Skessuhorn - 31.08.2000, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 31. AGUST 2000
Hvalfjörður er hið nýja Jerúsalem
Þeir sem hafa lagt leið sína í Hval-
fjörðinn nýverið, gætu hafa veitt því
athygli að nánast hvert sem litið er
blasa við stórir trékrossar. Þeir eru
verk Grikkjans Nikolaus Kostas
sem hefur verið búsettur í Hvalfirði
síðan í júní. Krossarnir eru að hans
sögn ætlaðir til þess að merkja
landamæri hinnar nýju Jerúsalem,
sem heitir Konstantía og nær frá
Þyrli að Bjarteyjarsandi..
„Hvalfjörður er hið nýja land
Guðs, hið nýja Jerúsalem," segir
Nikolaus, sem segist vera einn af
spámönnum Guðs. Auk þess að
reisa trékrossa út um hvippinn og
hvappinn hefur Nikolaus staðið í
ströngu við að leiðrétta Biblíuna
sem er að hans sögn að stórum
hluta rangt rituð. „Upphafið er til
dæmis kolrangt. Guð byrjaði ekki á
því að skapa himin og jörð. Hann
byrjaði á því að skapa mann sem hét
Jóhannes og var síðar nefhdur Jó-
hannes skírari," segir Nikolaus og
heldur áffam ,Jóhannes var andi.
Það var ekki fyrr en löngu síðar sem
Guð hófst handa við að búa til jörð-
ina. Einnig er það misskilningur að
Jesús hafi verið sonur Guðs. Jesús
og Guð eru einn og sami maðurinn.
Eftír að Guð var krossfestur ákvað
hann að Jerúsalem skyldi ekki vera
hans land og valdi í stað þess Island.
Það er töluvert langt síðan Guð á-
kvað að senda mig hingað. Eg skrifa
allt niður sem hann segir mér og ég
passa mig á því að dagsetja allt sam-
an. Þann 17. janúar 1995 talaði
Guð til dæmis við mig og sagði mér
að Hvalfjörðurinn ætti að bera
nafnið Konstantía“ segir Nikolaus
og því til sönnunar sýnir hann
blaðamanni bók sem hann skrifaði
það í fyrir fimm árum síðan. Hann
á orðið dálaglegt safn af bókum
með Guðs orði, enda segist hann
vera í beinu sambandi við Guð
meirihluta dags og nætur. Hann
tekur það fram að Guð sé að skrifa
í gegnum hann, enda hafi hann
sjálfur aldrei gengið í skóla.
„Það var loks María mey sem tók
af skarið, vitjaði mín og skipaði mér
að fara samstundis hingað til Is-
lands. Heimsendir er á næsta leyri,
en þeir sem koma til mín og baða
sig í lind sem er hér í Hvalfirði fá
nafnið sitt í nýjasta testamentið sem
ég er að skrifa núna. Það eru þeir
sem lifa heimsendinn af,“ segir
Nikolaus og kveikir sér í sígarettu.
Hann segist ekki reykja oft en reyn-
ir að nýta tækifærið þegar hann er
ekki í beinu sambandi við Guð. ,Já,
ég spái því að heimsendirinn verði
árið 2001, í síðasta lagi 2002. Þá
munu aðeins þeir sem eru skrifaðir
í bókina lifa af. Guð mun eftír það
skapa nýja jörð sem þetta sama fólk
mun lifa á. Þar mun enginn þurfa
að vinna.“
En Nikolaus er fleira til lista lagt
en að smíða trékrossa og hripa nið-
ur Guðs orð. Hann hefur nefnilega
hannað nýtt dagatal sem er sér-
hannað eftir Guðs höfði. „Sérfræð-
ingar erlendis hafa lengi reynt að
búa til svona dagatal," segir Niko-
laus stoltur og sýnir blaðamanni
dagatalið sem samanstendur af
margs konar undarlegum táknum á
tveimur A4 blöðum. „Þeim hefur
hins vegar ekki tekist það hingað
til. Það tók mig fjórtán ár að búa
það tíl.“ Nikolaus segir listina við
dagatalið vera þá að þar sé alltaf
sami dagurinn, nákvæmlega eins og
Guð vill hafa það.
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvar lindin góða sé og þarf ekki
að biðja um það tvisvar. Hún leyn-
ist í litlum dal, örstutt frá heimili
Nikolausar í Hvalfirðinum. Það er
mýri allt í kring um lindina og mað-
ur þarf að feta sig eftir örmjóum
kindastígum til að komast að henni.
Nikolaus segir að þarna sé miðjan á
hinu nýja landi Guðs. I lindinni vex
hátt gras og í því ku mátturinn vera.
Hann segir að sig dreymi um að
bæta aðgengi að lindinni í framtíð-
inni svo sjúkir eigi auðveldara með
að koma þar að og hljóta bót meina
sinna. Til þess langar hann að láta
malbika svæðið í kring og steypa
litla laug sem væri hægt að baða sig
í. Hann segist hafa fengið staðfest-
ingu á því að í framtíðinni muni
þúsundir manna af öllu þjóðerni
koma í Hvalfjörðinn til að slá tvær
flugur í einu höggi, læknast af öll-
um mögulegum og ómögulegum
kvillum og bjarga sér frá heimsend-
inum sem nálgast óðum.
