Skessuhorn - 17.01.2002, Síða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 3. tbl. 5. árg. 17. janúar 2002 Kr. 250 í lausasölu
Sláturiiúsin í Búðardal og
Borgamesi verða í eigu heimaaðila
Meirihluti lánadrottna Kjötum-
boðsins samþykkti á fundi á þriðju-
dag frumvarp að nauðarsamningi
fyrir félagið sem felur í sér greiðslu
53% allra krafna. Verði ffumvarpið
samþykkt í Héraðsdómi Reykjavíkur
fá lánadrottnar 30 prósent af kröfum
sínum greiddar með peningum inn-
an tólf mánaða og 23 prósent með
hlutabréfum í Norðlenska matborð-
inu. Upphaflega var gert ráð fyrir að
61% krafna yrðu gerðar upp en síð-
an hefur komið í ljós að kröfur lána-
drottna voru vanmemar að sögn
Helga Hallgrímssonar lögmanns
Kjömmboðsins.
Samhliða nauðarsamningnum
hefur verið gengið ffá sölu allra fast-
eigna Kjötumboðsins og liggur fyrir
viljayfirlýsing um að fyrrum eigend-
ur þeirra og aðrir veðhafar yfirtaki
allar veðskuldbindingar. Sparisjóður
Mýrasýslu eignast þá sláturhús og
kjötvinnsluhús fyrirtækisins í Borg-
amesi, Norðvesmrbandalagið slát-
urhúsið í Búðardal, Kaupfélag Aust-
ur Skaftfellinga slámrhúsið í Hom-
arfirði og Kaupfélag héraðsbúa slát-
urhúsin á Egilsstöðum, Fossvöllum
og Breiðdalsvík.
Dalabyggð kaupir
Þá liggur fyrir að sveitarfélagið
Dalabyggð er tilbúið að kaupa
slámrhúsið í Búðardal af Norð-
vesmrbandalaginu með það í huga
að tryggja áframhaldandi reksmr
þess. Að sögn Haraldar Líndal
sveitarstjóra Dalabyggðar er þó
ekki gert ráð fyrir að sveitarfélag-
ið standi sjálft í þeim rekstri held-
ur verði að öllum líkindum stofn-
að hlutafélag sem eigi húsið og
reki eða leigi reksmrinn. Sagði
hann að Ferskar afurðir sem önn-
uðust sauðfjárslátran í Búðardal í
haust hefðu lýst yfir áhuga á á-
framhaldandi samstarfi. Einnig
sagði hann að fyrir dyram stæðu
viðræður milli Borgfirðinga og
Dalamanna um samstarf í sauð-
fjárslátran.
Sparisjóðurinn kaupir
"Þetta endar trúlega inni á borði
hjá okkur þótt það sé kannski ekki
óskastaða,” segir Gísli Kjartansson
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýra-
sýslu um húseignir Kjömmboðsins
í Borgarnesi. Hann segir að eign-
irnar verði að öllum líkindum
lagðar með einhverjum hætti inn í
nýtt kjötvinnslufyrirtæki í Borgar-
nesi ef hugmyndir um slíkt yrðu
að veraleika.
GE
Söngvakeppni Oöals var haldin sl. þriðju-
dagskvöld í félagshermilinu Óðali en keppn-
in er ein affjölmörgum undankeppnum
sem haldnar eru í félagsmiílstöíhmm víís-
vegar um landið. Margir efnilegir söngv-
ararstigu sínjyrstu sporþetta kvöld og
voru aðilar dúmnefndar ekki ófiindsuerðir
af störfum stnum þegar kom að því að velja
sigurvegara. Sönghópmrirm Stuðboltamrr
þóttu þó bera afog kom þaðfáum á óvart
að þau skyldu sigra. Þau sungu lagið Með
aUt á hremu ejtir Stuðmenn og af líflegri
sviðsframkomu að thema virtist sem um at-
virmumenn ífaginu veeri að raeða en ekki
óreynda grunnskólakrakka. Sönghópinn
skipa þau Guðmundur B. Þorbjömsson, Jó-
harm Lind Ringsted, Sigríður Dögg Geirs-
dóttir, Inga Tinna Sigurðardóttir og Geir
K. Theódórsson. Sigurvegaramir munu nú
seinna í mdnuðinum syngja t úrslitakeppni
Samtaka félagsmiðstöðva (SAMFES) sem
framferí Laugardalshöllinni. Sú
söngkeppni er geysistór í sniðum enfulltrú-
ar rúmlega 40 félagsmiðstöðva stíga á stokk
fyrirframan u.þ.b. 2100 manns.
