Skessuhorn - 06.04.2000, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 6. APRIL 2000
Sú eðla list sönglistin hefur
án vafa verið iðkuð hérlendis
frá fyrstu dögum Islands-
byggðar þegar Irskættaðir
húskarlar rauluðu brot úr hetju
og sagnaljóðum til jafns við
dróttkvæðar níðvísur um ná-
grannana en seiðkonur gólu
galdra hvað ákaflegast. Síðar
tóku við víkivakar og rímur
sem má segja að hafi verið
undanfarar videóspólunnar því
í rímunni var brugðið upp
myndum af ýmsum hetjudáð-
um og hægt að kveða sömu
rímuna aftur og aftur ef verkast
vildi. Um tíma var þó allt slíkt
litið hornauga nema sálma-
söngur. Hann þurfti þó að æfa
en sjálf sálmaerindin þóttu
mörgum of hátíðleg til slíkrar
notkunar og var þá gjarnan
notast við svokallaðar druslur
sem voru erindi sem féllu að
sálmalögunum. Skal nú til-
greint lítilsháttar af þeim vett-
vangi af handahófi og byrjað á
þeim minna þekktu:
Ununar slíkrar eg má sakna,
öll taka aðfinnast dægrin löng,
árla þá e'g á vorin vakna
við þann ófagra morgunsóng,
þá krummar fljúga að húsum
heim,
hundaniir fara að gelta að þeim.
Það vildi löngum fylgja vor-
inu og gerir vonandi enn þrátt
fyrir tölvuleiki, GSM síma, og
guð veit hvað drengir við sjáv-
arsíðuna hófu sjálfstæðar líf-
ffæðirannsóknir í sjávarlónum
og pollum í fjörunni og jafnvel
umfangsmiklar hornsflaveiðar
við mismiklar vinsældir for-
eldra sinna. Um einn slíkan
ungan athafnamann virðist
vera kveðið:
Drengur nokkur átta ára,
alinn af blóði fiskimanns,
lyst tilfékk og löngun sára
leiðir kanna gedduranns,
vaða pytti vatns óklára
varþvt iðja dagleg hans.
Klerkar landsins hafa frá
fyrstu tíð notið mismikilla vin-
sælda meðal sóknarbarna sinna
þó oftast hafi þau samskipti
sloppið án stórra illinda en um
eitthvert slíkt tilfelli virðist ort:
Hundamir þar í Hnausum
holrijú séra Gul.
Vinnumenn kersknisklausum
köstuðu á messuþul.
Hundar og vinnumenn eru eitt.
Sæmd er að svoddan hjúum,
sé þeim laglega beitt.
Ollu þekktara er fyrra erind-
ið sem hér birtist enda ekki
nýtt að óskhyggjan hvetji
menn til andlegra affeka og
maturinn mönnum efst í huga
þá sem nú þó heimsins for-
gengileiki hafi verið mönnum
jafnljós svo sem ffam kemur í
seinna erindinu:
Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk,
undirdjúpin að skyri,
fjóll og hálsar aðfloti og tólk,
frónið að súru sméri.
Uppfyllist óskin mín
öll vötn með hrennivín,
Holland að heitum graut,
horngrýti gamalt naut,
Grikkland að grárri meri.
Þó að þú ættirþetta allt
þættistu vera snauður.
Yrði þar bæði illt og kalt
eftirþú lægir dauður.
Grafinn í grænni fold
gengið á þinni mold,
yrðirðu að ýldu þar
ætu þig pöddumar
eftir þig lægi auður.
Góð áform eru ekki ný af
nálinni þó misjafhar séu löng-
um efndirnar og því til sönn-
unar er þetta erindi sem heyr-
ist stundum sungið á góðum
stundum enn í dag:
Aldrei skal ég eigaflösku.
Aldrei drekka brennivín.
Aldrei reiða ull í tösku.
Aldrei bera tóhaksskrín.
Aldrei róa, aldrei slá.
Aldrei neinni sofa hjá.
Aldrei éta, aldrei sofa.
Aldrei neinu góðu lofa.
