Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.08.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.08.2001, Blaðsíða 12
Gœítm ífraMmfflm Prentum myndir af ctiskum og digital FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. BRÚARTORGI, 310 BORGARNESI - S. 437-1055 PÓSTURINN Þú pantar. Pósturinn afhendir. www.postur.is Heimsending um allt land Landffutningar /SAMSkÍP Engjaási 2, 310 Borgames, sími 437 2300, fax 437 2310 Heim- taugí sundur Nokkurn reykjarmökk mátti sjá rétt utan við Borgarnes á miðviku- dagskvöldið sl. Mun raflínuheim- taugin að Þursstöðum hafa farið í sundur er vöruflumingabifreið var bakkað á taugina er þar var unnið við hækkun vegarafleggjara að bænum. Sviðnaði jörð og blossaði upp eldur þegar vírínn féll í jörð- ina en engan sakaði. Foreldrar þurfa að gæta sinna bama segir Einar Strand, björgunarsveitarmaöur eftir Eldborgarhátídina Eftir að hátíðinni Eldborg 2001 lauk sendu mótshaldarar frá sér yf- irlýsingu vegna „óvægins frétta- flutnings“ eins og það er kallað í til- kynningunni. Þar er meðal annar ssagt að 99% gesta hafi verið til fyr- irmyndar, að engar meiriháttar lík- amsmeiðingar hafi átt sér stað og umferð hafi gengið vel. Þar kemur einnig fram að lögð hafi verið á- hersla á öfluga gæslu á öllum sviðum. Hinsvegar hefur komið fram í fjölmiðlum eftir hátíðina að ekki leggja allir sem störfuðu við gæslu og heilsugæslu á svæðinu sama mat á hvernig mótshaldið fór fram. Björgunarsveitarmenn á Snæ- fellsnesi, Akranesi og víðar af Vest- urlandi tóku að sér almenna gæslu á hátíðinni og voru með allt að átta- tíu manns á vakt þegar mest var. Einar Strand björgunarsveitarmað- ur úr Stykkishólmi var einn þeirra sem var í forystu fyrir björgunar- sveitarmenn á svæðinu. Hann segist geta tekið undir það að mikill meirihluti hátíðargesta hafi ekki verið sér og sínum til skammar. „Að mót. Það var ekki meira um rysk- frátöldum kynferðisbrotum og ingar þarna en gengur og gerist á fíkniefnamálum sem þarna komu hestamannamótum t.d. Það sem upp hef ég séð verra hestamanna- kannski er að breytast og kom Sementsverksmiðjan segir upp starfsfólki Starfsfólk ósátt við vinnubrógð stjórnar Sementsverksmiðjan hf. sagði á dögunum upp sex starfsmönnum sínum, tveimur sem störfuðu á Akranesi og fjórum sem störfuðu í afgreiðslustöð fyrirtækisins sem staðsett er á Artúnshöfða í Reykjavík. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, for- stjóra Sementsverksmiðjunnar hf., var starfsmönnunum sagt upp í hagræðingar- og sparnaðarskyni. „Meiningin er að fara að flytja sem- entið landleiðina í gegnum Hval- ijarðargöngin en ekki að sigla með það eins og gert hefur verið undan- farin ár. Afgreiðslustöðin í Artúns- höfða verður lögð niður og þar af leiðir að ekki verða not íyrir skipið nema til þess að sigla út á land,“ segir Gylfi en skip sementsverk- smiðjunnar, Skeiðfaxi, verður notað til að sigla til Akureyrar og Isafjarð- ar ffá vori til hausts ár hvert. Ekld var þó allri áhöfninni sagt upp því einhverjir fengu vinnu í landi og fjórum bílstjórum afgreiðslustöðv- arinnar var haldið eftir. „Skipið hef- ur iðulega siglt frá Akranesi til Reykjavíkur og þaðan á steypu- stöðvarnar. Nú er ætlunin að flytja sementið beint og spara með því.