Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2000, Síða 18

Skessuhorn - 13.04.2000, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. APRIL 2000 attissunu^. Gróska í starfseini Trico Eldvarnarsokkar og hulsur í stoðtæki meðal athyglisverðra nýjunga Sokkaverksmiðjan Trico á Akra- nesi var stofiiuð árið 1982. Fram undir þetta hefur aðalfiramleiðsl- an verið sokkar í ýmsum litum, stærðum og mynstrum. Undan- farin ár hefur verksmiðjan verið að efla starfsemi sína og leitar í því sambandi á ný og áður óþekkt mið. Skessuhom ræddi stuttlega við Viðar Magnússon um fýrirtækið og framtíðarsýn þess. Viðar hefur ásamt konu sinni Marsibil Sigurðardóttur rekið Trico undanfarinn áratug. I samstarf með Ossuri hf. Meðal þróunarverkefna Trico að undanförnu er framleiðsla á textíl- hulsum í stoðtæki fyrir Ossur hf. Þetta samstarf hefur að sögn stjórn- enda Trico verið mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið og rennt styrkari stoðum undir rekstur þess enda Helga Guðmundsdóttir við pökkun. hefur vöxtur í stoðtækjasmíði verið einn af helstu vaxtarbroddum í ís- lensku viðskiptalífi. Ráðnir hafa verið 5 starfsmenn við þetta verk- efni hjá Trico þannig að nú vinna alls 11 manns hjá fyrirtækinu og mun þeim fjölga á yfirstandandi ári. Eldvamarklæðnaður Annað þróunarverkefhi, og jafn- vel enn stærra, á undanförnum misserum er hönnun á sérhæfðum eldvarnarfatnaði fyrir iðnað og stóriðju. Um er að ræða sterkan og þægilegan vinnufatnað; sokka, peysur og buxur, sem hindra eða draga úr alvarlegum bruna ef gló- andi málmar komast í nálægð við hörund fólks. Viðar Magnússon hefur haft veg og vanda að þróunar- starfinu sem staðið hefur yfir s.l. 5 ár. Meðal annars hefur hann verið í samstarfi við Islenska járnblendifé- lagið á Grundartanga og Isal í Straumsvík um prófanir og þróun. Gerður hefur verið framleiðslu- samningur um þessa ff amleiðslu við fyrirtækið Foxhall í Reykjavík en það er markaðsskrifstofa auk þess að vera skráður eigandi hugmyndar og einkaleyfis sem sótt hefur verið um. Til stendur að Foxhall kaupi hlut í Trico ehf. sem að öðru leyti er í dag alfarið í eigu þeirra hjóna Marsibil og Við- ars. Alíslensk tækni Aðspurður um möguleika eldvarnarfatnaðarins segir Viðar að þeir séu miklir. “Við erum nú að fjárfesta í mörgum nýjum vélum og hyggjumst flytja framleiðsluna alfarið frá Frakklandi og hingað á Akra- nes. Við munum þó gera þennan flutning í skrefum en ljúka honum innan árs. Við höfum séð að framleiðslan er síst dýrari hér heima en er- lendis. Því gerum við ráð fyrir að störfum muni fjölga hjá okkur vegna þessarar fram- leiðslu. Stærsti markaður eldvarn- arfatnaðar er Mið-Evrópa og Nor- egur. Við eigum langt í land með að uppfylla eftirspurnina í þessum löndum”, segir Viðar og bætir við að nú sé hann loks efrir margra ára vinnu að sjá árangur og afkomulega Þórhildur Þorleifsdóttir saumarfyrir enda á sokkum. um íþróttasokkum. “Við njótum góðs af því að reka fyrirtæki í rót- grónum íþróttabæ, eins og Akranes vissulega er. Nálægð við IA og sam- starf við félagið hefur komið sér vel í allri þróun vörunnar. Af þessu leiðir að við erum mjög vel sam- keppnisfær á þeim markaði og út- flutningur er hafinn á íþróttasokk- um”, segir Viðar Magnússon að lokum. MM Þórður Jósefsson tœkjamaður í Trico við hluta samnavélanna. séu horfur góðar. “Það sem er skemmtilegast við þessa framleiðslu er að tæknin í kringum