Meðan allt var slegið með
orfi og Ijá þótti það mikill kost-
ur á hverjum manni að vera af-
kastamaður við slátt og að
sama skapi var ffekar litið nið-
ur á þá sem voru litlir sláttu-
menn eins og sá sem hér er ort
um:
Ólafur karlinn aumi
út er genginn að slá.
I veraldar vonsku glaumi,
velkist hann fuglinn sá.
Höggin svo hátt nam keyra,
heyiðfellur á grund.
Allt síðan upp má reyra
öðrumegin á hund.
Reyndar hef ég heyrt þá út-
gáfu af þessu erindi að í staðinn
fyrir „grund“ og „hund“ var
sagt „spík” og „tík” og vel
gæti hafa verið um fleiri útgáf-
ur að ræða.
I sama flokk og druslurnar
mætti setja kvæði sem menn
hafa leikið sér að búa til með
því að skipta um aðra hvora
línu í þekktum kvæðum og
koma hér tvö erindi af Austur-
landi þar sem Páll Ólafsson á
aðrahvora línu en hinar munu
eiga aðra fæðingarstaði. Erindi
þessi eru ósamstæð og það
fyrra ort í orðastað Sigurðar
nokkurs smala en það síðara
fyrir munn konu sem var að
hita sér morgunsopann:
Gott áttu hrísla á grænum bala,
Gráblesu hef ég hvergi séð,
þið megið saman aldur ala,
illafór það með prestlambið.
Það slítur ekkert ykkar fundi,
enn á ég Mórasnikilinn.
Vekja þig æ afblíðum blundi,
blessuð komdu með hnykilinn.
Svo þegar hnígur sól tilfjalla,
svona nú, þarfór brauðbitinn,
lætur á kvóldin laufblað falla,
-leiktu þér úti Doddi minn.
Hvíslar þá lækjar bláa buna
Bjami minn, hvar er úrið þitt?
Þig skal ég ætíð, ætíð muna,
andskotans hland er kafflð mitt.
Ef lesendur kynnu að kann-
ast við eitthvað af þeim kveð-
skap sem flokkaður hefur verið
sem druslur, sérstaklega þær
sem eru lítt þekktar meðal al-
mennings (off er það algjör
hending hvað lendir á prenti
og hvað ekki) þætti mér fengur
í þeim.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson,
Refsstóðum, 320 Reykholt
S 433 1367.
Dagdraumar
skattgreiðandans
Það er draumur að skila skatta-
skýrslunni á netið. Hvílíkur léttir,
lífið er hreinn draumur. Ríkis-
skattstjóri er minn maður, mikið
tölvusjení með yfirburða þjón-
ustulund við okkur pöppulinn. Eg
veit að hann mun ábyggilega leyfa
mér að vista skýrsluna í tölvunni
minni þegar á næsta ári svo ég
þurfi ekki að eyða dýrmætum
pappír í útprentun skýrslunnar og
sótt mér síðan upplýsingar í
skýrsluna þegar hann kallar eftir.
Það er nefnilega svo mikil nauð-
syn að kalla eftir viðbótar upplýs-
ingum frá mér launamanni í þjón-
ustuiðnaði ríkisins sem er hýru-
dregin í hverjum mánuði í sam-
ræmi við óskir valdhafa hverju
sinni. Þeir fá næstum jafnmikið af
launum mínum og ég fæ sjálfur og
er reyndar þakklátur fyrir að skil-
ja oftast kvittanir þeirra á launa-
seðlinum mínum, hvað þá skatt-
mann. Já maður skal skila hverjum
því sem honum ber og brosa, vera
ekki með neitt þras því hvernig
kæmist þjóðin af, og já sveitin
mín, ef þeir nytu ekki launa
minna. Eg verð þó að viðurkenna
að ég verð alltaf svolítið sár þegar
ég hugsa um stóra fallega jepp-
ann, frúarbílinn, snjósleðana og
allar utanlandsferðir náungans
hérna í nágrenninu sem hann hef-
ur keypt af því að hann borgar
ekki skatt. Hann skilar sennilega
svo skiljanlegum framtölum,
hugsa ég. Það gæti verið vegna
þess að það er ekki hrifsað af hon-
um mánaðarlega svo framtalið er
sennilega skiljanlegt og búið til af
flinkum endurskoðanda. Því þarf
ábyggilega ekki að kalla hann á
“þorskagilli” á skattstofuna síð-
sumars, þótt viðkomandi gefi upp
laun sem varla er hægt að skrimta
af. Danir segjast hafa verið í “tor-
ske gilde”, þegar skattmann
heimtar viðbótarupplýsingar.
