Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2000, Qupperneq 11

Skessuhorn - 23.03.2000, Qupperneq 11
§síssiiií@m FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 11 Búvélasafiiið á Hvanneyri Gömlu búvélarnar geyma þjóðarsögu Avinnsluherfi. Það líta margir við í Bú- vélasafninu á Hvanneyri til þess að rifja upp horfna sveitamenningu. Á síðasta ári komu vel á íjórða þús- und gestir í safnið. Bjarki Már Karlsson hjá Vefs- miðju Vesturlands hefur búið safninu myndarlega heimasíðu (www.vestur- land.is/buvelasafn) og þangað hafa komið nokkuð á annað hundrað gestir í hverjum mánuði undanfar- ið. Búvélasafnið er opið daglega sumarmánuðina júní-ágúst en á öðrum tím- um eftir þöríúm. Ferða- þjónusta er vaxandi á Hvanneyri og myndar Búvélasafnið ágæta einingu með Ullarselinu og Kertaljósinu þar. Gestir geta því skoðað gæða- handverk úr íslenskum afurðum, steypt sín eigin kerti, gengið á vit fornvéla úr sveitinni gömlu og fengið sér kaffisopa - ellegar flókn- ari beina í sumarhóteli staðarins, allt eftir áhuga og löngun. Dagana 14. og 15. ágúst efndi Búvélasafnið til sérsýningarinnar Ytur í lífi þjóðar, í samvinnu við verktakafyrirtækið Jörva hf á Hvanneyri, Vegagerð ríkisins/Veg- minjasafnið og Heklu hf. Áður hef- ur verið sagt frá sýningunni hér í blaðinu en hana sóttu um 700 manns. Sýningin heppnaðist prýði- lesja í alla staði. . Yn N'okkuö var unnið að uppgerð og lagfæringu eldri tækja, einkum jS'f&vinnsluverkfæra frá dögum hestaflsins, en nú er reynt að þétta þann hluta Búvélasafnsins sem best. Sem fýrr var Erlendur Sigurðsson vélameistari safhinu innan handar um þetta verk og fleiri. Búvélasafninu bættust margir góðir gripir á árinu. Safnið á vel- viídarmenn víða um land sem reynst hafa drjúgir við að útvega, gefa eða benda á forvitnilega gripi. Ekki er rúm til að geta alls saínaukans hér, nokkur dæmi verða að nægja: Grjótgálgi - frá Friðrik Brynjólfssyni í Austurhlíð í Blöndudal. Sá þekkti búnaðarfröm- uður Guðmundur Jósafatsson, oft kenndur við Brandsstaði, notaði gálgann þar í sveitum bæði við ræktun og húsagerð. Mónafar - frá Olafi Péturssyni í Stóru-Tungu í Dölum. Mónafarinn er líklega kominn úr smiðju Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal. Með áhald- inu var m.a. leitað að mó í jörðu. Það átti því sinn hlut í þyrmingu ís- lensku birkiskóganna. Járnsmíðaáhöld - Kolbeins í Stóraási í Hálsasveit, sem sonur hans, Magnús, færði safninu, en Magnús hefur gefið safoinu fleiri góða gripi, m.a. IHC-plóg fýrir W- 4 frá blómatíð þeirra dráttarvéla á 5. áratug aldarinnar. Einhestis heysnúningsvél með kömbum - frá Oddi Gunnarssyni á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Odd- ur gaf líka gaddþreskivél, korn- sláttuvél (hesta-), kornþreskivél og fjölyrkjan Trölla, svo og saxblásara frá fyrstu árum þeirrar tækni. Allt eru þetta hinir merkustu gripir. Forardæla - ffá Anton Jónssyni að Naustum í Eyjafirði, sem einnig afhenti safninu merkilegan forn- plóg, sem líklega er einn fárra sem til landsins bárust á seinni öldum. Þá fékk Búvélasafnið til tíma- bundinnar varðveislu frá Byggða- safninu í Görðum Lanz Alldog dráttarvél Sveinbjarnar Beinteins- sonar á Draghálsi. Ennfremur Deutz-dráttarvél frá Haga í Skorra- dal. Þetta eru aðeins nokkur dæmi þeirra véla og verkfæra sem Búvéla- safninu bárust á árinu 1999. Nefna má að ýmsir færðu safninu bækur og bæklinga um vélar fyrri tíðar. Myndir bárust safninu en þær eru ekki síður verðmætar en vélar og tæki. Nefna má að safninu bárust forvitnilegar myndir frá Háafelli í Hvítársíðu frá tímum landbúnaðar- jeppans. Einnig traktorjarðvinnslu- myndir frá þeim Magnúsi og Helga frá Stóraási sem teknar voru til þess að sanna það fýrir sjálfum Marshall hinum bandaríska að hjálparfé hans væri skynsamlega notað uppi í Borgarfirði. Nú er unnið að því að efla tengsl Búvélasafnsins við Þjóðminjasafn Teikning: Bjarni Guðmundsson íslands og fleiri söfn. Samvinna og hæfileg verkaskipting á þessu sviði er mikilvæg svo vinna og takmark- aðir peningar nýtist sem best. Á ár- inu 1999 fékk Búvélasafnið kær- kominn fjárstuðning frá Borgar- fjarðarsveit og Þjóðhátíðarsjóði sem þakkað er fýrir. Sem fýrr var Landbúnaðarháskólinn að öðru leyti ábyrgur fýrir rekstri safnsins. Búvélasafnið á Hvanneyri þakkar gestum sínum á árinu 1999 fýrir komuna og þá ekki síður öllum þeim sem færðu því gripi og fróð- leik af öðru tagi. An athygli og áhuga allra þessara aðila væri grundvöllur Búvélasafnsins á Hvanneyri ósköp veikur. Um leið biðjum við enn alla þá sem vita af gripum eða öðrum heimildum sem átt gætu erindi við Búvélasafnið að hafa samband við okkur. Síminn er 437-0000 og netfangið bjarnig@hvanneyri.is Bjami Gnðmundsson Sumcirhús Marka> srá> Borgfir> inga mun standa fyrir uppltsingagjöf um sumarhúsaló> ir í sumar eins og undanfarin ár. í ár er fyrirhuga> a> gefa út bœkling me> fyrirliggjandi uppltsingum auk hef> bundinnar upplísngagjafar og augltsingu á vefnum. fieir sumarhúsabœndur, sem ekki eru á skrá nú fl egar en vilja vera fl a> í sumar eru vinsamlegast be> nir um a> hafa samband sem fyrst. Markaðsráð Borgfirðinga Borgarbraut 59, Borgarnesi s.: 437 2025 - netfang: borg@isholf.is £>wrra&tÆ Leihhúsdagur í Borgarfiröi Fyrirleslrar í héraði á vegum Snorrasíofu Már Jónsson sagnfræðingur mun halda fyrirlestur laugardaginn 25. mars n.k. kl. 16 í safnaðarsal Reykholtskirkju Fyrirlesturinn nefnist íslandsklukkan og Ámi Magnússon Við hvetjum fólk til að koma í Reykholt og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur. Aðgangseyrir er 400 kr., kaffiveitingar. : V: ■Sllllll }. 5 » Oskum eftir að ráða - vélamenn - bíistjóra - kranamenn (byggingakrana) til vinnu við stækkun álvers á Grundartanga Upplýsingar í síma 431-3970 TCTAIT lð lAIV VERKFRÆÐINGAR-VERKTAKAR

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.