þetta og viðskiptahugmyndin er algjörlega íslensk”, segir Viðar. Hann segir að hefðbundin sokka- framleiðsla hafi átt erfitt uppdrátt- ar. “Það er einkum samkeppni við Asíu og Rússland sem er erfið og ósanngjörn. Þar eru samkeppnis- vörur okkar framleiddar í nokkrum tilfellum með barnaþrælkun en í skjóli evrópskra upprunavottorða”. Viðar segir að barnaþrælkun í textíliðnaði sé staðreynd en engu að síður væri ekkert við því að gera. Því hefur hann og hans fólk hjá Trico sett stefnuna á framleiðslu í öðrum greinum textíliðnaðar og telur hann að það hafi verið til mik- illa bóta fyrir fýrirtækið. Varðandi hefðbundna sokka- framleiðslu segir Viðar Magnússon mesta möguleika felast í sérmerkt- Bíllinn var mjög illafarinn eftir ákeyrsluna á hrossið í Hálsasveit. My?id GE. Hestur fyrir bíl I liðinni viku var vegfarandi á Hálsasveitarvegi í Borgarfirði fýrir því óláni að aka á hross. Okumaður- inn slapp án meiðsla en aflífa þurfri hestinn og er bíllinn stórskemmdur. I Borgarfjarðarsveit eru reglur um lausagöngu búfjár misvísandi efrir því um hvaða fýrrum hreppa sam- einaðs sveitarfélags er að ræða. Þan- nig er lausaganga búfjár leyfileg í Hálsahreppi og Lundarreykjadals- hreppi en bönnuð í Reykholtsdals- hreppi og Andakílshreppi. Umræddur vegfarandi sem lenti í óhappinu í s.l. viku undrast mjög þessa misvísun í reglum innan sama sveitarfélags. Hann spyr því hvernig yfirvöld sveitarfélagsins ætla að tryggja öryggi vegfarenda um vax- andi ferðaþjónustusvæði sem Borg- arfjarðarsveit er? Fá ferðamenn ein- hversstaðar upplýsingar um hvar sérstaklega þurfi að gæta varúðar vegna þess að hross og annar búfén- aður gengur laus á vegum og er jafnvel beitt þar? MM Hlutafélag um rekstur Gámu Lögð var fram tillaga á bæjar- stjórnarfundi Akraneskaupstaðar á dögunum um að bæjarstjóri léti framkvæma úttekt á hagkvæmni þess að stofha hlutafélag um rekstur sorphirðustöðvarinnar Gámu, með hliðsjón af núverandi rekstrarfýrir- komlagi. Bæjarritari og umsjónar- maður sorpmála athuga nú hag- kvæmni þessa máls. BG Aítur faiið að rjuka Vlndáttaviti Akurnesinga Eftir þriggja vikna viðgerðar- stopp er aftur farið að rjúka úr strompi Sementsverksmiðjunnar mörgum til mikillar ánægju. Að sögn Gunnars Sigurðssonar deild- arstjóra var þetta þriggja vikna ofn- stopp ætlað til viðhalds og endur- nýjunar. T.d. voru endurnýjuð fóðring og keðjur í ofni. Einnig var gert átak í að bæta virkni rafsíunnar við gjallbrennslu, sem tókst ein- staklega vel að sögn Gunnars. Stoltur segir Gunnar frá því að ver- ið sé að vinna undirbúningsvinnu að gæðastjórnunarkerfi umhverfis- mála. Allt er þetta liður í aukinni áherslu fýrirtækisins á umhverfis- mál og vonar Gunnar að þessari undirbúningsvinnu verði lokið í vor. Aðspurður um aukna sam- keppni segir Gunnar menn hvergi bangna. “Við kvíðum ekki sam- keppni, það hefur verið frjáls inn- flutningur á sementi í 20 ár og kemur þetta okkur ekkert á óvart”. Gunnar segir að engra stórvægi- legra breytinga sé að vænta hjá fýr- irtækinu, hvorki á vélum né í mannskap. “Við ætlum að halda okkar striki áfram”. Að lokum bæt- ir hann við að ætlunin sé í rekstrar- stöðvun eftir ár að endurnýja 22 metra af 100 metrum gjall- brennsluofnsins, en þann hluta er nú verið að smíða hjá Þ&E á Akra- nesi. “Við viljum helst að hlutirnir séu smíðaðir hér heima”, segir Gunnar að lokum. BG

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.