímaverkefhi sem verður að vanda vel til. Allt tal um að við verðum að selja fljótt til að fá eitthvað fyrir snúð okkar er firra og að því er virðist söluóþreyja í talsmönnum símans. Ekkert bendir til annars en að símafyrirtæki verði verðmætari og verðmætari eftir því sem framtíðin nálgast okkur. Við verðum bara að hafa útsjónarsama menn við stjórn- völinn. Þjónustan Að lokum þetta: Þjónusta Landssímans við alla landsmenn á að vera sú grandvallarforsenda sem allt annað hvílir á. Fyrirtækið á að geta skaffað ISDN tengingu hvar sem er ef einhver vill tengjast á þennan hátt. Fyrirtækið á að setja upp örbylgjusamband til gagna- flutninga, ef markaðurinn krefst þess. Og markaðurinn er ekki bara Reykjavík. Markaðurinn er ekki bara sá hluti starfseminnar sem hægt er að græða á. Markaður Landssímans eru allir landsmenn og sumt er ábatasamt, en annað ekki. Margt bendir til að sam- gönguráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins haldi að markaðsvæðing fyrir- tækja sé bundin við Reykajvík og ef fyrirtæki eins og síminn eigi að komast upp með að bjóða breið- bandið bara í völdum þéttbýlis- hverfum. Það er byggðamál að allir landsmenn sitji við sama borð hvað varðar þjónustu Landssímans, og þar er langt í land. Ef þjónustan og fjölbreytileiki þjónustunnar verður bara bundin við þann hluta mark- aðarins sem ber þjónusmna þá er tómt mál að tala um að síminn verði fyrir alla landsmenn, nema þá að landsmenn flytji allir á suðvest- urhornið. Sá sem heldur um stjórn- völinn er Smrla Böðvarsson. Ragna Ivarsdóttir Heycjarb&harnib Ekkert stýri Hann var heldur bemr sein- heppinn lögregluþjónninn sem nýlega stöðvaði bifreið eina í venjubundinni eftirlitsferð nú á dögunum í Borgarfirði. Bifreiðin var gömul og af Volvogerð. Eftir að hafa stöðvað Volvoinn snarast sá svartklæddi út og bankar bíl- stjóramegin á gluggann og biður ökumanninn, virðulega óðalsfrú í Borgarfirði, að sýna sér ökuskír- teinið. Frúin verður kindarleg í framan en fer þó að leita að skír- teini sínu en verður að lokum að viðurkenna eftir nokkra leit að hún hafi gleymt því heima. Þetta þótti lögregluþjóninum slæmt og sagði að við vangá af þessu tagi lægi þung sekt, eða 8 þúsund krónur. Húsbóndi frúarinnar sem við hlið hennar sat gat nú ekki leng- ur orða bundist og spurði yfir- valdið hvort þeir væru ekki venju- lega spurðir um skírteini sem væra ökumennimir og sagði að firúin sæti hreint ekki undir stýri í þessum bfl. Lögregluþjónninn fer nú að skoða málið bemr og tekur þá eftir að stýrið var hægra megin, þar sem húsbóndinn sat skelli- hlægjandi! Velunnari heygarðs- homsins sendi inn harð- orðar firéttaskýringar: Davíðssálmur Þegar um stjómmálaflokk- anna jjárreiður jjallað er geysist hann Davíð fram sárreiður alveg að sturlast og ganga af göflunum. Gerður út hann er af peningaóflunum. Geðillur Forscetisráðherrann rausandi rceðstfram í Ijósvaka- miðlunmn ausandi sk'ómmum og óhróðri öryrkja saklausa. Ætli hann svívirði bráðum hinn þaklausa? Karl með svo illmaltan kjaft fremst á snoppunni kannske er langbest að reka úr sjoppunni. Óður til Þjóð- kirkjunnar Mér hefur verið bent á að prestar séu aðeins rúmlega eitt hundrað, en ekki rúmlega fjögur- hundruð. Það leiðréttist hér með og önnur meinleg villa. Ó, kirkja Lúters, jámbent steypan sterka, þú stoðin trausta, Ijósið skœra, merka, þú helgidómur hundrað spakra klerka. Þér kennimenn og mœtu viskubrunnar sem munu allar Herrans traðir kunnar, 6, séra Torfi, Flóki, Flosi og Gunnar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.