Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 31.08.2000, Blaðsíða 1
Nýr vegur í Breiðuvík langt á eftír áætlun Nær ófært vegna aurbleytu Vegurinn í Breiðuvtk er ekki áremiilegur þessa dagana. Mynd: GE Þeir sem eiga reglulega leið um Breiðuvík á Snæfellsnesi eru orðni- ir langþreyttir á þeim vegafram- kvæmdum sem þar eiga sér stað. I sumar átti að ljúka við endurbygg- ingu þess hluta vegarins um Breiðuvík sem nær frá Egilsskarði að Kambi. Þessi kafli er hluti af vegagerð í Breiðuvík og á Fróðár- heiði en því verki á að ljúka á næsta ári. Fyrrnefndur kafli átti hinsveg- ar að vera tilbúinn í dag, 31. ágúst. Það gekk ekki eftir og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í Borgarnesi er útlit fyrir að ekki ná- ist að ljúka verkinu á þessu ári. Undanfarna daga hefur vegurinn við Knarrartungu verið nánast ófær fólksbílum vegna aurbleytu en þar er verið að leggja undirlag úr eíni sem er viðkvæmt fyrir bleytu. „Allar áætlanir verktakans hafa fokið út í veður og vind,“ segir Birgir Guðmundsson umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar í Borgar- nesi. „Efnið sem notað er í undir- lagið er mjög viðkvæmt fyrir bleytu eins og fram kemur í útboðsgögn- um og því átti að leggja það út í júní og júlí, á þurrasta tímanum. Það var ástæðan fyrir því að þessi kafli var tekinn sérstaklega út úr heildarverkinu. Þetta hefur ekki gengið eftir og sagt er að verk sem hann er með á Austurlandi hafi taf- ist.“ Birgir segir að vegna aðstæðna hafi verið tekin ákvörðun um að ekki verði lagt bundið slitlag á veg- inn frá Egilsskarði að Kambi fyrr en næsta vor. „Við ætlum að sjá hvort undirlagið nær að þjappast og jafha sig og þá verður látið þar við sitja fyrir veturinn. Ef það gengur ekki eftir verður að keyra út burðarlagið sem er hrein möl en það þýðir að vegurinn verður gróf- ur og ekki skemmtilegur yfirferðar í vetur. Við munum í öllu falli leita allra leiða til að vegurinn geti verið þokkalega ökufær í vetur,“ segir Birgir. Aðspurður segir Birgir að ekki sé útlit fyrir að tafir við umræddan vegarkafla hafi nein áhrif á heildar- verkið en beytt verði dagsektum fyrir þann hluta sem átti að skila fyrir mánaðamót. GE Viðskiptaháskóliim á Bifröst Nýttnafii °gný stefiia Við skólasetningu á Bifröst síð- astliðinn sunnudag afhjúpaði Björn Bjarnason menntamála- ráðherra nýtt nafn skólans sem heitir hér eftir Viðskiptaháskól- inn á Bifröst. Um leið var kynnt ný stefha fyrir skólann. I ræðu sinni við athöfnina sagði Rtmólfur Agústsson rektor meðal annars að markmið skól- ans væri að vera lítill og leiðandi háskóli á sviði viðskipta. 187 nemendur stunda nám við Viðsldptaháskólann á Bif- röst í vetur og voru þrír um- sækjendur um hvert laust skóla- pláss að sögn rektors en það er metaðsókn. GE Sjá bls. 4. -allt fyrir skólafólkið á einum stað! 05

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.