Skessuhorn - 17.01.2002, Blaðsíða 11
SSgSSlíHÖBKi
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2002
11
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir er íþróttamaður Akraness
Útnefriing Iþróttamanns Akraness
fór fram í íþróttahúsinu að Jaðars-
bökkum sl. laugardag. Ellefu aðild-
arfélög að Iþróttabandalagi Akra-
ness höfðu tílneínt fulltrúa sína fyrir
kjörið og efrir síðbúna þrettánda-
brennu á malarvelli
Knattspyrnufélags
IA safnaðist hátt í
þúsund manna
mannfjöldinn sam-
an í Iþróttahúsinu
tíl að fylgjast með
þegar tilkynnt var
um kjörið. Var
boðið upp á Kakó
og piparkökur áður
en Sturlaugur Stur-
laugsson, formaður
Iþróttabandalags-
ins, tilkynntí um
tilnefningar aðild-
arfélaganna sem
voru eftírfarandi:
Karítas Ósk Ó-
lafsdóttir var kjör-
inn badminton-
maður ársins. Hún
varð Islandsmeist-
ari í a-flokki meyja,
bæði í einliða og
tvenndarleik.
Hestaíþróttamaður
ársins var Jakob
Sigurðsson. Hann
vann fyrstu verð-
laun í fimmgangi
og gæðingaskeiði á opnu íþróttamóti
í Borgamesi og á Fjórðungsmóti
Vesturlands á Kaldármelum vann
hann 1. verðlaun í b-flokki gæðinga
og 4. verðlaun í a-flokki gæðinga.
Bima Rún Ragnarsdótrir var kjörin
fimleikamaður ársins. Hún vann það
affek á árinu að verða Islandsmeist-
ari í trampolínstökki í fyrsta þrepi
almennra fimleika í sínum aidurs-
flokki, en hún er einungis 12 ára.
Iþróttamaður Þjóts var valinn Lind-
berg Már Scott, en hann hlaut þrjá
Islandsmeistaratitla á árinu í ffjáls-
um íþróttum, í 50 m hlaupi og í
langstökki með og án atrennu.
Knattspyrnumaður ársins hjá Bolta-
félaginu Bmna var valinn Eyþór Ó-
ness með 64 stig af 100 mögulegum.
Hann náði frábæmm árangri sem at-
vinnumaður í golfi á sl. keppnistíma-
bifi og var einn Islendinga sem átti
sætí á Evrópsku áskorendaröðinni.
Aðeins vantaði herslumun til Birgir
Iþróttamennn aðildarfélaganna að kjörinu um lþróttamann Akraness. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Iþróttamaður Akraness, er lengst
til hiegri.
Molar
Keilufelag Akraness lék sinn fyrsfa
leik á árinu í síðusfu viku þegar þeir
mæffu a-liði IR á úfivelli. Skaga-
menn áttu ekki mikla möguleika
gegn sterku liði ÍR-inga og töpuðu
8-0. Skagamenn eru sem sfendur í
11. sæti af tólf liðum í 1. deildinni.
Leikmannamál ÍA. Lítið er að ger-
ast í leikmannamálum Islandsmeist-
ara IA fyrir átökin næsta sumar.
Skagamenn voru komnir í viðræð-
ur við framherjann Veigar Pál
Gunnarsson en þau mál eru nú í
biðslöðu þar sem Veigar er stadd-
ur erlendis. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns hefur Veigar nú þegar
hafnað tilboðum frá Fylki og KR en
auk þeirra og ÍA munu gömlu fé-
lagar Veigars í Stjömunni líka vera
á höttunum eftir pilti.
ÍA og Fylkir munu spila fyrsta opin-
bera leikinn á komandi leiktíð þeg-
ar liðin mætast í deildarbikar-
keppninni. Leikurinn verður í
Reykjaneshöllinni þann 15. febrúar
og hefst kl.l 9. ÍA er í riðli með
Fylki, FH, KR, Þór, Breiðablik, Vík-
ingi og Stjörnunni.
Baldur Ingimar Aðalsteinsson lék
sinn fyrsta landsleik þegar hann
spilaði síðustu 15 mínúturnar í leik
íslands og Saudi-Araba í síðustu
viku. Gunnlaugur Jónsson lék allan
leikinn og bar hann fyrirliðabandið
í síðari hálfleik eftir að annar
Skagamaður, Ámi Gautur Arason,
fór af leikvelli. Báðir þóttu standa
vel fyrir sínu og þá sérstaklega
Gunnlaugur.
lafur Frímannsson en Eyþór þótti
hafa staðið sig afar vel í marki Bruna
á sl. sumri. Hrannar Freyr Helgason
var valinn körfuknattleiksmaður árs-
ins, en þessi 16 ára piltur þykir mik-
ið efni og spilaði t.a.m. í byrjunarliði
drengjalandsliðs íslands á síðasta ári.
