Skessuhorn - 10.08.2001, Blaðsíða 2
2
FOSTUDAGUR 10. AGUST 2001
a&12íaunu>^
Páll hættir
Páll Stefánsson, sem gegnt
hefur starfi umdæmisstjóra Sigl-
ingamálastofnunar á Vestur-
landi, hefur sagt starfi sínu lausu
frá og með næstu mánaðarmót-
um. Páll hefur gegnt starfmu
uni árabil og haft aðsetur í O-
lafsvík. Að sögn fulltrúa Sigl-
ingamálastofnunar hafa nokkrar
umsóknir borist inn á borð til
þeirra en umsóknarfrestur renn-
ur út nk. miðvikudag.
smh
Galdrastef á
Ströndum
Um næstu helgi stendur
Galdrasýningin á Ströndum fyrir
hátíðinni Galdrastef á Ströndum.
Meðal þess sem boðið er upp á
er minningarathöfn um brennda
galdramenn, galdramenn kveða
niður drauga, völuspá, ratleikur,
hljómsveitin Sigur Rós, Megas,
þjóðsagnamaraþon o.fl.
GE
Þnggja
bifreiða
óhapp við
Búðardal
Mildi þótti að enginn slasaðist
í árekstri sem varð norðan við
Búðardal, nánar tiltekið við ána
Ljá, á laugardagskvöldið. Arekst-
urinn varð þegar ökumaður
fólksbifreiðar hugðist taka fram
úr jeppa á nokkurri ferð. Ekki
vildi betur til en svo að bifreið
kom akandi úr gagnstæðri átt
þegar hinir íyrmefndu voru enn
hlið við hlið á veginum. Oku-
maður bifreiðarinnar sem kom
úr gagnstæðri átt bremsaði til að
forða árekstri en missti við það
stjóm á bifreið sinni og lenti
framan á jeppanum sem verið var
að taka ffam úr. Sá sem hugðist
taka ffam úr komst hins vegar
ffam fyrir áður en áreksturinn
varð og slapp því algjörlega við
skemmdir. Bifreiðamar tvær sem
lentu í árekstrinum vom ónýtar
en eins og áður sagði sluppu all-
ir ökumenn og farþegar bifreið-
anna þriggja ómeiddir. Alls vom
átta manns í bifreiðunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Lögreglunni í Búðardal var áð-
urnefnt óhapp það eina sem varð
á Vesturlandi alla helgina eftir
því sem þeir komast næst.
Mjólkurgleði á Staðarfelli
Menn skemmtu sér á misjafnan útihátíðum þá skemmtu menn sér
hátt um helgina og þrátt fýrir annars staðar á friðsælli hátt. SAA
fréttir af ölvun og ólátum á sumum og Dalamenn héldu sína árlegu
Nýr bátur í flotann á Rifi
Stakkaberg SH, 21 tonna eikarbátur, kom til Rifshafnar á dögunum. Stakkabergið,
sem er netabátur, er smítjað á Akureyri árið 1914.
Mjólkurgleði á Staðarfelli í Dölum
um helgina. Þar skemmtu
landskunnir skemmtikraftar, s.s.
Ómar Ragnarsson, Björgvin Frans
Gíslason, Hljómsveitin Karma og
fleiri. Þá sá harmonikuhljómsveit-
in Nikkólína um brekkusönginn. I
stað göróttra drykkja var á Staðar-
felli boðið upp á heitt kaffi og
kakó.
Að sögn Hjalta Björnssonar eins
af mótshöldurum voru um 600
manns á Staðarfelli um helgina,
mest fjölskyldufólk en einnig-ung-
menni sem verið hafa í meðferð á
staðnum. Hjalti segir að hátíðin á
Staðarfelli sé fyrir löngu orðinn
árviss viðburður í Starfsemi SAA
og menn hafi verið ákveðnir í að
láta ekki deigan síga þótt með-
ferðarheimilið væri lokað í sumar.
Hann segir umgengni og hegðun
mótsgesta hafa verið til fyrir-
myndar að vanda.
MB/GE
Skagabarinn og Pizza '61
í Langasandshúsinu
Um þarnæstu helgi mun bætast í
veitingahúsa- og skemmtistaða-
flóru Akurnesinga þegar Pizza '67
flytur í Langasandshúsið við
Garðabraut 2, auk þess sem þar
mun opna nýr sportbar, Skagabar-
inn. Ætlunin er að opnað verði
helgina 17.-18. ágúst næstkomandi.
Það er Garðbæingurinn Bjarni
Ólafsson sem ætlar sér að reka
Skagabarinn á effi hæð hússins.
„Eg ætla að reyna að hafa þetta svo-
lítið öðruvísi. Verð þarna með
breiðtjald og billjardborð og ætla
mér að sýna leiki og beinar útsend-
ingar.“ Bjami segist ekki hafa á-
kveðið hvort hann verði með lif-
andi tónlist og slíkt um helgar,
hann ætlar einfaldlega að sjá hvern-
ig málin þróast. Barinn verður þó
opinn allar helgar til klukkan þrjú.
„Eg er mjög bjartsýnn á þetta,“ seg-
ir Bjarni og segist hvergi smeykur
Páll Matthíasson var í óða önn við að merkja nýtt aðsetur á miðvikudag. Ætlunin er að í
húsinu verði sportbar auk Pizza '61.
við fortíð hússins, en eins og Skaga-
menn vita hefur ekki gengið sem
skyldi að reka veitinga- og
skemmtistaði í Langasandshúsinu.