Danskur skattamaður sem rennir í
grun að viðkomandi sé með eitt-
hvert snuð á skýrslunni sinni er
ekki lamb að leika sér við. Systir
mín, kaupmaður í Kaupmanna-
höfn kallaði á mig námsmanninn
og græningjann um danska
skattsiði á sínum tíma og bað mig
um að vera sér til sálarbótar í til-
kveðna heimsókn skattstjórans í
Lyngby á heimili hennar. Eftir
hefðbundna danska brandara-
stund þeirra tveggja sem frá skatt-
stjóra komu var spurt hvar systir
hefði fengið svona þægileg og
smekkleg stofuhúsgögn og reynd-
ar líka svona í leiðinni, hvenær.
Systir sem var orðin vel brædd í
hjarta eftir þessa kurteisu brand-
arastund svaraði skilmerkilega.
Líka spurningum um sólarlanda-
ferðir þeirra hjóna og mörgum
fleiri, til dæmis hvað fólksvagninn
og raðhúsið þeirra hefði kostað í
rekstri. Tveim vikum síðar kom
nýtt framtal sett upp af skatt-
stjóra, þar sem fram kom að þau
hjón hefðu sjáanlega tekið sér
þrisvar sinnum hærri laun úr fyr-
irtæki sínu að mati skattstjóra en
framtalið þeirra gaf til að kynna.
Til að geta fest kaup á öllu því
sem blasti við skattamönnum á
heimili þeirra og til rekstrar lífs-
gæðanna þurfti einfaldlega minnst
Erling Garðar Jónasson
þrefaldar uppgefnar tekjur sagði
skattstjórinn. Viðbótar skatta-
reikningur fylgdi, endurskoðand-
inn var auðvitað rekinn þar sem
ekki var hægt að vefengja úr-
skurðinn. Magrir tímar fóru í
hönd og bölvað var í svefni og
vöku fyrir að hafa verið þorskur í
skattaskilum. Skattadagdraumar
mínir hafa lengi verið þeir að
skattstofan mín og minn maður
ríkiskattstjóri færu í svona heim-
sóknir til náungans hérna í ná-
grenninu og reiknuðu út hvað
miklar tekjur þyrfti til að fleyta
fram lífsgæðakröfu náungans og
allra þeirra náunga sem svipar til.
Þá væri örugglega hærra hlutfall
tekjuskatts- og útsvarsgreiðandi
manna á Islandi en 25% af þjóð-
inni. Stundum hafa dagdraumar
mínir gengið svo langt að rétt
væri að koma á laggirnar á nýjan
leik niðurjöfnunarnefndum í
hverju sveitarfélagi til að réttilega
væri jafnað samfélagsbirgðum
sveitarfélagana. Rétt er að muna
eða minnsta kosti rifja upp, að
ekki fyrir löngu þurfti ríkisvaldið
að deila út láglaunabótum í niður-
sveiflu, hæstu bætur hlutu auðvit-
að eignamestu einstaklingar hvers
sveitarfélags því þeir höfðu engin
eða sáralítil laun.
Um líkt leyti var bannað að gefa
út skattskrána, reyndar í beinu
framhaldi. Hverja var verið að
vernda? Agætir Alþingismenn
hljóta að vita að allir landsmenn
eiga að standa jafnir fyrir lögum,
en til þess þarf meðal annars að
hafa í frammi almennt aðhald sem
byggir á réttum upplýsingum og
niðurbrot allra girðinga sem sett-
ar hafa verið upp fyrir sérhags-
muni einstakra þjóðfélagshópa.
