Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 31.08.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 31. AGUST 2000 ggBSSglggftBlia Viðskiptaháskólinn á Bifröst: Lítill og íeiðandi háskóli s - segir Runólfur Agústsson rektor Frá skólasetningu Vióskiptaháskólans á Bifröst. Myndir: GE „Samvinnunafnið sem fylgt hefur skólanum allt frá stofnun hans hverfur nú úr heiti stofhunarinnar og nýtt nafn tekur þann sess, sem er meira lýsandi fyrir þá starfsemi sem við stundum og hentar betur því hraða samkeppnisumhverfi sem við störfum í,“ sagði Runólfur Agústsson rektor á Bifröst við skólasetningu síðastliðinn sunnu- dag. Þá afhjúpaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra nýtt nafh fyr- ir skólann sem heitir hér eftir Við- skiptaháskólinn á Bifröst. Runólfur segir að vissulega séu skiptar skoðanir um nauðsyn og gildi þess að skipta um nafn á skól- anum. „Mörgum, ekki síst gömlum Sigrún Eðvarðsdóttir lék áfiðlu með miklum tilþrifum vii setningu Viðskipta- háskólans nemendum Samvinnuháskólans og Samvinnuskólans, þykir eflaust efitirsjá að Samvinnunafninu sem fylgt hefur þessari stofnun ffá upp- hafi. Niðurstaðan var hinsvegar sú að nýir tímar kölluðu á nýtt nafn en eftir stendur að sjálfsögðu arfur Samvinnuskólans og Samvinnuhá- skólans hvað varðar nálgun í við- skiptanámi.“ Við skólasetninguna var einnig kynnt ný stefna fyrir skólann sem er árangur stefnunmótunarvinnu sem staðið hefur síðustu misseri. Megininntak nýrrar stefnu er að Viðskiptaháskólinn skilgreinir sig sem sérhæfðan viðskiptaháskóla sem leggur áherslu á gæði í námi, takmarkaðan fjölda nemenda og mikla þjónustu við þá. „Við viljum reka hér lítinn, góðan og leiðandi háskóla og teljum okkur vera að gera slíkt,“ segir Runólfur. „Við lít- Runólfur Agústsson rektor um á nemendur sem viðskiptavini og okkar starf felst í að þjóna þeim sem best.“ Runólfur segir að með þessari skilgreiningu sé Viðskipta- háskólinn á Bifröst eini sérhæfði viðskiptaháskólinn hér á landi. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra kom í ræðu sinni inn á stöðu íslenska skólakerfisins í al- þjóðlegri samkeppni og sagði með- al annars að Islenska þjóðfélagið væri ekki jafn fjölbreytt og spenn- andi ef menntakerfið hefði brugð- ist þjóðinni. Hann tók Viðskipta- háskólann á Bifröst sem dæmi um ffamfarir í skólamálum hér á landi og sagði m.a.: „Viðskiptaháskólinn á Bifföst er framúrskarandi dæmi um mikilvæga og áhrifamikla nýj- ung í íslenska skólakerfinu. Há- skólinn setur markið hátt og heitir nemendum sínum afburða- þjónustu. „ Runólfur gerði launakjör kenn- ara að umtalsefni í sinni ræðu. „ís- lenskt samfélag hefur ekki nægjan- lega metið gildi skólanna. Skóla- kerfið er á margan hátt óskilvirkt, skólaárið stutt og nemendur eldri þegar þeir koma út á vinnumarkað- inn en víðast gerist. Skólakerfið er enn sniðið að þörfum liðins tíma, þegar þörf var á vinnuafli barna og stúdenta yfir sumarið. Þá má benda á kjör kennara og starfsfólks skólanna. Starfsfólkið og hugvit þess er í raun eina eign skól- anna og allt þeirra starf byggir á góðu, vel menntuðu og hæfu starfs- fólki. Mér þykja það forréttindi að stýra skólastofhun sem hefur það efnahagslega og stjórnunarlega sjálfstæði að geta greitt sæmandi laun til að laða að gott starfsfólk. Slíkar aðstæður þarf að skapa sem flestum skólastjórnendum sem víð- ast, en fáir skólar búa nú við slíkar aðstæður hérlendis," sagði Runólf- ur í ræðu sinni. Metaðsókn er á Bifföst í vetur en þrjár umsóknir voru um hvert laust pláss við háskólann. 187 nem- endur stunda þar nám í vetur, 31 í Frumgreindadeild til undirbúnings háskólanáms, 104 í rekstrarfræða- námi til diplomagráðu og 52 á þriðja ári til BS gráðu. Af nemend- um í Bs deild eru 41 í fjarnámi. GE Félags- og skólaþjónusta Snæfellsness Starfsemin hafinn Eins og sagt hefur verið frá í Skessuhomi var Félags- og skóla- þjónusta Snæfellsness stofnuð síð- astliðið vor. Með þeirri breytingu taka stóra sveitarfélögin á Snæfells- nesi skólaþjónustuna heim í hérað en þau voru áður aðilar að skóla- skrifstofu Vesturlands sem staðsett var í Borgarnesi. Þá er ætlunin að sameina félagsmálaþjónustu sveit- arfélaganna og verður hún þá rekin í gegnum Félags- og skólaþjónust- una sem hefur aðsetur á Hell- issandi. Að sögn Sigþrúðar Guðmimds- dóttur forstöðumanns Félags- og skólaþjónustunnar er starfsemi skrifstofunnar að komast af stað hvað varðar skólaþáttinn. „Skólam- ir eru að byrja og sá hluti starfsem- innar sem að þeim snýr er að fara af stað. Við höfum búið við þær kjöraðstæður að fá tíma til að koma okkur inn í málin. Félagsmálaþátturinn kemur ekki strax hingað inn, nema barnavernd- armálin sem fylgdu einum starfs- mannanna. Fyrst þarf að skipa sam- eiginlega félagsmálanefnd fyrir að- ildarsveitarfélögin og síðan þarf að samræma ýmsar reglur og vinnu- brögð,“ segir Sigþrúður. Til að byrja með eru þrjú og hálft stöðugildi við stofnunina, þ.e. forstöðumaður, skrifstofustjóri, námsráðgjafi og sálfræðingur í hálfu starfi. Sigþrúður segir að til viðbótar sé verið að ganga frá samningum við verktaka til að sinna ákveðnum verkefnum. Fé- lags- og skólaþjónusta Snæfellsness sér um þjónustu við alla skólana á Snæfellsnesi að Laugagerðisskóla undanskildum en heildarnemenda- fyöldi í þeim skólum er um 750. GE Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðumaður. Nýfæddir Vestlendingar eru boðnir vdkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru fæiðar hamingjuóskir. 23. ágúst kl 10:08-Sveinbam- Pyngd:3770-Lengd: 13 cm. Foreldrar: Svala Sigurðardóttir og Arsœll Jóhanwson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 27. ágúst kl 01:11-Meybam- Þyngd:2990-Lengd:49 cm. Foreldrar: Jóhanna Elva Ragnarsdóttir og Hallvarður Nielsson, Akranesi, Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 28. ágúst kl 21:45-Sveinbam- Pyngd: 1775-Lengd:) 2 cm. Foreldrar: Guðný Maren Valsdóttir og Gauti Jóhannesson, Akranesi. Ljósmóðir: Bima Þóra Gunnarsdóttir. 28. ágúst kl 22:03-Meybam- Þyngd:4465-Lengd:34 cm. Foreldrar: Eva Guðbjörg Leifsdóttir og Guðjón Quðmundssm, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Elísabet Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.