Páll Matthíasson sér um rekstur
Pizza '67 á neðri hæðinni.
Mannræktarmótið á Hellnum
Friður undir Jökli
Mannræktarmótið á Hellnum
fór friðsamlega fram að venju um
verslunarmannahelgina, en þetta
var í fimmtánda skiptið sem skipu-
lagt mótshald er þar. Skipulögð
dagskrá var frá föstudegi til sunnu-
dags en enginn aðgangseyrir var
svo mikið var um streymi fólks á
laugar- og sunnudeginum.
Stærsta athöfn mótsins fór fram
á laugardagskvöldinu en þá sam-
einuðust allir mótsgestir, um
hundrað og þrjátíu manns, í einum
hring í þeim tilgangi að draga úr
tálsýn fólks um aðgreiningu og
hjálpa því að skilja að við erum öll
eitt. Var hringurinn hugsaður sem
hluti af heimshring. Bænir um frið
voru settar í byggingu hringsins
sem var gerður úr 108 steinum og
í eldinn sem brenndur var í miðju
hans við lok athafnarinnar. Var
síðan manngerðum kristal, frá
Rússlandi, sem forritaður hafði
verið til nota í eldflaugarodd
kastað á bálið sem táknræn mót-
mæli um hervæðingu heimsins.
A sunnudagskvöldinu var einnig
bænakvöld þar sem mótsgestir
sameinuðust í bæninni Megi friður
ríkja á jörð.
smh
Skemmtistaðurinn Grandrokk var
þar áður og Páll segist ekki ætla að
ráðast í miklar breytingar á hús-
næðinu strax. „Það verður bara að
þróast hvort við breytum einhverju.
Reksturinn verður með svipuðu
sniði og verið hefur. Ég er með vín-
veitingaleyfx og fólk getur komið
og fengið sér pizzu og bjór.“ Þegar
blaðið kemur út verður Páll að lík-
indum fluttur í nýja húsnæðið. „Eg
ætla mér að vera í heimsendingum
þar til salurinn verður opnaður að
fullu um þarnæstu helgi. Þá verðum
við báðir með mjög góð opnunar-
tilboð. Matseðillinn hjá mér verður
sá sami og var á Skólabrautinni,
reyndar verður einhverju bætt inn á
hann, en ekki er um neinar stór-
kostlegar breytingar að ræða.“
Pizza '67 hefur haft aðsetur sitt að
Skólabraut 30 í ein fjögur ár en þar
komast um 12 manns í sæti. A nýja
staðnum er pláss fyrir 60 manns.
SÓK
Dráttarvél
valtvið
Búðardal
Okumaöur rif-
beinsbrotnaði
Óhapp varð á malarvegi rétt
norðan við Búðardal um helgina
þegar dráttarvél valt þar út af
veginum. Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu er ekki ljóst hvað
olli óhappinu en dráttarvélin
skemmdist mikið. Ökumanni var
ekið heim þar sem hann kenndi
sér ekki meins. Síðar fór hann þó
í skoðun og reyndist hann þá
vera rifbeinsbrotinn.
SÓK
Ókinn
í garð
Lögreglunni á Akranesi barst
tilkynning um að biffeið hefði
verið ekið inn í garð við Vestur-
götu laust fyrir klukkan fimm að
morgni síðastliðins laugardags.
Lögregla fór samstundis á vett-
vang og hitti þar fyrir ökumann-
inn sem hafði verið einn í bíln-
um. Hann hafði verið á norður-
leið eftir Vesmrgötu, misst stjórn
á bifreiðinni með þeim afleiðing-
um að hún fór upp á gangstétt og
endaði inni í garði við eitt hús-
anna. Töluvert tjón hlaust af
þessu en enginn slasaðist. A leið
sinni inn í garðinn ók bílstjórinn
yfir tréhlið, runna, ruslamnnu og
handfang á garðslöngu svo eitt-
hvað sé nefnt. Mildar skemmdir
urðu einnig á húsinu; vamsrenn-
ur og rúður brotnuðu og um-
merki sáust á húsveggjum. Öku-
maður fékk að fara til síns heima
að lokinni yfirheyrslu en bifreið-
in var mildð skemmd og óöku-
fær. Var hún færð af vettvangi
með kranabíl. Gmnur leikur á að
uin ölvunaraksmr hafi verið að
ræða.
SÓK
Tældfæri
fyrirfaun-
bærilega
kokka
Fyrr á sumardögum vakti
Skessuhorn athygli á því þegar
Erró átti leið um Stykkishólm
með fjölda af fylgdarfólki.
Snæddi fólkið og vígði um leið
óformlega Sjávarréttapakkhúsið,
veitingastað við höfnina, sem
hefur sérhæft sig í súpugerð m.a.
Nú hefur vertinn Bjami Daníels-
son komið af stað ákveðinni á-
skomnarkeppni sem felst í því að
þeir aðilar sem telja sig matreiða
betri súpur en Sjávaréttapakk-
húsið skuli sanna mál sitt í elhúsi
veitingastaðarins. Ásthildur
Smrludóttir verður fyrst gesta til
að spreyta sig og mun gera það í
hádeginu næstkomandi laugar-
dag en síðan verður eldhúsið
opið til kl. 21.
smh