HJH
Fjölmennur
stofnfundur MRA
Um 40 manns maettu á stofhfund
Markaðsráðs Akraness á Barbró í
gærkvöldi. A fundinum voru
kynnt, rædd og samþykkt lög og
samþykktir Markaðsráðsins og
kosið í fyrstu stjóm samtakanna.
Um aðild að MRA geta sótt öll
starfandi félög, fyrirtæki, stofnanir og
einyrkjar sem stunda starfsemi á
Akranesi. Stjóm, sem enn á eftir að
skipta með sér verkum skipa; Guðjón
Brjánsson SHA, Sigurður Guðni
Sigurðsson Skaganum hf., Asta
Gísladóttir Bjargi, Guðrún Gunn-
arsdóttir VÞA, Kristín Armannsdótt-
ir Bátasmiðju Guðgeirs og Asmund-
ur Olafsson Höfða. I aðalstjóm verða
3 fulltrúar og 3 í varastjóm. MM
Frá stofnfundi MRA
Bruni í Ólafsvík
Játning
liggur
fyrir
Þann 27. apríl 1999 eyðilagðist
húsið að Mýrarholti 1 í Ólafsvík í
bruna. Nú hggur fyrir jáming
manns um að hann hafi kveikt í
húsinu. Rannsóknin fór fram með
hefðbundnum hætti af hálfu sýslu-
mannsins í Stykkishólmi en sér-
fræðingar fiá tæknideild lögregl-
unnar í Reykjavík og ffá löggild-
ingarstofu ríkisins voru kvaddir til
þar sem fljódega lék grunur á að
um íkveikju hefði verið að ræða.
Að sögn Daða Jóhannssonar full-
trúa sýslumannsins á Snæfellsnesi
var enginn grunaður í upphafi
rannsóknarinnar en með tímanum
hafi spjótin beinst að einstaklingi
sem nú hefur viðurkennt brotið.
Segir hann að máhð sé ennþá í
rannsókn og ekki hafi enn verið
gefin út ákæra. smh
Skagamenn
réllu
Islandsmeistarar IA máttu bíta í
það súra epli að falla niður í 2.
deild þegar Islandsmótið í innan-
hússknattspymu fór fram um síð-
ust helgi. Skagamenn töpuðu öll-
um þremur leikjum sínum í mót-
inu. Fyrsti leikurinn gegn IBV
tapaðist 3-4, sá næsti gegn Breiða-
bhk með sömu markatölu og sá
þriðji gegn Völsungi 5-6. Öll sig-
urmörk andstæðingana komu á
síðustu 20 sekúndunum leikjanna.
Töluverðar væntingar vora gerð-
ar til Skagaliðsins fyrir mótið þar
sem þeir höfðu unrúð innanhúss-
mót helgina áður en aht kom fyr-
ir ekki. Væntanlega þurfa Skaga-
merm þó ekki að spila í 2. deild-
inni á næsta ári þar sem fyrir-
komulag Islandsmótsins í innan-
húsknattspymu kemur til með að
vera með öðra sniði en það hefur
verið. Búist er við að KSI haldi
mót í þeim knattspymuhöllum
sem tilbúnar verða næsta vetur og
taki þau mót við af Islandsmótinu
innanhús. HJH