Þá var hann í vor valinn af landsliðs-
þjálfara Islendinga sem einn af 20
bestu ungu leikmönnum landsins.
Keilumaður ársins var Bjarni Borgar
Jóhannsson og þykir hafa unnið
mjög óeigingjamt starf í undirbún-
ingi þess að opnaður var keilusalur á
Skaganum á síðasta ári. Skotmaður
ársins var Stefán Gísli Örlygsson en
hann varð Vesturlandsmeistari sl. ár
eins og undangengin ár í sinni grein
og sigraði einnig á landsmóti þann
16. júní, en þar fer fram ein sterkasta
skotkeppnin hérlendis. Þá kepptí
hann á Smáþjóðaleikunum í San
Marínó og lenti í 6. sætí og gekk
honum einnig ágætlega á Heimsbik-
armótínu á Kýpur.
Kylfingur ársins var Birgir Leifur
Hafþórsson, en hann varð í þriðja
sæti í kjörinu um Iþróttamann Akra-
Leifur næði að tryggja sér fast sætí á
Evrópsku mótaröðinni sem er efsta
deild atvinnumanna í golfi í Evrópu.
Birgir Leifur varð í sjötta sæti í kjöri
um Iþróttamann ársins á Islandi
200L
I öðra sæti í kjörinu um Iþrótta-
mann Akraness var knattspyrnu-
maður ársins, Gunnlaugur Jónsson
með 72 stig. Gunnlaugur var fyrir-
liði íslandsmeistara IA í Knatt-
spymu árið 2001. Iþróttafféttamenn
Morgunblaðsins völdu hann besta
mann mótsins og starfsbræður
þeirra á DV völdu hann besta varn-
armanninn. A lokahófi Knatt-
spyrnusambands
Islands var hann
úmefndur knatt-
spyrnumaður
ársins af leik-
mönnum allra
liðanna sem þátt
tóku í Islands-
mótinu.
Iþróttamaður
Akraness 2001 er
Kolbrún Ýr
Kristjánsdóttir,
sundkona, og
hlaut hún 84
stig. Hún setti
fjölda Islands-
meta á síðast-
liðnu ári og átti
eitt sitt besta ár.
Af afrekum
hennar má nefna
að á Evrópu-
meistaramótinu í
25 metra laug
setti hún 3 Is-
landsmet. Hún
náði þar í undan-
úrslit í 50
flugsundi á 27,96
sekúndum og
bætti þar með Islandsmetið um 0,26
sekúndur. Hún synti aftur sama dag
í undanúrslitum á 27,79 og bætti aft-
ur metið sem hún setti um morgun-
inn og endaði í fjórtánda sæti, en
þessi tími setur hana í 48. sæti á
heimslistanum í greininni. Sund-
samband Islands valdi Kolbrúnu
Sundkonu ársins 2001.
Aðild að kjörinu um Iþróttamann
Akraness áttu eftirtaldir fulltrúar:
fimm úr framkvæmdastjóm IA, bæj-
arstjóri, formaður íþróttanefndar,
formaður bæjarráðs, fulltrúi Búnað-
arbankans á Akranesi og Helgi
Daníelsson en hann er gefandi Frið-
þjófsbikarsins sem veittur er I-
þróttamanni ársins og gefinn er til
minningar um bróður hans Friðþjóf
Daníelsson.
smh
Staðan í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik
Félag LeikU T Stig
l.KR 12 10 2 1048:970 20
2. KeHavík 12 9 3 1130:988 18
3. UMFN 12 9 3 1042:941 18
4. ÞórAk. 12 7 5 1107:1103 14
5. Tmdast. 12 7 5 953:960 14
6. Hamar 12 7 5 1084:1102 14
7. UMFG 12 6 6 1031:1046 12
8.ÍR 12 5 7 997:1020 10
9. Haukar 12 5 7 906:945 10
10. Skallagr 12 4 8 929:962 8
11. Breiðab. 12 3 9 947:1000 6
12. Stjaman 12 0 12 869:1006 0
Staðan í 1. deild karia
i körfuknattleik
Félag
1. Valur
2. Snæfell
3. Þór Þorl.
4. KFÍ
5. ÍS
6. Árm/Þr.