Stórgjöf
tiIHöSa
Dvalarheimilinu Höfða barst
myndarleg peningagjöf nýlega
þegar bifvélavirkinn Jóhannes
Gunnarsson gaf því hálfa millj-
ón króna. Að sögn Ásmundar
Olafssonar, framkvæmdastjóra
Höfða, er gjöfin mjög kærkom-
in og verður hún notuð til
kaupa á nauðsynlegum búnaði
fyrir hjúkrunardeild heimilisins,
sem er í stöðugri uppbyggingu.
Asmundur segir biðlista eftir
vistun vera langan og að óvenju
margir séu með mjög brýna
þörf í dag, eða alls 14 einstak-
lingar og hjón. Stjórn Dvalar-
heimilisins Höfða sendir Jó-
hannesi bestu þakkir fyrir þessa
höfðinglegu gjöf; einnig öðrum
þeim einstaklingum og fyrir-
tækjum sem sýnt hafa hemilinu
og málefnum aldraðra skilning
og velvild á undanförnum árum.
SÓK
r
Ahrifaríkar lausnir innan seilingar
ð£
APPLK, p!
'fi 20%
AFSLÁTniK
Cream
for legs and feet
1capsulcs
/
SLDNKlim
Fáðu aukna næringu, haltu orku og
losaðu kílóin. Finndu lykilinn að eigin
kjörþyngd og jafnvægi. Slankufit
aðferðin skilar varanlegum árangri.
nppiGSiim
Stuðlar að heilbrigðri meltingu, dregur
úr vökvasöfnun og örvar niðurbrot
fitubirgða. Einföld og árangursrík
aðferð til grenningar. Aðeins 1 hylki
á dog með aðalmáltíð dagsins.
v-nal
Fttr beautifol. smooth
and healtfty Icqs
V-nal fótakremið vinnur á
æðahnútum, æðaslitum og léttir
á þreyttum og aumum fótleggjum.
20%
AFSLÁTTUft
FemiCare® leggangastilar
með mjólkursýrugerlum
Mjólkursýrugerlar eru hluti af eðlilegri flóru
legganganna og hlutverk þeirra er að viðhalda
réttu sýrustigi sem er ph 4. Súrt umhverfi er
nauðsynlegt til aö koma í veg fyrir óæskilegar
breytingar á slímhimnunni.
Einnig frá FemiCare®
Femicare®forðatöflur. Járn með C- vítamíni.
Femicare® sápa. Mild sápa með ph gildi 4.
Heilsteypt
bætiefnalína.
vCDj
.0%
SIÁTTVW
PHOSPHATIDYLSERINE
BRAINB0W
BRAINB0W er fæðubótarefni sem eflir starfsemi
heilans og talið er bæta verulega minnið með
því að hjálpa taugaboðum að berast á milli
taugamóta.
BETRA MINNI - SKARPARI HUGSUN
o
BORGARNESS
APÓTEK
Leiiandi í lágu lyfjmerii á Vesturlandi
Nauð-
endur-
sldns-
merkin
Um leið og skólarnir hefjast á
haustin stíga margir einstak-
lingar sín fyrstu spor í umferð-
inni. A dögunum stóð Um-
ferðarráð fyrir árlegu tveggja
daga námskeiði fyrir 5 og 6 ára
börn sem haldið var í Grunda-
skóla á Akranesi Að sögn Jó-
hönnu Gestsdóttur, lögreglu-
þjóns, var námskeiðið mjög
vel sótt og krakkarnir duglegir.
Hún segir mikilvægt að for-
eldrar sjái tíl þess að börnin
noti endurskinsmerki og
bendir á að sniðugt sé fyrir
foreldra að vísa börnunum ör-
uggustu leiðina í skólann og á
það sérstaklega við um for-
eldra þeirra barna sem eru að
hefja sína skólagöngu. Á
haustin er svo ætlast til þess að
reiðhjólunum sé lagt. „Börnin
fá tilkynningu frá skólunum
um að ekki eigi að koma á
hjólunum í skólann á haustin
og yfirleitt hefur því nú verið
fylgt eftir. En þetta eru alltaf
sömu atriðin sem er nauðsyn-
legt að leggja áherslu á; nota
endurskinsmerkin, fara varlega
í umferðinni og skilja hjólin
eftir heima.“ SÓK
Að byrja í
skólanum
Sólveig Rún Samúelsdóttir, 6 ára til-
vonandi nemandi í Grundaskóla á
Akranesi
Hlakkarðu til að byrja í skólan-
um?
Já.
Ertu búin að fá eitthvað nýtt
skóladót?
Eg er bara búin að fá penna-
veski. Eg á eftír að kaupa hitt.
Það eru svona rauðir og appel-
sínugulir litir og hrmdur og mús
framan á. Hundurinn er að
hlaupa og síðan fer allt út um
allt, saltið og kjötíð og bollinn
og teið. Svo er yddari og stækk-
unargler og strokleður og
reglustika og stundaskrá og svo
setti ég liti í og minnisbók og
tússliti. Allar græjur.
Veistu hver verður kennarinn
þinn?
Nei, ég man ekki hvað hún
heitir.
Hvenær byrjar skólinn?
Þegar samúel byrjar, 1. samú-
el. Nei, 1. september.
Hvað hlakkarðu mest til að
læra?
Eg veit það ekki.