Hvað þarf að fela? Kiljan spurði;
hvenær drepur maður mann?, og
átti við að á margan hátt er hægt
að drepa menn þótt menn séu
ekki drepnir. Hvað skyldu lág-
launa eignamennirnir drepa í
þjóðarsálinni þegar þeir virða ekki
skattskyldur sínar? Svari hver fyr-
ir sig. Kannski fer fyrir skattlaus-
um eignamönnum eins og Birni
Hítdælakappa sem var smart
klæddur þegar hann kom heim
eftir margra ára utanlandsdvöl,
þurfti hann sjálfur að moka flór-
inn sinn. Þá var hlegið að honum
og síðan var hann bara drepinn
fyrir að vera ekki það sem menn
héldu hann vera. Það er ljóst að
ekki er allt gull sem glóir og
kannski er það rétt að þeir hafi
engin laun og eigi raunverulega
ekki bót fyrir rass. Minn maður
ríkisskattstjóri veit það auðvitað.
Hvað er ég að láta mig dreyma?
Borgið og brosið.
Erling Garðar Jónasson
Hitnar í
kolumim
Fram til þessa hefur veitinga-
staðurinn Kuudsen í Stykkis-
hólmi verið eini menningar-
staðurinn á Snæfellsnesi sem
boðið hefur upp á hámenning-
an, ofurlistrænan og eylítið eró-
tískan dans. Astríðufullir dans-
unnendur á Snæfellsnesi urðu
því fyrir miklu áfalli þegar
kviknaði í staðnum fyrir
skömmu og hinar fáklæddu eða
óklæddu dansmeyjar stóðu eftir
á götunni í hörkugaddi.
Það fór hinsvegar ekki svo að
listdansararnir fengju ekki
húsaskjól því nú hefur Gisti-
heimili Olafsvíkur skotið yfir
þær skjólshusi undír kjörorðinu
leyfið berum konum að koma til
mín. Ekki er annað vitað en að
íbúar Snæfellsbæjar hafi tekið
þessari nýju þjónustu fagnandi
en hinsvegar mun vera uggur í
slökkviliðsmönnum í Ijósi at-
burðanna á Knudsen. Sam-
kvæmt upplýsingum Heygarðs-
hornsins hefur verið rætt um að
slökkviliðsmenn standi vaktir á
Gistiheimilinu meðan erötískar
Hstdanssýningar fara þar fram.
Fylgir sögunni að það verði ekki
vandamál að manna þær vaktir.
Sér um sína
Meira af erótískum dansi.
Eftir að Sparisjóður Mýrasýslu
festi kaup á veitingastaðnum
Búðarkletti fyrir skömmu hefur
verð á veigum staðarins verið
lækkað og boðið hefur verið
upp á nektardans. Samkvæmt
upplýsíngum Heygarðshornsins
er ástæðan sú að stofnunin vill
véra trú kjörorðinu Sparisjóð-
urinn sér um sína (sama hvað
þeir vilja).
|11 iý' |1| 1111|": V ||p UlllÉ |j|| || ||||1111 Jj ý || |[
Gróðavon
Margir gjaldkerar og fjár-
haldsmenn fyrirtækja kannast
við að þurfa að eyða löngum og
dýrmætum tíma í að útskýra
fyrir rukkurum að þeir eigi enga
peninga í augnablikinu en þeir
séu alveg að koma. Þetta gerir
að sjálfsögðu oft illt verra þar
sem sá tírni sem fer í að tala
rukkana til nýtist þar af leiðandi
ekki til að útvega þá peninga
sem þarf til að borga reikning-
ana.
Starfsmaður ónefnds fyrir-
tækis á Vesturlandi kom hins-
vegar með þá snilldarhugmynd
fyrir skömmu að setja síma
gjaldkerans á klámlínutaxta
þannig að ef rukkarar vildu ná
tali af honum kostaði það 299
kr. á mínútuna. Ef rukkarinnn
er nógu langorður gæti því ver-
ið að gjaldkerínn ætti fyrir
reikningnum áður en samtalinu
líkur.