“ Einar Vignir Einarsson, stýri- maður á Skeiðfaxa og formaður starfsmannafélags Sementsverk- smiðjunnar hf., segist ekki sáttur við vinnubrögð stjórnar og stjómenda fyrirtækisins og segir þau fyrir neð- an allar hellur. „Eg hef margsinnis spurt forsvarsmenn fyrirtækisins hvort breytingar væru í vændurn en alltaf fengið neikvæð svör. Svo fer ég í sumarfrí til útlanda og þremur dögum eftir það er uppsagnarbréfið skrifað. Uppsögnin er svo sem alveg skiljanleg en svona vinnubrögð eru óásættanleg. Hefðu menn átt von á þessu hefðu þeir hagað sér öðmvísi með frí og annað.“ Einar hafði komið heim úr sumarleyfi sínu kvöldið áður en blaðamaður hafði samband við hann og hann sagðist hafa fengið hörð viðbrögð frá sam- starfsmönnum sínum. ,JVlenn era mjög ósáttir við þetta og síminn hefur ekki stoppað hjá mér. Það at- hyglisverða er að þeir sem vora látnir taka pokann sinn era einna rólegastir yfir þessu.“ Einar segir þá ákvörðun að flytja sementið landleiðina vera rökrétta. „Þó kannski ekki á þessum tímapunkti þar sem engir samningar höfðu ver- ið gerðir við Reykjavíkurborg um að rýma svæðið þarna þegar ég spurðist fyrir um málið ekki alls fyr- ir löngu. Það stendur til að gera Sundabrautina en engin ákvörðun hefur verið gerð opinber í þeim efnum og í Reykjavík er komin byggð nánast ofan í tankana. Þeir sem búa þar sætta sig að sjálfsögðu ekki við slíkt til langffama.“ SOK þarna í ljós er að grimmdin er orð- in meiri. A Eldborgarhátíðinni komu upp tilfelli þar sem tveir eða fleiri réðust á einn. Eg er auðvitað ekki að gera lítið úr þeim brotum sem komu upp. Þetta er að sjálf- sögðu hræðilegt að svona skuli ger- ast.“ Bann er ekki lausnin Einar segir að ógerningur sé að tryggja að hátíð sem þessi gangi á- fallalaust fyrir sig. „Það þyrfti þá að vera maður á mann eða fast að því. Ég held að gæslan þarna hafi verið góð en það er ýmislegt sem mætti gera betur. Myrkrið er vesti óvinur- inn enda áttu flest alvarlegri brotin sér stað þessa 1-2 klukkutíma á sól- arhring sem var nánast alveg svarta- myrkur. Lýsing á svæðinu myndi skipta miklu. Þá þyfti að vera fleira fullorðið fólk á svæðinu. Þá á ég ekki við gæslumenn heldur foreldra þessara barna. Það er sú gæsla sem þyrfti að vera og ætti að vera. Ymis- legt fleira mætti betur fara sem auð- velt er að sjá eftirá." Einar telur það ekki lausnina að banna útihátíðir um verslunar- mannahelgi. „Það er ekki lausnin, nema síður sé. Þá myndu krakkarn- ir einfaldlega kjósa með fótunum eins og gerðist á Laugarvatni fyrir u.þ.b. tíu árum þegar ungmenni söfnuðust þar saman án þess að þar væri nokkuð undirbúið. Það er náttúrulega margfalt verra. Það mætti hinsvegar hugsa sér að setja ákveðin skilyrði, t.d. að aðstand- endur slíkra hátíða þyrftu að sækja ' um leyfi fyrir 1. apríl og að settar yrðu reglur varðandi lýsingu og fleira er lýtur að aðbúnaði og að- stöðu.“ Aðspurður um hvort björgunar- sveitirnar væru tilbúnar að taka að sér gæslu á Elborgarhátíð að ári segir Einar. ,Já. Gegn því þó að við hefðum lengri fyrirvara og tækjum nánari þátt í undirbúningnum.“ GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.