7. Reynir S.
8. ÍG
9. ÍA
10. Selfoss
LeikU T
II 9 2
ll 9 2
10 7 3
W 6 4
11 6 5
ll 5 6
II 4 7
ll 4 7
ll 2 9
II 2 9
953:742
935:829
721:701
846:826
871:783
883:838
893:943
786:936
808:1007 4
921:1012 4
Stig
18
18
14
12
12
10
8
8
Góð byrjun dugði skammt
-Þegar Skallagrímur lá í Njarðvík
Borgnesingar hafa ekki riðið feitum
hesti frá viðureignum sínum við
Njarðvíkimga í Ijónagrifjunni í Njarð-
vík undanfarin ár. Grafa þarf djúpt í
sögubækur til að finna sigur Skall-
anna í Njarðvík. Fyrsti leikur þessa
árs fór fram í Njarðvík sl. fimmtudag
og þrátt fyrir kröftuga byrjun Skalla-
gríms fór þessi leikur ekki í sögubæk-
urnar frægu, hvorki fyrir gæði né ó-
Körfuknattieikur 1. deild
Sigurganga Snæfellinga
rofin ao Hlíðarenda
Það kom að því á föstudaginn sl.
að Snæfellingar máttu þola tap í 1.
deildinni í körfuknattleik. Fór leikur-
inn fram að Hlíöarenda og tóku
Valsmenn hressilega á móti gestum
sínum úr Hólminum. Jafnt var fram-
an af fyrsta leikhluta en strax á fyrstu
mínútum leiksins urðu Snæfellingar
fyrir því áfalli að Eyþór Bárðarson,
spilandi þjálfari, fór meiddur af leik-
velli og virtist það slá Snæfellinga
dálítið út af laginu. í fyrri hálfleik
höfðu Valsmenn leikinn mestmegnis í
hendi sér og voru 6 stigum yfir þeg-
ar kom að leikhléi. Snæfellingar
náðu þó að minnka muninn í 4 stig
þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri
hálfleik. I síðari hálfleik voru yfir-
burðir Valsmanna töluverðir og náðu
þeir til að mynda 22 stiga bili á
Snæfellinga í þriðja leikhluta.
Heimamenn slökuðu svo aðeins á í
fjórða leikhluta en það varð þeim
næstum að falli því Snæfellingar
gengu á lagið og minnkuðu muninn
í 6 stig. Lokastaðan varð 80-72 og
má segja að Snæfellingar hafi fallið
harkalega til jaröar í þessum leik og
virtust aldrei almennilega komast í
takt við leikinn. Lykilmenn liðsins
náðu sér aldrei almennilega á strik
og meiðsli Bárðar settu strik í reikn-
inginn. Valsmenn hafa því náð Snæ-
fellingum að stigum á toppi 1. deild-
ar og er víst að endaspretturinn verð-
ur æsispennandi.
Næsti leikur Snæfells verður í
Hólminum á næstkomandi sunnudag
kl. 20.00.
Smh
vænt úrslit.
Skallagrímsmenn byrjuðu feykivel
og skoruðu fyrstu 10 stig leiksins, þar
sem Steinar Arason hitti vel og spila-
mennska liðsins lofaði góðu. Njarð-
víkingar skoruðu fyrstu körfu sína eft-
ir 4:50 mín. Eftir það jafnaðist leik-
urinn og Skallarnir höfðu misst for-
ystuna niður í 4 stig fyrir lok fyrsta
fjórðungsins. I upphafi 2. leikhluta
kom Teitur Örlygsson inn á í liði
meistaranna og þeir hófu að beita
stífri pressuvörn. Njarðvíkingar
hreinlega keyrðu yfir Borgnesingana
og unnu leikhlutann 36-11 og leiddu
því í hálfleik 49-28. Þrátt fyrir góða
byrjun Skallagríms í upphafi 3. leik-
hluta þar sem þeir minnkuðu muninn
í 8 stig virtist eftirleikurinn vera Is-
landsmeisturunum auðveldur og inn-
byrtu þeir 17 stiga sigur 89-72. I
heildina séð var leikurinn lítið fyrir
augað og mikið um mistök á báða
bóga. Boltinn gekk fram og aftur
völlinn milli liðanna og var engu lík-
ara en verið væri að spila tennis á
tímabili. Njarðvíkingar náðu frá-
bærum spretti í 2. leikhluta og það
dugði þeim til sigurs. Skallagrímslið-
ið virkaði andlaust og mátti greina
uppgjöf í liðinu alltof snemma. Hjá
Njarðvíkingum voru það að venju
Logi og Brenton sem spiluðu best. I
Skallagrímsliðinu var Steinar sjóð-
heitur og hitti vel fyrir utan, Hlynur
átti fínan leik, en Larry náði sér ekki
nógu vel á strik þrátt fyrir að skora
19 stig. Næsti leikur liðsins er gegn
IR hér í Borgarnesi og mun sá leikur
skipta mjög miklu fyrir bæði lið enda
í áþekkri stöðu í baráttunni um sæti í
úrslitakeppninni. R.G