Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.08.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.08.2001, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 32. tbl. 4. árg. 10. ágúst 2001 Kr. 250 í iausasölu ölvur Tölvuviðgerðir Skrifstofuvörur Símtæki Fjölmennt á Eldborgarhátíð Elborg 2001 á Kaldármelum var ein af íjölmennustu údhátíð- um nýliðinnar verslunarmanna- helgi en þar voru gestir um átta þúsund. A Kaldármelum voru samankomnar flestar af þekkt- ustu hljómsveitum landsins, m.a. Stuðmenn, Buttercup, Skíta- mórall og Jet black Joe sem kom fram í fyrsta skipti opinberlega efrir sjö ára hlé. Þrátt fyrir að stærstur hluti mótsgesta hafi skemmt sér vel um helgina er fjöldi kynferðis- brotamála og fíkniefnamála það sem hæst ber að hátíðinni afstað- inni. Tilkynnt var um d'u kyn- ferðisbrot á hád'ðinni og að sögn lögreglu er búist við að minnsta kosti þremur kærum vegna þeirra. Þá kom á annan mg fíkni- efnamála til kasta lögreglu á há- tíðinni, flest smávægileg en þeirra alvarlegast var dreifing á smjörsýru sem veldur rænuleysi og minnisleysi hjá þeim sem neytir efnisins. A mánudags- morgun var maður handtekinn grunaður um að hafa selt og dreift smjörsýru sem hann hafði smyglað inn á mótssvæðið í um- búðum utan af LGG+ heilsu- drykk. Smjörsýran mun vera vin- sælt efhi meðal kynferðisbrota- manna sem einbeita sér að ung- um stúlkum og nota þeir hana til að svipta fómarlömb sín ráði og rænu. Smjörsýra getur verið lífs- hættuleg ef hún er tekin inn í stórum skömmtum. Fimmtán unglingar voru teknir til að- hlynningar vegna neyslu á efninu en þeir náðu sér að fullu. Sáttur Einar Bárðarson, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar segir að miðað við þann mann- fjölda sem var á svæðinu hafi há- d'ðin farið vel ffam. Hann kveðst vissulega harma að þar hafi kom- ið upp nokkur alvarleg mál, sér- staklega meint kynferðisafbrot. „Við lögðum okkur fram um að hafa gæslu eins góða og mögu- legt var til að koma í veg fyrir slíkt og taka á þeim málum á staðnum sem upp komu,“ segir Einar. Almenn gæsla á svæðinu var í höndum björgunarsveitarmanna af Snæfellsnesi og voru allt að áttatíu björgunarsveitarmenn á vakt í einu þegar flest var. Einar Strand einn af forsvarsmönnum björgunarsveitarmannanna segir að ómögulegt hafi verið að koma algjörlega í veg fyrir afbrot og slys á fólki. Sjá viðtal við Einar Strand á baksíðu. GE Þungir bensínfæt- ur í göngunum Eins og greint var frá í Skessuhorni nýverið gaf Spölur ehf. Lögreglunni í Reykjavík hraðamyndavél á dögunum sem sett var upp í Hvalfjarðargöng- unum á fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Mynda- vélin þjónaði svo sannarlega sínu hlutverki yfir helgina því 160 ökumenn voru myndaðir þar sem þeir óku yfir löglegum hraða, semier eins og menn vita 70 km/klst. Þeir þurfa að borga 15.000 krónur hver og ekki þarf að setja upp flókið reiknings- dæmi til þess að sjá að ríkissjóð- ur mun fá tæpar 2,5 milljónir í sinn hlut vegna þessa. A heimasíðu Spalar ehf. kem- ur fram að aðeins sparast um ein mínúta við það að keyra á 91 km/klst hraða í gegnum göngin. Ef ekið er á jöfnum 70 km/klst hraða tekur ferðin rétt tæpar fimm mínúmr en 3 mínútur og 48 sekúndur ef ekið er á 91 km/klst. Fyrir þennan tíma- sparnað þurftu ökuþórarnir að borga 15 þúsund krónur og því nokkuð ljóst að hann borgaði sig Aukning hjá Borgar- neslögreglu Fleiri mál nú þegar en allt síðasta ár Mikil aukning hefur orðið á málafjölda hjá lögreglunni í Borgarnesi á þessu ári. Alls eru í dag komin 1800 mál en allt árið í fyrra urðu þau 1552. Munar þar mestu um skýrslur um of hraðan akstur en þær eru í dag orðnar um 1490 en urðu alls 900 í fyrra. Að sögn lögreglurinar er það aðallega aukin hraðagæsla lögreglunnar sem skýrir þessa hækkun en ekki það að fólk sé almennt að aka hraðar en það hefur gert. Hluti af þess- um málum er tilkominn vegna aukinnar samvinnu lögregluliðanna á Vesturlandi og einnig vegna aðstoðar lögreglumanna frá Ríkislögreglustjóra. GE Skaginn og Hydro- tech Groupen undimta samning I lok júlímánaðar undirrituðu Skaginn AS og Hydrotech Groupen AS í Noregi samning sín á milli um smíði á vinnslu- búnaði í nýtt laxavinnsluhús, en Skaginn er dótturfyrirtæki Skag- ans hf. í Noregi. Samningurinn er stærsti einstaki samningur á búnaði frá Skaganum hf. til út- flutnings, en verðmæti hans er á annað hundrað milljónir króna. Um er að ræða sjálfvirkt kassamötunarkerfi, brettastöflun- arkerfi og lagerkerfi fyrir bretti auk tengds búnaðar. Þetta kerfi tengist vinnslukerfi hússins, sem að stærstum hluta er frá Marel. Skaginn hf. hefur ekki áður samið um eins stórt kerfi til meðhöndl- unar á kössum og brettum. Kerf- ið er hins vegar byggt upp af lausnum sem hafa verið settar upp á nokkrum stöðum. Kassamötunarkerfi Skagans eru í nokkrum laxasláturhúsum í Noregi og tengjast flokkurum frá Marel. Brettastöflunarkerfi Skag- ans hf. er nú komið um borð í skip auk landvinnslu og stórt þannig kerfi verður sett upp hjá Isfélagi Vestmannaeyja hf. í haust. SÓK CD

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.